Þjóðviljinn - 08.08.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.08.1965, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. ágúst 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g Þetta er ekki grasvöllur, en svæðið ákaflega þétt og slétt, svo' að hvergi markar fyrir spori á honum. Víðsvegar um völlimn er komið fyrir stórum hátölurum, og eru þeir grafnir niður, Munu hátalarahólf þessi vera um 118 samtals og í hverju hólfi er komið fyrir mörgum smáhátölurum. Heyr- ist því jafnt um allan völlinn, sama hvar verið er. Á eftir sýninguna síðasta daginn óskaði ég eftir að sjá völlinn nánar, hæði sjálft sýn- ingarsvæðið og umhverfi. Þegar út á völlinn kom skynjaði ég betur í hverju það lá að raöir allar voru svo beinar að það I síðustu grein minni reyndi var eins og þær hefðu ve,''.ð ég að gefa svolitla lýsingu á gerðar með reglustiku. Á vell- þeim sýningum sem ég sá 1.-8. inum sjálfum var komið fyrir júli sl. og skal endurtekið að sú smájárnþynnum með nákvæm- frásögn var nánast örlítill svp- ]ega jöfnu millibili eða 1,84 m, ur af því sem þar gerðist. 1 min- en þessar þynnur gáfu fim- gm augum voru það ævintýri leikafólkinu til kynna hvar átli sem ekki er hægt að líkja við að mynda raðirnar og við upp- neitt af því sem ég hef séð aí röðun hafði hver og einn sinn íþróttum hingað til. Þeir sem ákveðna stað. þátt tóku í þesum sýningumi þó að hér sé um moldar- og vörpuðu á þær ógleymanleg- 0g leirvöil að ræða þarfnast um ævintýraljóma, voru borg- hann mikillar umhirðu og þa~> ararnir sjálfir, víðsvegar að úr Tékkóslóvakíu og á öllum aldri: frá átta ára og uppundir 60 ára ef ekki eldri. Það sem gerist í kring urr, þessa stórkostlegu hátíð er ef til vill ekki minna ævintyri. þótt það komi ekki eins fram í dagsljósið og sjálfar sýning- arnar. Er það ekki ævintýri líkast að koma' fyrir til sýn- inga á góðum þrem tímum nær 90 þúsund fimleikamönnum sém skipt er niður í hópa sem sumir verða 16.000 að stærö’ Er bað ekki ævintýri líkast að fólksflutningakerfi Pragborgar skuli bola það álag að flylja fram og aftur um 240 þúsund áhorfendur eins og voru einn daginn á Strahov-leikvangin- um? Og er það ekki ævintýri líkast að sjá 240.000 áhorfendur samankomna á einum og sama stað? Þar getur að líta mann- fjölda sem er miklu stærri en allir ífelendingar. ungir og gamlir! Þennan eina dag hafa því komið á völlinn, bæði á á- horfendapalla og á sýningar- svæðið nokkuð á fjórða hundr- að þúsund manns! Strahov Það var þvi mjög forvitnis- legt að skyggnast svolítið á bak við þetta. sem var að gerast á vellinum, og að skoða sjálían völlinn — Strahov — sem gerði þetta ævintýri mögulegt. Hann var byggður 1938, og þá í tilefni af hinum stórkostlegu sýningum Sokol-hreyfingarinn- ar. Stærð hans er 300x200 m eða nær sex sinnum stærri en knattspymuvöllurinn á Melun- um, og gefur það nokkuð iil kynna um stærð hans. fylgir með í umhirðunni fyrir stórhátíðir sem þessa að þar eru hafðir tíu vatnsbílar sem sprauta um 500.000 lítrum af vatni á völlinn daglega. Fannst manni það kaldhæðni örlaganna að þama í Prag skyldi þurfa að sækja vatn í tankbílum og sprauta því yfir jörðina á sama tíma sem í Suður-Tékkóslóv- akíu, eða nánar til tekið í Slov- akíu, rigndi með þeim aftök- um að gróður - eyðilagðist, og stórflóð geystust um landið og rifu jörðina í sundur, skoluðu húsum af grunni, og skildu eftir fjölda húsnæðislausra manna sem við illan leik fengu bjargað sér frá drukknun. J flóðum þessum sem geisuðu "m Mið-Evrópu munu margir hafa farizt. Tékkar töldu að eigna- tjón í þeirra landi mundi vera mikið á annan miljarð tékk- neskra króna, og þó myndu ekki enn öll kurl