Þjóðviljinn - 23.07.1965, Side 4

Þjóðviljinn - 23.07.1965, Side 4
2§ SlÐA — ÞJÓÐVItJINN — Föstudagur 23. Jöíí 1965. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundssoíi. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Vo/dug og sterk 'l/'erklýðsstétt íslands sýndi það enn einu sinni í síðustu vinnudeilum, að hún er „voldug og sterk“, —• raunveru- lega sterkasta valdið á fslandi næst ríkisvaldinu sjálfu. Atvinnurekendasamtökin höfðu ætlað sér að skammta verkalýðnum smátt, en urðu að láta í minni pokann — og öskra nú á verðbólgu og gengislækkun. "V erklýðssamtökin knúðu eigi ’ aðeins fram verulegar kauphækkanir. Þau settu og enn einu sinni lög og knúðu fram stjórnarráðstafanir: sunnanlands var brotið blað með nýrri húsnæðismálastefnu, norðanlands knúðar fram at- vinnubætúr. Þetta var ekki nýtt fyrirbrigði. Hvað eftir annað hafa verklýðssamtökin undir forystu sósíalista og samherja þeirra knúð fram með verkföllum þá endurbóta- löggjöf, sem aðrir • flokkar nú lofa, en börðust þá á móti: Orlofslöggjöfin var knúin fram með „ólöglegum“ skæruhemaði 1942, atvinnuleysistryggingamar með verk- fallinu mikla 1955, 12 tíma hvfld á togurum og, lífeyris- sjóður sjómahna í verkföllum sjómanna, — en öll þessi mál hafði Sósíalistaflokkurinn flutt frumvörp um árum saman. En þótt verkalýðurinn gæti þannig notað verkfallsvopn- ið til að knýja fram endurbótalöggjöf, — þótt slíkt sé að vísu bannað í vinnulöggjöfinni, — þá verður það aldrei of oft brýnt fyrir verkalýðnum, sem er meirihluti þjóðarinn- ar, að með því að standa saman f stjómmálabaráttunni jafn vel og í kaupgialdsbaráttunni, þá getur hann knúið fram miklu meira af þjóðfélagsumbótum og með minni fómum. Pn ennþá eiga mörg verklýðsfélög ósamið. Verkalýður ^ Vestmannaeyja heyr harða baráttu fyrir að fá 100% álag á næturvinnu — og lætur sér vel lynda að hvílast um nætur, meðan atvinnurekendur þrjózkast við svo sjálf- sagðri kröfu. Farmennirnir og faglærðu verkamennirnir mæta í senn hræsni og þjösnaskap samtaka atvinnurek- enda. Vitað er að þorri þessara atvinnurekenda greiðir hærra kaup í raun en farið er fram á, en afturhaldsklíkan, sem forustuna hefur, ber hausnum við steininn' og neitar að viðurkenna staðreyndir á pappímum. ÞaS er orðin mikil nauðsyn að öll verklýðssamtökin taki höndum saman um að sýna atvinnurekendastéttinni einnig mátt sinn á sviði stjórnmála oq atvinnurekstrar með því að standa þar saman og skapa fyrirtæki, er óháð séu atvinnurekendaklikunni: fyrirtæki samvinnu, ríkis og bæja, er lúti forystu verklýðshreyfingarinnar, er hafi úrslita- áhrif á rikisvaldið og forystu í samvinnuhreyfingunni. Og það hneyksli, sem nú á sér stað, að ríkisfyrirtœki fylki liði með atvinnnrékendaklikunni og samvinnufyrirtæki lafi þar aftaní, verður að afmá. jllikíl verkefni bíða íslenzks verkalýðs og allra launþega. Og þeim þeirra, sem enn hafa engan verkfallsrétt, eins og opinberum starfsmönnum, er ekki hvað sízt þörf að fvlk'ja sér því fastar saman 1 stjórnmálafylkingu verka- lýðsins, til þess að beita valdi sínu á því sviði þar sem það er ótvírætt. CJósíalismanum, frelsishreyfingu verkalýðs og allrar al- ^ þýðu, vex nú ásmegin um allan heim. Eigi aðeins efl- ist hinn sósíalistíski þriðjungur mannkyns með ári hverju. heldur feta nú og margar þær þjóðir sem nýlega hafa losnað af nýlenduklafanum, leiðina til sósíalisma. Það eru eigi aðeins fátækar alþýðustéttir, sem heyja baráttu við auðstéttir