Þjóðviljinn - 07.08.1965, Side 6

Þjóðviljinn - 07.08.1965, Side 6
Q SÍÐA — ÞJÓÐVILJINH — Laugardagur 7. ágúst 1965 heyrt Dvalarheimili aldraðra sjó- manna eða ekki? • Gamall sjómaður kom að máli við blaðið í gær og sagði m.a eitthvað á þessa leið: —. Mér finnst orðið tímabært fyrir forstöðumenn Hrafnistu. svonefnds dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, að þeir gefi heimilinu annað nafn sem bet- ur hæfi starfseminni eins og hún nú er. Þetta er sem sé ekki orðið neitt sérstakt dvalarheim- ili sjómanna á efri árum, þvert á móti veit ég dæmi þess að öldruðum sjómönnum hefur verið neitað um dvalarvist á sama tíma og heimilið er opið öðrum. Ég veit vel að þörfin fyrir almenn elliheimili er mík- il og miklu fleiri leita dvalar- vistar en rúm er fyrir, en al’t að einu er ekki óeðlilegt að krefjast þess að einhvers sé virtur sá tilgangur, sem upp- haflega réð framkvæmdum. þ.e. að upp risi heimili, sem fyrst og fremst væri ætlað öldruðum sjómönnum, er hættir væru störfum á sjónum. • Ekkert í lögunum • Vegalögregian í Painesville í Bandaríkjunum ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar þeir eitt sinn á eftirlitsferð sáu fyrir framan sig, gegnum bak- glugga á einkabíl, er ók á und- an þeim, gínandi kjaft á fal'- byssu. Þeir stöðvuðu strax vagninn og gerðu byssuna upptæka. En þegar pælt, var gegnum umferö- arlög ríkisins gátu þeir ekki fundið neinn lagabókstaf um hvemig lögreglunni bæri að hegða sér í slíkum málum. Ekkert annað var hægt að fetta fingur út í í fari eigand- ans og neyddist lögreglan því til að afhenda honum aftur fafl- byssuna og hann ók sæll í burtu, með fallbyssuna við hiið sér og farangursgeymsluna fulla af fallbyssukúlum. Enn hefur ekkert frétzt af, hvert skotmark manns þessa var. • Málið tekið fyrir • Hversu lengi við þurfum að bíða heimkomu handritanna og hvort heimkoma þeirra verður til þess að íslenzk menning fari ekki forgörðum vitum við ekki. En eftir hálfan mánuð eða 20. ágúst verður tekið fyrir við Landsrétt Dana mól það, sem stjóm Ámasafns hefur höfðað á hendur ríkinu og krafa henn- ar ym ógildingu handritalag- anna. Við birfcum í því tilefni mynd af Gunnari Thoroddsen og Per Hækkerup við undirritun samn- ings um afhendingu handrit- anna. • Hlutföll • Ekki vitum við deili á höf- undi útvarpsleikritsins í kvöid. þótt svo maðurinn beri ákaf- lega göfugt nafn Er\da er til í heiminum fimamikið af fólki sem getur skrifað þokkaieg leikrit. Þá er smásaga lesin upp eftir Oddnýju Guðmundsdóttur, og Karlakór Akureyringa syngur. Líklega eiga allir kaupstaðir iandsins sér karlakór nú orðið. Hinsvegar er mjög ólíklegt að á þessum sömu stöðum hafimenn sýnt það framtak að koma sér upp svo sem einum strokkvart- ett sér eða öðnum til yndis- auka. öll hlutföll í hverskonar þróun á fslandi eru næsta ein- kennileg. Straussþræður fá hálftíma fyrir sína valsa og polka; betta eru merkilega lífseigir menn. Að minnsta kosti hér meðal vor ★ 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristín Anna Þórarinsdóttir kynnir lögin. 