Þjóðviljinn - 08.08.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. ágúst 1965
■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■
l■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»•■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■»■■■■■■■l
Kaupstefnan í Brno í næsta
mánuði hin mesta til þessa
Sýnendur helmingi fleiri en í fyrra
■ Dagana 12.—26. september n.k. verður efnt til hinn-
ar árlegu alþjóðlegu tæknikaupstefnu í Bmo, næst-
stærstu borg Tékkóslóvakíu. Þetta verður sjöunda
kaupstefnan þar í borg og jafnframt sú stærsta sem
haldin hefur verið til þessa; sýnendur verða nú 50%
fleiri en t.d- á kaupstefnunni í Bmo í fyrra.
Gestgjafamir, Tékkóslóvak-
ar, munu að sjálfsögðu verða
stasrstir hinna fjörutíu sýn-
enda. 14 tékknesk útflutn-
ingsfyrirtæki og stofnanir
munu sýna þar í um það bil
3000 sýningarbásum eða
svæðum, og verður lögð á-
herzla á að sýna allt það
bezta á tæknisviðinu sem
framleitt er nú í Tékkóslóv-
akíu. Einnig verður reynt að
gefa glöggt yfirlit um þróun
tæknimála og iðnaðar í
Tékkóslóvakíu síðustu tuttugu
árin eða frá stríðslokum.
Ekki eru nein tök hér að
greina frá einstökum sýning-
arhlutum, í Bmo verður sem
sagt sitt hvað það helzta úr
heimi iðnaðar og taekni að
sjá. Og eins og undanfarin
áf munu vísinda- og tækni-
samtök í Tékkóslóvakíu efna
til, í samvinnu við forstöðu-
menn kaupstefnunnar, ýmis-
konar funda og ráðstefna um
mál sem snerta vísindi og
tækni. Þar munu væntanlega
bera saman bækur sínar
margir af kunnustu sérfræð-
ingum heims á þessum svið-
um, vísindamenn og tækni-
fræðingar frá fjölmörgum
löndum, efnaverkfræðingar,
byggingafræðingar o.s.frv.
I Bmo cr sagt aö sc citthvcrt fallcgasta sýningarsvæði í heimi.
bÆáM
Við sátum saman í Stórustofu
og vorum að drekka
kaffið þegar Peter Harbro kom
með blaðið og las þessa stutt-
orðu frétt. Peter hafði verið
í tvo mánuði hjá okkur þarna
á pensíónatinu, ungur maður
sveimhuga, og ég hugði hann
liggja í því vakinn og sofinn
að frelsa fagrar konur frá
vondum mönnum í huganum.
Hann hafði stór blá augu og
jarpt hár hrokkið og hann var
feiminn og draumlyndur. og
þær tvær gömlu konur sem
þarna voru honum samvistum,
dýrkuðu hann fram úr öllu
hófi. ,,Nú eru Helmut og Grete
aftur kómin á stúfana," las
Peter. „Einu sinni enn hefur
þeim tekizt að hafa fé út úr
trúgjörnum unglingsmanni.
Þau fóru að þessu eins og þau
eru vöh. Þau tóku sér gistingu
á hóteli undir fölsku nafni og
kölluðu sig Harald og Gro
Svéndsen. Helmút er svo sem
kunnugt er sextán árum eldri
en kona hans, og Grete gekk
beint að verki þegar í stað, að
lokka einn af karlmönnunum,
sem þarna gistu. Hún taldi
manninum trú um að sér hefði
nánast verið þröngvað í þetta
hjónaband, og að það væri sár
hin mesta nauðung. Maðurinn
sinn væri hrotti og þætti ekk-
ert vænt um sig. Og veslings
maðurinn gekk í gildruna og
tilraunin heppnaðist svo vel að
að henni tókst að hafa út úr
honum 40.000 kr. Og veit nú
enginn hvar Grete og Helmut
eru niður komin. Þau sluppu
með alla fúlguna."
Peter lagði blaðið frá sér.
„Þetta er ljót saga“, sagði
hann. „Hvílíkt samvizkuleysi
að notfæra sér einlægni og
traust á svona sviksamlegan
hátt. Og maðurinn hafði ekk-
ert í huga nema að hjálpa
konunni."