síns eiffin lands, heldur og fátækar þióðir við forríkar herraþióðir. Voldug yfirstétt ríkustu þjóða heims er bessa mánuði að níðast á einni af fátækustu og hug- djörfustu bjóð heimsins, suður í Vietnam. Bandarísku böðlarnir láta helsprengium sínum rigna yfir konur og börn og h''rrtTiast bæla niður frelsisþrá með slíkum ógnum. Svo serspilltir eru valdhafar bessarar bióðar George Was- hingtons orðnir, að' þeir halda að b’ióð sem búin er^ að berjast fvrir frelsi sinu í 20 ár verði buguð með slíku. Hroki og grimmd slíkrar vfirstéttar er forboði feigðar hennar sem forustu. Sú íslenzk alþýða, sem heyr sig- ursæla frelsisbaráttu án mikilla fórna. hugsar með hlýhug til beirrar alþýðu. sem verður að fórna svo óskaplega miklu fvrir frelsi sitt sem bióð Vietnam. En hún gleðst yfir því að alþýða þess lands er voldug og sterk. — e. Q Fimm Danir, þar af ein stúlka og 7 sænskar stúlk- ur og 3 sænskir íþróttamenn keppa. á Meistaramóti ís- lands í frjálsíþróttum nú um helgina og á alþjóðlegu móti sem fram fer á þriðjudag á Melavelli. Er það frjáls- íþróttadeild KR sem boðið hefur þessu íþróttafólki hing- að til lands, en hún sér um meistaramótið. 10 Svíar og 5 Danir keppa — á Meistaramóti íslands í frjálsíþróttum og á alþjóðlegu móti á þriðjudaginn Meistaramót Islands fer fram á laugardag og sunnudag, og ó mánudaginn. Báða fyrri dag- ana hefst mótið kl. 14 en á mánudaginn kl. 8.20. Skráðir keppendur eru 84 frá 12 félögum og bandalög- um. Frjálsiþróttadeild KR sér um mótið og hefur boðið sænsku og dönsku íþróttafólki á það og til alþjóðlegs móts á þriðjudag, og kemur það hingað til lands í kvöld. Svíarnir eru 10 að tölu en þar af eru 7 stúlkur. Danimir eru 5 og þar af ein stúlka. Sænsku stúlkurnar keppa að- allega í hlaupum (100—800) en keppa þó einnig í stökkum og köstum. Beztu árangrar sem þær hafa náð em þessir: 100 m 12.6, 80 m grindahl. 12,4, langstökk 5.06 m, og kúluvarp 9.10 m. Danska stúlkan er 800 m hlaupari og hefur hlaupið á 2.25,0 mín. Tveir af Dönunum eru 1500 m hlauparar og hef- ur sá betri hlaupið á 3.51,0 mín, en hinn á 3.57,0 mín. Einn þeirra er spjótkastari og á bezt 62.00 m og sá fjórði er spretthlaupari. Sænsku piltarnir heita Ole Andersen, (100 m 11,2 s— 400 m 51,2 s). Benný Staalesjö (100 m 4.25 míiv — (1500 m 16.33). m 4.25 mín. — 5000 m 16.30). Þeir árangrar sem hið er- lenda íþróttafólk hefur náð em ekki altir sérlega góðir en vafalaust verður gaman að fylgjast með því í keppni við íslenzkt íþróttafólk. Enn er ekki ákveðið í hvaða greinum útlendingamir keppa en það verður gert eftir komu þeirra hingað. Á laugardaginn verður keppt Framhald á 7- síða. •,ves7zv?mfi> Tcikning af skíðaskálanum eins og hann mun iíta út þegar hann. er fullgerður. SKÍÐASKÓLINN í KERLINGARFJÖLLUM NÝJUM. VEGLEGUM HÖSAKYNNUM Þegar ekið er í Árskarð í Kerlingarfjöllum,' liggur síðasti spölurinn eftir bröttum hrygg, meðfram Árskarðsá. Þegar komið er efst á hrygginn sér yfir allgrösugan dal. Eftir þessum dal rennur Árskarðsá- in, mórauð á litinn, því hún kemur úr jökli í Kerlingar- fjöllum. Hágnýpurnar, hæstu tindar Kerlingarfjalla, gnæfa yfir hinum megin dalsins, hvítar af snjó. Þarna hefur Ferðafélag Is- lands átt s.kála í um það bil tuttugu ár. Síðustu tvö árin hafa orðið talsverðar breytingar í daln- um. Bætzt hafa við tvær bygg- ingar þar sem Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum er til húsa. Önnur byggingin er háreist og mjög nýtízkuleg. Meðfram ánni hafa mýramar verið ræstar fram, svo að þar verða brátt ágæt tjaldstæði. 