Þjóðviljinn - 08.09.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.09.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. september 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA J Kínverjar lýsa yfir algeriri Sovétstjórnin hvetur báða samstöðu með Pakistönum til að slíðra sverðin strax Kínastjórn segir innrás Indverja í Pakistan vera augljósa ofbeldisárás; landvarnir Kína treystar „Nýja Kína“ PEKING 7/9 — Kínverska stjórnin birti í dag yfirlýsingu þar sem innrás Indverja í Pakistan er kölluð augljós ofbeldisárás og lýst er yfir fullri samstöðu með Pakist- önum. — Vopnuð árás indversku stjórnarinnar á Pakistan er ó- svikin ofbeldisárás, segir í yfir- lýsingu kinversku stjórnarinnar Malínovskí boðs- gestur Finna HELSINKI 7/9 — Landvarna- ráðherra Sovétríkjanna, Malin- ovskí marskálkur, kom í dag til Helsinki í einkaerindum. Hann mun dveljast j viku í Finnlandi, fara á veiðar og skoða sig um, sem gestur finnska embættisfé- laga síns, Penttj landvarnaráð- herra. StálverkfalSinu forðað í USA PITTSBURGH 6/9 — Banda- ríska stáliðnaðarmannasamband- ið samþykkti í' gær nýjan kjara- samning og hefur þá verið forð- að yfirvofandi hættu á verk- falli í stáliðnaðinum. sem fréttastofan birti í dag. Hún segir ennfremur að enn hafi komið í ljós að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki nein óháð samtök, heldur verkfæri fyrir hina bandarísku heimsvalda- stefnu. Sovétríkin eru ekki nefnd a nafn en ráða má af orðalaginu að við þau er átt þar sem segir í yrirlýsingunni að indverska stjómin trúi því sennilega að henni sé hvaðeina leyfilegt vegna þess að hún njóti stuðnings Bandaríkjanna og seinni tíma endurskoðunarmanna. Lýst er yfir fullri samstöðu með Pakistönum og sagt að kín- verska stjórnin hafi gert rað- stafanir til að treysta varnir iín- ar á indversku landamærunum. Pakistönum er ekki heitið neinum beinum stuðningi í yfir- lýsingunni, en sagt er að árás Indverja feli í sér mikla hættu fyrir friðinn í þessum hluta As- íu. — Indverjar hafa alltaf komið fram af flærð í Kasmír-málinu. j — ásamt með Pakistönum — að virða sjálfsákvörðunarrétt Kas- mírbúa. En þeir hafa gengið i berhögg við það loforð með þvi að lýsa yfir að Kasmír sé óað- skiljanlegur hluti Indlands. Ind- verjar hafa beitt íbúa Kasmírs ofbeldi og kúgun, segir kínverska stjómin. Segir að bæði Indverjar og Pakistanar geti reitt sig á málamiðlun Sovétríkjanna ef þeir vilji það MOSKVU 7/9 — Sovétstjórnin hefur eindregið hvatt bæði Indverja og Pakistana til að leggja strax niður vopn og hverfa með herlið sitt aftur til stöðva þeirra sem þau höfðu við vopnahlésmörkin í Kasmír sem ákveðin voru með samningnum 1949. Frá þessu er sagt í langri yf- irlvgingu sovétstjórnarinnar sem Tass-fréttastofan birti í kvöld. Málamiðlun tekst ekki í Grikklandi Kanellopoulos ófús að standa við loforð sitt um nýjar kosningar AÞENU 7/9 — Allar horfur eru nú taldar á að ekkert verði úr þeirri málamiðlun sem til greina kom til lausn- ar grísku stjórnarkreppunni, að mynduð yrði bráða- birgðastjóm íhaldsflokksins ERE og kosningar síðan látn- ar fara fram innan 45 daga. Samkomulag á fundi Rapacki og Per Hækkerups i Varsjá VARSJÁ 6/9 — Þeir Per Hækk- erup, utanríkisráðherra Dana, og Adapn