Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. júní 1965 ÞI6ÐVILIINN SJÖ ALDIR LIÐNAR FRÁ FÆÐINGU DANTES ÁRNI BERGMANN TÓK SAMAN ÁSTIR, ÚTLEGÐ, FRÆÐI- MENNSKA Þe&il tílýífa* Rossettis er byggð á því kvæði i Vita' núóva sem lysir dauða BEATRICE. keisara sjöunda tækist að leggja undir sig' Flórens og sameina ítalíu — skrifaði þá lært rit um nauðsyn keisara- stjórnar yfir öllum heimi Hin- riki til framdráttar. En skáld- ið sá allar vonir sínar bresta, og tvívegis strikaði ættborg hans hann af lista yfir náðaða útlaga. Síðustu ár sín dvaldi hann í Ravenna hjá Guido Pot- enta greifa og þar lauk hann við sitt mesta verk, Hinn guð- dómlega gleðileik. Hann vonaði að skáldfrægðin myndi að 'ok- um leyfa honum að snúa heim með sæmd, en dauði hans kom í veg fyrir það. Hann dó 1321 og var grafinn í Ravenna. Flór- ensmenn reyndu síðar marg- sinnis að fá jarðneskar leyfar síns mikla sonar fluttar heim, en Ravennar höfnuðu alltaf þeirri málaleitan. Þrettánda öld Dante, sem nefndur hefur verið síðasta skáld miðalda og fyrsta skáld hins nýja rfma, fasddist fyrir sjö hundruð ár- um — árið 1265. Það er varla fyrir óútskýrða duttluriga örlaganna. að skáld er hlýtur slíka nafngift kemur fram einmitt á Italíu, og þá í einhverju háþróaðasta borgríki landsins, Flórens. Italía var um þessar mundir orðin mið- stöð fjörugra viðskipta milli austurs og vesturs, borgir landsins uxu hratt og efldust af þeim auði, er til varð fyr- ir starf snjallra kaupmanna og duglegra iðnaðarmanna. Og þetta nýja efnahagslega vald breytir smám saman byggingu þjóðfélagsins — þótt borgimar viðurkenndu yfirleitt í orði kveðnu vald páfa eða þýzks keisara voru þær í raun og veru mjög sjálfstæðar, og s.iálf- stæð tilvera þeirra veldur æ meiri upplausn í stirðu þjóðfé- lagi lénsveldisins. Kapítalism- inn er að fæðast. En þessi þróun gekk ekki andskotalaust. Lénsveldið átti sér öflug virki og þróun gekk mjög mishratt í ýmsum hlut- um landsins. Auk þess reyndist ekkert ríki eitt nógu öflugt til að geta risið til ótvíræðrar forystu, landið var áfram clof- ið í mörg smáríki. sem Mfðu sjálfstæðri tilveru og áttu i harðri inribyrðis baráttu. Full- trúar hinna nýju tíma hlutu hinsvegar að stefna að samein- ingu landsins, kapítalism'nn, þetta efnjlega reifabam, burfti á rúmum innri markaði að halda til að geta orðið stór og sterkur. Og í hverju borgriki komu upp flokkadrættir, um það, hvemig :bezt yrði að siíkri einingu stefnt. I þeim átökum birtust og hin langvinna bar- átbu milli páfastóls og keisara: gíbellínar börðust fyrir samein- ingu landsins undir ægishjáhni hins þýzka keisara, guelfar á- litu hmsvegar að páfinn væri sá aðili sem bezt væri að sam- einast um. 1 ættborg Dantes. Flórens, urðu átökin milli þessara flokka löng og hörð, en árið 1282 hafa guelfar náð undirtök- um og svipbu gíbellfna öllum rétti til þátttöku í stjóm borg- arinnar, nokkru síðar voru gí- bellínar, sem studdust við aðal- inn, sviptir öllum pólitískum réttindum. En guelfar klofnuðu síðar í „svarta‘‘ og ,,hvíta“, og meðal hinna hvítu guelfa lifði töluvert af hugmyndum gíbell- ína. einnig að því er varðar af- stöðu páfa og keisara. Stiórnmál Hér er sagt nokkuð frá oess- um pólitísku átökum fyrir bær sakir, að þau eru riKtengd lifi og starfi Dantés, höfðu djúp- stæð áhrif bæði á líf hans og skáldskap. Fjölskylda Dantes studdi guelfa, og sjálfur var hann, er harin náði lögaldri, skráður f gildi apótekara og lækna, en í þvf gildi voru einn- ig bóksalar og listamenn. Ung- ur berst hann með sínum flokki gegn gíbellínum. Hann getur sér gott orð, situr í borgarráði á tíunda tug þrettándu aldrar og lýðveldið felur honum ým- isleg diplómatísk verkefni. Ar- ið 1300 er hann kjörinn í koll- egfu hinna sex príóra er bprg- inni stjómuðu. Eftir að flokkur guelfa klofnaði styður hann þá hvítu, og beitir sér gegn dekri við páfa. Páfinn, Bonifacius áttundi kallaði þá á franskt herlið til stuðnings hinum ,,svörtu“ vinum sínum. I nóv- ember 1301 hefjast miklar of- sóknir á hendur forystumönn- um hvítra, og í janúar 1302 er Dante stefnt fyrir rétt og hann borinn lognum sökum um mútuþægni. Skáldið bjóst við hinu versta, og fíúði og eigur hans voru gerðar upptækar. Dante lifði í útlegð það sem eftir var ævinnar og leit aldrei framar Flórens, ,.hið dásamlega ' fjárhús þar sem hann svaf sem lamb“. I útlegðinni hélt Dante áfram pólitískri starfsemi, reyndi að efla þá hvítu til valdatöku í Flórens, gerði um tíma banda- lag við fyrri fjandmenn, hina útlægu gíbellfna; miklar vonir batt hann við það, að Hinriki enda hans. Til Proyence sóttu Italir þá skáldskaparhefð sem einkum stundaði á lofsöngva tíl hinnar riddaralegu árásar. Þúngamiðja þessa skáldskapar er ,,madonna“, fegurðin sjálf holdtekin en um leið grimmur harðstjóri yfir þeim vesaling sem elskar hana, og sýnir hún gjama þjóni sínum þann kulda sem verður honum að aldurtila, en hann er sínu leyti blessar þær þjáningar er hún leiðir yf- ir hann. En þessi skáldskapar- formúla tekur nokkrum stakka- skiptum á leið sinni um Italiu. Þannig skapast í því ágæta menntasetri, Bolognia, 'ærð, heimspeki og lýrik, þar sem hin heittelskaða verður fyrst Franskur maður að nafni Dominique Birmann deRelles dvaldi hér á landi í fyrra og gerði tslandskvikmynd (svart- hvíta) með aðstoð pólsks kvikmyndatökumanns. Enn- fremur gerði hann kvikmynd- ir í Færeyjum og á Græn- landi og nefnir hann myndir þessar „Europe oubliée“ — hin gleymda Evrópa. De Relles hefur nú boðið íslenzka sendiráðinu í París að sjá þessar myndir, og segir í frétt frá sendiráðinu. að upptakan hafi verið tækní- Islandskvikmyndm kostaðc aleiguna lega mjög vel gerð og list- ræn. Talað er við nokkra !s- lendinga í myndinni og virð- ist þau á margan hátt fróð- leg um land og þjóð, þótt nokkuð séu þau ungæðisleg ft köflum. íslandsmyndin er um 16 mm og sýningartími um 37 mínútur. Efni hennar er andstæða sveita- og borgar- lífs. Islenzkt tal var með myndinni og önnuðust það Andri Isaksson, Sveinn Ein- Hinn Ijúfi stíil Dante skrifaði sín fyrstu kvæði í anda suðurfransks skáldskapar og ítalskra stæl- og fremst hjúpur utan um á- kveðnar hugsjónir. Ástin verð- ur yfirmáta andleg og „ma- donnan“ tákn sannleikans og dyggðarinnar. Þessu nýja ínni- haldi fylgdi þrælslungið form og hágöfugt heimspeki'.egt tungutak. Þessi skáldskapar- skóli, sem gefið var nafnið „hinn Ijúfi nýji stíll“, lét hina raunverulegu konu lönd og Ieiðir, hún varð aðeins tilefni skáldum til að beygja hné sín fyrir háleitum siðgæðishug- myndum. Á þessum brautum steig hið unga skáld sín fyrstu skref. Af miklum dugnaði tileinkaði hann sér heimspeki og flókið táknmál þessa skóla. En honum tókst snemma að rjúfa að nokkrú takmarkanir bessa kveðskapar, túlka dýpri og e'n- lægari tilfinningu en skáld- bræðrum hans, sýna næmara og fyllra veruleikaskyn. Nýtt líf Þekktasta verk hins unga Dante er ,,Nýtt líf“, kvæðakver skrifað um áramótin 1291-92. I þessari bók eru um þrjátíu ljóð, sem tengd eru saman með frásögn í óbundnu máli. Þar segir frá ást skáldsins til Beat- rice, þessari heimsfrægu ást sem síðan hefur haft hin ólík- legustu áhrif um allar jarðir: eða hvort hefði Þórbergur Þórðarson gengið með þvílík- um ágætum til elskunnar sinn- ar ef ekki hefðu spurzt til Is- lands, þótt seint væri, tíðiodi af ástum þessa samtimamanns morðingja Snorra Sturlusonar? Við fyrsta fund þeirra Beat- rice, segir skáldið, hafði sál hans kippzt við af fögnuði — þá voru þessir ágætu elskendur níu ára gömul. Níu árum síðar sáust þau aftur og þá hneigði Beatrice sig alúðlega í kveðju- skyni — og þessi kveðja fyilti sál skáldsins óumræðanlegri sælu. Hann hleypur í felur og þar dreymir hann draum er hann lýsir í sinni fyrstu sonn- ettu. Þar sýnir hann ástarguð- inn, berandi þá heittelskuðu á höndum sér og gefur hann henni að eta af hjarta skálds- ins. Vinum skáldsins finnst þetta furðuleg mynd: ung stúlka etur af hjarta elskhug- ans og þeir gera gys að skáld- inu. Spé þeirra og ísmeygileg- ar spurningar freista Dante til arsson og fleiri. Enn hafa franskir skýringartextar ekki verið settir við myndina, eu höfundur vinnur að því nú og verður myndin sýnd með íslenzku tali. Birmann de Relles hefur þegar selt myndina sænska kvikmyndafyrirt.aekinu Svensk Filmindustrie, og er það vori hans að hún verði keypt af sjónvarpsstöðvum víða um heim og verða þá settir skýringartextar á viðeigandi málum við franska textann. -------------------SlÐA ^ að fara í launkofa með ást sína til Beatrice og látast ástfang- inn af annarri konu. Þessi láta- læti takast svo vel, að Beatrice lætur sannfærast og hættir að kinnka til hans kolli. Skáldið er miður sín, fer einförum og grætur beizkum tárum. Ein- hverju sinni er Dante í kvenna- hóp og sér sig þá tilneyddan til að lýsa því hvers vegna hann forðist að vera í návist konunnar sem hann elskar: hann segist finna æðsta sælu í þeim orðum er lofi sína hjarta- drottningu. Við þetta tækifæri og mörg önnur lýsir hann af hlýju og einlægni, sem óvana- leg mátti þá teljast í skáldskap, þeim göfgandi áhrifum sem honum finnst Beatrice hafa á sig og alla menn aðra. Það er sem hún geisli frá sér góðvild og dyggð, og sú ást sem hún vekur í hjörtum reyndist í sjálfri sér vegur til dyggðar, siðferðilegrar og vitsmunalegr- ar fullkomnunar. Og einkum eflast þessi áhrif eftir dauða Beatrice — og í harmagráti sín_ um yfir þelm döpru tíðindum vinnur skáldið stærsta skáld- lega sigra. Eftir daga örvænt- ingar og ýmislegra hliðarspora á lífsbrautinni ákveður skáldið að helga líf sitt lofsöng um Beatrice. En hann ákveður um leið að hann muni ekki nefna nafn hennar, fyrr en hann geti sagt frá henni á sæmilegri hátt — hann muni afla sér þekkingar er ‘gerí honum kleift að segja það um Beatrice sem ekki verði sagt um neina konu aðra. Þannig má finna í „Nýtt líf“ fyrirheit um seinni verk Dantes og þá ekki sizt ,,Hinn guðdómlega gleðileik" — alla ævi bar skáldið mynd hinnar heittelskuðu í hjartanu sér til - hvatningar og innblásturs. I þessu verki er margt tek- ið í arf frá fyrri miðaldabók- menntum — flókið líkingamál, talnadulspeki, hefðbundnar sýn- ir og fleira — en um leið er ,,Nýtt líf“ fyrsta sjálfsmvnd höfundar í söguformi í vestur- evrópskum bókmenntum, auð- ugra og sannfróðara verk urp. leyndar hræringar hjartans en menn vissu áður dæmi tiL Itölsk tunga I ,,Nýtt líf“ segir Dante fuil- komlega satt til um fræðiiðk- anir sínar — eftir dauða Seat- rice leitaði hann í raun og veru huggunnar í heimspeki og öðrum fögrum fræðum, sökkti sér niður í ,,Huggun heimspekinnar1' eftir Boetius, rit heilags Ágústínusar, forn rómversk skáld. Ávöxtur þesSar- ar lesningar og íhugana var heimspekilegt og siðferðilegt rit, „Samdrykkjan", er hann ritaði á fyrstu útlegðarárum sínum.' Þetta rit átti að vera nokk- urskonar alfræðibók, þar sem komið væri að öllum þeim spumingum sem héldu vóku fyrir heimspeki á miðöldumr um guð og engla, eilíft líf, hamingju, skynsemi og sál. Sú guðfræði er varla likleg til að vekja forvitni margra nútíma- manna. Og því er ritsins getið hér, að það var skrifað á ít- alskri tungu, en ekki á latínu eins og öll lærð rit í þá daga. Þetta er mjög þýðingarmikil staðreynd: hér er fyrst reynt að útbreiða þekkingu miðalda- manna með því að rita á máli alþýðu. Og Dante lét ekki þar við sitja, hann skrifaði sérstakt Framhald á 9. sfðu. Myndin verður kynnt á kvik- myndahátfðum í sumar. Sjálfur hefur hann lagt til að eitt eintak af myndinni verði gefið til Islands, en Svensk Filmindustrie hefur nú þegar höfundarréttinn. Birmann de Relles hefur ýmsu fórnað til að þessi mynd yrði til. Hann féll f hver við Geysi er hann vann að myndinni og skaðbrenndist á læri. Og kvikmyndaleið- angurinn til Islands, Færeyja og Grænlands kostaði hann aleiguna. lUIIUi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.