13.55 Umferðarþáttur. Pétur Sveinbjamarson hefur um- sjón á hendi. 14.30 í vikulokin. 16.00 Andrés Indriðason kynnir fjörug lög. 16.30 Söngvar í létfcum tón. 17.00 Þetta vil ég heyra: Har- aldur Halldórsson kaupmaður velur sér hljómplötur. 18.00 Tvítekin lög. 20.00 Kórsöngur: Karlakór Ak- ureyrar syngur. Söngstjóri: Áskell Jónsson. Einsöngvari: Jóhann Konráðsson. 20.20 Hrakfallabálkar, smásaga eftir Oddnýu Guðmundsdótt- ur. Jón Aðils leikari les. 20.55 Valsar og polkar eftir bræðuma Joseph og Johann Strauss Fílharmoníusveit Vínarborgar leikur; Bosk- ovsky stj. 21.25 Leikrit: Af sama sauða- húsi. eftir John Oswald Francis. Þýðandi: Ámi Jóns- son. Leikstjóri: Benedikt Ámason. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. hverju • Frumleiki er listin að leggja vel á minnið, það sem maður hejrrir, og að gleyma. hver sagði manni það. — Danny Kaye. • Við lofum hreinskilni fólkSj sem hrósar okkur. Hreinskilni annarra köllum við frekju. — André Chamson. • Kann ráð við öllu • Nýlega var haldinn fundur í Grænlandsráði eftir því sem danska blaðið Politiken hermir. Þar var meðal annars rætt um hina miklu mannfjölgun Græn- lands og þá staðreynd að 34% grænlenzkra bama fæðast utan hjónabands. 1 þvf sambandi benti einn meðlimur ráðsina á. að einungis væri hægt að nota danska krónupeninga í getnað- arvarnarlyfja-sjálfsala þáj er ríkið hefði sett upp í Grænlandi. Ekki væri hægt að nota græn- lenzku krónuna. Auk þess væru sjálfsalamir ekki starf- ræktir á vetuma, því olían frysi á þeim. Hinn konunglegi grænlenzki verzlunarstjóri benti þessum mæta manni á að úr þessu mætti eflaust bæta, því hægt væri að fá vetrarolfu í sjálf- sala. eins og notuð væri.í verzl- unum, þar sem vogir störfuðu ekki í miklum kulda. Og hvað viðvéki krónupeningunum, sagði hann að frá 1. janúar nk myndi verða tekin upp dönsk mjmt í Grænlandi. — Þá er víst þessu máli bjargað. • Sól fyrir alla • Sól fyrir alla hcitir amerísk mynd, scm Stjöm,ubíó tckur til sýningar í dag. 1 sýningarskrá er sagt að þclta sc frábær mynd, scm fjalli um vandamál blökkumanua í Bandaríkjunum. Iín af sögguþræði að dæma, scm rakinn cr í því sama plaggi, virðist scm rcynt sé að snciða hjá aðalvandamálinu, en þcss meira gert úr Iítilfjörlcgum aukaatriðum. Samt cr cngin ástæða til að örvænta, því að sýnjngarskrár eru venjulega ckki upp á marga fiskana. Aðalhlutverkin em í höndum Sidncy Poitcr og Claudia McNciil Myndin cr mcð íslcnzkum texta. Picasso, Diego Rivera, Max Jacob, ensku skáldkonunni Beal- rice Hastings, Soutine, skáldinu Frang Hellens, Dilewsky — o.g konu Modi, Jeanne. Hann féll aldrei fyrir aukaatriðum eða fyrir hinu ytra borði; myndir hans sýna eðli mannsins. Di- ego Rivera er stór og þungur, næstum því villtur. Soutine er með sorgarsvip þess, sem ekki skllur heiminn og lætur sig dreyma um sjálfsmorð. En það sætir furðu, að hinir ýmsu fyr- irsátar Modigliani líkjast hver öðrum: það er ekki ákveðið handbragð. ekki ytri stílbrögð sem sameina þá, heldur heims- sk'ynjun listamannsins. Zbor- owsky með ;mdlit góðlegs, loð- ins fjárhundar, hinn ráðvillli Soutine, hin blíða