Þjóðviljinn - 08.08.1965, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. ágúst 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 'J
\
I'
Á Eystrasaltsvikuna, sem haldin var dagana 4.—11.
julí sl. var m.a. boðið héðan frá íslandi sérstakri
kvennanefnd til að taka þátt í alþjóðlegu móti kvenna,
sem fer fram í Rostock á ári hverju í sambandi við
vikuna.
f kvennanefnd þessari voru sex konur, þær Anna
Sigurðardóttir, Margrét Ottósdóttir, Ragnheiður Jóns-
dóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Halldóra Kristjáns-
dóttir og Sólveig Einarsdóttir.
Við náðum tali af Sólveigu eftir heimkomuna og
fengum hana til að segja okkur frá mótinu.
Rætt við Sólveigu Einarsdóttur kennara
SÓLVEIG EINARSDÓTTIR
Styrkur fró
Kölnarhósk.
Háskólinn í Köln býður fram
styrk handa Islendingi til náms
þar við háskólann næsta há-
skólaár, þ.e. tímabilið 1. nóv-
ember 1965—31. júlí 1966.
Styrkurinn nemur 400 þýzkum
mörkum á mánuði, og veitt
verður undanþága frá kennslu-
gjöldum. Heimilt er að skipta
styrknum milli tveggja náms-
manna, þannig að annar hljóti
styrk fyrir haustmisserið en
hinn vormisserið.
Umsóknir um styrkinn skuiu
sendar menntamálaráðuneytinu,
Stjórnarráðshúsinu við Laekj-
artorg, fyrir 5. september n.k.,
og skulu fylgja staðfest afrit
prófskírteina ásamt meðmael-
um. Umsóknareyðublöð fást í
menntamálaráðuneytinu.
-Frá menntamálaráðu-
neytinu).
Sumarferð
Framsóknar
Verkakvennafélagið Framsókn
fer sitt vinsaela og ódýra sumar-
ferðalag að Kirkjubsejarklaustri
helgina 14.-15. ágúst. Allar nán-
ari upplýsingar á skrifstofunni
frá kl. 2—7 s.d.
Fjölmennið og bjóðið vinum
ykkar og vandamönnum að taka
þátt í ferðinni.
Gerum ferðalagið ánægjulegt!
Ferðanefnd.
— Ég sé af dagskránni, að
þið hafið haft nóg að starfa
þessa viku?
— Já, það var nóg að gera.
Farið á fsetur klukkan sjö á
morgnana, og ekki farið að
sofa fyrr en langt var liðið á
nótt, því að auk fundarhalda
í sambandi við fjögur höfuð-
viðfangsefni mótsins, fórum
við í fræðsluferðir til stofn-
ana," sátum vináttufundi með
konum frá ýmsum þjóðum og
ýmisiegt fleira.
— Fjögur höfuðviðfangsefni
mótsins?
— Við gátum valið um fjög-
ur efrii. Ég og Ragnheiður
Jónsdóttir fóstra vorum í þeim
hópi er fjallaði um uppeldi,
fræðslu og framtíðarhorfur
unga fólksins. Sem kennari
reyndi ég fyrst og fremst að
kynna mér hvernig Austur-
Þjóðverjar vinna að skólamál-
um.
— Og hvernig virtist þér á-
stand þeirra mála vera?
— Þeir hafa náð undraverð-
um árangri. I stríðslok var
allt skólakerfið gegnsýrt af
nazisma, — eina leiðin til að
vinna bug á honum var að
skipta algerlega um starfslið
og endumýja allar .kennslu-
bækur.
Þetta tókst þrátt fyrir mikla
erfiðleika, svo sem skort á
kennurum í stað þeirra, sem
látnir voru víkja. Fyrst að
þessu verki loknu gátu þeir
snúið sér að öðrum aðkallandi
verkefnum í sambandi v’ð
skólamál.
' í dag eru, eins og hjá okk-
ur. öll böm skólaskyld til
fjórtán ára aldurs, eða þar til
þau hafa lokið tveggja vetra
námi í gagnfræðaskólai Ef þau
halda áfram í þriðja og fjórða
bekk fá bau námslaun f hlut-
falli við tekjur foreldra þeirra.
