Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 2
2 slÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júní 1965 Orlof húsmæðra verður nú að Laugum í Dalasýslu Orlof húsmæðra, sem starfað hefur síðastliðin 4 ár sam- kvæmt orlofslögunum frá 30. maí 1960, er nú að hefja starf- semi sína. Orlofsnefnd hús- mæðra í Reykjavík, hefur und- anfarin ár haft samstöðu um dvalarstaði með orlofsnefndum nærliggjandi byggða. En á síðastliðnu hausti héldu allar nefndir þessara svæða fund, þar sem rætt var um möguleika á því að fá leigðan skóla, sem nefndimar gælu rekið í sameiningu, allan þann tlma er orlofið starfaði, svo sem áður var einhugur um málið, og samþykkt að fara þá þegar að kynna sér skóla þá er til greina kæmu og tilboð þeirra, svo til framkvæmda geti komið nú þegar á þessu sumri. Sem nú er orðið, því áðurnefnd svæði, sem eru. Reykjavík, Kjósarsýsla norðan Hafnarfjarðar, Suðumes og Kópavogur, hafa nú tekið á leigu skólann að Daugum í Dalasýslu — mánuðina júlí og ágúst og munu nefndirnar sjálfar annast allan rekstur heimilisins og fararstjórn. I Dalasýslu eru fagrar sveit.ir með sögulega frægð og mun hver hópur fara einsdags ferð. til þess að kynnast þeim betur. En að Laugum er mikil veður- sæld og kyrrð. Skólahúsið er nýbyggt, einkar snyrtilegt og hin fcrna sundlaug Sælings- dals f endurnýjun. Undanfarin ár hefur Orlof húsmæðra í Reykjavík farið fram að Laugavatni árin 1961 og 1962 en að Hlíðardalsskóla sl. 2 ár og viljum við nota tækifærið til þess að færa forráðamönn- um þessara staða og starfsfólki öllu ynnilegar þakkir fyrir “samvinnúna og alla sína góðu framkomu við nefndarkonur og alla gesti orlofsins. Orlofsstarfið, svo sem lög mæla fyrir, er byggt upp á framlagi ríkisins og viðkom- andi byggðalags. Fjárframlögin til Reykjavíkur sl. ár nægðu ekki til þess að við gætum sinnt öllum umsóknunum. En’ með þessum sameiginl. rekstri vonum við að geta aukið starf- semina nokkuð. Þó þetta sé UPPistaðan, er mér sönn á- nægja að geta þess, að öll ár- in hafa Orlofssjóði borist ýms- ar góðar gjafir frá vinum og velunnurum. Á sl. ári barst Orlofssjóði gjöf að upphæð 'kr. 20.000.00 til minningar um forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur er gefin var af þeim hjónum frú Her- dísi Ásgeirsdóttur og Tryggva Ófeigssyni, útgerðarmanni, auk þess sem gjöfin er höfðingleg er það sérstök virðing og vei- vild til Oriofs húsmæðra, að fela því hana til umráða og vemda þannig minningu æðstu húsmóður landsins, sem náði svo miklum vinsældum með þjóðinni. Ennfremur bárust kr. 5000.00 frá Jöklum h.f. Framkvæmdastjóri þeirra er Ólafur Þórðarson. Og eins og áður hefur fjöldi þeirra kvenna, sem gist hafa orlofið. fært því gjafir. Allt þetta fé hefi ég móttekið og fyrir hönd nefndarinnar færi ég öllum hlutaðeigandi innilegar þakkir. Orlofsnefndin í Reykjavílc hefur nú opnað skrifstofu að Aðalstræti 4 hér í borg og verður hún opin alla virka daga kl. 3—5. Æskilegt er að umsóknir berist sem fyrst vegna mögu- leika á lengingu tímans, ef með þarf. Orlof húsmæðra á að vaxa með ári hverju og hlýtur að gera samkvæmt eðii sínu og vinsældum. — því hvíld og gleði, eykur bæði feg- urð manna og gæði. Fyrir hönd Orlofsnefndar Reykjavíkur, Steinunn Finnbogadóttir, gjaldkeri. Handleggsbrotn- "Jb I ■■f ■ aði vio nofnina Enn eitt slysið við höfnina varð í gær um hálfþrjúleytið. 