Bang höfuðsmaður brosti iít-
illega í skegg sér. „Blessaður
verið þér. Það sem þér sögð-
uð lýsir góðu innræti hjá yður,
en því miður er það uppi í
skýjunum. Fólk' hegðar sér
ekki ætíð eftir fegurstu fyrir-
myndum, hversu æskilegt sem
það annars væri.“
Það hafði yerið ætlun mín
að dveljast þarna um tíma til
þess að skrifa bók, og var ég
þvi oftast einsamall uppi í
herbergi mínu. Þetta var í júni
og aðstreymi ferðamanna átti
eftir að aukast að verulegu
leyti, enda var tiltölulega fátt
um manninn í pensionatinu.
Auk min, Bang höfuðsmanns
og Peter Harbro voru þarna
tvær gamlar konur ógiftar
Henny og Hanne Moe, og ég
þekkti þær aldrei að. Ennfrem-
ur hjónin Hans og Gerd Nil-
sen. Hún var um tvítugt, fín
og indæl með sítt hár gult og
sægræn augu, en hann leizt
mér illa á. í fyrsta lagi var
hann mikiu eldri en hún, og
þar að auki sýndi hann henni
■ersta viðmót. Það leyndi sér
ekki að þetta var heimilis-
djöfull af lakasta tagi, og ekki
bætti útlitið um. Hann var
stórvaxinn, þrekinn og dökkur
á brún og brá, og hálsinn svo
stuttur að svo virtist sem höf-
uðið sæti á öxlunum.
Þau komu nú inn í Stóru-
stofu, hjónin. Konan virtist að
venju vera hrædd og vör um
sig. Hún sýndist ætla að setj-
ast hjá okkur við stofuborðið,
en herra Nilsen þreif í hand-
legg hennar og dró hana nauð-
uga viljuga með sér út í
gluggaskotið, þar sem þau sett-
ust við lítið borð. — Líklegast
er hann afbrýðisamur, hugsaði
ég, og þolir ekki að hún tali
við aðra karlmenn. Jæja, ekki
varðaði mig um það, ég átti
annað erindi hingað til Suður-
lands en að fara að skipta mér
af misklíð milli hjóna.
Alltaf hafði ég haldið að
Peter væri mesti hugleysingi,
en nú sá ég það til hans, sem
kom mér á allt aðra skoðun.
Hann horfði fyrst stundarkorn
á Nilsen og konu hans, svo
stóð hann upp. ,
„Frú Nilsen,“ sdgði hann
kurteislega, „viljið þér ekki
heldur sitja hjá okkur? Það
eru nóg sæti við borðið."
Maður hennar varð fyrir
svörum: ,,Þökk fyrir,'það fer
ágætlega um okkur hérna.“
Bæði orðin og raddblærinn
gáfu fyllilega til kynna hvað
maðurinn meinti, og Peter
roðnaði, en samt lét hann ekki
undan síga. „Ég var ekki að
tala við yður. Ég var að tala
við konuna yðar.“
„Það fer líka vel um hana
hérna.“
Nú lét Peter sem hann sæi
hann hvorki né heyrði. „Frú
Nilsen," sagði hann, „viljið þér
ekki koma að borðinu til okk-
ar?“
Það varð andartaks þögn, en
svo reis Gerd Nilsen úr sæti
sínu. „Þökk fyrir,“ sagði hún,
„það vil ég.“
Mér kom þetta á óvart, því
ég hélt að hún væri hræddari
við manninn en svo, að hún
þyrði að óhlýðnast honum í
nokkru, en Peter var svo hug-
rakkur sjálfur, að það stappaði
í hana stálinu. Og svo kom
hún til okkar með kaffiboll-
ann sinn, en maðurinn henn-
ar sat einn eftir úti við glugg-
ann. Hann sat þar ekki lengi.
Óðar en hann var búinn úr
bollanum, stóð hann upp og
fór, og ég man að ég vor-
kenndi konunni. Vesalingur,
hugsaði ég, sú fær fyrir ferð-
ina næst þegar þau hittast tvö
ein.
Qg mér skjátlaðist ekki.
Daginn eftir sat ég við skrift-
ir mínar þegar barið var að
dyrum. Það var Peter.
„Trufla ég þig?“
Auðvitað truflaði hann mig.
„O, nei, komdu bara inn,“
sagði ég.
„Mér fannst ég verða að
segja einhverjum frá þessu,“
sagði hann. „Sko, það er eng-
inn hérna á aldur við mig
nema þp. Það er Gerd.“
„Gerd?“
„Frú Nilsen," sagði hann,
„Sérðu ekki að hjónabandið er
henni kvalræði?" '
Mér hafði sýnzt það, og ég
játaði að svo væri.
„Önnur eins kona“, sagði
Peter. „Svona fíngerð, væn og
skynsöm....“
„Og lagleg,“ bætti ég við.
