Þjóðviljinn - 15.08.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.08.1965, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 15. ágúst 1965 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- uriim. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Fdvizka p'orustugreinar hemámsblaðanna verða sjaldnast flokkaðar til góðra bókmennta. hvorki að efni til né framsetningu, en þó tekur í hnúkana þegar blöðin taka sér fyrir hendur að fjalla um málefni sósíalistískra ríkja. Aldrei kemur það fyrir að þar birtist greindarlegar hugleiðingar um slík efni, heldur virðasf blöðin hafa einsett sér að sanna í verki að andstaða við sósíalismann hljóti að vera einskær heimska og fáfræði. Þannig ’ staðhæfði Vísir í fyrradag að í sósíalistísku ríkjunum sé nú „verið að hverfa frá hinu kommúnistíska efna- hagskerfi og taka upp kerfi Vesturlanda". Á slíku stigi vitsmuna og þekkingar standa skrif hemámsblaðanna um þær breytingar á hagstjórn sem nú er verið að rannsaka og framkvæma í ýms- um sósíalistískum ríkjum. gngum aðila í sósíalistísku ríkjunum dettur í hug a^leggja til að afnuminn verði félagslegur eign- arréftur á framleiðslutækjunum eða áætlunar- búskapur, en það eru hornsteinar hins sósíalistíska efnahagskerfis. Engum hefur heldur dottið í hug að fyrirkomulag á hagstjóm yrði einhver eilíf og óumbreytanleg formúla, heldur hlýtur efna- hagsstjómin að breytast í samræmi við breyttan efnahagsgrundvöll. Hagþróunin í sósíalistísku ríkjunum hefur orðið mjög ör, framleiðslan hef- ur margfaldazt að magni og fjölbreytileika, nauð- synin á vaxandi lýðræði í efnahagsmálum hefur sífellt verið að aukast. Af þessum ás'fæðum hefur komið í ljós að hagstjórnarstofnanir, sem höfðu fyrst og fremst þann tilgang að leggja undirstöð- ur í þungaiðnaði, hrökkva ekki til þegar efnahags- kerfið vex að tilbreytileika og neyzluvöruiðnaður hefur sívaxandi hlutverki að gegna, heldur þar'f þá að finna nýjar og sveigjanlegri hagstjórnarað- ferðir. Einnig ber sósíalistískum ríkjum að keppa að því að auka í sífellu lifandi lýðræði, einnig á sviði efnahagsmála, og hefur það að sjálfsögðu á- hrif á hagstjómina. Allar eru þessar athuganir og breytingar mjög forvitnilegar, þótt engum detti í hug að verið sé að finna einhverja nýja formúlu sem standa muni um aldur og ævi. ^llir vita að stjórn efnahagsmála hefur einnig ver- ið að breytast mjög stórlega í auðvaldsríkjum á undanförnum árum; sá hreini kapítalismi sem felst í fræðikenningunni er hvergi til lengur, held- ur hefur verið reynt að lappa upp á hann með lánsflíkum sem sóttar eru til sósíalismans, með sívaxandi félagslegum sjónarmiðum og drögum að áætlunarstjórn. Þótt bent sé á slíkar staðreynd- ir væri fávizka að tala um að auðvaldsríkin hafi verið að taka upp sósíalisíískt efnahagskerfi. Á meðan framleiðslutækin eru í einkaeign og hags- munir auðfélaga og forréttindastétta hafa úrslita- áhrif á hagstjómina er mikið djúp staðfest milli auðvaldsskipulags og sósíalisma. — m. Hil BRÍDGESTONE HJÓLBARÐAR Frjálsíþróttir: BANDARÍKJAMENN UNNU V-ÞJÓÐVERJA Síaukin sala sannargæðin. BiRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt íyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 VIÐ LÖGUM MÁLNINGARVERZLUN LITINA PÉTURS HJALTESTED FYRIR YÐUR Snorrabraut 22, sími 15758 — Suðurlandsbraut 12, sími 41550. Inni- og útimálning í úrvali ■ Bandaríkjamenn sigruðu Vestur-Þjóðverja í lands- keppni í frjálsíþróttum sem fram fór í Augsburg í V- Þýzkalandi. Fengu Bandaríkjamenn 142 stig en V-Þjóð- verjar 91 stig. Síðari dag keppninnar setti Bill Mills nýtt bandarískt met í 10 000 metra hlaupi 28.17,6 mín. í 4x400 boðhlaupi var keppnin afar hörð sem lauk með bandarískum sigri, en báðar sveitirnar fengu sama tíma. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 200 m Plummer 20,8 — Hines 20,9 (báðir ÚSA) — Jeliinighaus 21,2 — Ender- lein 21,1 :: 1500 m Ryun 3.41,6 — Grelle 3.42,9 (báðir USA) — Tiimmler 3.46,0 — Renner 3.46,8 :: 40t0 m grindahl.; Ron Whitney 50,2 — Rex Calway 50,2 (báðir USA)' — Schubert 51,6 — Haas 52,2 :: 3000 m hindrunarhl.: Young USA 8.41,8 — Letzerich Þýzkal. 8.43,0 — Fishback USA 8.45,9 — Neu- Sjeljepin í N-Kóreu MOSKVU 12/8 — Varaforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, Alex- ander Sjeljepinj kom á miðviku- dag f opinbera heimsókn til Py- ongyang í Norður-Kóreu og eru í fylgd með honum ýmisir hátt- settir flokksleiðtogar. Tilefni þessarar heimsóknar eru hátíða- höld vegna þess, að tuttugu ár eru liðin frá því að Kórea losn- aði undan oki Japana. Skákþraut abcdefgh Hvítur mátar í 2. leik. Lausn: •»uui 9oa 'Z ‘í’3H X •;uui o^a 'Z ‘9PH I ‘irui íja ‘Z ‘fPH ‘LO—sqn T man Þýzkal. 8.48,0 :: Spjótkast; Floerke USA 79,67 m — Her- ings Þýzkal. 77,13 — Stuart USA 75,05 — Mörbel Þýzkal. 73,52 m :; Kúluvarp: Grath 18,97 — Grane 18,63 (báðir USA) — Birlenbach 18,22 — Heger 18,02 m :: Hástökk: Burrel USA 2,18 m — Sieg- hard Þýzkal. 2,08 m — Caruth- ers USA 2,08 m •— Schillk- owski Þýzkal. 2,0o m :; 10.000 m hlaup; Bill Miils USA 28.17,6 — Philip Þýzkal. 28.33,6 — Lacrieu USA 29.08,0 — Krause Þýzkal. 30.55,0 :: Þrístökk; Sau- er Þýzkal. 15,68 m — Boston USA 15,49 m — Miiller Þýzkal. 15,07 m — Hopkins USA 14,41 m :; 4x400 m boðhlaup; USA 3.04,8 — Þýzkal. sami tími. í; Tugþraut; Beyer Þýzkaland 7636 stig — Toomey ÚSA 7581 stig. '• , 1 * BILLINN Rent an Icecar 1 8 8 33 FRAMUNDAN ... BÍÐUR ÞÍN GLÆSILEG FRAMTÍÐ SEM FA RÞEGA FL UCMA ÐUR * Nýjar og fullkomnar kennsluflugvélar. * Flugkennarar með margra ára reynslu sem farþegaflugmenn. * Upplýsingar í síma 18-4-10, eða í flugskólanum á Reykjavíkurflugvelli. FLU GSKÓLINN FLUCSÝN H. F. / i f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.