Þjóðviljinn - 08.09.1965, Blaðsíða 10
| Leikár ÞjóSleikhússins hefst hinn 12. september
}
!
Ætlunin er að flytja 20 verk hjá
Þjó&leikhúsinu á næsta leikári
!
Um 20 verk eru á verkefnaskrá Þjóðleik-
hússins í vetur. Þar af eru tvö, sem sýnd voru
á síðasta leikári. Fimm íslenzk leikrit verða
sýnd, þar af tvö ný.
Jólaleikrit Þjóðleikhússins á því leikári, sem
nú er að hefjast með sýningu á Syndafalli
Arthurs Millers, verður Mutter Courage eft-
ir Bertold Brecht — og er tími til kominn,
eins og- þjóðleikhússtjóri orðaði það á fundi
I með fréttamönnum í gærdag.
t Aðalsviðið í Þjóðleikhúsinu
!
!
\
!
\
\
Að þessu sinui verður byrj-
að á nýju leikriti, en ekki
leikriti frá fyrra leikári, eins
o.g gert hefur verið áður.
Verður sýnt leikrit Arthurs
Millers, Eftir syndafailið.
Leikrit þetta átti að sýna sl.
vetur, en það var ekki unnt
vegna skyndilegrar ákvörð-
unar höfundar »m að stytta
leikritið. Þýðinguna gerði
Jónas Kristjánsson, leikstjóri
er Benedikt Ámason og
Gunmar Bjarnason teiknaði
leikmytndir. Aðalhlutverk
leika Rúrik Haraldsson Qg
Herdís Þorvaldsdóttir.
Þetta er fjórða leikrit
MiHers, sem hér er sýnt. Áð-
mr hafa verið sýnd leikritim
AHir synir mínir, Sölumaður
deyr og Horft af >rúnni.
Eftir syndafallið verður
fromsýnt hinn T2. september
n.k. 'á sunnudaginn. Hinn 18.
þ.m. hefjast svo sýningar
afbur á Jámhausnum, sem
sýndur verður eitthvað fram
eftir vetri.
Afturgöngur
f byrjun október verður
sýnf leikrit eftir Ibsen, Aft-
urgöngur. Leikstjóri verður
Gerda Ring, sem einnig var
leikstjóri við uppsetningu á
Pétri Gaut fyrir þrem árum.
Gerda Ring sagði frétta-
mönnum, að sefingar vseru
hafnar á leikritinu. í leikrit-
inu eru firnrn persónur og
leifca þessir; Gunnar Eyjólfs-
son, sem fer með aðalhlut-
verkið, Guðbjörg Þorbjamar-
dóttir, Valur Gíslason, Lárus
Pálsson og Bryndís Sehram.
Þýðingu þá, sem notuð er
í Þjóðleikhúsinu, gerði Bjami
Benediktsson frá Hofteigi. en
gömul þýðing eftir Bjama
frá Vogi var til á þessu leik-
riti.
Endasprettur
Þriðja leikritið verður svo
Endasprettur eftir P. Ustinov.
Oddur Bjömsson hefur þýtt
leikritið, en leikstjóri er
Benedikt Ámason. Æfingar
á Teikriti þessu hófust í vor
og er áætlað að framsýna
það í nóvembermánuði. Þor-
steinn Ö. Stephensen leik-
ur aðalhlutverkið í leiknum,
en hann hefur ekki leikið í
Þjóðleikhúsinu' í tíu ár.
Ferðin til Limbó
Barnaleikritið heitir Perð-
in til Limbó og er eftir Imgi-
björgu Jónsdóttur. Tónlistin
er eftir Ingibjörgu Þorbergs.
Leikstjóri er Klemenz Jóns-
son, en Gunnar Bjamason
teiknar leikmyndir. Fjallar
leifcritjg um geimferð og er
ferðinni heitið til fjarlægrar
plánetu. Sýningarrétturinn á
leikritinu hefur verið seldur
til Kaupmannahafnar. Ætlun-
in er að frumsýna leikritið
um hátíðamar.
Mutter Courage
Jólaleikritið verður Mutter
Courage eftir Bertold Brecht.
Þetta er fyrsta leikritið, sem
Miðvikudagur 8. september 1965 — 30. árgangur — 201. tölublað.
Vill koma á samstarfl
víð ríki Austur-Evrópu
Myndin, er tekin á æfingu leikritsins Eftir syndafallið og sjást
á henni talið frá vinstri: Herdís Þorvaldsdóttir, Brynja Bene-
diktsdóttir, Rúrik Haraldsson. Bríct Héðinsdóttir og Helga
Valtýsdóttir.
