Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 12
Svona er hagvizka atvinnurekenda Þegar gengið er inn í flök- unarsalinn á annarri hæð í frystihúsinu á Kirkjusandi blasir við óvænt sjón eftir endilöngum borðaröðunum í þessum mikla og stóra vinnu- sal, þar sem hundruð af ið- andi smátelpnahöndum sveifla flugbeittum hnífum við flök- um'na, Þær cru svo smáar í vexti þessi Iitlu skinn, að þær standa flcstar á upphækkuð- um pöllum til þess að ná upp á borðin. Svona er þróunin að verða á mörgum stórum vinnustöð- um hér í bænum, þar sem hið vana og verkfæra fólk flýr vinnustaðina vegna hins lága kaups og smábörn tekin í vinnupláss þess í staðinn eða útlendir vagabondar á leið hér um' landið, — menn sem aldrei hafa unnið svona störf. Svona er hagvizka atvinnu- rekenda í dag að halda dauða- haldi í hið Iága kaup verka- fólksins enda eykst fram- Iciðslukostnaðurinn með hverjum degi. Enginn vafi er á því, að skæruhernaður er í uppsigl- ingu hjá verkafólki og það lætur ekki bjóða sér svona ástand í kaupgjaldsmálum og þegar smátelpurnar fara í skólann í haust verða þcssir vinnustaðir tómir. Þarna á Kirkjusandi virðist Lantgholtsskólinn og Álfta- mýrarskólinn ráða ríkjum og telpurnar eru að meginhluta tólf ára, þrettán ára og fjór- tán ára og þær ætla að leggja fyrir sig þessar löngu tarn- ir við fiskvinnsluna í sumar. Hér á mynidinni eru tákn- rænir fulltrúar verkafólksins á þessum vinnustað. Þær heita taíið frá vinstri: Sigríður Björnsdóttir, 12 ára, Lang- holtsskóla, Kristín Eggerts- dóttir, 12 ára, Langholts- skólanum, Edda Svava Arn- órsdóttir, 13 ára, Alftamýrar- skóla og Edda Einarsdóttir 14 ára, Langholtsskólanum. Þær fá um tuttugu krónur á tímann, Þær sögðust eiga einn bítil á vinnustað og vinnur hann við frystitækm. Hon.um er alltaf kalt. EARA ÞÆR I VERKFALL? Húsmæðra- þræSkun Þær voru að spyrða fisk í einum vinnusalnum og gengu rötklega til verks, — þær stóðu sitt hvoru megin við færiband- ið og hvert spyrðubandið á fætur öðru snaraðist frá þeim, tilbúin sem skreið j hjallana. Þetta eru reykvískar verka- konur á öllum aldri og mikið er masið eftir endilangri röð- inni. Þaraa hittum við fyrir Jón- ínu Kristjánsdóttur og er hún raunar trúnaðarmaður verka- kvennafélagsins á vinnustað Já, — þær eru líka flestar húsmæður á stórum heimilum og margar fara nauðugar út að vinna fyrir lífsnauðsynjum, því að margt fellur til við heimilisstörfin. En bóndinn vinnur myrkr- anna á milli og laun hans hrökkva ekki fyrir framfærslu heimilisinj og þá gengur hús- tmóðirin út til þess að drýgja tekjumar. Þetta er auðvitað ekkert líf til lengdar og fólk sættir sig ekki við svona ástand enda dregur svartan skýjabakka upp við sjóndeildarhring og átök eru framundari. Finnst þér rétt að verkakon- ur samþykki verkfallsheimild til samninganefndarinnar? Ekkert finnst mér eðlilegra, segir Jónína. Stendur ekki konan við hiið manni sínum í blíðu og stríðu eins og guðspjöllin segja? Snjóboltinn vex Hún var líka að spyrða fisk og heitir Rósa Guðjónsdóttir. Handtökin eru hröð og örugg og spyrðuböndin hlaupa frá henni í stríðum straumum. ■ Ennþá eykst spennan { borginni og maður spyr mann á götunni hvort geng- ið verði til verkfalla á næstu dögum eða verður gengið frá samningaborðinu án samninga og hafinn stórfelldur skæru- hernaður á vinnustöðum borgarinnar. 13 Verkakvennafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði eiga sína fulltrúa í samninga- nefndinni og hafa nú algjöra samstöðu með Dagsbrún og Hlíf, þær standa nú iafnfætis verkamönnum í baráttunni. B Verkakonur hafa ekki ennþá samþykkt verkfallsheimild á fundum og má búast við tíðindum í þeim efnum næstu daga. ■ En hvernig er hljóðið í verkakonum á vinnustöðum borgarinnar? li Við heimsóttum í gær fiskvinnslustöð Tryggva Ófeigssonar inn á Kirkjusandi og áttum þar spjall við nokkrar verka- konur. ■ Við bárum upp hina brennandi spum- ingu dagsins. Fara verkakonur í verkfall, ef með þarf? RÆTT VIÐ VERKAKONUR wmmmm^mmmmKmemtmmœœmmæ&fx.. nw Ertu vön að salta síld? — Hætt er nú við, — segir Rósa hlæjandi, — hef saltað síld f mörg sumur fyrir norðan. En nú ætla ég ekki að