Það sem mér fannst einkum
nýstárlegt í barna- og gagn-
fræðaskólunum var hin svo-
kallaða fjöltæknikennsla, sem
tekin hefur verið upp. Henni
er þannig háttað að í 11 og
12 ára bekkjum barnaskóla er
öllum stúlkum jafnt sem pilt-
um. kennd undirstöðuatriði i
smíðum málmvinnu og plast-
vinnu. T gagnfræðaskóla er
þessari kennslu síðan haidið
áfram og eru þá börnin iátio
fara einu sinni í viku í verK-
smiðju eða eithvert annað fyr-
irtæki og kynna sér málmiðn-
að og rafmagnstækni. Þau
fræðast einnig um frumatriði
tækniiðnaðar og hagfræði. Slík
kennsla er ákaflega raunhæí,
börnin kynnast hinum ýmsu
starfsgreinum, og komast í
nána snectingu við fólkið er
vinnur í þessum greinum.
Þetta víkkar sjóndeildarhring
þeirra og gerir þau hæfari
þjóðfélagsþegna.
Annað sem vakti athygli
mína, var hvað mikið er gert
fyrir börnin yfir sumartímann.
1 öllum fallegustu héruðum
landsins eru sumarbúðir fyrir
börn og auk þess gefst öllurn
nemendum kostur á því að
dveljast í 18 daga annaðhvort
uppi fjallahéruðunum eða niður
við ströndina fyrir aðeins 250
íslenzkar krónur.
— Hvað með æðri menntun?
— öll æðri menntun er ó-
keypis, nemendúr fá námslaun
allt árið, sem nægja þeim fyr-
ir öllum brýnustu nauðsynj-
um. Mestur hluti stúdenta
dvelur á stúdentaheimilum og
nemur leigan þar á mánuði
aðeins 10 mörkum eða 100
krónum islenzkum. 1 stríðs-
lok stóðu háskólamir í fyrsta
, sinni opnir börnum verka-
manna og bænda, en nú er
talið að meginhluti háskóla-
stúdenta sé úr þeim stéttum.
Þá hefur þátttaka kvenna í
allri æðri menntun aukizt
mjög. Ég kom í einn háskóla,
háskólann í Rostock, sem er
elzti háskóli í Norður-Evrópu,
stofnaður árið 1419. Hann
skiptist í sjö deildir og stunda
5000 nemendur, þar nám.
Blómlegt félagslíf er í skólan,-
um og reka nerriendurnir t.d.
sjálfstætt leikhús, og hafa leik-
flokkar frá því sýnt víða er-
lendis. Þama sáum við líka
rafmagnsheila eihn mikinn.
— Álítur þú að betra sé að
vera kennari í Austur-Þýzka-
landi en hér?
— Skilyrði til að ná góðum
árangri í kennslu virðast betri
þar en hér. Vinnuvikan er
styttri og styttist eftir því sem
aldur barnanna er hærri. Yf-
irleitt er þar ekki tvísett í
skóla og færri nemendur í
hverjum bekk. Kennarar hafa
mjög mikla samvinnu við for-
eldra og við hvern skóla er
starfandi sérstakt „uppeldisráð".
Eitt er það líka, sem þeir haía
umfram okkur hér, en það eru
tilraunaskólar. Þar sem gerðar
eru vísindalegar rannsóknir á
því, hvernig kennari nær
beztum árangri í hverju ein-
stöku fagi. Austur-Þjóðverjar
eru að byggja net af slíkum
skólum um landið. En hér er
nýjungum skellt yflr allt skóia-
kerfið í einu, án þess að á
undan hafi farið nokkrar at-
huganir á því hvernig þær
muni henta.
— En svo við snúúm okk-
ur að öðm. Komstu ekki fram
í austur-þýzka sjónvarpinu?
