Þjóðviljinn - 15.08.1965, Blaðsíða 8
0 SfÐA — ÞJÖÐVXIiJINN — Sunnudagur 15. ágúst 1965
• Laxness
• Mönnum er í fersku minni
það fjaðrafok sem spratt af
frétt í danska blaðinu Land og
Folk um að vinstrimenn á ís-
landi vildu bjóða Halldór Lax-
ness fram til forsetakjörs á ís-
landi. Halldór vildi sjálfur
sem minnst heyra um þvíiíkar
uppástungur, eins og kunnugt
er. A annarri skoðun hefur sá
lesandi blaðsins Politiken ver-
ið, sem sendi blaðinu eftirfar-
andi bréf:
„Hví aetti sá maður ekki að
skipa hásætið, sem er orðinn
dauðþreyttur á forvitnum
pílagrimum á þeim stað sem
hann býr nú? Ef til vill er
friðsælla í hinum hærri söl-
um. Ef til vill getur hann sett
saman ný kraftaverk í Reykja-
vik meðan hann situr í for-
setastóli. Okkur vantar stjórn-
málafrömuði sem gæddir eru
skapandi snilligáfu. Hér heima
höfum við aðeins Bomholt,
sem riður þungfærum Pegasusi
með nýjózku hneggi. Halldór
Laxness gæti látið sér nægja
eitt kjörtímabil og tekið á
móti handritunum, þegar þau
koma loksins heim einn góðan
veðurdag eftir réttarhald og
sektagjöld x Kaupmannahöfn.
Andlit hans væri hæfilega
spozk umgjörð um þann at-
burð. Kvikmyndarar munu
filmfesta þessa stórskrýtnu
hamingjustund meðan íslands-
klukkan glymur og fyrrver-
andi kaþólikki, fyrrverandi
kommúnisti og eilíft skáld
ræskir sig staccato meðan
hann tekur við gjafapakkanum
og segir fram sínar frumlegu
sköðanir um norrænt bræðra-
lag.
Jú, víst á Laxness að verða
forseti, þótt hann skilji ekkert
í því sem vinstri fylkingin
segir um yfirvofandi amerífe-
aníseringu og um það, að hann
hafi sérstaka hæfileifea í þá átt
að stöðva tyggigúmmíinnrásina
að vestan.
8.30 Vals eftir Klemperer og
syrpa eftir Kurt Weill.
9.10 Morguntónleikar: a) Le-
cons de Tenebres, kanta.ta
eftir Couperin. Fischer-Diesk-
au syngur, Picht-Axenfeld
leikur á sembal og Poppen á
selló. b) Kvartett í G-dúr fyr-
ir blásturshljóðfæri og strenai
eftir Telemann. Þýzkir hlióð-
færaleikarar flytja. c) Tvö
tónverk eftir Bach: Prelúdía
og fúga og Fantasía og fúga
í g-moll. Richter leikur á
orgel. d) Klarinettukvintett
(K581) eftir Mozart. de Bavier
og Nýi ítalski kvartettír.n
leika.
11.00 Messa í Laugameskirkju.
(Séra Garðar Svtavarsson).
14.00 Miðdegistónleikao*: a) Jörg
Demus píanóleikari frá Aust-
urríki og Sinfóníuhljómsvftit
Islands leika Píanókomsert nr.
3 op. 37 eftir Beethoven;
Buketoff stjómar. b) Sinfónía
nr. 3 eftir Schubert. Fílharm-
oníusveit Berlínar leikur;
Maazél stjómar. c) MúsiK
fyrir strengjasveit, ásláttar-
hljóðfæri og sélestu eftir Bar-
tók. Fílharmoníusveit Berlín-
ar leikur; von Karajan stjórn-
ar.
15.30 Kaffitfminn: Strengjasveit
Felixar Slatkins leikur létt
lög.
16.00 Troles Bendtsen kynnir
þjóðlög úr ýmsum áttum.
16.30 Sunnudagslögin.
17.30 Barnatími: Skeggi Ás-
bjarnarson stjórnar. a) Unnur
Eiríksdóttir les þýtt ævintýri:
Einu sinni var. b) Börn frá
Siglufirði symgja. c) Séra) Fel-
ix Ólafsson flytur frásögu:
Sigurvegari án vopna. d)
Stefán Sigurðsson kennari les
danska þjóðsögu: Gæfan og
vizkan.
18.30 Frægir söngvarar syngja:
Nicolaj Gedda.
20.00 Prelúdía og tvöföld fúga
um nafnið BACH eftir Þór-
arin Jónsson. Björn Ólafsson
leikur á fiðlu.
20.15 Ámar okkar: Baldur Ey-
þórsson prentsmiðjustj.. flyt-
ur erindi um Brúará.