Jeanne skyrtuklædd, lítil stúlka, gam- all maður, fyrirsæta, einhver yfirskeggjaður náungi — öll líkjast þau bömum sem ein- hver hefur móðgað, sært. Mér finnst, að Modigliani hafi sýnzt lífið vera stórt bamaheimiiij sem mjög vondir fullorðnir menn hafa skipulagt. Auðvitað er líka sannleikur fólginn í þjóðsögunni, og það er auðskilið hversvegnaævisaga Modiglianis getur freistað hö,'- unda kvikmyndahandrits. Ekki alls fyrir löngu las ég í dag- blaði að lítil andlitsmynd eftir Modigliani hefði á uppboði í Ameríku selzt á 100 þúsund dollara, á allri ævi sinni hefur Modigliani ekki eytt fjórðungi þeirrar upphæðar. Oft sá ég Rosalie gömlu, sem átti iit'a ítalska matstofu á Campagne Premiére taka við teikningu af Modigliani fyrir kjötbita eða makkarónuskammt, hún vildi þær ekki, en hann hélt fast við sinn keip, því hann væri eng- inn betlari. en Rosalie horfði á þessi blöð, útbíuð af mjúkum, slitnum strikum og andvarpaði með armæðusvip: „Drotti.nn minn dýri . . Það er einnig rétt, að jafnvel upplýstir á- hugamenn um myndlist skildu hann ekki. Þeir sem höfðu mætur á impressjónistum, gétu ekki fyrirgefið Modigliani kæruleysi hans um liti, skýr- leika í teikningum, afmyndun fyrirmyndarinnar. Allir töliiðu um kúbisma: málarar, tröll- riðnir af eyðileggingarhneigð. voru um leið verkfræðingar og byggingarmeistarar. Vinir kúb- istfskra mynda litu á Modig'i- ani sem hverja aðra tíma- skekkju. Ævieöguhöfundar segja, að ár- ið 1914 hafi verið happaár fyr- ir Modigliani: þá fann hann myndasalinn Zborowsky, sem skildi strax myndir hans og fékk ást á þeim. En Zborowsky var sjálfur ekki neinn lukk- unnar pamfíll; ungt pólskt skáld kom til Parísar, lét sig dreyma um að sigla til töfra- eyjarinnar Zitera, en hafnaði á grynningum — yfir kaffibolla á Rotondu. Hann var maður fé- laus, leigði litla íbúð, bjó með konu sinni. Modigliani vann þar oft. En Zborowsky stakk myndum hans í handarkrikann og ráfaði frá morgni til kvöids um París og reyndi áranguvs- lítið að freista alvörumynda- kaupmanraa með verkum hins ítalska meistara. Það er líka satt, að stundum náðu órói, skelfing. reiði tökum á Modigliani. Ég man nótt í vinnustofu, fullri af allskonar rusli, þar var margt fólk —■: Diego Rivera og Volosjín og fyrirsætur. Modigliani var mjög æstur. Vinkona hans Beatrice Hastings talaði með sterkum enskum hreim: „Modigliani. gleymið ekki, að þér eruð séntilmaður, móðir yðar er hcfðarkona . . Þessi orðverk- uðu á Modigliani eins og for- mælingar; hann sat lengi þegj andi. svo þoldi hann ekki við lengur og fór að brjóta niðnr vegginn, reif niður nússninguna. reyndi að draga út múrstein- ana. Fingur hans voru allir í blóði. en í augum hans var þvílík öi-vænting. að ég þo’di ekki við og gckk út í skítugan húsagarð, har scm hrúgað var saman brotnum myndastyttuni, brotnum diskum og tómum kössum. Á stríðsárunum kom hann oft Hann skapaði margt fólk; sorg þcss, ofsótt blíða þcss og um- komuleysi vcrða safngesti minnjsstæð . . . (Mynd Modlgllanla af Jeanne Hcbutcrne) I < %

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.