Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 4
ÞffóWiUINN 4 SlÐA Otgefandi: Sameinmgarflokfcur alþýöu — Sósíalistaflokto- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundssan. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Augiýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 Iínur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuðL Æt/a bændur að borga herkostnað íhaldsins? Jjjóðviljinn skýrði frá því í gær, að tvö af öflug- ustu bændasamtökum landsins, Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan, hefðu skrifað bréf verkalýðsfélögunum, sem eru viðsemjendur þeirra um kaup og kjör starfsfólksins og tilkynnt að þessi áhrifamiklu samtök bændanna hefðu gengið í Vinnuveitendasamband íslands og fari það með samninga fyrir þeirra hönd. Alkunnugt er að hið svonefnda Vinnuveitendasamband ís- lands er ekki nein venjuleg atvinnurekendasam- tök, heldur lýtur það algerlega stjórn íhaldsins, og hefur kveðið svo rammt að, að samvinnuhreyfing- in hefur talið sig tilneydda að hafa annað átvinnu- rekendasamband fyrir sín fyrirtæki, Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Ekki er of mik- ið sagt að vegna framkomu sinnar í kaupdeilum undanfama áratugi sé Vinnuveitendasamband ís- lands mjög illa þokkaður félagsskapur hjá öllum launþegum, enda hefur samband þetta áreiðan- lega farið eins langt og það hefur fremst komizt og þorað í því að halda niðri kjörum verkamanna og annarra launþega og hindra réttarbætur al- þýðufólks. Sinn mesta styrk hefur þetta aftur- haldssamband þó löngum haft í stjórnmálahlið sinni, Sjálfstæðisflokknum, sem lengi hefur haft aðstöðu til að misbeita-valdi Alþingis-»og—ríkis- stjómar í samræmi við vilja gróðamannanna og braskara þjóðfélagsins og gegn hagsmunum alþýð- unnar. yið þennan félagsskap hafa Framsóknarmennirn- ir, sem mestu ráða um stjórn hinna tveggja stóm bændasamtaka, látið þau blanda blóði og fjármunum. Það tiltæki verður ekki öðru vísi skilið en sem stríðsyfirlýsing þessara samtaka og fyrirtækja á hendur verkalýðshreyfingunni, ein- mitt nú þegar yfir standa stórfelld átök alþýðunn- ar í verkalýðsfélögunum við hið steinrunna, kalk- aða afturhald sem persónugert er í stjórn Vinnu- veitendasambands íslands. Einmitt vegna þess að bændasamtökin, sem hér er teflt fram gegn verka- lýðshreyfingunni, hafa verið utan vinnuveitenda- samtakanna, hafa þau notið mikilla undanþága í hinum víðtækustu verkfallsátökum sem orðið hafa hér á undanfömum árum. Það getur því sannar- lega verið örlagarík ákvörðun, líka fyrir þessi sam- tök og fyrirtæki sjálf, að skipa sér einmitt nú í miðjan „andskotaflokk“ verkalýðshreyfingarinnar, við hlið versta íhalds og afturhalds landsins. p*ullvíst má telja að það sé ekki vilji íslenzkra bænda almennt, að samtök þeirra séu rígbund- in á klafa reykvískra auðmanna og látin borga her- kostnað íhaldsins gegn fólkinu í verkalýðsfélög- unum, en hið svonefnda Vinnuveitendasamband íhaldsins heimtar af svo stórum fyrirtækjum stór- fé í s'katt. Allur þorri íslenzkra bænda veit að bændastéttin á samleið með alþýðunni og verka- lýðshreyfingunni, svo mestar líkur eru til að Framsóknarforingjarnir séu hér að misnota völd sín í bændasamtökunum í pólitískri valdarefskák sinni, samtímis því að þeir ausa út yfirlýsingum um stuðning sinn við verkalýðssamtökin. — s. Föstudagur 4. júní 1965 Prófessor Haraldur Bessason: sem arnir gleymast ■ Eðlilegt er að íslendingar fylgist vél með þjóðræknisstarfi því sem menn af íslenzkum stofni vinna vestan hafs. íslenzkir útflytjendur í Ameríku hafa skapað þar menningarverðmæti, sem jafnan verða metin til afreka íslenzks anda, íslenzkra bókmennta, verk sem ævinlega munu geymast sem hluti af menningararfi íslenzkra manna. 