Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 10
10 SlÐA Föstudagur 4. júní 1965 UNDI!R MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E hvíta kjólnum hennar Júanitu. Gegnum hávaðann heyrði hún enskar raddir. Hliðarvörðunnn hafði flúið í skelfingu, svo að hún varð sjálf að lyfta þungum jámbitanum. Loks tókst það og hún opnaði hliðið og sá noltíur sótug, blóðug andlit fylla götuna, sem annars var kyrr og hljóð. Það voru Hálendingar og sex ríðandi menn úr herdeild Hod- sons. Einn þeirra var liðsfonngi. Hann brosti til hennar um leið og hann steig af baki og greip um hönd hennar. Munið þér eft- ir mér, frú Alex? Við hittumst í Delhi. Ég er vinur Alexar — William Hodson. — Já, sagði Vetra og leit upp í óhreint, brosandi andlitið. Það var maðurinn, sem Alex hafði sagt tim að alltaf væri tuttugu skrefum á undan öðrum, og hún hugsaði með sér að eng- inn sem eitt sinn hefði séð þann mann, myndi nokkru sinni gleyma honum. Já, ég man eftir yður. — Ég get ekkert stanzað. Ég kom aðeins til að segja yður, að þessu húsi mun verða hlíft eftir Smurt brauð Snittur FLJUGUM ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVÍK KL. 9.30 FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 FLUGSÝN SÍMAR: 18410 18823 við Öðinstorg. Sími 20-4-90, HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 111 hæð (lyfta) SÍMI 24 6 16 P E R IVI A Garðsenda 21 — SÍMl 33-9-68 — Hárgreiðslu- og snyrtistofa D Ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjarnar- götu 10 — Vonarstrætismegin - SÍMl 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir Lauga /egi 13 - SÍMI 14-6-56 NTJDD 5TOFAN er á sama stað því sem nokkur tök eru á. Ef þér hittið Alex á undan mér, þá segið honum að stjömuspámað- urinn í Amritsar hafi haft á réttu að standa! Hann mun skilja hvað það táknar. En ef okkur tekst að reka þessa níð- inga á flótta, þá sé ég hann kannski á undan yður. 116 Hann stökk á bak, heilsaði að hermannasið og þeysti burt með menn sína á eftir sér. Andlit hans var svo þrungið ofvæni og ákafa og augun svo brennandi og geislandi að það var eins og hann væri á leiðinni að hitta ástina sína — en ekki dauðann, sem beið hans þennan sama dag. Dyrunum, sem á var fest til- skipun undirrituð af sir Campell, var aftur harðlæst, og meðan bardagamir geisuðu stóð vörður við hliðið og vemdaði Gulab Mahal fyrir hinum blóðþyrstu, rænandi hermönnum, og vörður- inn vék ekki þaðan fyrr en æðið var liðið hjá. Allir í Gulab Mahal urðu magrir og veiklulegir. En sonur Alexar þreifst og dafnaði vel, svo að það var ekki af honum sem Vetra hafði áhyggjur. Það var Alex sem hún hugsaði um eins og ævinlega. Fall Lucknow- borgar hafði ekki fært Oudh- fylki frið. Sir Colin Campell hershöfðingi hafði gert eina af þeim óskiljanlegu skyssum sem eyðileggja hagstæðan árangur svo margra herferða. Hann hafði hindrað Outram hershöfðingja í að hindra flótta óvinanna, með þeim afleiðingum að megnið af óvinahemum komst undan. Þeg- ar Dasim gamli Ali heyrði það, hristi hann höfuðið hryggur í bragði. Ef aðeins nokkur hluti þess hers næði til Lunjore, færi illa fyrir Randall sahib, ef hann væri enn á lífi. Apríl boðaði komu heita tím- ans og enn fór að verða þjak- andi heitt í litlu herbergjunum í Gulab Mahal. Skortur var á öllum nauðsynjum, en verstur var skorturinn á áreiðanlegum fréttum. Hinar fáu fregnir sem bárust voru engan veginn upp- örvandi. Uppreisnin var bæld niður og hinum ofsalegu og harkalegu hefndarráðstöfunum, sem Alex hafði óttazt og séð fyrir, var beitt í ríkum mæli gegn upp- reisnarmönnum. Brezka herliðið sem sent hafði verið til vamar hinu deyjandi John Company vænti engrar miskunar og veitti enga. Herópið var: Munið Cawnpore! — og þeir mundu og strádrápu án allr- ar miskunnar og eins oft var maður dæmdur vegna litarhátt- ar síns og vegna sannana fyrir sekt hans. En þótt enn myndu líða marg- ir mánuðir áður en friður kæm- ist á, var þegar augljóst, að spá- dómurinn um það að veldi 'é- lagsins myndi enda hundrað ár- um eftir orustuna við Plassey, myndi rætast. Indland var orðið ofviða verzlunarfélagi; krúnan yrði að taka við stjóm þess; það var hið rétta spor sem Alex hafði talað um. — Við höfum ekki fengið Ind- land aftur, sagði Walayat Shah. En við vildum brjóta á hak aft- ur veldi verzlunarfélagsins og það hefur okkur tekizt. Nú verð- ur það að vikja og hinn langi valdatími þess með eignamámi og arðráni er úr sögunni. Nú var bráðum kominn maí; heilt ár liðið frá hinum þjakandi heitu dögum þegar neistinn tendraði bálið, og enn