1 júlí- mánuði í fyrra var byrjað að byggja fyrsta hluta skíðaskóla- byggingarinnar, og var hann tekinn í notkun í júnímánuði síðast liðnum. Þar með hefur öll aðstaða til að taka á móti gestum stórbatnað. Húsið er tvær hæðir; niðri er borðsalur og eldhús, en á efri hæðinni svefnloft þarsem kojupláss er fyrir 28 manns. Eftir er að byggja hina álm- una sem einnig verður tvílyft. I þeim hluta er fyrirhugað að hafa svefnherbergi, setu- stofu og snyrtiherbergi. Þegar sá hluti er kominn upp má segja, að risið sé fyrsta hótelið f öræfum Islands. Auk þessara framkvæmda hafa þeir félagarnir sem standa fyrir Skíðaskólanum fleira á<?> prjónunum. Skammt frá skál- anum hafa fundizt uppsprettur með 25 gráðu hgitu vatni. Nú hafa þeir mikinn hug á að nýta þetta vatn til upphitunar og jafnvel byggja sundlaug við skálann ;— væri þá ekki ama- legt fyrir skíðafólkið að geta farið f sundlaugina eftir erfið- an dag á skíðum. Þetta er fimmta árið sem þeir Valdimar örnólfsson, Ei- ríkur Haraldsson og Sigurður Guðmundsson íþróttakennarar. starfrækja skólann. Á þessum árum hafa á annað búsund Framhald á 7. síðu. t Þ5tttakendur í skíöanámskeiðum í síðustu viku. Motthews kemur í óg, Ekki gat orðið af því að Sir Stanley kæmx til lands- ins í gær og sýndi frœfcni sína á Laugardalsvellinum eins og ákveðið hafði ver- ið. Matthews varð af ýms- um ástæðum að fresta för sinni hingað fram í næsta mánuð, og mun að öllum líkindum koma um eða eftir miðjan ágúst. Samtök fréttamanna stefna að því að fá Matthews hingað á tímabilinu 15.—24. ágúst en þá ætti að vera hægt að fá Eaugardalsvöllinn. íslandsmót í hand- knattleik kvenna hefst á Akureyri í kvöld fslandsmótið í handknatt- leik kvenna utanhúss hefsl á Akureyri í kvöld. Keppt er í meistaraflokki og IL fl. í meistaraflokki keppa s’jö lið í tveim riðlum, en í* II. flokki eru liðin sex sem keppa. Mótið hefst kl. 7.30 með á- varpi formanns IBA, Isaks 3. Guðmanns. I kvöld leika þessi lið saman. 1 m eist ar af loKki: KR—IBA: Ármann—Fram:Val- ur—FH. 1 II. flokki leika bessi lið saman: Fram—IBK: Völs- ungar—Valur og KR—IBA. A laugardaginn heldur mótið á- fram kl. 13.30 og kl. 10.30 og á sunnudaginn kl. 9.30 f.h. og um kvöldið verða síðustu leikimir leiknir og hefst mótið þá kl. 19.30. fslcmdsmótið Islandsmótið í handknattlei utanhúss heldur áfram í kvöl og hefst kl. 20. Þessi lið leik saman í kvöld: FH—Ármanr og Haukar—Valur. ÍSÍ gefur út bœklinga um íþráttamálefni Fræðsluráð ÍSÍ hefur sent frá sér fjóra bæklinga um íþróttamálefni. Heita þeir: Við mælum kraft, mýkt og fjaðurmagn eftir Benedikt Jakobsson; Leiðbeiningar um starf íbrótta- og ungmennafélaga, eftir Stefán Kristjáns- son; íþróttaleiðbeinandinn, eftir Karl Guðmundsson; Nokkur undirstöðuatriði er varða nútímaþjálfun, eftir Benedikt Jakobsson. ★ Allir bæklingamir eru mjög smekklega úr garði gerðir og stórt spor í þá átt að auka þekkingu hér á landi á íþrótta- fræðum. Framkvæmdastjóm ISl hefur ákveðið að senda bæklingana ókeypis til allra starfandi í- þrótta- og ungmennafélaga og er það ekki síður lofsverður skilningur á þessum málum. Merkastur þessara bæklinga Fræðsluráðsins og stærstur þeirra er rit Benedikts Jakóbs- sonar um nokkur undirstöðuat- riði varðandi íþróttaþjálfun. ^“nedikt tekur fyrir ýms atriði Framhald á 7. síðu. 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.