komin til grafar. Þrátt fyrir þessi miklu hátíðahöld hvíldu þessir atburð- ir yfir sem skugp' Búningsherbergin — Stúdentagarðar Þegar við komum út af veli- það hvar búningsherbergm væru var mér sagt að þau væru til hliðar við leikvanginn. Mér fannst, að þar hlyti nokkuð um að vera, meðan á sýnir.g- unum stóð, er nær 90.000 manns böm af báðum kynjum, svo og karlar og konur, sem allt yrði að hafa fataskipti bæði fyrir og eftir hverja sýningu. Þegar við komum útaf vell- inum í gegnum aðalinnganginn fyrir miðju blöstu við okkur margar byggingar sitt til hvorr- IHCn rí965 FRÍMANN SKRIFAR UM SPARTAKÍÖÐU ÞAR SEM ÆVINTÝRIN GERAST Á myndinni sézt hin stórkostlcga hópganga íþróttafólksins. Þegar hópgangan fór fram sýndu ýmsir hópar margar skemmti- Iegar æfingar. Eina æfingu sjáum við á myndinni hér að ofan. ar handar, eða samtals 11 hús margra hæða. Á milli þeirra var malbikað svæði 50-60 m breitt og kom það gengt aðal- innganginum. Hinu megin við húsin komu svo minni svæði, gegnt hliðarinnganginum, sítt við hvorn enda vallarins. Allt voru þetta nýreist hús. Þegar Strahov-leikvangurinn var byggður á sínum tíma þurfti að gera ráð fyrir bún- ingsklefum — og þeim mörg- um — þegar þúsundir manna komu til sýninga. Þetta var leyst á þann hátt að byggðir voru margir timbur-braggar a!l stórir, og þeir notaðir. Á milli Spartakíöðu-hátíðanna voru þeir notaðir sem geymslur, en þóttu aldrei nein borgarpi-ýði Þegar farið var að ræða um undirbúning þessarar hátíðar var ákveðið að rffa niður bragga þessa, og byggja hús sem kæmu að verulegum not- um og var samþykkt að byggja þarna 11 stúdentagarða sem ættu að rúma um 5000 stúd- enta. Þetta varð meira en orð- in tóm, því að þarna stóðu hús- in fullgerð og hlutu vígzlu 4na sem búningsherbergi fyrir fim- leikafólkið sem sýndi á hátíð- inni og í framtíðinni eiga þess- ir stúdentagarðar að notast fimmta hvert ár sem búnings- herbergi fyrir hinar fjölmennu S. artakíöðu-sýningar framtíðar- innar Eru þetta hin reisulegustu hús og nýtízkuleg. 1 hverju húsi er sérstök læknavakt fyrir borg- ara Pragborgar, og ei-u þar öll tæki sem þarf til að yeíta fyrstu hjálp. Til hliðar við sjálfa stúd- entagarðana er svo komið fyrii litlu sjúkrahúsi, þar sem tek'ð er á móti þeim slösuðu.er leitað hafa fyrstu hjálpar í einhvern stúdentagarðinn og læknir tel- ur að þurfi að leggjast inn ti! frekari aðgerðar. Stúdentar í þessari stúdentaborg hafa for- gangsrétt til að leggjast þarna inn. Og allt er þetta ókevpis bæði fyrir studenta og aðra sem þangað fara. öll sjúkra- hjálp hér er ókeypis, sagði tútk- urinn. Við teljum nauðsynlegt að vernda heilsu fólksins, störf þeirra, líkamlega vellíðan og heilsuöryggi er okkar þjóðfélagi svo mikils virði að við viljum ekki taka neina áhættu á því sviði með því að dregið verði á langinn að leita lækninga við sjúkdómum sem lækna má strax, ef læknis er leitað. I sjúkrahúsinu er fullkominn og skemmtileg tannlækningn- stofa og allskonar tæki sem heyra til nútíma tækni læknis- fræðinnar. Að sjálfsögðu fylgir þessari stúdentaborg bjartur og rúm- góður, matsalur til hliðar við sjálfar byggingarnar og er hann á tveim hæðum, sériega smekk- lega fyrirkomið í léttum nú- tímabyggingarstíl. Á svæðunum sem nefnd voru og eru á milli húsanna og til hliðar við þau er svo raðað í fyllcingar hóþum þeim sem koma eiga inn á Yöllinn og sýna. Verður mikil stundvisi að ráða þar, og hver þátttakandi að vita: Hvar hann á að koma í röðina þarna á svæðinu. Hvar hann á að vera inn á ve'l- inum og hvaða númer hann á í sjálfum búningsklefanum í stúdentagörðunum. Hann verð- ur líka að vita hvenær hann á að vera farinn burt úr hús- unum