Þjóðleikhúsið sýnir eftir
þennan víðfræga og ágæta
höfund. Ekki er ákveðið hver
stýrir leikritinu, en verður
vafalaust erlendur Ekki hef-
ur verið ákveðið hver fer
með titilhlutverkið. Alls
munu milli 30 og 40 koma
fram á sýningu.nni. en leik-
tjöld verða sams konar og
annars staðar hafa verið not-
uð við þetta leikrit, en þau
teiknaði Brecht sjálfur.
Leikritið gerist i 30 ára
stríðinu og sýnir betur en
önnur leikrit tilgangsleysi
stríðsins og hörmungar þess.
Ólafur Stefánsson, jarðvegs-
fræðingur, hefur þýtt leikrit-
ið.
Auk framangreindra verka
skulu hér nefnd leikritin The
Playboy of the Westem
World eftir Irann John Synge.
Nefnist það á íslenzku Eng-
inn skilur hjartað, en þýð-
andi er Jónas Ámason. Leik-
stjóri er Thomas MacAnna.
Þá verður sýnt leikrit Strind-
bergs Eiríkur XIV. í þýðingu
Guðlaugs Rósinkranz, Oh,
What a lovely War eftir
Charles Chilton, Odipús kon-
ungur eftir Sófókles og i
vor verður flutt óperan Æv-
intýri Hoffmanns undir
stjórn Bodans Vodisko. Loks
er ætlunin að sýna Gullna
hliðið, með nýjum leikurum
og nýrri uppsetningu.
\
\
\
I
i
Þessa dagana er staddur hér
á landi Peter Smithers, forstjóri
Evrópuráðsins. Kvaðst hann, á
fundi með blaðamönnum í gær,
vera hér til að kynnast íslenzk-
um málefnum af eigin raun og
sagðist þegar hafa kynnzt mörgu
á stuttum tíma.
Smithers kom til íslands sl.
laugardag og mun dveljast hér
til föstudags. Hann hefur heim-
sótt forsætisráðherra, utanrikis-
ráðherra og félagsmálaráðherra,
borgarstjórann í Reykjavík og
ýmsa embættismenn. N.k.
fimmtudag verður hann gestur
Ófónn og byrl-
an taka bát
PATREKSFIRÐI 7/9 — 1 nótt
kom Óðinn hingað og hafði tek-
ið Sæborgu í landhelgi, 60—70
tonna bát, með sex manna á-
höfn. Hafði Öðinn þyrluna með
og hefur hún í dag verið á
stöðugu flugi um bæinn og ná-
grennið, hoppað milli túna og
skips með yfirvaldið, Ásberg
Sigurðsson, sýslumann og fleiri
valdamenn, væntanlega í þágu
réttvísinnar.
Alþingis og ræðir við þing-
menn. Pétur Eggerz ambassador
fylgir forstjóranum, meðan hann
er hér á landi. Með honum eni
einnig frú Smithers, dóttir
þeirra hjóna og aðstoðarmaður
forstjórans, Heinrich Klebes.
Smithers sagði, að Evrópu-
ráðið legði aðaláherzlu á sam-
starf aðildarríkjanna 18 á svið-
um sem ekki er ágreiningur um
eins og á sviði félagsmála, heil-
brigðismála, löggjafar, fræðslu-
og menningarmála.
Þá sagði hann að nú væri
unnið að því að koma á marg-
háttaðri samvinnu á sviði við-
skipta, heilbrigðis- og félags-
mála við ýmis Evrópulönd, sem
standa utan samtakanna og þá
ekki sízt Austur-Evrópu lönd-
Litla sviðið í Lindarbœ j
Erfítt að fá far fyr-
ir erlenda sönghópa!
Þjóðleikhúsið mun í vetur
hafa Litla sviðið ; Lindarbæ
til afnota. Þar verður fyrst
sýnt leikritið Hver er hrædd-
ur við Virginíu Woolf. Síðan
verða flutt leikritin Síðasta
segulband Krapps eftir Beck-
ett og Jóðlíf eftir Odd
Bjömsson. Þessir einþáttung-
ar verða sýndir saman. Þá
er ætlunin að sýna leikritið
Hrólfur eftir Sigurð Péturs-
son, sýslumann, líklega eitt
en það
fyrsta ísl. leikritið,
var leikið fyrst í Hólavalla-
skóla 1796. Verður leikrit
þetta flutt ásamt einþátt-
ungnum Á rúmsjó eftir ung-
an pólskan höfund Slawomir
Mrozek síðan er ætlunin að |j
sýna leikritið Næst syng ég J
fyrir þig eftir Englendinginn
James Sonders, og Reisen til .
de gröne skygger eftir Finn ■
Methling.