Kapacki, utanríkisráðherra Póllands, urðu sammála um ýms veigamikil atriði alþjóðamála á fundum sínum í Varsjá um helg- ina. 1 tilkynningu sem gefin var út eftir viðræður þeirra segir að þeir hafi rætt um hina endur- skoðuðu Rapacki-áætlun um kjarnavopnalaust svæði í Mið- Evrópu og hafi orðið sammála að gagnlegt væri að halda af- vopnunarráðstefnu Evrópuþjóða, ef horfur væru á jákvæðum nið- Málað yfir /istaverk Framhald af 1. síðu. skólar væru notaðir sem gistihús 'vrir ferðamenn á sumrin. Hefði formaður nefndarinnar, Aðal- steinn Eiríksson, fjármálaeftirlits- maður skóla, talið nauðsynlegt að mála skólann í þágu ferðamanna — og þá talið einfaldast og ódýr- ast að mála yfir listaverkin (!) vegna þess að þau voru eitthvað farin að láta á sjá, í stað þess að semja við listamanninn um viðgerð, ef á þurfti að halda. Höfundarréttur ekki vcrndaður Benedikt Gunnarsson sneri sér til lögfræðinga sem sérstaklega hafa kynnt sér höfundarrétt. Sig- urðar Reynis Péturssonar hæsta- réttarlögmanns og Þórðar Eyj- ólfssonar hæstaréttardómara, og spurðist fyrir um rétt sinn i þessu máli. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að höfundarréttur listamanna væri öldungis ekki vemdaður á þessu sviði, engin ákvæði væri að finna til vemd- ar listamönnum og verkum beirra þegar svona stæði á. Sam- kvæmt lögum er ekkert því til fyrirstöðu að einhver athafna- samur maður léti t.d. næst mála yfir verk Kjarvals í Landsbank- anum, eða að hin nýju listaverk Gunnlaugs Schevings og Valtýs Péturssonar f Kennaraskólanum verði síðar hulin húsamálningu f^rir tilstilli einhvers fjármála- eftirlitsmanns. Kanellopoulos, leiðtogi ERE, hafði á ríkisráðsfundi í síðustu viku látið þau orð falla að hann Á sínum tíma lofuðu Indverjar | væri fús að mynda stjóm sem færi með völd til bráðabirgða eða þar til nýjar þingkosningar hefðu farið fram á næstunni. Papand- reou tók hann á orðinu og kvaðst fyrir helgina fús til samninga um slíka stjórnarmyndun ERE, en sá flokkur hefur 99 menn á þingi. Þeir Papandreou og Kanello- poulos ræddust síðan við á sunnu- daginn og sá síðarnefndi gaf flokksstjórn sinni skýrslu um viðræðurnar í gær. Á fundi flokksstjórnarinnar kom á daginn að mikill hluti þingmanna flokks ins er því algerlega andvígur að Kanellopoulos myndi stjórn með þeim skilmálum sem hann hafði lofað að gangast undir. Ihalds- flokkurinn er eins og konung- ur hræddur um að úrslit kosn- inga sem haldnar yrðu nú myndu færa Papandreou og vinstriöfl- unum mikinn sigur. Sagt er að meirihluti þingflokks ERE sé sannfærður um að hann hafi misst mikið fylgi og margir þing- manna hans myndu missa bing- sæti sín ef lagt yrði út í kosn- ingar nú. Eftir þessi endalok hefur enn aukizt hættan á valdaráni hægri- urstöðum. Þeir voru á einu. máli um að ekki megi dragast að stöðva kjamavígbúnaðinn. Báðir lýstu áhyggjum sínum vegna ástandsins í Vietnam og þeir voru einnig sammála jm rétt víetnömsku þjóðarinnar til að ráða sjálf sínum málum. Hækkerup sagði blaðamönnum að viðræður hans við pólska ráðamenn myndu stuðla að aukn- um viðskiptum milli landanna. Hann kom til Póllands frá Tékkóslóvakíu, en fór þaðan i dag til Júgóslavíu. aflanna og konungs með aðstoð hersins. Sovétstjórnin segir að bæði löndin geti reitt sig á að hún sé fús til að miðla málum milli þeirra, ef þau telji ástæðu til þess. — Enginn vafi er á því að hernaðarátökin í Kasmír-héraði eru hvorugum í hag, hvorki Indlandi né Pakistan. Það sem nú gerist býr aðeins í haginn fyrir þá framandi aðila, sem reyna að koma af stað misklíð milli þj.