Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 6
T m SÍÐA ÞIÖSVILIINN Föstudagur 4. júní 1965 Þankabrot um teikningu eftir RENATO GUTTUSO Idögun þann 24. marz 1944 birtust SS-menn í einu af fangelsum Rómaborgar og höfðu meðferðis lista yfir 320 fanga, sem taka skyldi af lífi, Sök sumra var sú ein að vera kommúnistar, en helzta á- kæruefnið var þó það eitt að vera Gyðingur eða andfasisti. Er fangamir stigu upp í vörubifreiðina, sem beið þeirra, bættist enn einn hópurinn við. Þetta voru menn sem hand- teknir höfðu verið á götum Rómaborgar daginn áður og hending látin ráða, hverjir teknir voru. Að þessum mönn- um meðtöldum var tala hinna dauðadæmdu komin upp í 335. Fangarnir voru hlekkjaðir hver við annan, bifreiðin ók með miklum hraða út úr borg- inni og endastöðin reyndist vera Fosse Ardeatine, gömul og^ yfirgefin ste.inverksmiðja. Og svo hófust hryllileg morð. Með vélbyssum skutu SS- mennirnir á hópinn unz síð- ustu hrópin þögnuðu. Ungur maður, sem af hreinni tilvilj- un hafði orðið vitni að morð- unum, var líka drepinn. Morð- ingjamir gerðu hvað þeir gátu til þess að dylja. verksummerki morða sinna, en án árangurs. Um kvöldið vissi öll Rómaboirg, hvað skeð hafði. Nokkrum dögum síðar hóf Renato Guttuso að teikna þau blöð, sem gefin voru út þegar Róm hafði verið frelsuð úr ó- ■vinahöndum. Blöðin voru gef- in út í möppu með titlinum „Gott mit uns“ eða „Guð er með oss“, en þessi orð stóðu skrifuð á beltissylgjum hinna þýzku hermanna. Teikningin, sem fylgir þessari grein, er úr Mikið var, að beljan bar — í þessari grein ritar ítalski rithöfundurinn Ga- briele Mucchi um landa sinn, teiknarann Renato Guttoso. Vafalaust munu íslenzkir myndlistar- menn hafa gaman af að kynnast Guttoso og þeim skoðunum, er greinarhöfundur setur hér fram. — Greinin er þýdd úr danska kommúnistablaðinu „Land og Folk“. þessu safni Guttusos. í skugga hellisins sést hópur fallinna manna og tveir menn, sem enn halda lífi, en eru særðir til ólífis. Hér er um að ræða blýants- teikningu. Hún skilar áleiðis boðskap sínum meir með því sem gefið er í skyn en með nákvæmri lýsingu. Látum okkur líta ögn nánar á þessa teikningu; þetta eina augnablik, sem hér er gert ódauðlegt. Það eru fleiri en Guttuso einn, sem beitt hafa þessari tækni og ég myndi segja, að þessi formtækni sé samei'gin margra listamanna vorra daga. Sú tækni, sem Guttuso hefur hér valið, hefur sex bolakálfum Jesitis heitir fjórtán ára gömul kýr í Sovétríkjunum. Með tilliti til þess, að heilsa hennar var enn í bezta lagi, var ákveðið að lofa henni að lifa eitt ár enn og ala sinn síðasta kálf. Og það var eins og við maftninn mælt: Svo sem til þess að reynast verðug þess trausts, sem henni var sýnt, ól Jeitis sex bolakálfa. Vóg hinn minnsti þeirra 8 kg en hinn stærsti 11,3 kg. Samanlagður þungi kálfanna var hvorki meira né minna en 60.4 kg. Að sjálfsögðu eru kálfamir heldur veikburða en lifa þó og að því er virðist við beztu heilsu. AHt I Iagi, ég skal fúslega viðurken.na þegar mér skjátlast. Hitt er svo annað mál, að mér skjátlast aldrei. Sovézkir f/olga frídögum Sovézkir hafa um þessar mundir fjölgað almennum frí_ dögum hjá sér. íslendingar myndu sjálfsagt telja að ekki veitti af, því helgidagar þeirra trúarbragða sem iðkuð eru í Sovétríkjunum eru ekki viður- kenndir opinberir frídagar. Sovézkur almenningur býr því aðeins við borgaralega hátíðis- daga: menn geta setið heima Sjöunda og áttunda nóvember (byltingarafmælið), fyrsta og annan maí (dagur venkalýðsins, fimmta desember (stjómar- skrárdagurinn) og á nýjársdag. Nú hefur einum frídegi ver- ið bætt við nýjársgleði, friðar- dagurinn, níundi maí hefur verið lýstur frídagur, og sömu- leiðis hinn alþjóðlegi kvenna- dagur, áttundi marz. í tilkynn- ingu frá æðsta ráðinu um hinn síðastnefnda dag segir m.a. að með þessari ákvörðun vilji sovézk yfirvöld þakka konum landsins fyrir góð störí og fræðileg afrek í stríði og íriði. Merkiscrfmœli HO CHI MINH : Nýlega áttj HO CHI MINH merkísafmæli og var þess víða minnzt. Hann er eins ;T ^ vll og menm vita gamalreyndur baráttumað- ur Þjóðfrelsishreyfingarinnar í Asíu og hefur lag á því að segja hlutina þannig, * að eftir sé tekið. Nýlega líkti hann banda- , I ' ’ rískri síefnu í Asíu við mann sem sé að * >■1 w sökkva í kviksyndi: Þcim mun meira sem ílp f haran geri til þess að bjarga sér, þeim mun dýpra sökkvi hann í fenið. Við þessa .