Islenzk kvíkmynd um gúmmí-
hjörgunarháta sýnd í bíóum
—gerð á vegum Skipaskoðunar ríkisins
Skipaskoðunarstjóri bauð í gær
fréttamönnum og fleimm að sjá
nýja kvikmynd um notkun
gúmmíbjörgunarbáta við íslenzk-
ar aðstæður.
Áður en myndin var sýnd
skýrði Hjálmar Bárðarson, skipa-
skoðunarstjóri, efni myndarinnar
10 manna gúmmíbátur. Tvöföld festing línunnar í hanafæti I
gúmmíbátinn sést vel. Tjaldið er hér lokað rétt, tii að hatda betri
hita á þcim, scm inni eru. Fangalínan í kring um bátinjn og striga-
reipstiginn sést.
var því ákveðið að búa til kvik-
mynd á Islandi.
Fyrst var samið frumhandrit.
þar sem voru flest þau atriði sem
nauðsyn virtist að leggja áherzlu
á, en siðan var samið kvik-
myndahandrit til myndatöku.
Kvikmyndatökuna annaðist Þor-
geir Þorgeirsson á vegum Geys-
Framhald á 3. síðu.
Miklir erfiðleikar virðast vera
á samgöngum við ísland fyrir
erlenda söng- og dansflokka. Á
blaðamannafundi með Guðlaugi
Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra, í
gær kom fram að a.m.k. einn
ballettflokkur getur ekki kom-
ið hingað vegna þess að ekki
hafði verið pantað far fyrir
hann í tæka tíð, og útlit er
fyrir að sama sagan endurtaki
sig með annan flokk, sem átti
að koma hingað
Ákveðið hafði verið að Seneg-
al-ballettinn kæmi hingað i
þessum mánuði en svo verður
ekki vegna farrýmisleysis í
flugvélum okkar.
Þá hafði verið ákveðið að
hingað kæmi franskur flokkur,
Grand ballet classic de France.
Átti hann að koma hingað og
sýna hinn 24. september. Eru
sömu aðilar með þennan ball-
ettflokk og Kóreuballettinn, sem
kom hingað í fyrra. Flokkurinn
hefur verið á sýningaferðalagi
um allan heim og er nýkominn
frá Ástralíu. En far mun ekki
hafa verið pantað fyrir hópinn
með nægum fyrirvara og þvi
útlit fyrir að eins fari með
hann og Senegalballettinn.
Hinn 5. janúar næstkomandi
kemur hingað írskur dans- og
sönghópur frá Dublin. Verður
aðeins ein sýning. Ekki hefur
annað frétzt en far hafi verið
pantað fyrir þennan hóp.
Sæmileg síldveiði
á laugardag en
bræla á sunnudag
Veður hefur verið óhagstætt á
síldarmiðunum austur af landinu
og við Jan Mayen s.l. sólarhring.
í morgun fór veður heldur batn-
andi.
Aðeins eitt skip tilkynnti um
afla s.l. sólarhring, og hafði skip-
ið fengið þann afla s.l. sunnudag.
Raufarhöfn
Halkion VE 400 mál.
svo og reynslu okkar af gúmmí-
björgunarbátum undanfarin ár.
Hin nýja mynd verður sýnd
sem aukamynd í kvifcmyndahús-
um sem viðast um landið, en þó
einkum þar sem útræði hefur
verið mikið.
Undanfarin ár hafa Skipaskoð-
un ríkisins og Slysavarnafélag Is-
lands haft samvinnu um sýni-
kennslu í notkun gúmmíbjörgun-
arbáta. Hefur sýnikermslan gert
mikið gagn, en Skipaskoðun rík-
isins ákvað i framhaldi af því að
taka f notkun fullkomnari tækni
við sýnikennsluna. Varfariðfram
á fjárveitingu til skipaskoðunar-
innar sérstaklega í þeim tilgangi
að gera íslenzka kennslukvik-
mynd. Veittl alþingi fé f þessu
sfcyni á fjárlögum tveggja síð-
ustu ára. 1 fyrstu var hugmynd-
in að fá erlenda kvikmynd, sém
setja mætti inn í íslenzkan texta
eða taL Þetta reyndist ókleift og
BLADSKAK ÞJ0DVIUANS
1. BORÐ
REYKJAVtK:
Svart: Ingi R. Jóhannsson.
mm mt
wslw
m$.m m
■ 6 1
i m
m m
II. BORÐ
AKUREYRI:
Svart: Júlíus Bogason og
Jón Ingimarsson.
REYKJfl.
VlK
GEGN
a b e d e ! g h
AKUREYRI:
Hvitt: Halldór Jónsson og
Gunnlaugur Guðmundsson.
23. — Db6xd6
EYRI
J
l'&WSM 181
m m&mtm
tm m m s
a b c d e e b
REYKJAVlK:
Hvitt: Guðm. Sigurjónsson.
24. g2—g4
4.
>