Þjóðviljinn - 08.09.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. septembér 1965
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartanssonj
Sigurður Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Indlandsstriðið
græðravígin í s'tríði Indlands og Pakistans eiga
rót sína í skiptingu Indlands í tvö ríki. Auð-
vald Bretlands hafði skóflað óhemju verðmætum
frá Indlandi allan þann tíma sem nýlendustjórn
Breta stóð þar og auðhringar brezkir og alþjóð-
legir höfðu grafið sig fasta í atvinnulíf og efna-
hagslíf þjóða Indlands. Ekkert er fjær sanni en
sú bamalega fullyrðing sem stundum sést í ís-
lenzkum blöðum að brezka heimsveldið hafi af
fúsum vilja og lýðræðisást gefið þjóðum Indlands
sjálfstæði og leyst þau úr nýlenduáþjáninni.
Brezka heimsveldið áfti í stríðslok einskis annars
úrkosta en að láta undan sjálfstæðishreyfingu Ind-
verja og losa um nýlendutökin. En síðustu skák-
leikirnir í hinu langa og harða tafli sem háð var
um lausn indversku þjóðanna úr brezkum ný-
lendufjötrum voru ráðstafanir Breta að deila og
drottna, kynda undir trúarbragða- og þjóðflokka-
deilum og treysta eftir mætti tök brezkra auð-
hringa svo þau héldust sem víðast einnig eftir að
nýlendustjórn Breta á Indlandi lyki. Og þannig
réru Bretar að því og áttu mikinn hlut að þeim
málalokum sjálfstæðisbaráttu Indverja í lok
heimsstyrjaldarinnar að upp risu tvö sjálfstæð
ríki á meginlandi Vestur-Indlands, Indland og
Pakistan, skipting lands og þjóða sem bar í sér
frá öndverðu sáðkorn úlfúðar og ófriðarhættu.
• ■>« t 'AÍM»
j^andið sem þessi tvö ríki hafa deilt um öll þessi
ár, Kasmír, er líklegf að verði lengi þrætuepli
og seint sætzt þar á lausn. Það hefur ekki einu
sinni tekizt að sættast á þá lausn að fólkið í land-
inu sjálfu fái að ráða því og skera úr því með
atkvæðagreiðslu hvoru hinna indversku ríkja það
sku’li fylgja, eða hvort það vildi hvorugu samein-
ast. Indlandsstjórn byggir kröfu sína til landsins
á því að einvaldsherra Kasmírs hafi kosið því þau
örlög að sameinast Indlandi. En flestir munu telja
fullvíst að meirihluti þjóðarinnar kjósi að sam-
einast Pakistan. Vonir frjálslyndra Kasmírbúa um
að í Indlandi væri fremur að vænta róttækrar og
lýðræðislegrar þjóðfélagsþróunar hafa sífellt dvín-
að við harðnandi tök affurhalds og auðvalds á
Kongressflokknum, og Indlandsstjórn hefur engan
lit sýnt á því að hjálpa þjóð Kasmírs til aukins
lýðræðis og sjálfsákvörðunar um stjórnarfar sitt
og velíerðarmál.
gandaríkin eru í hernaðarbandalagi við Pakist-
an, en hafa ekki hikað við fremur en önnur
ríki í Atlanzhafsbandalaginu að birgja Indverja
að nýtízku hergögnum. Hefur Indlandsstjórn sleg-
ið óspart á þá strengi að ætlunin væri að beita
bessum „vestrænu" vopnum gegn „kínverskum
kommúnistum“. Pakistanstjórn hefur fyrir löngu
fullyrt, að ætlun Indlandsstjórnar væri að beita
vopnunum gegn Pakistan og þykir það nú ásann-
ast. Hafi Indlandsstjóm komið vel fyrir borð ár
sinni með því að veifa kommúnistagrýlunni fram-
an í bandarísk stjórnarvöld, enda þótt stjórnar-
völdin i Delhi hafi lítinn vilja og máft til þess að
berjast fyrir bandarískt auðvald við alþýðustór-
veldið kínverska. og hyggist nú láta bandarísku
voonin tala við bandalagsríki Bandaríkjanna,
Pakistan. — s.
sitt af hverju
★ Ákveðið hefur verið að
skákeinvigið Boris Spasski —
Mikael Tal hefjist 1. nóvember
n.k., en ekki hefur enn verið
ákveðið hvar það fer fram.