0 Fyrir þá Íslendinga ‘ sem áhuga hafa á þessu starfi er jafnan fengur í Tímariti Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vesturheimi, vönduðu ársriti, sem gef- ið er út í Winnipeg og flytur greinar um þjóðræknisstarfið vestra og íslenzk menningarmál. í Tímaritinu 1964 er m.a- grein eftir dr. Richard Beck um Davíð Stefánsson og þar er einnig sú athyglisverða grein sem hér er birt, eft- ir prófessor Harald Bessason tekin í bessaleyfi til þess að fleiri fslendingar sjái hana og um leið til að vekja athygli á Tímaritinu og starfi þjóðræknis- manna vestra. Þær fræðibækur sem á ann- að borð nefna ísland, láta þess ávallt getið, að fsland sé lít- ið land, og fólkið, sem byggi það, sé fátt. Hin viðameiri rit bæta oftast við þeirri dapur- legu staðreynd, ag vegna hall- æra hafi íslendingum ‘ fremur fækkað en fjölgað fyrr á öld- um. Fræðsla af þessu tæi er lítt til þess fallin að vekja áhuga útlendra manna á fslandi, enda vita þeir fremur lítið um þetta norðlæga eyland, ef frá er skil- inn fámennur hópur fræði- manna og nokkrir kaupsýslu- menn, sem hug hafa á fisk- verzlun. Vögguvisur. hað var fieddur' krakki í Koti Kúrði sig í vöggu-skoti Btáeygur með bros á inunni Businn, efni manns. Gestur seni að enginn unni Utan niamma hans. Mánaljós um mjallir blakti. — ■ju-fo'V**' ÍhfJ(dvhf- út-, Æ,dí. tír Andvökum, kvæðasafnl Stephans G. Stephanssonar, með eigin- handarskýringum höfundarins. Sízt er ástæða til að erfa það við almúg.af.ólk., þó að það sé ógeymið á þann þurra fróð- leik, sem finna má í landfræði- bókum. Mannlegri þekkingu eru takmörk gett, og fáfræði er ósaknæm, ef hún er ekki blandin neinni meinfýsi Engu að síður erum við íslendingar furðuuppnæmir fyrir hvers konar ranghermi um ísland, sem við kunnum að heyra af vörum erlendra manna eða lesa í erlendum ritum. Við slik tækifæri er okkur gjamt að rjúka upp til handa og fóta og reyna að taka þar upp þráð- inn sem Arngrímur lærði varð frá að hverfa með því að ryðja úr okkur upplýsingum um stærð hitaveitugeymanna í Reykjavík, um hitastig á sunn- anverðu íslandi í þorrainngang, um fjölda íslenzkra Nóbelsverð- launahafa, sem við teljum í þessu ofboði vera einn og hálf- an. Þá er okkur það ekkert launungarmál að Þingeyingar eigi heimsmet í sundi og að tylft hættulegra skurðaðgerða séu daglega framkvæmdar á Landspítalanum við Hring- braut. í þessum efnum má segja, að okkur skorti eitthvað af rósemi Englendinga, sem mæla greind annarra þjóða eft- ir kunnáttu þeirra í brezkri sögu. Viðkvæmni okkar um alít það, sem ísland varðar, er vafalítið að einhverju leyti tengd þeirri vanmetakennd, sem smáþjóðir ala einatt hið innra með sér. Hitt mun þó vafalaust þyngra á metunum, ag fslendingar eru óvanir þeim mælieiningum, sem stærri þjóð- ír nota í mati sínu á smá- þjóðunum, því að þeir hafa aldrej notað slíkar einingar í mati sínu á sjálfum sér. Það er engu líkara en að einhvem tíma í grárri forneskju hafi stærðarhlutföll íslenzks mann- lífs. miðað við alheiminn, rask- azt, þannig ag á ísland hafi þumlungarnir lengzt og orðið að álnum og álnir að föðmum. Við slíkar breytingar hafa svo komið fram stórbrotin, sérís- lenzk hlutföll milli einstaklings Og heildar. Hér er naumast um að ræða ofmat heildar á ein- staklingi, heldur sanni nær, að í augum einstaklingsins hafi fámenn þjóðarheild feng- ið yfirbragð stórþjóðar. Stærðarmat íslendinga á sjálfum sér er ekki byggt á þjóðemisdrambi eða ættar- hroka, þó að slíkar tilfinning- ar kunni endrum og eins að hafa bœrzt í brjóstum fá- einna manna. Hins ber miklu fremur að gaeta, að um sjálfs- skoðun og mat á eigin sögu standa íslendingar öðruvísi að vígi en aðrar þjóðir. Eins og fyrr getur, er hér um að ræða viðhorf, sem er ævafom arfleifð. Fom-fslend- ingum fannst sitt eigið þjóðfé- lag nógu stórt til þess að gefa bví þing og lög, og það var líka nógu stórt til að skapa og verða efniviður í stórbrotin bókmenntaverk. Þess gætir ekki, að hinir fomu höfundar hafi gert sér rellu út af smæð Málverkasýning á Húsavík HÚSAVlK. — Nýlokið er málverkasýningu Benedikts Jónssonar er opin var í bamaskólanum dagana 22.