• ■ lýsingu er í rauninni engu að bæta. lÉi!láfellgÉM einkum eftirfarandi eiginleika: Hún lætur fullkomna skóla- tækni fyrir róða til þess að ná beinu tjáningarformi. Hún not- fæn-ir sér jafnvel tæknilega vanmegun til þess að ná sterk- ari áhrifum oig minnir meir á hið daglega mál en bókmálið. Þess er vert að geta, að Guttuso hefur sagt söguna um harmleikinn frá Fosse Ardeat- ine með fleiri teikningum en einni, mörgum teikningum þar sem ein styður aðra. Engin þeirra geymir allt það, sem listamaðurinn vildi sagt hafa, e.t.v. hefur hver teikning að- eins að geyma nokkum hluta þess. Sá hlutinn er framborinn með styrk og hreyfingu. Svo. er að sjá sem listamað- urinn sé hið innra með sérí' fullur meðaumkunar með fórn- ardýrunum og fullur uppreisn- ar gegn þeirri ómannlegu sví- virðu sem fór yfir Evrópu á þessum árum. Teikningar hans eru fullar af þeim ástríðu- hunga, sem hver einasti and- fasisti bar með sér á þessum árum: Sérhver yfirvegun, sér- hver tillærð tækni verður að vikja fyrir þeim ástríðuþunga. Teikningar Guttusos lýsa hræðilegum kvölum og glötun •nannlegra verðmæta. — Þær sera þet.ta með því, sem þær skýra frá, en einníg með þvi sem þær sjálfar eru. („Land og Folk“). „GISLARNIK SKOTNIK* Ellefu fík ú béndabænum — bónda leiddist fatæktin Nýlega fkeði óhugnanlegur atburður á frönskum bóndabæ, skammt frá Lyons. 34 ára gam- all bónði, Roger Girerd að nafni, drap með hníf átta manns, s;kaut tvo aðra og að lokum sjálfan sig. Ellefu lík lágu sem hráviði um bæinn er lögreglan kom á vettvang. Lögreglan skýrir svo frá, að bóndinn hafi auk búskapar tekið ýmsa vinnu sem til féll í verksmiðju þar í grennd. Hann lagði eftir sig bréf þar sem segir, að hann sé leiður orðinn á fátækt sinni og fjöl- skyldunnar og óski þess að þau öll ,4ifí í friði“. Hann lagði með bréfinu fé til að kosta útför fjölskyldunnar allrar. aratkvæði í Noregi um Nató fyrir árið 1969? ■ í Noregi er enn rætt um Nató og stöðu Norðmanna í því bandalagi. Norðmenn hafa frá fyrstu tíð verið nokkuð tortryggnir á bandalagið, einkum vinstri öfl landsmanna. Dæmi þess er sú staðreynd, að formaður Vinstri flokksins, sem er hægrisinnaður umbótaflokkur, ^ lét nýlega svo um mælt á fundi í Stúdentafélaginu norska, að vel gæti komið til mála, að þjóðaratkvæða- greiðsla væri höfð um Nató árið 1969. Sá heitir Gunnar Garbo, sem þetta sagði og er nú formaður ■ Vinstri flokksins. Hann lét þessi ummæli falla- á fundi með Óslóarstúdentum og þykja þessi ummæli enn eiqn vitn- isburður þess, í hvilíkar ó- göngur þetta „lýðræðisbanda- lag“ sé nú komið. Það var nú þá — Árið 1949 var það eðli- legt fyrir Noreg að leysa ör- yggisvandamál sín með þátt- töku í Nató, sagði Garbo. Nató- samningurinn var loforð um hemaðarlega hjálp og þetta er í mínum augum aðalatriðið. En samstarfið innan Nató hefur einnig sínar ,,skuldahliðar“ og á komandi árum verðum við að ræðg líka almenna norska vamarrnárapólitík. Árið 1909 getum yi^tekið afstöðu til Ný selategund er nú fundin í Sovét Ungur sovézkur vísindamað- ur, Alexei Belkin að nafni, hef- ur nú fundið nýja og áður ó- þek-kta selategund. Það var á Sji'kqtan-eynni í Kyrrahafinu, sem selurinn fannst. Belkin sá þessj dýr við klettótta strönd- ina og sá þegar, að þau höfðu heldur óvanalegt útlit. í þriggja mánaða rannsðknarleiðangri rakst Belkin hvað eftir annað á þessa selategund, sem er númer 33 í röðinni, áður var vitað um 32. Þessi uppgötvun hefur vakið talsverða athygli með dýra- fræðingum um heim allan, og Belkin fær nú bréf hvaðarfæva að úr heiminum frá starfsfé- lögum, sem biðja um nánari lýsingu á þessum dýrum. Belk- in vinnur nú að ritgerð um sjávarspendýr á Kúrileyjunum og mun í henni lýsa nákvæm- lega þessari nýju tegund, sem er svarthvít að lit, að því er segir í frétt frá sovézku frétta- stofunni Novostig. þess, hvort við eigum enn að vera meðljmir í Nató. Þá kæmi til greina að hafa .U’áðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu um þátt- töku okkar í Nató. — Viltu giftast mér, Vera? — Nei, hjarta mitt hef ég þegar helgað öðrum! — Það er allt í lagi, bara ég fái allt hitt! (,,Hudibras“) Og svo var það Norð- maðurinn sem jagaðist og nauðaði í trésmíðameist- aranum að skila nú flagg- stönginni fyrir þriðjudag. — En hvers vegna ein- mitt fyrir þriðjudag? spurði smiðurinn lang- þreyttur. — Jú. gjáðu til; Þá er nágranninn fimmtugur, og ég ætla sko EKKI að flagga! Og svo var það íslend- ingurinn, sem réði sig í kaupavinnu og sagði á fyrsta degi; — Ég kann ekki að binda og ég kann ekki að slá. Rakað get ég en það bara GERI ég ekki!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.