logaði eld- urinn þótt bálið væri deyjandi HOÐVILIINN *• í Jhansi og Kohilkhand, í Gwal- ior og Oudh. En engar fregnir bárust enn frá Lunjore. Konurnar í Gulab Mahal hvísluðu sín á milli. Maðurinn hennar er trúlega dáinn, annars myndi hann senda henni boð. Þetta var svo auðlesið úr vin- gjamlegum, áhyggjufullum aug- um þeirra, og einn daginn varð Vetru þetta ofraun og hún svar- aði hinum þöglu hugsunum þeirra: Nei! Það er ekki satt! Hann er ekki dáinn! Einn góð- an veðurdag kemur hann og sækir mig, ég þarf bara að bíða. Með son sinn í fanginu flýtti hún sér upp á þakið, þótt sólin væri ekki enn gengin til viðar og heitt loftið titraði yfir brenn- heitum hellunum, og hún stóð og starði í átt til Lunjore, sem var langt utan sjónmáls hennar. Augu hennar sáu það ekki, en hugur hennar náði þangað. Veikur andblær bærði laufið á trjánum í garðinum; hann hlaut að koma frá Lunjore. Einn góðan veðurdag — hugsaði Vetra —' einn góðan veðurdag ........ Alla sína ævi hafði hún sagt þessi orð. Sem bam á Ware hafði hún sagt þau: Einn góðan veðurdag kem ég aftur til Gulab Mahal! og hún var komin þang- að. Einn góðan veðurdag kæmi Alex líka aftur til hennar. Geislar hinnar hnígandi sólar vörpuðu töfrabirtu á sótsvarta, örótta borgina. Hún fór að hugsa um orð Hodsons: Ég sé hann kannski á undan yður. Hafði hann reynzt sannspár? Var hann búinn að hitta Alex? Allt í einu var eins og hug- rekkið sviki hana; örvílnuð sneri hún sér við og hljóp mður í litla, myndskreytta herbergið til að gráta yfir sorg sinni og örvænt- ingu innan vemdandi veggja þess. fallast niður á strámottuna með j bamið í örmum séér og haliaði höfðinu upp að svölum, grænum kollinum á Firishta. Hún lokað: | augunum og fann hvemig óttinn j hvarf henni smám saman og! henni varð rórra. Barnið sofnaði í örmum' hennar og rauða töfrabirtan j hvarf og inni var aðeins eftir dauf gulleit skíma. Fyrir utan voru fuglamir að I ganga til náða; flöktandi og kvakandi leituðu þe;r upp í krónur appelsínutrjánna og bak- við múrvegginn reis hvítkölkuð moskan og á kúpli hennar mána- sinðin, sem bar við ljósan him- ininn. Fyrir utan múra Gulab Manai suðaði borgin, en Vetra heyrði aðeins hin kunnuglegu hljóð hússins, háar, malandi kven- raddir. barnahlátur og ung- barnagrát, hóstann í gamla hlið- verðinum, glamur í pottum og pönnum og notalegt marrið í brunnhjólinu. Jafnnotalegur og kunnuglegur þefur blandaðist hljóðunum og fullkomnaði mynd- ina af þessu indverska heimili hennar. Hljóðin og þefurinn virtust vefa hjúp um þetta herbergi og gera það notalegt og öruggt. Sið- ustu leifamar af áhyggjum og ótta hurfu úr huga hennar. Hann kemur einn góðan veður- dag, hvíslaði hún að Firishta. Einn góðan veðurdag........ Fótatak heyrðist í ganginum og mannamál, síðan var þunga henginu lyft frá og hún leit upp. — Það var Alex. — E N D I R. TECTYL Örugg ryðvöm á bíla. Bjarminn frá sólsetrinu barst inn í herbergið og trén og fugl- arnir og blómin virtust lifandi í fallegu, rauðleitu hirtunni, og henni fannst þetta allt fagna sér. Það var eins og Firishta virti hana fyrir sér með vinalegu. ljómandi auga. Hún ýtti rúminu frá og lét Sími 19945. •'Yí*'! ■ b*.': -í wMWi>8»wriifciiíl!1tíiriiW> FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR% % 1 c® 5% Yf/j g DANM0RK 0C §A-ÞÝZKAlAND~’á yy Yerð um 9.500 krónur fyrir 17 daga Fararstjóri: TRYGGVI SIGURBJARNARSON. i Hin árlega Eystrasaltsvika verður haldin dagana 4.—11. júlí í Rostockhéraði. Við skipuleggjum. ierð þangað sem hér segir: 1. júlí: Fiogið til Kaupmannahafiiar; 3. júlí: Farið til Warnemunde. 4.—11. júlí: Dvalizt á Eystrasaltsvikunni. 12.—16. júlí: Ferð í langferðabíl um Austur- Þýzkaland, komið í Berlín. 16. júlí: Farið frá Berlín til Kaupmannahafnar. 17. júlí: Flogið til íslands. í Rostock-héraði hittast árlega á Eystrasaltsviku hópar frá öllum. löndum, er liggja að Eystrasalti, auk Noregs og íslands. Þar fer fram allskonar skemmti- og fræðslu- starfsemi. Baðstrendur ágætar. Loftslag milt og þægilegt. Þátttaka er takmörkuð við ákveðinn hóp. Hafið samhand við okkur sem fyrst. LAN DS9N t FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. hæð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK y////////////////////^^^ 1 J Mér hefur ekki heldur verið boðið. Við skulum stan.da og horfa á auglýsinguna vonaraugum, og sjá hvað skeður. •Xf- Hvað annað? Auðvitað Perlu CONSUL CORTINA bflalelga magnúsap sklpholtl 21 SlmaPí 21190-21185 %iaukur ^uómundóóon HEIMASÍMI 21037

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.