salta síld og treysta frekar á stop- ula fiskvinnuna hérna í borg- inni. Við hjónin erum líka með svo ofboðslega skatta og með- an bóndi minn vinnur fyrir sköttunum, — þá verð ég að vinna fyrir matnum sem og öðrum nauðsynjum. Þetta er annars einkennilegt með skattana og útsvörin, eins og snjóbolti sem hleður utan á sig ár frá ári og verður ó- viðráðanlegri þangað til við förumst í snjóflóðinu. Það sleppur enginn út úr þessum vítahring, annars á hann á hættu að missa eignir sínar í skattahítina. Allir eru í kapphlaupi við tímann og hver fjölskyldu- meðlimurinn á fætur öðrum hleypur út í þessa hringiðu. Hvaða afstöðu tekur þú til verkfallsheimildar verka- kver.na? Auðvitað stöndum við á bak við blessaða verkakarlana okk- ar. Á ekki konan að standa við hlið manni sínum og hér c’ jg- ar ekkert annað en sterkt afl til þess að brjóta aftur þetta óþolandi ástand á líðandi stund. Ekkjustand í verðbólgu Hún vinnur í eldhúsinu á Kirkjusandi og heitir Þórunn Rögnvaldsdóttir og segist vera á mánaðarkaupi og hafa rúm- lega sex þúsund krónur. Hún er ekkja og fyrirvinnan fallin í valinn og kannsk; eru munnarnir ekki svo margir á heimilinu. Dóttir mín er líka á heim- ilinu og hún á tvö smáböm. Við vinnum báðar úti fyrir þessum lífsblómum okkar. Við sendum þau norður í Skagafjörð á sumrum og þar kostar uppihald þeirra fimm þúsund krónur á mánuði og þar er eiginlega kaupið mitt farið. Mér finnst kaupið aldrei of hátt á þessum tímum. Hvaða afstöðu tekur þú til verkfallsheimildar? Auðvitað stöndum við verka- konumar við bakið á verka- mönnunum Og það er alveg ó- þarfí fyrir vinreuveitandann að taka það sena iUviIja frá okk- ar hendi. Þetta er okkar nauð- vöim. Hvernig er með lögregluna? f flökunarsalnum uppi á ann- arri hæð frystihússins blasa við borðaraðir svo langt sem aug- að eygir og hvarvetna eru ið- andi hendur við flökun og mér sýnist þetta við fyrstu sýn vera mestan part bamaskóla- stúlkur. Innarlega í salnum stendur gömul kona við borð og ég gæti trúað öð hún væri ríf- lega sjötug að aldri. Þetta er lítil kona og lætur ekki mikið yfir sér, smávaxin og nett með gleraugu, -— hún er þó drjúg á skriðínu eins og oft er um gamalt fólk við vinnu sina. Hún heitir Guðlaug Jónsdótt- ir og segist hafa gengið í Verkakvennafélagið Framsókn seytján ára gömul og mörgu er hún búin að kynnast á langri ævi. En alltaf er maður að kynn- ast einhverju nýju í lífinu. Þær eru ekki háar í loftinu sumar hérna Qg er hér fjöld- inn allur af tólf og þrettán ára telpubörnum, — þeir eru að innleiða bamaþrælkunina í seinni tíð, — aumingja skinn- in, og vinnubrögðin eftir því. Hér er stundum unnið Iangt fram á kvöld, og hvernig er það með lögreglusamþykkt Reykjavikur, — bannar hún ekki útivist smátelpna á kvöld- in. Ertu samþykk verkfallsheim- ild hjá verkakonum? Ég er nú búin að þrauka gegnum árin með bónda mfn- um. sem er verkamaður, — ætli maður fari nú að svíkja hann á efri árum eftír súrt og sætt í fjörutíu ár, eagði Guðtaug að lokum. Guðlaug — vitnar í lögreglusamþykkt. Hulda — elskar m.arninn sínn. Þórunn — Rfsblómin tvö. Nýgift á nástrái Hún er nýgift og gengur rösklega að vinnu sinnþ — snarar til flökunarkörfum, — vigtar flökin og raðar þeim í umbúðir, — hér er vinnu- víkingur að verki. Hún heitir Hulda Jónsdóttir. Við erum að stofna heimili maðurinn minn og ég og vant- ar allt til alls, og fiskvinnan er heldur stopul, En húsmæðrum þykir þægi- legt að vinna svona vinnu til þess að drýgja tekjumar með aukavinnu. Vinnuvikurnar eru ákaflega misjafnar detta stundum nið- ur í fimm hundruð krónur og svo geta þær líka farið yfir tvö þúsund krónur og aRt þar á milli. Mér finnst þetta lágt kaup, en kannski er ég einn pening- ur. . . Ég elska bara manninn minn, — annað kemst ekki að þessa stundina. Myndir og texti G. M. <s>------------------------- Féll úr Norð- urlsndsbornum I gærdag um hálffimmleytið féll maður niður úr Norður- landsbornum sem er í notkun í Glerárgili við Akureyri. Var maðuririn fluttur á sjúkrahús Akureyrar, en meiðsl voru ó- kunn. Maðurinn er frá Reykjavík og 39 ára að aldri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.