Þjóðviljinn - 08.09.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1965, Blaðsíða 5
Vf'ÍSWSÍSSlÉS! >:<]* ?MHÍp|-j1lMOr'' i* ftin \ T BCTfellBÍIaeuÍ g gapferrfei!* t96S ~ BJlteVXLJTNTJ — SlÐA Stephen Kolbinson leikur á 241 ára gamla Stradivariusar-fiölu, Seldi væna spildu af lan eign sinni og keypti sér fiðlu B Sumarhefti tímarits Íslenzk-kanadíska félagsins í Winnipeg, The Icelandic Canadian, er nýkomið út og flyt- ur margvíslegt efni. Þar er m.a. sagt frá bónda einum, sem rekur ættir sínar til íslendinga, en hann hefur sér- stakt yndi af fiðluleik og á fágætt safn dýrmætra strengjahljóðfæra. Nokkur hluti greinarinnar um bónd- ann og hljóðfærasafn hans fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Stradivariusar-fiðla, árgerð 1721, hefur bætzt í safn úr- vals strengjahljóðfæra í Saska. toon. " Stephen Kolbinson,' sem um margra ára skeið hefur verið eftirlátur beirri ástríðu sinni að eignast sjaldgæfar fiðlur, hafði hinn fáséða grip með sér frá New York til þess að hann mætti njóta félagsskapar tveggja fiðla, Amati-fiðlu og Guarneri, sem voru fyrir í eigu hans. í Saskaton er líka önnur Stradivariusar-fiðla í einka- eign, svo og strengjahljóðfæra- kvartett af Amati-gerð, en þessi hljóðfæri hafði Kolbin- son selt Saskatchewan-háskóla fyrir nokkrum árum. Einsdæmi má telja — eins- konar met — að jafn mörg úr-<S> valshljóðfæri skuli vera sam- ankomin í borg á stærð við Saskatoon, þar sem íbúar eru um 113.000 talsins. Murray Adaskin, prófessor, forseti tónlistardeildar Sask- atchewan-háskóla, sagði að hann teldi að fiðlan sem áður var getið • væri í hóp(i sex beztu þeirra 500 Stradivarius- ar-fiðla, sem vitað er að not- aðar eru í heiminum. Kolbinson sagði að það væri vitað að Stradivarius hefði smíðað alls um 1200 fiðlur, hnéfiðlur og víólur, og enn væru 500 þeirra notaðar. Fiðlan hefur gengið undir nafninu „Archinto", kennd við greifann Giuseppe Archinto í Mílanó sem eitt sinn átti hana, og saga hennar hefur verið rakin af virtu firma í Lundún- um sem smíðar fiðlur og selur, William E. Hill and Sons. í byrjun 19. aldar var fiðla þessi eitt af fjórum Stradivar- iusar-hljóðfærum í eigu Arch- into greifa. Að honum látnum komust hljóðfærin í hendur Passalaqua í Mílanó, en hann seldi þau síðar J. B. Vuillaume í París um 1860—1865. Árið 1865 eignaðist fiðluleik- ari í Manchester, W. Bauer- heller, „Archinto“ af Vuill- aume. Þegar Bauerheller bauð fiðl- una til sölu árið 1907, þá á gamals aldri, komst hún í um- ráð Hill & Sons, en firmað seldi hana aftur áhugamanni, sem átti hljóðfærið til 1924. Þá hafnaði fiðlan aftur hjá verzl- un Hill & Sons. Fyrir skömmu keypti Kol- binson svo hið dýrmæta hljóð- færi fyrir milligöngu kaup- manns eins í New York og hafði það heim til sín. Kolbinson er bóndi að at- vinnu og hann segir að hann hafi lengi verið haldinn þeirri ástríðu að eignast fáeinar beztu fiðlur heims. Forráðamenn Hill & Sons höfðu sagt honum að þeir hefðu alltaf talið „Archinto" eina traustustu Stradivariusar- fiðlu sem til væri, hún væri tvímælalaust verðugt hljóð- færi hins mesta fiðluleikara. „Ég ásetti mér að eignast hana,“ segir Kolbinson og það er glampi í augum hans. „Ég varð að selja allmikinn hluta af landareign minni til þess að geta keypt fiðluna", segir hann ennfremur, og virðist landið hafa verið talið lítilsvirði í samanburði við fegurð og tón- gæði Stradivariusar-fiðlunnar. Kolbinson gerir sannarlega ekki mikið úr hæfileikum sín- um sem fiðluleikara. Hann segist hafa stundað fiðluleik í frístundum sínum allt frá barnæsku, en það var þó ekki fyrr en hann fluttist búferlum til Saskatoon árið 1950, að hann gat fyrst sótt kennslu- stundir í fiðluleik. Síðan hefur hann eignazt víólu og leikur á hana með Sinfóníuhijómsveit Saskatoon, en einnig hefur hann náð í safn sitt Amati og Guarneri- fiðlum, Cassavant-orgeli