15 ára gamall piltur, sem var að vinna við Langá, við Ægisgarð, handleggsbrotnaði og var fluttur á Slysavarðstofuna. * Sannar þetta enn hvílíkt vandræ’aástand er ríkjandi við höfnina. Við svo búið má ekki lengur standa og er það skylda hins opinbera að grípa í taum- ana hið fyrsta. ASV er samningavibræiur Fulltrúaráðsfundur sambandsfélaga Alþýðusambands Vestfjarða, sem aðild eiga að samningum um kaup og kjör landverkafólks, var haldinn á ísafirði 31. maí sl. Á fundin- um voru mættir 20 fulltrúar frá 10 verkalýðsfélögum. Kappreiðar Fáks á annan í hvítasunnu Á annan í hvítasunnu efnir hestamannafélagið Fákur til hinna árlegu kappreiða á skeiðvellinum við Elliðaár- Taka margir kunnir hestar þátt í keppninni og veitt verða hin glæsilegustu verðlaun þ-á.m. tveir farandbikarar. Um kvöldið verður dregið í happdrætti Fákskvenna, en í því eru vinningarnir gæðingsefni og hringferð í kringum landið. öll verkalýðsfélögin á Vest- fjörðum sögðu upp snemma í vor samningum sínum við at- vinnurekendur, og falla þeir úr gildi frá og með 5. júní n.k. Á fulltrúaráðsfundinum voru kaupgjalds- og kjaramálin ýtar- lega rædd, auk þess, sem tek- in var afstaða um sameiginlegar aðgerðir og samstarf vestfirzku verkalýðsfélaganna í þeim mál- um. Fundurinn samþykkti sam- hljóða að kjósa fimm manna samninganefnd, er hæfi við- ræður við Vinnuveitendafélag Vestfjarða nú þegar. Samninganefndinni var jafn- framt heimilað að óska eftir cg taka upp samstarf við stéttafé- lögin innan Verkamannasam- bands Islands, sem nú eiga í samningum við atvinnurekenda- samtökin, e£ nefndin teldi að Gull- rúblur Morgunblaðið er í gær hlaupið austur á Volgubakka, eins og að vanda lætur þeg- ar framundan eru samningar um kaup og kjör, og telur blaðið að hingað t.il lands streymi gullrúblur í stórum stil. Þessi frásögn hefur aldrei verið jafn sönn og nú. Þannig hafa olíufélögin um langt skeið notið þeirra á- gætu fyrirgreiðslu frá Rússum að fá hjá þeim stórfelld yf- irdráttarlán með miklu lægri vöxtum en hér tíðkast. Á- góðinn af þeim viðskiptum nemur mjög verulegum fjár- fúlgum á ári hverju, og sá gróði er auðvitað skattlagð- um, jafnt af Vinnuveitenda- sambandi íslands sem Sjálf- stæðisflokknum. Margir fleiri helztu atvinnurekendur stjómarflokkanna njóta sem betur fer hliðstæðrar fyrir- greiðslu í viðskiptum sínum . við hið austræna stórveldi, enda ferðast Albýðuflokks- leiðtoginn Emil Jónsson og íhaldsleiðtoginn Davíð Ölafs- son um Sovétríkin um þessar mundir til þess að tryggia þessi ágætu og ábatasömu rúblutengsl. Jafnvel hinar smæstu deildir Sjálfstæðis- flokksins eru nú farnar að notfæra sér þessa fjölbreyti- legu möguleika; þannig hlýt- ur Félag ungra Sjálfstæðis- flokksmanna í Vestmannaeyj- um að hafa haft tálsverðan gróða af því að kynna fólki þá ágætu list sem sovézku gestimir, er hér dvöldust á dögunum, höfðu að bjóða. Kjarni málsins 1 útvarpsfréttum í fyrra- kvöld var minnzt á þá stað- reynd að vinna við höfnina gengur nú mjög seint vegna manneklu, og verða skip oft að bíða langtímum saman. Hlýzt af þessu mikill kostn- aður fyrir atvinnurekendur, og munu sumir þeirra hafa tiltæk dæmi þess að upp- skipunarkostnaður hér geti orðið hærri en í New York, þótt kaupgjald hér sé aðeins brot af þvi sem þar er greitt. Svipaða sögu er að segja um frystihúsin; þar er mikill skortur á vönu og þjálfuðu starfsliði en m.a. reynt að fylla upp í skörðin með vinnu barna og útlendinga sem sumir hafa naumast séð fisk áður. Af þessum sökum verð- ur vinnutilkostnaður marg- falt meiri en áður var og allt gengur samt miklu verr en skyldi. Hvernig halda menn að leyst verði úr þeim vanda sem þannig steðjar að mikil- vægustu vinnustöövum höf- uðborgarinnar, höfninni og fiskiðnaðinum? Au^vitað