Sigurvegarinn í einvíginu öðl-
ast rétt til að skora á heims-
meistarann Tigxan Petrqsjan.
★ Tékkar sigruðu Frakka með
120,5 stigum gegn 91,5 í lands-
keppni í frjálsum íþróttum
sem fram fór j París um síð-
ustu helgi.
ýrj A-Þýzkalan.d sigraði Brel-
land í landskeppni í frjáls-
um íþróttum, sem fram fór
í Austur-Berlín um helgina.
1 karlagreinum sigruðu A-
Þjóðverjar með 127 stigum
gegn 107 og í kvennagreinum
með 66 stigum gegn 62. Gun-
dula Diel (A-Þ) jafnaði Evr-
ópumetið í 80 m. grindarhl.
kvenna á 10,5 sek. og Mike
Freary jafnaði brezka metið
í 10.000 m. hl. 28:37,2 min.
önnur helztu úrslit urðu sem
hér segir: 400 m. hl: Fitzger-
ald (B) 47,6, Both (Þ) 47,7.
100 m. hl: Eggecs (Þ) 10.4,
Jones (B) 10,4. Kringlukast:
Kuehl (Þ) 55,74, Losch -Þ)
55,46. Langstökk Beer (Þ)
7,73. 10.000 m. hl. Freary (B)
28:37,2, Aldar (B) 28.55,2,
4x100 m boðhlaup: A-Þ 40,4,
Bretland 40,5. 400 m grinda-
hlaup: Cooper (B) 51,2, War-
den (B) 51,6. Sleggjukast:
Lotz (Þ) 66,10, Losch (Þ)
62,26, 200 m hlaup: Jones
(B) 21,1. Morrison (B) 21,3.
Þrístökk: Rueckorf (Þ) 16,33,
Neumann (Þ) 15,91.
utan úr heimi
15 stúlkur valdar í
landslið í handbolta
Landsliðsnefnd kvenna hef-
ur nýlega valið eftirtaldar
stúlkur í landslið íslands fyrir
heimsmeistarakeppnina, sem
fram fer í Vestur-Þýzkalandi
8.—15. nóvember n.k. Undan-
keppni fer fram við Dani í
Kaupmannahöfn dagana 28. og
30. október n.k. Sigurvegarar
úr þeirri keppni fara áfram í
aðalkeppnina:
Sigriður Sigurðardóttir, Val
Sigrún Guðmundsdóttir, Val
Sigrún Ingólfsdóttir, Val
Vigdís Pálsdóttir, Val
Rut Guðmundsdóttir, Ármanni
Svana Jörgensen, Ármanni
Ása Jörgensdóttir, Ármanni
Sigríður Kjartansd., Ármanni
Jóna Þorláksdóttir, Ármanni
Elin Guðmundsdóttír, Víking
Edda Jónasdóttir, Fram
Gréta Hjálmarsdóttir, Fram
Sylvía Hallsteinsdóttir, F.H.
Jónina Jónsdóttir, F.H.
Sigurlina Björgvinsdóttir, F.H.
Liðið heldur utan þriðjudag-
inn 26. október n.k.
Stigakeppni í frjálsum íþrótt-
um á Ármannsvelli
Á sunnudag fór fram keppni
í frjálsum íþróttum á Ar-
mannsvellinum við Sigtún. Var
þetta stigakeppni milli UMSK,
UMSE og ÍBA og keppt um
bikar sem IBA gaf árið 1958.
UMSK og lBA urðu jöfn að
stigum með 74 stig, en UMSE
hlaut 65 stig.
Urslit í einstökum greinum
urðu þessi:
100 m. hlaup:
Reynir Hjartarson ÍBA 11,1
Þóroddur Jóhannss. UMSE 11.4
Sig. Sigmundsson UMSE 11.5
Kúluvarp:
Árm. J. Láruss. UMSK 13,40
Þóroddur Jóh.s. UMSE 13,26
Ingi Ámason ÍBA 12,99
Langstökk:
Donald Rader UMSK 6,64
Reynir Hjartarson ÍBA 6,08
Friðrik Sigurbj.s. UMSE 6,07
400 m. hlaup:
Þórður Guðmundss. UMSK 53,6
Reynir Hjartarson ÍBA 54,1
Baldvin Þóroddss. IBA 55,2
Hástökk:
Reynir Hjartarson iBA 1,75
Donald Rader UMSK 1,70
Jórann Jónsson UMSE 1,70
Kringlukast:
Þorst. Alfreðsson UMSK 45,40
Ingi Árnason ÍBA 36,38
Árm. J. Lárusson UMSK 36,29
1500 m. hlaup:
Þórður Guðm.s. UMSK
Framhald á 7. síðu.