og Steinway-píanói. „Ég miða alltaf við það bezta,“ segir hann. Hann fæddist í Branton og foreldrar hans af íslenzku bergi brotnir, en bernskudag- ar hans liðu nálægt Trantall- on í Saskatchewan. Þegar frístundir gáfust frá sveitastörfunum, lék hann á ýmis hljóðfæri, munnhörpu og fiðlu. Sk|b13>eItÍ — landgræásla — Þórsmerkurferðir Alyktanir aðalfundár Skóg- ræktarfélags íslands 1965 ■ Þjóðviljinn hefur áð- ur getið í fréttum aðalfund- ar Skógræktarfélags ís- lands 1965 og birt sam- þykkt þá, sem fund- urinn gerði að tillögu Skógræktarfélags Austur- lands um upphaf skipulegr- ar skógræktar í búrekstri í Fljótsdal. Til viðbótar sam- þykkt þessari verða nú birtar fleiri ályktanir fund- arins: Cm skógrækt á Vestf.jörðum „Aðalfundur Skógræktarfé- lags Islands fagnar góðum ár- angri í ræktunarstarfi skóg- ræktarfélaga á Vestfjörðum og beinir því til Skógræktar rik- isins, að athugaðir séu til hlít- ar möguleikar á skógrækt þar í stærri stíl m.a. friðun alls®* skóglendis Brjánslækjar í Vatnsfirði. Telur fundurinn, með hliðsjón af vaxandi verk- efnum, að nauðsynlegt sé að skipaður verði skógarvörður fyrir Vestfjarðaumdæmi". llm landgræðslu „Aðalfundur Skógræktarfé- lags Islands fagnar setningu nýrra laga um landgræðslu og gróðurvernd og hvetur alla landsmenn til virkrar sam- stöðu til viðnáms þeirri eyð- ingu lands, er enn á sér stað. Telur fundurinn nauðsynlegt, að lokið verði, svo fljótt sem auðið er rannsókn á beitarþoii lands í byggðum og afréttum, en niðurstöður hennar hljóta að verða sá grundvöllur, sem Landgraaðsla ríkisins miðar við, er ákvæði landgræðslulag- anna um gróðurvernd koma til framkvæmda“. erm á ný áskorun sína til fjár- veitingavaldsins að skjólbelta- ræktun verði studd með ríf- legum fjárframlögum. Jafnframt styður fundurinn eipdregið þingsályktunartillögu þá, er samþykkt var á sama alþingi, um ræktun ierkis til að fullnægja innlendri' þörf fyrir girðingarstaura, en tekur hinsvegar að slík framleiðsla sé eðlilegur hluti af sjálfsagðri ræktun lerkiskóga hér á landí, sem leggja beri sérstaka á- herzlu á með tilliti til þess ágæta árangurs, sem þegar er fenginn i ræktun lerkis á Hall- ormsstað og víðar". Dm Þórsmerkurferðir „Aðalffundur Skógræktarfé- lags Islands beinir því til stjómar félagsins, að hún vinni að því, að fólki því, sem ár- lega leggur leið sína til Þórs- merkur um verzlunarmanna- helgina, verði séð fyrir skemmtanahaldi þar með þeim hætti, að svipmót samkomu- halds þar fái þann eðlikega menningar- og velsæmisblæ, sem tekizt hefur að skapa f öðrum skóglendum landsins um nefnda helgi. Jafnframt skoraf fundurinn á yfirvöld þau, er veita sér- leyfi til fólksflutninga, að þess sé gætt, að þeir aðiljar, sem leyfi fá til fólksflutninga til Þórsmerkur, fullnægi sjálf- sögðum kröfum um öryggi og útbúnað þeirra bifreiða, er notaðar eru á torfærri leið til Þórsmerkur, og að þeir sömu aðiljar skipuleggi þá mann- flutninga svo vel, að farþegar geti komizt heimleiðis án ó- hæfilegra tafa“. Um skjólbelti — og ræktun lerkis „Aðalfúndur Skógræktarfé- lags íslands lýsir ánægju sinni yfir þingsályktun þeirri, er samþykkt var á síðasta al- þingi varðandi löggjöf um kerfisbundna rækfcun skjól- belta hér á landi og áréttar Norrænir stórkaupmenn halda mót í Reykjavík í fyrramorgun liófst á Hótel um árið ’ 1962. Verðlagsáfevæði Sögu ráðstefna norrænna stór- og opinbert verðlagseftirlit hafa kaupmanna og lýkur henni á verið afnumin að mestu í hinum morgun. Á ráðstefnnnni verfta Norðurlöndunum og mun Island rædd ýms mál, sem varfta hags- vera eina norræna landið, sem muni stórkaupmanna og við- býr við ströng verðlagsáfevæði. komandi landa t.d. afstaða land- Þó mun þróunin vera sú hér á anna til markaðsbandalagsins landi að sífellt er verið að gefa og EFTA, þróun í vörudreifingu meira og meira af innflutnmgi og síðast