Þjóðviljinn - 07.08.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.08.1965, Blaðsíða 1
 Laugardagur 7. ágúst 1965 — 30. árgangur — 174. tölublað. Flutniugaskipið „SlLDIN'1 við Faxagarð í gærmorgun. — (Ljósm Þjóðv. svg). Flufningasklp / fyrsfu /erð: Síldin kom mel rösk 20 Srfs mál af Hrollaugseyiarmiium ■ í fyrrakvöld kom hingað til Reykjavíkur flutninga- skipið Síldin, sem er eign Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar að Kletti í Reykjavík. Þjóðviljinn hafði samband við Jónas Jónsson, stjórnarmann verksmiðjunnar af því tilefni. Jónas kvað flutninginn á síld- inni austan frá Hrollaugseyjum hafa gengið mjög vel. Hefði skipið verið 3l/2 dag að fylla sig og hefði nú komið með rösklega 20 þús. mál til Reykjavíkur, sem Neskaupstað 6/1 — Löndunar- stöðvun hefur verið hér hjá síld- arverksmiðjunni frá því í fyrra- dag. Að vísu komu hingað þrir bátar með síld í gasr, sem átti að fara til söltunar, en hún reyndist svo léleg er til kom, að ákveðið var að senda hana í bræðslu. Rúm var hins vegar ekki fyrir hana í þróm verk- smiðjunnar og því gripið til þess ráðs að landa henni á plönin. færu til bræðsiu í verksmiðjun- um á Kletti og í örfirisey. Unnið var að því að landa úr Síidinni í gœr og fyrradag. Var löndun um það bil hálfnuð á hádegi í gær. Var síldinni land- Hana skal því vigta, en því verð- ur ekki við komið hér. Hefur því verið reynt að koma til rióts við síldarseljendur, sem telja sig tapa á því að láta m.sla síldina og þeím verið greitt hærra verð fyrir málið. — R. S. að á bíla, sem fluttu hana til verksmiðjanna. Síldin er 11 ára gamalt tank- skip, keypt frá Noregi. Kaup- verð skipsins var 15 miljónir króna, en síðan þurfti að kosta breytingar á skipinu svo unnt yrði að flytja í því síld. Skipið er 3500 tonn. 15 menn fóru með Síldinni i þessa fyrstu ferð skipsins. En í Ijós kom, að ekki geta færri menn en 18 annað þeim verk- efnum, sem sinna þarf um borð í skipinu og mun því nokkrum nýjum mönnum verða bætt við. Þorskabítur á Siglufirði Togarinn Þorsteinn þorskabít- ur er nú kominn til Siglufjarð- ar, en baðan heldur hann á miðin fyrir austan og flytur ís- aða síld til söltunarstöðvanna á Norðurlandi. Skipstjóri á Þor- steini þorskabít er Torfi Ó. Sölvason. LítiB vatn / Gvendar- hrunnunum EFTIR langvarandi þurrka í sumar hér í Reykjavík og nágrenni er nú mjög lítið vatn í Gvcndarbrunnum, en þó hefur enn ekki borið á vatnsleysi í borginni. Vatns- skortur hefur hinsvegar ver- \ ið nokkur í Hafnarfirði, enda | mjög lítið í vatnsbóli þeirra i Hafnfirðinga um þessar mundir. VEÐURSTOFAN hefur gefið, þær upplýsingar, að úrkom-; an í Reykjavík fyrstu sjö ■ mánuði þessa árs hafi aldrei i mælzt minni síðan úrkomu- | mælingar hófust reglulega • hcr á Iandi fyrir allmörgum áratugum. tfRKOMAN í höfuðboTginni hefur mælzt á þessu ári 64 af hundraffi meðalúrkomu ár- anna 1930-1960. Sóðalegur flutningur siidarinnar •k) Flutningur síldarflutninga- skipsins Síldarinnar er næsta ó- þrifalegur varningur eftir fleiri sólarhringa geymslu. Er síldin morkin og sjóslegin og mikill grútur hefur runnið af henni. *' Þetta hefur valdið