til að víkja fyrir næsta flokki. Tala þeirra sem vinna eð þesum málum í Strahov er nokkur þúsund, og er samstarf- ið mjög gott. Við notum okk- ur, sagði túlkurinn, hina hald- góðu reynslu þeirra sem um fjölda ára hafa unnið að fjöl- mennum hópsýningum, enda hafa hópsýningar verið tíðkaó- ar hér í meira en 100 ár. Hin síðari árin hafa sýningarnar verið gerðar nýtízkulegri en áður. Við höfum fengið frá ýmsum löndum beiðni um reynda menn til að gera öðrum þjóð- um grein fyrir því hvernig við framkvæmum þessar sýningsr, og eru ýmsir farnir að kotna þeim á í svipuðu formi og hér er gert. Þess má geta t.d. að Kúba hefur fengið menn frá okkur til leiðbeininga í þessuin efnum. Hér hefur aðeins verið vikið að því sem gerist á bak við tjöldin ef svo mætti segja. Ti! viðbótar má geta þess að á Spartakíöðunni 1960 voru flutbr að meðaltali 80.580 manns með farartækjum borgarinnar. að búnar voru til 6.500.000 flíkur til að vera í við æfingar og hátíðahöldin og 2.200.000 pör at skóm. Að fyrir leikina votu fluttir 3.380.000 manns um Prag vegna hátíðarinnar þar af 2.496. 000 fimleikamenn. Tölur frá síðustu hátíð liggja ekki fyrir ennþá, en gera má ráð fyrir að þær hafi veeið nokkuð hærri. Glæsileg ganga íþróttamanna Lokaþáttur þessa hátíðaha'da var hin stórkostlega ganga íþróttafólksins sem sýndi á Strahov og annarra gesta sem viðstaddir vöru hátíðahöldin og komu fram í sýningum í stóru íþróttahöllinni í Prag. Átti hún að hefjast klukkan átta sunnu- daginn 4. júlí. Pragbúar voru snemma á fótum þennan dag, og á leiðinni að Wenceslas- torginu, mátti víða sjá og hevra hljómsveitir leika til skemmt- unar hinum mikla fjölda sem safnazt hafði á götum borgar- innar. Nákvæmlega klukkan átta kom fyrsti flokkurinn í ijós efst á götunni, og svo komu hópamir hver af öðrum í sin- um mismunandi litum. Á þeim götum sem gangan fór um var komið fyrir hátölurum, sem vörpuðu frá sér veiktim trumbuslætti sem gaf „taktinn‘‘ þannig að gangan var jöfn og mjög skemmtileg Mikil glaðværð hvíldi yfir þessari göngu og kváðu oft og tíðum við allskonar hróp í sór, og voru það oftast hópar frá vissum stöðum sem létu í sér heyra. Vom það kveðjur, eða smellin ávörp. Stundum kvað við söngur hjá einstökum hóp- um. I fararbroddi fóru stjómend- ur íþróttamála í Tékkóslóvakiu og þá hinir ýmsu flokkar. Mesta athygli vöktu hinar fjö'- mennu húsmæður eða 32.000 samtals og vom þær hylltar mjög af mannfjöldanum um- hverfis gönguna. Oft komu börn og unglingar á eftir beim. Nokkuð snemma £ göngunni komu börnin sem dagana áður höfðu sýnt svo skemmtilega, og hvað eftir annað á göngu sinni kölluðu þau: Sá sem stendur á gangstéttinni er hræddur við teikfimi! Einn hópurinn kallaði: Sá sem er duglegur, honum vegn- ar vel! Kveðjur mátti oft heyra eða eitthvað sem var einkennandi fyrir byggðalag hópsins. T.d.: Hin svarta Ostrava heilsar Prag (1 Ostrava em kolanámurj Það var skemmtilegt að sjá að unglingamir. piltar og stúlkur gengu hlið við hlið. án þess, að því er virtist, að á- kveðinn fjöldi hvors kyns væri f röðunum. „Lifi vinátta milli Slóvaka og Tékka“. mátti heyra sam- stilltum rómi frá hópi úr Kos- ice £ Slóvakíu. Meðfram hinum 25-30-fö'du röðum mátti sjá rauðakr-tss- konur með áhöld sín og -oi~u þær á öilum aldri. tilbúnar ef einhver félli f yfirlið, Ostrava-hópurinn var lífieg- ur og kallaði: ..Ykkur verður ekki kalt við sjáum fyrir því með koium!“ Framhald á 9. stðu. Séð yfir Strahov-leikvanginn þar sem hópsýuingar fóm fram. I baksýn sjást hinir 1 nýbyggðu stúdentagarðar sem notaðir eru sem búnlngsherbergi meðan á Spartakíöðunni stendur ♦ i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.