20.40 Einsöngur: Nan Merri-
man syngur lög eftir frönsk
tónskáld. Moire leikur á
píanó.
21.00 Sitt úr hvexri áttinni. —
Stefán Jónsson stýrir þeim
dagskrárlið.
22.10 Danslög.
23:30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun;
13.00 Við vinnuna.
15.00 Miðdegisútvarp: Liljukór-
inn syngur. Gilels. Kogan og
Rostroproxntsj leika tríó fyrir
píai>ó, fiðlu og selló op. 50
eftir Tjaikovský. Seefried
syngur lög eftir Schubert við
ljóð úr Faust eftir Goethe.
16.30 Síðdegisútvarp: Lagasyrna
e. Rodgers, lög frá Brasilíu,
Spáni, írlandi og víðar að.
suður-amerisk lög í djasss-
takti, lög úr Kysstu mig, Kata
o.fl. lög eftir Cole Porter. —
Staldrað við á hljómleikum
hjá Modern Jazz Quartet og
loks hlustað á nokkur göngu-
lög leikin af lúðrasveit holl-
enzka flotans.
18.30 Þjóðlög frá ýmsum lönd-
um.
20.00 Um daginn og veginn. —
Stef. Ó. Jónss. kennari talar.
20.20 Islenzk tónlist: Tvö verk
eftir Magnús Á. Ámason. a)
Dr. Urbancic leikur sóna*inu
fyrir píanó. b) Jane Alderson,
Peter„ Bassett og Sigui-ður
Markússon leika tríó fjTrr
tréblásturshljóðfæri.
20.40 Skíptar skoðanir: Hvers-
vegna er ekki stofnsett fsl.
ópera? Fyrir svörum verða
Guðlaugur Rósinkranz og
Guðmundur Jónsson, Kristim
Hallsson og Þuríður Pálsd.
21.05 Konsertsinfónía í B dúr
eftir Haydn. Consortium
Musicum leikur'; Lehan stj.
21.30 Utvarpssagan: ívalú.
22.10 Sigui-ður Sigurðsson ta'.ar
um íþrótfir. '
22.25 Musica Nova: Kammer-
tónleikar í útvarpssal. Flytj-
endur: Atli Heimir Sveinssori,
Magnús Blöndal Jóhannsson
o.fl. Þorkell Sigurbjörnsson
kynnir verkin, en þau eru: a)
Proiezione Sonore eftir Fr.
Evangelisti. b) Víxl eftir Þor-
kell Sigurbjömsson. c) Three
Hands eftir Morton Feldman.
d) Fönsun I. eftir Atla Heimi
Sveinsson.
23.15 Dagskrárlok.
• „Sagan af
Gutta”
• Kona kom að máli við blað-
ið í gær og spurði, hvernig í
ósköpunum stæði á því, að
,,Sagan af Gutta og sjö önnur
ljóð“ skuli ekki vera endur-
prentuð. Þessi sígildu barna-
ljóð Stefáns Jónssonar eru nú
með öllu ófáanleg, börnum
jafnt og fullorðnum til mik-
i'lla leiðinda.
Þá minntist konan og á mál-
ið á barnabókum. Það er oft-
lega fyrir neðan allar hellur
en þá sjaldan málið er gott
láta þýðendur oft á tíðum ekki
nafns síns getið. Þannig veit
nú enginn hver þýdd „Lísu í
Undralandi", sígilda barnabók,
og er þó sú þýðing prýðileg í
alla staði. En það er nú raun-
ar af sú tíð, að við áttum
barnabókaþýðendur á borð
við Jón Ólafsson. „Eyvindur
hét hann og grét þegar hann
fæddist". Eitthvað á þessa leið
byrjar snilldarþýðing hans á
„Kátum pilti“ eftir Björnson
og mættu aðrir þýðendur
reyna að læra af honum með-
ferð máls og stíls.
• Íslenzkt
umburðarlyndi
• Það er sjálfsagt ekki ástæða
til að amast við gróðavænleg-
um fyrirtækjum í höfuðborg-
inni. Þó eru takmörk fyrir
því, hvað hægt er að þola,
jafnvel þótt peningar séu ann-
ars vegar.
(Þessi gullvægu orð getur
að líta í því sem Pétur banka-
stjóri Benediktsson hefur nefnt
„Ormagarð Nýrra vikutíð-
inda“).
Iieyrt
• Barnagæla
• Alltaf er gaman að baroa-
gælum. Þessa heyrði bl-aðia-
maður Þjóðviljans er hann
skilaði tveggja ára gamaHí
dóttur sinni í gæzlu til for-
eldra sinna:
Kemur maður gangandi,
neðan frá fótaskinni.