með bvi einu móti að þar sé greitt, hærxa kaup , en at- vinnurekendur keppast um að greiða annarstaðar fyrir léttari og áhættuminni störf. Sú röksemd fær ekki , staðizt að atvinnurekendur í fiskiðn- aði og við höfnina hafi ekki efni á slíku, því þeir hafa nú þegar leitt yfir sig á- stand sem aukið hefur vinnu- tilkostnað þeirra um allan helming. En jafnvel þótt rök- semdin væri tekin gild, sýnir hún það eitt að stjórn efna- hagsmála í landinu er skrípa- leikur, að gróðinn er látinn streyma til hinna óþörfustu aðila en mikilvægar at- vinnugreinar afskiptar. Ef rikisstjórn skipar þannig málum að undirstaðan lamast, hefur hún við enga að sak- ast nema sjálfa sig; ef fisk- iðnaðurinn og höfnin geta ekki greitt kaup í samræmi við það sem tíðkast annar- staðar í bjóðfélaginu, hverfur vinnuaflið á braut. Þetta er kjarni máísins. Þeir menn sem ímynda sér að unnt sé að leysa þennan vanda með einhverjum pír- ingstillögum á samningafund- um hafa þann hátt sem gam- anmyndateiknarar eigna strútum. Og samningar sem kynnu að verða gerðir á slík- um forsendum hefðu nákvæm" lega ekkert gildi, þvi þeir væru ekki í námunda við þann vanda sem þarf að leysa. Ef atvinnurekendur í fiskiðnaði og við höfnina og aðrir slíkir. sem enn reyna að halda við úrelta og til- gangslausa kauptaxta skilja ekki fyrr en skellur í tönn- um. ber að láta beim þá at- höfn f té. Þeir burfa þá að vakna upp við það einn af öðrum næstu vikur og mán- uði, að þeir hafi ekki aðeins of lítið vinnuafl, heldur mæti enginn til starfa fvrir þá. — Austri. samningaumleitanir heima fyrir reyndust tilgangslitlar vegna nú- verandi viðhorfa í þeim málum og vegna skipulagshátta atvinnu- rekendasamtakanna. Ef til þess kemur, að vest- firzku verkalýðsfélögin óski eftir aðild að samninganefnd verkalýðsfélaganna í Reykjavík, var nefndinni heimilað, í sam- ráði við stjórn Alþýðusambands Vestfjarða, að tilnefna einn eða tvo fulltrúa til að taka þátt í starfi samninganefndar stéttar- félagarina innan Verkamanna- sambands Islands. Auk góðhestakeppninnar cg 800 metra stökksins verður keppt í 250 m. skeiði, folahlaupi, sem er 250 metra stökk og 300 og 350 metra stökki. Verður keppnisbraut þannig nú, að á- horfendum gefst kostur að fylgj- ast með keppni frá byrjun til enda. Margir kunnir hestar taka þátt í veðreiðunum, úr Borgar- firði, Árnessýslu, Kjalarnesi, Hafnarfirði og Reykjavík. Með- al þeirra má nefna þátttakend- ur í 800 m. stökki þá Tilbera, eign Skúla Kristjánssonar frá Svignaskarði í Borgarfirði, Gust, Baldurs Bergsteinssonar, Loga, Sigurðar Sigurðssonar, sem vann stökkkeppnina á Þingvöll- um í fyrra og Þröst, Ólafs Þór- arinssonar, sem vann stökkið í Húnaveri í fyrra. Mótsdaginn munu Fákskonur ljúka sölu á happdrættismiðum í hinu árlega happdrætti Fáks, en þar er til vinnings góðhests- efni og hringferð kringum land- ið með skipum Eimskipafélags- ins. Kappreiðarnar hefjast kl. 2og munu Fákskonur selja veitingar í félagsheimilinu og veðbankan- um. Forráðamenn félagsins sögðu blaðamönnum í gær, að félagið hefði fengið að gjöf tvo bikara, annar þeirra Viceroy-farandbik- ar sem er gefinn af tóbaksfyrir- tækinu Brown and Williams í Bandaríkjunum til verðlauna i alhliða góðhestakeppni. Hinn bikarinn er gefinn af Birni Gunnlaugssyni, sem frá upphafi hefur verið aðaldriffjöður fé- lagsins og íormaður um árabil. Hann gaf bikarinn til keppni í 800 metra stökki. En auk þess veitir félagið þeim hesti er hlýt- ur 1. verðlaun í 800 metra stökki, ef hann hleypur vega- lengdina undir 69 sek. 8000 kr. verðlaun. NýH hefti Nf hyggingasam- þykkt tekur giUi í nýju hefti MENNTAMÁLA, 1. hefti þessa árgangs, eru að- algreinamar þessar: Skóla- og uppeldismál í Bandaríkjunum eftir Guðmund Magnússon skólastjóra, Skólaþroski og námsárangur eftir Jónas Páls- son sálfræðing, Sjónvarp í þágu kennslu eftir Guðbjart Gunnarsson kennara. Sagt er frá þingi I.F.T.A., Alþjóðasam- bands barnakennara, skóla- þroskabekkjum í Reykjavík, ■ mýjungum í kenpslutækni, kennaratali, og sitthvað fleira efni er í heftinu. 