4:22,2
Dregið í 4. umferð
bikarkeppni KSÍ
1 gær var dregið í bikar-
keppi KSI í 4. umferð. Naesta
sunnudag kl. 4 keppa Fram
og Valur. Á sama tíma keppa
Akumesingar við sigurvegara
í leik Vals og FH á morgun,
sá leikur fer fram á Akranesi.
Sunnudaginn 19. sept. keppa
ÍBA—KRa á Akureyri, en ekki
er enn ákveðið hvenær leikur
ÍBK og KR-b fer fram.
Tveir leikir eru eftir í ís-
landsmótinu í 1. deild og hef-
ur nú verið ákveðið að lA
og IBK keppi á Akranesi laug-
ardaginn 18. sept. Síðasti leik-
ur mótsins, milli KR ÍBK, fer
fram á Laugardalsvelli sunnu-
daginn 26. september.
Einar Guðnason sigraði
í keppni Golfklúbbsins
A laugardaginn fór fram 18
holu golfkeppni á velli Golf-
klúbbs Reykjavíkur við Grafar-
holt. Veður var eins og bezt
verður á kosið. og var mótið
eitt hið fjölmennasta, sem hald-
ið hefur verið á hinum nýja
velli félagsins.
Urslit urðu sem hér segir:
Meistaraflokkur:
Einar Guðnason G.R. 78 högg
Hafsteinn Þorgeirsson 80
Ótta? Yngvason G.R. 80
Gunnar Sólnes G.A. 84_
Viðar Þorsteinsson G.R.
90
3>-
5—6. Hólmgeir Guðmunds. G.S.
91 -r- 14 -f- 1.1 = 66 högg
5—6. Jónas Aðalsteinsson G.R.
104 -r- 18 -t- 20 = 66 högg.
Er þetta annað mótið í röð
sem Einar Guðnason vinnur án
forgjafar á Grafarholtsvellin-
um. Sigurvegari í forgjafar-
keppninni varð hinn kunni
handknattleiksmaður úr Val,
Bergur Guðnason, og er þetta
fyrsta golfkeppnin, sem hann
tekur þátt í.‘
Sendisveinn óskast
fyrir hádegi.
ÞJÓÐVILJINN. — Sími 17-500
Nýkomii
mikið og fjölbreytt úrval af flugvéla-. skipa- og
bílamódelum frá Lindberg.
Komið og skoðið meðan úrvalið er mest.
FRlSTUNDABOÐIN
Hverfisgötu 59
1. flokkur
Hólmgeir Guðmundsson G.S. 91
Gunnar Þorleifsson G.R. 94
Sveinn Snorrason G.R. 94
Ólafur Hafberg G.R. 95
Tómas Ámason G.R. 96
2. flokkur
Páll Ásg Tryggvason G.R. 94
Bergur Guðnason G.R. 96
Albert Wathne G.R. 101
Haukur Guðmundsson G.R. 101
Þórir Sæmundsson G.S. 101
1 samkeppni með forgjöf urðu
úrslit þessi: (dregnar voru frá
2 verstu holur hvers keppanda
auk forgjafar):
1. Bergur Guðnason G.R.
96 -5- 15 ->- 20 = 61 högg
2 Einar Guðnason G.R.
78 -r- 12 -j- 3 = 61 högg
3—4. Hafsteinn Þorgeirs. G.R.
80-f-12-f- 5 = 63 högg
3—4. Óttar Yngvason G.R.
80-7-14-t- 3 = 63 högg
FH vann
b-lið Fram
FH sigraði b-lið Fram í bik-
arkeppninni í fyrrakv. með 2:1,
eftir framlengdan leik og kepp-
ir FH þá við b-lið Vals á
fimmtudag um að komast 1
aðalkeppnina, sem hefst um
næstu helgi.
Skrifstofustúlka óskast
nú þegar eða 1. okt. — TilboS með upplýsingum um fyrri
störf, sendist auglýsingaskrifstofu Þjóðviljans fyrir föstu-
dagskvöld n, k. merkt: „Skrifstofustúlka — strax“ — 301.
mmmm
iíil'VllbVlá'lð
vinsœlastir skartgripir
jóhannes skólavörðustíg 7
4
4
V