talsverð- um erfiðleikum við flutninga síldarinnar á bílum til síldar- verksmiðjanna hér í Reykjavík. Hefur grúturinn viljað renna yf- ir skjólborðin og út á götuna, sem verffur óþrifalegt svað fyrir vikið. Aðallega aka bílarnir eft- ir Tryggvagötu í Örfiriseyjar- verksmiðjuna og Skúlagötu í Klettsverksmiðjuna en skipið liggur viff togarabryggjuna. ■*r1 Grípa varð til þess ráðs í gær að bera sand á göturnar þar sem síldarflutningabilarnir fóru um því þær voru orðnar glerhálar og sóðalegar vcgna grútsins Allur farmur eins bíls- ins datt af pallinum fyri'r fram- an Hamarshúsið i Tryggvagötu og varð lögregla að stöðva um- ferðina meðan sildin var hreins- uð upp úr götunni. Seinagangur á samningaviðræð- um bygging- armanna Blaðið hafði í gær samband við Jón Snorra Þorleifsson og innti eftir hvað liði samningum Sambands byggin'garmanna. — Sagði hann, að enginn fundur hefði verið boðaður, en síðasti fundur var haldinn miðvikudag- inn í síðustu viku. Fimm félög innan sambandsins hafa átt í samingum, fjögur í Reykjavík og eitt í Ámessýslu, en samtals eru sjö félög í sam- bandinu, sem telja um 1000 með- limi. UTIÐ MIÐAR SAMNINGUM Löném stððvast hjá verksm. á Norðfírði Síldin. sem veiddist við Hroll- augseyjar er mjög erfið í bræðs’u og hefur gengið seint að bræða hana En við vonum að úr rætist um helgina. Hér hefur lítið sem ekkert verið saltað að undanförnu. Síldarverksmiðjan hefur afgreitt 210 krórur fyrir málið af síld- ihni frá Hrollaugfeyjum. en hún er veidd fyrir sunnan Stokksnes. Samningafundur í kjara- deilu farmanna stóff í hart- nær hálfan sólarhring í fyrri- nótt. Hann hófst klukkan níu um kvöldið og síóð fram til kl. 7 í gærmorgun. Nýr funcþ ur hófst svo aftur klukkan hálf níu í gærkvöld. Sáttafundi farmanna sitja tveir til þrír fulltrúar frá hverri starfsgrein innan far- mannastéttarinnar, stýrimönn- um, brytum, vélstjórum, framreiðslufólki, sjómönnum o.fl. Þá sitja fundinn fulltrú- ar frá skipafélögunum öllum og Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna og Ríikisskip Allmargir fundir hafa ver- ið haldnir í deilunni en hægt virðist miða í samkomulags- átt. Samningar fyrir far- menn eru mjög viðamiklir, þar sem um margs konar störf er að ræða um borð í farskipunum. Fundur stóð enr. á miðnætti. Bn hvað gerist ef þeir velja kommúnista? m ■ Harriman spurður margra óþægilegra spurninga ■ ■ ■ Margt hefur verið sagt í blöðum af mikilli andspyrnu j bandarískra stúdenta og há- ; skólamanna gegn utanríkis- j stefnu Johnsons og þá sér- j staklega gegn stefnu Banda- ■ ríkjastjórnar í Víetnam og : Dóminíku. Sérlegir erind- j rekar hafa verið sendir i ■ háskólana til að reyna að : kveða niður þennan kurr. ■ Einn þeirra er „farandsendi- ! herra" forsetans, Aver- j ell Harriman. Hann átti ■ ekki alls fyrir löngu fróð- : leg orðaskipti við stúdenta ■ i Cornell-háskóla, sem er ■ ein virðulegasta mennta- j stofnun Bandaríkjanna. — ■ ■ Samtal þetta var tekið upp I á segulband og birtum víð : hér stuttan kafla úr þvi, ■ sem gefur glögga mynd af : þeim sérkennilega skilningi : á lýðræði sem sveimar í • heilabúum ráðamanna vestur