— Jú, það vildi svo til, að á
uppeldismálafundi, sem hald-
inn var, hélt ég ræðu fyrir Ts-
lands hönd um ástandið 1
skóla- og menningarmálum á
Islandi. Daginn eftir kom ein
af forsvarskonum mótsins til
mín og óskaði eftir, að ég
tæki þátt í nokkurskonar
hringborðsumræðum í sjón-
varpinu næsta dag. Ég féllst
á það. Þætti þessum var sjón-
varpað beint og stóð hann í
rúmar fimmtíu mínútur.
— Hverjir aðrir tóku þátt í
þessum umræðum?
—- Frú Eseter Brink frá
Danmörku, hafnarverkamaður
frá Vestur-Þýzkalandi, blaða-
maður frá Finnlandi, varaut-
anríkisráðherra Austur-Þýzka-
lands, pólskur diplomat og
skipamálaráðherra Sovétríkj-
anna.
— Og um hvað snérust um-
ræðurnar?
— Þær fjölluðu um ýmis-
legt varðandi Eystrasaltsmótið
og um stjórnmál. Ég var t.d.
spurð að því, hvað ég hefði
kynnt mér sem kennari og
hvemig mér hefði fallið. Einn-
ig var ég spurð hvaða afleið-
ingar seinni heimsstyrjöldin
hefði haft fyrir ísland. Hvort
við hefðum sjónvarp o.fl.
— Og að lokum?
— Næst síðasta daginn var
haldinn fundur allra þátttak-
enda mótsins og fjallaði hann
um varðveizlu friðar víð
Eystrasalt. Þar vom fluttar
margar ágætar ræður og m.a.
sagði ein austur-þýzku kvenn-
anna að höfuðverkefni þeirra
væri að ala ungu kynslóðina
upp í anda friðar, vináttu og
mannúðar. Eftir þessa dvol
mína og viðræður við þýzkar
konur, • kennara, nemendur,
stúdínur og húsmæður, er ég
sannfærð um að þetta eru meir
en orðin tóm. — m.kr.
Knattspyrna
Framhald af 4. síðu
til Manchester United og síð-
ar til Leeds United. Fyrirliði
liðsins er Noel Cantwell og
þykir hann mjög skemmtileg-
ur sóknarleikmaður. Fyrir
tæpum 15 árum kom hann til
West Ham United og var hjá
því liði þar til 1960 en fór
þá yfir til Manchester United.
Cantwell er mjög fjölhæfur
leikmaður, hefur leikið sem
miðframvörður, bakvörður og
miðherji.
Mesta skytta írska landsliðs-
ins er Andrew McEvoy sem þó
af og til leikur sem framvörð-
ur í liðinu. Á síðustu árum
hefur honum farið mikið fram
og er nú einn hættulegasti
sóknarleikmaðurinn í 1. deild-
inni ensku.
Eins og hér að ofan var sagt
hefur vörnin jafnan verið veik-
leiki liðsins. Gegn Spánverj-
um sýndi hún þó öryggan leik,
og takist henni það áfram þá
ætti sigurinp í annað sinn £
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar að vera möguleg-
úr.
BERLÍN
BREYTSR
Miðhluti Berlínarborgar hcf.
ur tekið miklum stakkaskipt-
um á undanförnum misserum
og á eftir að breytast mikiö,
áður en lokið er þcim fram-
kvæmdum á svæðinu milli Al-
exanderstorgs og Klaustur-
strætis í Austur-Bcrlín sem
áætlað er að verði árið 1970.
Á þessu svæði á m.a. að rísa
mikill sjónvarpstuTn, 360
metra ár eða um 60 metrum
hærri en sjálfur Eiffcl-turninn
í París. — Myndin er af lík-
ani af þcssum nýju bygging-
um sem rísa eiga á komandi
mánuðum í miðhiuta höfuð-
borgar Þýzka alþýðulýðvcldis-
ins — og sést sjónvarpsturn-
inn með loftnetsstönginni efst
bera við himin. Fremst er cin
aðalbreiðgata Austur-Berlínar,
Karl-Marx-Allee, og Alexand-
erstorg, þar sem nýrelst höú
samtaka austurþýzkra kenn-
ara stendur og svonefnd
Kongresshalle.
J
I
4
V