-26. maí. Á sýningunni voru þrjátíu og fimm olíumálverk, fjórtán vatns- litamyndir, sex kolkrítarmyndir, tvær stemprentanir og tvær mósaikmyndir. Það forna máltæki ,.Engin er spámaður í sínu föðurlandi“ rættist ekki í þetta sinn því sýningin var mjög fjölsótt og seldust um fjörutíu myndir. Eina þeirra keypti Húsavíkurbær til skreytingar á bamaskólanum. Málverkasýningar eru hér sjaldgæfir atburðir, og þótti mönnum þetta skemmtileg nýbreyttni í menningarlífi á staðnum. Mynd'n sýnir Benedikt Jónsson við eina mynda sinna. Hann hefur sýnt I f Reykjavík ekki alls fyrir löngu — það var í Bogasal. — K. E. J. I landsing og fæð fólksins. Þá sýna orðræður fomra höfðiiigja viðhorf einstaklinga til sjálfra sin og þjóðar sinnar. Sem dæmi má nefna þau orð, som tólftu aldar höfðinginn Jón Loftsfon lét falla sem svar við ágengni erlends stórveldis, en honum fórust svo orð; „Heyra má ég erkibiskups bóðskap. en ráðinn er ég í að Kalda hahn að engu, — og eigi hygg ég, að hann vilji betur ,né viti en mínir foréldrar, " Sæmundur hinn fróði og synir hans.“ í þessu tilsvari er íislenzk bænda- menning þyngri á metunum heldur en ægivald kaþólskrar miðaldakristni. Á íslenzkum mlðöldum er einkar sennilegt, að stórmann- leg viðhorf hafi látið undan BÍga fyrir slæmu stjómarfari og öðmm bágindum, sem leiddu til andlegrar og efnalegrar ör- yrkju á ýmsum sviðum. Á flestum öldum eignaðist þó ís- land þá menn, sem fannst það ómaksins vert að gerast full- tingismenn þjóðar sinnar i and- legum og veraldlegum efnum. Til skýringar á þeim mæli- einingum, sem íslendingar nota fyrir sjálfa sig má enn nefna, að íslenzk tunga hefur hagað því svo, að nútíma fslendingar eiga sér þúsund ára rætur i þeirri jörð, sem þeir ganga á. Jafnvel illa læsir menn vita altjent nokkur deili á fornum staðheitum, sem þeir heyra um ,eða taka sér í munn næstum daglega, og tengd eru þéim sögnum, sem rekja má aftur til landnámsaldar. Enginn heim- sækir svo Laxárdal í Dölum vestur, að hann verði þess ekki var, að í vitund fólksins, sem hann hittir, lifa hinir fomu Laxdælir góðu lífi í stað- heitum og kennileitum og em þannig samtíðarmenn þeirrar kynslóðar, sem nú byggir tlal- inn. Sama máli gegnir um sam- búð Rangæinga og Skaftfell- inga við sögupersónur Njálu. Þetta nána sambýli hútíðar- manna við fortíðina er ofarlega í huga þeim mönnum, sém skipa íslenzkum menntamálum, því að íslenzka og fslands- saga eru einráðar að kalla í " sagn- og málvísindiitú '■Wð‘rfíá- skóla fslands. ú, Náið samband við fortíðina er vafalaust meginfwsökii Jþess, að fslendingum er gjarnara'að sjá sitt eigig þjó.ðlíf sem lóð- réttan þverskurð frá fomöld til nútíðar heldur en sem þver- skurð af nútíðinni einni, Lóð- réttu línurnar auka ekki lítið á stærð þessarar sérstæðu, ef ekki einstæðu, þjóðlífsmyfldar, þar sem horfnar kynslóðir eru látnar bæta upp fæð Iifenda. Það sem á skortir um breidd þeirrar myndar bætir lengdin margfaldlega upp. 1 fornöld varð Island síðasta heimkynn; andlegrar yíkinga- aldar Norður-Evrópu. f þeirri menningu greinum við „hið stóra í hinu smáa“, þar senj fámennt þjóðfélag á . norður- hjara heims reisir andlegri menningu allra forjy-gerim. anskra þjóða þann eina vaían ■ lega minnisvarða, sem‘ ' eignuðust. í íslenzkufn gulfald arbókmenntum öðlúðust • 5 nór ræn goð ódauðleika á bana- dægri sínu Þeir fommenn, sem gáfu sjálfum guðunum eilíft ltf, voru verðugir forverar þess fslendings. sem við upphaf þessarar aldar ávarpaði, tungu feðra sinna sem drottningú „allra heimsins tungna“. Samj. maður ætlaði þjóð sinni hlut- verk stórþjóðar. f ljóði hans áttu fslendingar að verðá „væringjar“ nútímans og „vík- ingar andans, um. Staði og hirðir“. Að líkindum hefúr hvorki fyrr né síðar .verið gerð stórmannlegri úttekL á framtíð íslenzkrar menningar. Það efni, sem nú 'hefur vér- ið vikið að, er einkar mikil- vægt til skilnings á^sögu fyrstu íslenzku kynslóðanna í Vestur- heimi Forystumenn íslendinga i sjálfstæðisbaráttuúni á_ nítj- ándu öld litu svo tii, að ísland og islenzka þjóðin Væru þrátt , fyrir smæð sína ,og fátækt verðug mikilla fóma. Land- námsmenn þeir, sem komu til Nýja íslands á áftunda tug síðustu aldar, litu ' þjóðarbrot Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.