1. apríl sl. tók ný bygging- arsamþykkt fyrir Reykjavík gildi, og eru í henni fjöldi nýmæla, sem mörg eru þó aö- eins staðfesting á þeirri þróun, sem orðið hefur á þeim 20 ár- um síðan síðasta byggingar- samþykkt var samþykkt, en rétt er þó að geta nokkurra þeirra. Réttur til að gera teikning- ar til bygginganefndar er þrengdur frá því sem var, og ec hann nú bundinn við húsa- meistara, byggingaverkfræðinga og byggingafræðinga, og þá, sem þegar hafa hlotið viður- kenningu nefndarinnar, þegar samþykktin öðlast gildi. Séruppdrættir fyrir vatns- lögn, holræsalögn, hitalögn, rafmagnslögn og járnalögn skulu vera fyrir hendi og sain- þykktir áður en neðsta plata hússins er steypt og er þeim er teikna hús skylt að sjá um að samræmi sé millí sérupp- drátta. Skyldur meistara er reynt að gera ákveðnari og verka- skiptingu milli þeirra greini- legri. Reglur eru settar um lág- marksfjölda bílastæða, leik- svæða o.fl. á lóðum, og gert ráð fyrir að hægt sé að leysa lóðarhafa undan slíkum kvöð- um, ef hann greiðir andvirði þess lóðarhluta, er á vantar. Almenn ákvæði eru sett um girðingar og gert ráð fyrir eð þær megi fjarlægja, ef þær eru taldar óbarfar, til lýta eða rétt er talið að girt sé með tilteknum hætti. eða bær eru til trafala fyrir umferð. Hitaeinangrun húsa er aukin og krafizt er að tvöfalt gler sé í gluggum íbúðarhúsa. 1 fiölbýlishúsum er gerð krafa um hljóðeinangrun milli fbúða. og samdar sérstakar reglur um stíaa og lyftur f háhýsum. Kröfur um frágang íbúða og hvað fvlgía skuli hverri íbúð eru auknar. oa bannað er að Framhald á 9. síðu. Eflum Skálholt Hinar snjöllu útvarpsumræður um Skálholt hafa vakið alla hugsandi, ábyrga og þjóðholla menn til alvarlegrar umhugsunar um hina sívaxandi þýðingu Skálholtsstaðar. Til viðbótar við hinar mörgu og snjöllu hugmyndir dr. Benjamíns Eiríkssonar, scm fram kom í téðum umræðum mætti benda á, hve vcl eftirtaldir aðilar væru settir aust- ur þar: 1. Framkvæmdabanki íslands. 2. Efnahagsstofnunin. 3. Vamarmáladeild utanríkisráðuncytisins. 4. títgáfa og afhending nafnskírteina fyrir alla ís- lendinga ásamt tilheyrandi Ijósmyndastofu. 5. Félag áhugamanna um hægrihandarakstur og minkaeldi. 6. Skrifstofu almannavarna ásamt birgðageymslu. 7. Hallgrímskirkja, ef hún fæst flutt. 8. Yfirstjórn „Jafnvægis í byggð Iandsins". 9. Félagið Varðberg, 10. Utgáfa Nýrra vikutíðinda og Frjálsrar þjóðar. Af þessari fátæklegu upptalningu má sjá, hve verkefnin eru óþrjótandi, vaxtarmöguleikarnir ótakmarkaðir og þörfin þpýln fyrir raunhæfar aðgerðir þegar í stað. Þjóðin mun því að vanda bregðast vel við og rísa upp sem einn maður til stuðnings sínu óskabarni og veita Skálholtsnefnd þann stuðning, sem nægir til að hrlnda ofan greindum hugsjónum í framkvæmd án tafar undir leiðsögn sérfróðra manna á viðeigandi hátt. STUÐNINGSMAÐUR SKÁLHOLTSNEFNDAR NauBungaruppboð annað og síðasta, á húseignmni á Árbæjarbletti 56, hér í borg, þingl. eign Jens Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 11. júní 1965, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.