Peter roðnaði. „Já, víst er
hún það. Veiztu annars hvern-
ig stendur á því að hún átti
hann?“
Nú gat ég ekki varizt brosi.
Var hann ekki þarna kominn,
þessi göfugmannlegi riddari.
sem sífellt er viðbúinn að
frelsa fagrar konur frá vond-
um mönnum? ,,Það er allt út-
lit fyrir að ykkur frú Nilsen
sé orðið nokkuð vel til vina,“
sagði ég.
„Ér það nokkur furða“, sagði
Peter, „éftir það sem fyrir kom
í gær. Veiztu það ekki að hann
barði hana þegar hún kom
upp? “
Ég var ekkert hissa á því.
„Hvernig atvikaðist það, að
þau tóku saman?" spurði ég.
„Hún þurfti að hjálpa föður
sínum,“ sagði Peter. „Fyrir
nokkrum árum varð dálítil
sjóðþurrð hjá honum, og auð-
vitað ætlaði hann að kippa
þessu í lag, en það var örð-
ugra en hann hafði haldið.
Hans Nilsen, sem var yfir-
maður hans, varð var við sjóð-
þurrðina, og hótaði að kæra.
En reyndar hafði hann lengi
haft augastað á Gerd, og hann
lét hana skilja að svo framar-
lega sem hún vildi giftast sér,
mundi hann láta málið niður
falla. Enginn er svo forhertur,
að hann láti setja tengdaföður.
sinn í fangelsi. — Og hún
fórnaði lífshamingju sinni til
þess að fá bjargað föður sín-
um. Var það ekki göfugmann-
legt?“
Ég var efins í að mér þætti
þetta göfugmannlegt, að
minnsta kosti fannst mér föð-
urnum ekki hafa farizt nema
í meðallagi göfugmannlega. En
hvað kom þetta mér við, ég
var hingað kominn til að sinna
mínum störfum, en ekki til
þess að rekast í annarra
manna vandræðum. Samt duld-
ist mér ekki hvað á seyði var.
Það var greinilega farið að
bera á samdrætti milli Peters
og Gerd, og auðséð að það fór
ekki framhjá þessum afbrýði-
sama eiginmanni Hann var
enn þungbúnari en hann átti
vanda til, enn uppstökkari, og
ég var farinn að halda að
þessu mundi lykta með ósköp-
um. Og svo var það einu sinni
þegar ég var á gangi um garð-
inn, að ég rakst á Peter. Hann
hafði falið sig bak við þéttan
runna, og ég ætlaði að fara að
ávarpa hann, en hann þaggaði
niður í mér.
„Þei,“ sagði hann. Það var
ekki um það að villast að hann
stóð á hleri og nú heyrði ég
á tal tveggja manna innan úr
garðhúsinu, Það voru þau Gerd
og Hans Nilsen.
Fyrst heyrði ég hann segja
hávært og reiðilega: „Ég harð-
banna þér að tala við þennan
náunga framar! Eða ertu orð-
in alvarlega ástfangin af hon-
um?“
Þá svaraði hún: „Hann er
góður við mig.“
„Góður!“ Nú virtist maður-
inn ætla að sleppa sér. „Ég
banna þér að tala við hann
framar. Og ef þú gerir ekki
eins og ég segi þér, þá skal
ég....“ Hann lauk ekki við
setninguna, en ekki boðaði hún
neitt betra fyrir þvi. Ég leit á
Peter, og mér sýndist hann
eiga bágt með að stilla sig, en
mér tókst að sefa hann áður
en hann ryki af stað. „Ekki
mundi það bæta um fyrir
henni,“ sagði ég.
Hann féllst á þetta, og við
læddumst burt. En mér var
ekki öldungis rótt Peters
vegna. Ég hélt hann vera þann
angurgapa, sem vel gæti farið
sér að voða vegna vanhugs-
aðrar framhleypni, ef hann
héldi að hann væri með því
að vinna þarft verk og gott.
Og það duldist mér ekki, að
hann var orðinn meira cn lít-
ið ástfanginn af Gerd Nilsen.
Og ekki þurfti þess lengi að
bíða, að þetta kæmi allt á
daginn. Næsti dagur rann upp,
heiður og lygn, og hlýr eins
og júlídagur, og ég gat ekki
hamið mig við skriftirnar. Og
þegar ég hafði setið við það í
þrjá tíma að klúðra saman
þremur setningum, stóðst ég
ekki mátið og stóð upp og
ætlaði út að sjó. Ég var kom-
inn út á gang og var í þann
veginn að snúa lyklinum í
skráargatinu á hurðinni að
herberginu mínu, þegar hurð-
in að herbergi Nilsens opnað-
ist og Peter kom út í gættina.