óða sem losað hafa sig við nýlenduokið, segir sovét- stjórnin. — Þessir sömu aðilar hafa oft- ar en einu sinni áður reynt að nota Kasmír-deiluna til að spilla sambúð Indlands og Pak- istans. Enginn vafi er á að þetr reyna að æsa Indverja og Pak- istana til að magna blóðbaðið, sínum eigin hagsmunum til framdráttar, en gegn hagsmun- um þjóða Indlands og Pakist- ans sem þurfa á friði að halda til að leysa af hendi mörg erf- ið verkefni. Stríð Indverja og Pakistana Framhald af 1. síðu. I Bretland, Tyrkland og Iran, en verið stöðvuð við brú eina að- Bandaríkin hafa óbeina aðild að Lágmarbskrafa Augljóst er að hér er mjög hættuleg gloppa í lögum, en raunar réttlætir það á engan hátt skemmdarverkið í Skóga- skóla. Listskreyting í skólum er almenningseign, á sama hátt og t.d. verkin á Listasafni ríkisins, og enginn embættismaður hefur vald til þess upp á sitt eindæmi að láta tortima þeim. Sé um það að ræða að eyðileggja listaverk — vegna þess að torvelt sé að gera við að eða af einhverjum öðrum ástæðum — er' það lág- markskrafa að ákvörðun um það sé tekin af dómbærum og ábyrg- um aðilum eftir einhverjum föst- um reglum. Er þess að vænta að menntamálaráðuneytið geri þegar ráðstafanir sem tryggja að slík ir atburðir sem gerzt hafa í Skógaskóla endurtaki sig ekki. Kvikmynd Framhald af 10. síðu. ismynda og sagði skipaskoðunar- stjóri að Þorgeiri bæri fyrst og fremst að þakka upptöku og klippingu myndarinnar. En fleir- um bæri einnig að þakka. Gunn- ar Hermannsson skipstjóri á ms. Eldborg og áhöfn hans hefðu gerzt kvikmyndaleikarar einn dag. Sömuleiðis kæmu fram í myndinni skipaeftirlitsmenn, starlsmenn landhelgisgæzlunnar og tveir sundmenn úr lögreglu- liði Reykjavíkur. Hljóðupptöku á tali myndarinnar annaðist tækni- deild Ríkisútvarpsins, en kópier- ing og hljóðsetning á filmuna var gerð í Svíþjóð. eins um ótta km frá landamær- unum. Pakistanar höfðu sprengt brúna. Áður höfðu Indverjar talað um að brú þessi væri um 25 km frá landamærunum. Annars staðar á víglínunni, við Sulemanki, sitja Indverjar fastir og er sá staður einnig um 8 km frá landamærunum. Eng- ar fréttir eru sagðar í Nýju Delhi af gangi stríðsins á syðsta hluta vígstöðvanna. Indverjar segja að þrjár flug- vélar Pakistana hafi reynt að ráðast á Srinagar, höfuðborg Kasmírs, en þær hafi verið rekn- ar á flótta. 1 annarri frétt er sagt að þeim héfði tekizt að eyðileggja indverska flugvél á jörðu niðri. Þrjór flugvélar Pakistana eru -agðar hafa verið skotnar niður begar þær réðust á flugvöllinn Kalaikunda í nákrenni Calcutta. Tvær herdeildir Haft er eftir heimildarmönn- um í Nýju Delhi að enn hafi ekki nema tvær herdeildir tek- ið þátt í viðureignunum, tæp- lega ein pakistönsk og rúmlega ein indversk. Á það er bent að báðir aðilar hafi miklu meira herlið undir vopnum. I ind- verska hernum mun vera upp undir miljón manna, en allmiklu færri í þeim pakistanska, en hann er mun betur vopnum