Ætlar að skríða í hálsakot
og reyna að fá þar inni.
með svofelldum orðum: „Slæm-
ur listamaður endurtekur hlut-
ina og er í ástandj eftrrlíking-
ar. Góður listamaður endurtek-
ur hlutinn og er í ástandi jafn.
réttis. Ég er málari, og það er
þýðingarlaust að reyna að skila
þrívíðum formúlum á sléttan
flöt Ég yfirgaf hlutina. Ég tók
mér blýant í hönd ...“
Árið 1921 skrifaði ég bókina
„En samt snýst hún“, lofaði
vélar, byggimgarstíl iðjuvera,
komstrúktífismann. Léger teikn-
aðj kápu þessarar bókar Þeg-
ar ég fyrir skömmu reyndi að
lesa bókina yfir, fannst mér
margt hlægilegt í henni, gott
ef ekki heimskulegt: ég hef oft
tekið hliðarspor á ævinni. En
vegur Légers var beinn, og
teikning hans frá 1921 er ekki
aðeins tengd fyrstu teikning-
um hans heldur og síðustu
verkum hans.
Han,s raunir voru þær, að
hann hafði fyrir framan sig
stofuveggi, þar sem listþefckj-
arar hengdu upp myndir hans,
en veggj nýrra, opinberra
bygginga fann hann ekki.
Léger áleit, að fagurfræði
nútimans sé tengd vélinni.
Hann sagði að línan væri nú
þýðingarmeiri en liturinn. —
Hann var hrifinn af landslagi
iðnaðarins. Hano sagði oftar
ep einu sinni, að öll list — frá
Shakespeare til Chaplins —
lifði í andstæðum Mér virðist
það séu skarpar andstæður
millj mildi, Ijóðrænu, sann-
mennsku Légers og lisfskoðana
hans. Á myndum hans likjast
mennirnir oft vélmennum, en
hann hataði það þjóðfélag, sem
breytir manninum í vél.
Fyrir löngu, fyrir fyrri
heimssty-rjöld, furðaði Léger
sig á mér; „Til hvers ferð þú
á söfn? Þú ert ungt skáld,
horfðu heldur á flugvélar,
íþróttamenn, verksmiðjur, akró-
bata...“ Hann var ofstopa-
fullur patríót síns tíma, og
margir gagnrýnendur halda
hann mestan nútímamann allra
listamanna miðrar tuttugustu
aldar. Ég veit ekki — má vera
ég sé orðinn gamall; má vera
hinsvegar, að síðari helmingur
aldar okkar sé ekki líkur þeim
árum, þegar Léger var að mót-
ast; en nú þykir mér í listum
ekki vænt um vélar, heldur
það óendurtakanlega, einstæða,
lifandi, sem greinir eitt tré
frá öðnx.
Já en ég var ekki að tala
um okkar daga, heldur um
heimsstyrjaldarárin fyrri. Lég-
er vildi einnig þá byggja upp,
en með dirfsku sinni, meg líst
sinni hjálpaði hann til að rífa
niður hræsni og lygi Hann
gerði þetta með rósemd og ör-
vggi, án rómantískra formála,
án innrl klofnings eins og
byggingameistari, sem falið
hefur verið að endurskipu-
leggja borg og rífa niður
mygltrð hreysi.
TUTTUGASTI OG FJÖRÐI
KAFLI
Ég hef sagt frá því hvernig
ég varð skáld — það var nauð-
syn. Ég varð blaðamaður af
tilviljun — aðeins vegna þess
að ég reiddist.
Rússnesk dagblöð komu seint
til Parísar og þá tíu eintök í
einu Mér var sent „Morgunn
Rússlands". Einhverju sinni
fékk ég blaðapakka, las fyrst
um innanlandsmálefni, en rak
svo augun í grein frá París
„frá fréttaritara vorum". Ég
las hana og reiddist. Mig furð-
aði ekki á anda greinarinnar:
ég vissi þá að sannleikurinn
er hernaðarleyndarmál sem
þarf að fela, og frasar eins
og „til sigurs, „heilagt banda-
lag“, „nú eru ekki framar til
ríkir og fátækir" vóru orðnir
svo smáir að enginn tók eftir
þeim lengur. Ég reiddist af öðr-
um sökum: höfundur greinar-
innar vissi ekki, að skipt hafði
verið um einkennisbúninga, að
Clemenceau skrifaði ekki í
blaðið „l’Oeuvre“, og kaffihús-
um sem blaðamaðurinn lýsti
fjálglega hafði verið lokað fyr-
ir löngu. Af hverju tala þeir
um „fréttaritara vom“? Þetta
er skrifað í Moskvu. '(Ég var
bamalegur og vissi ekk; hvem-
ig dagblöð eru sett saman).