Það kom á hann þegar hann
sá mig, eins og von var.
„Jæja, varstu inni hjá hjón-
unum?“
„Herra Nilsen er ekki
heima,“ svaraði Peter. „Hann
fór til Risör til að verzla og
kemur ekki fyrr en seint í
kvöld.“ Hann þagnaði, stóð
hugsi stundarkorn og sagði
svo: „Viltu leyfa mér að tala
við þig svo enginn heyri?“
í arinstofunni var enginn
maður, og þar settumst við.
„Það er Gerd, sem ég þarf
að tala um við þig. Þú veizt
það víst ekki að við erum orð-
in ástfangin hvort af öðru, já
alvarlega.“ Hann leit á mig
eins og honum væri mikið
niðri fjrrir. „Viltu lofa mér
því að segja þetta engum?“
Mér kom þetta svo lítið við,
að bæn hans var auðsótt.
„Við ætlum að flýja saman
seinni partinn í dag. Áður en
maðurinn hennar kemur aft-
ur.“
Aldrei þóttist ég hafa heyrt
aðra eins vitleysu, og ég
reyndi að fá hann ofan af
þessu, en það var árangurs-
laust. Ég sagði honum að þau
gætu farið margvíslega að
þessu, að ná saman, en ekki
svona. Peter sagði, að Gerd
þyrði ekki að ganga framan
að bónda sínum og segja hon-
um sannleikann. En ég hélt að
Peter gengi það til, að fást
ekki til að haetta við þetta,
að honum fyndist það gaman
og ævintýralegt.
Ég gafst upp við að reyna
að kom vitinu fyrir hann, því
ég sá að það þýddi ekki neitt.
Og svo kom frú Nilsen líka
inn til okkar. Hún sagðist
hafa farið á langa"bg fágfá
göngu, og fannst mér þá sem
tæki hún þessu með furðu-
legu jafnaðargeði. Því- verður
ekki neitað, að það er í nokk-
uð mikið ráðizt, að flýja frá
manni sínum með öðrum
manni. Það sagði ég henni, en
hún var jafn ákveðin í að gera
þetta sem Peter var. En nú
var komið að matmálstíma, og
við hættum þessu tali og Pet-
er sagðist þurfa að fara upp
í herbergi sitt til að skipta um
jakka. ’
Peter og frú Nilsen sátu
saman undir borðum, og öll-
um að óvörum kom nokkuð
fyrir, sem ungfrú Moe fannst
alveg ofboðslegt. Og líklega
hefur Bang höfuðsmanni fund-
izt hið sama. 'Frú Nilsen heyrð-
ist segja við Peter, að hún
þyrfti að fara upp á herbergi
sitt að sækja eitthvað. Svo
brosti hún til hans, og allt í
einu laut hún niður að honum
og faðmaði hann ákaft. Mér
fannst nokkuð skorta á still-
ingu hjá konunni, og ef til vill
háttvísi líka, og Peter kafroðn-
aði, en frú Nilsen var jafn-
skjótt horfin út úr dyrunum.
Við sátum þegjandi við borð-
ið eftir þetta og Peter sinnti
lítið matnum úr því. En hánn
fór niður í vasa sinn, líklega
til að ná sér í sígarettu, og
allt í einu brá honum ákaf-
lega og höndin þaut frá ein-
um vasanum 'til annars með
fumi og flýti. „Lykillinn,“
sagði hann, „Lyklinum hefur
verið stolið úr vasa mínum.
Ég er handvis um að ég hafði
hann í jakkavasanum."
Þá rann upp ljós fyrir mér
í sömu svipan, sem í rauninni
hefði ekki étt að -dyljast mér
svona lengi. Gerd og Hans
Nilsen, var þetta ekki degin-
um Ijósara. Og hvers vegna
var hún að faðma hann áður
en hún fór upp? Til þess að
ná í lykilinn, auðvitað.
„Eru nokkrir peningar hjá
bcr uppi?“ purði ég. Hann
kinkaði kolli.
„Hér um bil fjögur þúsund
krónur.“
Framhald a 9. síðu.
Astarsago
Við bregðupi út af vananum í dag, af því að það er sunnudagur og
enn drjúgur tími af sumri, og birtum þetta lesefni í lettari dúr, smá-
sögu eftir norskan höfund, Helge Hagerup að nafni.