bú- inn. Biðja CENTO um aðstoð. Pakistanstjóm fór í dag fram á það við CENTO-bandalagið að það veitti henni aðstoð í bar- áttu hennar gegn innrás Ind- verja og brautargengi á alþjóða- vettvangi. Aðildarríki bandalags- ins sem vesturveldin kcmu upp á sínum tíma eru auk Pakistans, því. Paki&tanstjórn hefur hins vegar ekki leitað' aðstoðar hjá hinu hernaðarbandalaglnu sem hún er aðili að ásamt vestur- veldunum, SEATO. Ú Þant af stað. tJ Þant, framkvæmdastjóri SÞ, bjóst í dag til að fara lil Pakistans og Indlands og átti hann að leggja af stað seint i kvöld. Hann fer í erindum ör- yggisráðsins sem tvívegis hefur einróma skorað á stríðsaðila að setja niður deilur sínar með friðsamlegum hætti. Hann fer um London til Karachi og Nýju Delhi. Undirtektir stjórna Ind- lands og Pakistans undir áskor- anir öryggisráðsins hafa ekki verið slíkar að menn geri sér miklar vonir um að hann geti komið mikly til leiðar. — Frekari útfærsla hemaðar- átakanna milli Indlands og Pakistans, tveggja stórvelda Asíu, magnar enn þær viðsjár í Asíu, sem stafa af hemaðará- rás Bandaríkjanna gegn víet- nömsku þjóðinni, segir í yfir- lýsingu sovétstjómarinnar. Eifurgas Framhald af 1. síðu. samræmdum hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna og hersveita Saigonstjórnarinnar á Batangan- skaga, rétt fyrir norðan Quang Ngai og skammt fyrir sunnan Chu Lai, þar sem þeir töldu sig hafa unnið mikinn sigiir á skæruliðum í fyrri viku. Fyrst voru gerðar miklar loft- árásir á skagann með öflugum sprengjum. I birtingu lokuðu svo bandarískir og Saigonher- menn öllum undankcmuleiðum á landi frá skaganum og síðan voru landgönguliðar settir á land. Þrátt fyrir þennan mikla undirbúning eru flestir skæru- liða sagðir hafa komizt undan í tæka tíð. Harðar loftárásir Enn er haldið áfram loftárás- unum á Norður-Víetnam og virðist sem þær hafi verið hert- ar. Á síðasta sólarhring er sagt að bandarískar flugvélar hafi farið meira en 100 árásarferðir á skotmörk í Norður-Vietnam. Pravda“ varar. viS svSineahatri í Sovétríkjunum MOSKVU 6/9 — „Pravda“, mál- gagn Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, hvatti í gær sovézka borgara til að vera á verði gegn gyðingahatrinu. Blaðið segir að „heimsvalda- sinnar" reyni að blása að glæð- um ágreinings milli kynþátta í Sovétríkjunum, en segir að all- ar slíka- tilraunir muni mistak- ast. Engu að síður beri öllum sovézkum borgurum að vera vel á verði gegn hvers konar kyn- þáttafordómum. Bótagreiðslur almanna- trygginga í Reykjavík Útborgun ellilífeyris hefst að þessu sinni miðvikudar^nn 8. september. Afgreiðslan er opin mánudaga kl. 9,30—16, þriðjudaga til föstudags kl. 9.30—15. Lok- að á laugardögum mánuðina júní — sept- ember. TRY GGIN G ASTOFNUN RÍKISINS. Happadrætti Háskóla íslands Á föstudag verður dregið í 9. flokki. — 2.300 vinningar að fjárhæð 4.120.000 krónur. Á morgun eru seinustu forvöð að end- urnýja. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS. 9. FLOKKUR: 2 á 200.000 kr. 2 á 100.000 kr. 52 á 10.000 kr. 180 á 5.000 kr. 2.060 á 1.000 kr. AUKAVINNINGAR: 4 á 10.000 kr- 40.000 kr. 400.000 kr. 200.000 kr. 520.000 kr. 900.000 kr. 2.060.000 kr. 2.300 4.120.000 kr. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.