Ég fór í Rotondu, bað um
pappir og tók að lýsa lífi Par-
ísar. Nokkra daga í röð skrif-
aði ég í stað þess að sofa. (Ég
hélt áfram að draga kerrur á
jámbrautarstöðvum um næt-
ur) Það kom á daginn að það
er ekki svo auðvelt að skrifa
grein. Öðru hvoru villtist ég
inn á slæm skáldlegheit og út
komu langar, tilfinningasamar
já og frekar heimskulegar
klausur. Ég strikaði út — þá
varð greinín of þurr. Ég skrif-
aði allt upp að nýju. Yfir
þessu sat ég vikutíma. Að lok-
um famnst mér að grein min
væri ekki verri en þær sem
prentaðar voru í blöðum, og
sendj hana til „Morguns Rúss-
iands“ ásamt kurteislegu bréfi.
Ég fékk ekkert svar. Ég álykt-
aði að „fréttaritari vor“ hlyti
að vera vinur ritstjórans Frá
bemsku hef ég verið þrjózk-
ur, ég lét mig alls ekkí dreyma
um blaðamennsku en mig lang-
aði aðeins til að sýna ritstjóra
blaðsins að þessi „fréttarrtari“
hans var tilbúningur og að ég
gat skrifað ekk; lakar en starfs-
menn hans. Ég þurfti sem sagt
að senda greinina { annað
blað. Efni fyrstu greinarinnar
fannst mér úrelt og ég skrif-
aði aðra með miklum erfiðis-
munum og sýndi hana Max
Volosjín, en hann ráðlagði mér
að senda hana til kvöldútgáfu
,,Kauphallartíðinda“, þar skrif-
uðu menn ef ekki frjálslegar
þá a.m.k. líflegar. Mér fannst
nafn biaðsins móðgandi við
mig: átti skáldið að skrifa fyr-
ir kauphallartíðindí? Max út-
listaði að þetta væri alls ekki
fordæmanlegt. Bezta bók-
menntatímaritið hét „Merkúr
Frakklands". En Merkúr var
guð skmmara, kaupahéðna,»
loddara og þjófa. Hvernig sem
hann reyndi klígjaði mig samt
við nafninu, en greinina sendi
ég engu að síður.
Brátt fékk ég langt sím-
skeyti: ritstjórinn tilkynnti að
grein mín væri prentuð, bað
mig að senda fleiri og fara
til vígvallanna sem sérlegur
fréttamaður ef hægt væri. Rit-
laun væru þegar send.
Ég skrifaði nýjar greinar og
mér fannst þær betri en þær
fyrstu. En þá kom blaðið með
grein minni. Mér gramdist svo
að ég reif það strax í tætlur
— greinin hafði verig ,Jeið-
rétt“, sumt strifeað út, orðum
bætt við, hiáðið var horfið,
sykurkvoða ein eftir. Furðu-
legt hve móðgun fær á mann-
inn ef hún er honum ný. Síðar
venst hann henni. Og hann
venst öHju’; fátækt, fangelsi,
stríði. En { fyrsta skipti virð-
ist jafnvel lítilfjörleg niðurlæg-
ing óheyrileg svívirða. Ég gekk
um í þungum þönkum; líklega
fyrirlíta skáld í Pétursborg
mig — ég skrifa kvæði rnn
kvöldið áður og prenta x
„Kauphallartíðindum“ væmnar
greinar... Max reyndi að
hugga mig: dagblað er ekki
kvæðabók og herritskoðunin er
ekki skyld til að skilja róm-
antjska hæðni.
Ég leit illa xít: næturvirma,
Rotonde, dagblaðalestur, skáld-
sögur Dostoéfskís og Bloy
höfðu gert mig að taugahrúgu.
Þar við bættist stórheimsku-
legt ævintýri.
Ég var með imflúénzu, hóst-
aði og svitnaði. Libion ráð-
lagði mér að drekka tvö—þrjú
glös af groggi og sparaði hvergj
rommið í það. Ég hljóp heim
eftir vasaklútum. Ég var stein-
hissa þegar ég opnaði skápinn:
í hon-um var allskonar dót sem
ég kannaðist ekki við. Kann-
ske hafði ég álpazt inn i ann-
að herbergi? Nei, á borðinu
voru vatnslitamyndir mínar —
ég fékkst þá við að mála í frí-
stundum. Samt ékvað ég að
taka vasaklút — en út úr hon-
um datf hrá kóteletta. Ofan á
mig seig loðfeldur. Ég hljóp til
húsfreyju og sagðist vera orð-
inn vitlaus Qg sjá ofsjónir.
Hún lét sér hvergi bregða og
skipaði bróður sínum að hlaupa
út á lö-greglustöð og láta þá
koma sem fyrst.