þar. SPURNING: En hvað gerist ef fólkið í Dóminíku kýs j sér kommúnistíska stjórn í frjálsum kosningum? HARRIMAN: Nú, það er nú svo, að við höfum aldrei j staðið frammi fyrir slíkri uppákomu Ekkert bendir til þess, að kommúnistísk ríkisstjóm njóti þeirra vinsælda . . : RÖDD tÍR SALNUM: En hvað um Guatemala? HARRIMAN: Það hefur aldrei gerzt, engin ríkisstjórn hefur nokkm sinni orðið til . . . engin kommúnistísk j ríkisstjórn hefur nokkm sinni komizt til valda fyrir tilstilli frjálsra kosninga, HRÓP 1 SALNUM: Þið ættuð að reyna slíkar kosning- j ar í Víetnam! HARRIMAN: Heyrið mig nú, ef þið eruð kommúnistar j gætuð þið farið til . . . UR SALNUM: Við erum ekki kommúnistar — En mynd- uð þér kalla þetta lýðræði? — Svarið spumingunni — j Svarið spumingunni! HARRIMAN: Ég veit ekki, ég veit ekki. Enginn veit I hvað myndi ske, ef kommúnistastjórn yrði kosin. Það er j mjög ósennilegt að svo verði. ÚR SALNUM: Hvenær ætlið þið að hætta þessum j hræðilegu lygasögum og að Iíma allskonar vömmerki á fólk? HARRIMAN: Einn af hornsteinum hins panameríska j kerfis er það, að kommúnisminn og hið ameríska póli- tíska kerfi séu ósamrýmanleg. Þetta er staðreynd sem tuttugu ríki hafa staðfest með sinni undirskrift . . . RÖDD ÚR -SALNUM: Níu þessara ríkja eru einræðis- ríki. HARRIMAN: Hvemig stendur á því að ykkur tekur svo sárt til kommúnista? Hve margir kommunistar em ykkar á meðal? Vilja allir kommúnistar gjöra svo vel og standa j upp? UR SALNUM: Vertu nú ekki að reyna þessar McCarty- : aðferðir. Þær duga skammt hér hjá okkur. Bræ ðsla hefur geng■ ið illa í Bolungarvík — tveir bátar á síldveiðum í ísafjarðardjúpi ★ Þjóffviljinn átti í gærdag tal vi2 verkstjóra í Síldarverksmiðju Einars Guðfinnssonar í Bolung- arvík, og innti hann eftir frétt- um af starfsemi verksmiðjunn- ar. ★ Verkstjórinn, Ragnar Péturs- son, sagði að alls hefðu verið brædd um 10 þús. mál, og í þrónum væru um 3500 mál. Meg- inhluti þessarar síldar hefur komið með síldarflutningaskip- inu Dagstjörnunni, sem áður hét Þyriil. Síðast kom skipiff með 6500 mál af Hjaltlandsmiðum. Var þeim farmi landað um helgina, en vegna óhapps í verksmiðj- unni, voru enn eftir óbrædd mál. Dagstjaman kom áð- 'r með 6500 mjl að austan. Fíldin sem flutt hefur verið Dagstjömunni hefur reynzt erfið i vinnslu. Sjór hef- u r gengið yfir hana í skipinu og er hún meira og minna sleg- in og slöpp. Sagði Ragnar að farmurinn af Hjaltlandsmiðum væri þó hálfu verri en sá að austan og væri þá langt til jafn- að. Síldveiðar á Djúpinu Þá hafa tveir bátar verið að síldveiðum vestra. Dagrún frá Bolungarvík og Sæborg frá Reykjavík. Reyndar hafa þeir fengið heldur Iítið, þar sem síldin liggur svo grunnt að erf- itt er að komast að henni. Bát- amir hafa mest verið að veið- um inni á fjörðunum við vest- anvert Djúpið, Skötufirði og Seyðisfirði. Dagrún hefur aðeins fengið 2—30ft tunnur, en Sæ- borg líklega upp undir 1000 að því er Ragaar taldi. Síldin, sem veiðist á þessu svæði, er miðlungsstór og fal- leg og því mikill munur á að vinna hana eða síldina úr flutn- ingaskipinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.