en ekki sízt verftlags- landsins frjálsan og mtm nú eftirlit og verðlagsákvæfti. um 80% af öllum' innflutningi landsmanna orðinn frjáls. Þetta Þetta er fjórða ráðstefna nor- telja stórkaupmenn að gerf inn- rænna stórkaupmanna og sú 1. flytjendum fært að hafa meira sem haldin er hér á landi, en J56** .vöruvai og þar með . , ,, , bætta pjomistu við neytendtrr. Félag islenzkra storkaupmanna Ráðstefnunni lýkur sem fyrr gerðist aðili að samtöfeum iþess- segir á morgun. Fulbrígth t - stofnunin býður námsstyrki Náttúruskoðun og fornminja: Náttúrufræðífélagið í fræðslu- ferð um Hreppa og Þjórsárdal Um helgina 27.—29. ágúst, efndi Hið íslenzka náttúru- fræðifclag til hinnar árlegu þri.ggja daga fræðsluferðar sinnar. Að þessu sinni var far- ift um Hreppa og Þjórsárdal til náttúruskoðunar og skoðunar fornminja. Fararstjóri var Eyþór Einarsson og leiðbein- endur auk hans Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur og Gísli Gestsson safnvörður. Bækistöð leiðangursins var á Hjálp í Þjórsárdal. Á leiðinni austur var skoð- að Þjórsárhraun og einkenni- legir gervigígar, sem þar eru. Fyrsta daginn voru einkum skoðaðar jarðmyndanir í Hreppum. Berglög, sem þar sjást, s.n. Hrcppamyndun, er séstakur þáttur í jarðfræðilegri Nýtt sænskt met ★ Bo Forssander hefur sett nýtt sænskt met í 110 m grindahlaupi 13.8 sek. Hann átti sjálfur eldra metið 13.9 sek. byggingu íslands. Þar má og víða sjá fom sjávarmörk frá þeim tfma, er Suðurlandsund- irlendið lá undir sjó. Við Búða- foss í Þjórsá var skoðaður hluti af Búðaröðinni, en það eru um 50 km langir jökulgarðar frá ísaldarlokum. Þá voru skoðuð verksummerki við Skáldabúða- lón, stóra vatnsuppistöðu á £s- öld, er varð til við það að skriðjökull lokaði dalnum, þar sem bærinn Skáldabúðir í Gnúpverjahreppi stendur nú. Loks voru skoðuð jarðlög við suðurhluta Búrfells, Þjófafoss í Þjórsá og gróður í Búrfells- hólmum. Annan daginn var farið um Þjórsárdal. Fyrst að Reykholti og skoðaðar fornar bæjarrúst- ir og Reykholtshver (vatns- hver) sunnan í Rauðukömbum. Þá voru skoðaðir gervigígir í yngsta - Tungnárhrauninu, er runnið hefur gegnum Gjána og breiðzt út um Þjórsárdal. En það hraun er talið komið alla leið úr gigaröð við Tungná, þar sem Hófsvað er nú. Næst voru skoðaðar fomminjar að Stöng og jarðlög í Gjánni. Þá var gengið að Háafossi og Granna og gróður skoðaður og jarðmyndanir. Síðan var farið um virkjunarsvæðið við Þjórsá og að Tröllkonuhlaupi að vest- anverðu. Loks voru skoðaðar rústir að Skeljastöðum, hinum foma kirkjustað, líklega bæ Hjalta Skeggjasonar. Þriðja daginn voru skoðuð jarðlög og gróður við Hjálpar- foss og í fosshólmanum, en síð- an ekið upp Hi-unamannahrepp og skoðað landslag og jarð- myndanir, m.a. við Galtafell, Hnuna, Hörgsholt og í Hvítár- gljúfri viö Brúárhlöð og Gull- foss. Á leiöinni til Reykjavík- ur vom skoðaðar jökulrákir við Tungufljót, endi Búðarað- arinnar, þar sem hún liggur að Efstadalsfjalli, gróður við Laugarvatn, móbergshellirinn á Laugardalsvöllum og landsig á Þingvöllum. Þátttakendur vom 66 í þess- ari fræðsluferð, þ.á.m. 10 fær- eyskir kennaraskólanemendur. Menntastofnun Bandaríkj- anna hér á landi, Fulbright- stofnunin, tilkynnir, að hún muni veita náms- og ferða- styrki íslendingum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi og hyggja á frekara nám við bandariska háskóla á skólaár- inu 1966—1967. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborgarar og hafa lokið há- skólaprófi, annaðhvort hér á landi eða annars staðar utan Bandaríkjanna. Þeir, sem em ekki eldri en 35 ára að aldri, verða að öðru jöfnu látnir ganga fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt er, að umsæfej- endur hafi gott vald á esnskri tungu. Þeir, sem sjálfir kunna að hafa aflað sér námsvistar við bandarískan háskóla, geta sótt um sérstaka ferðastyrki, sem stofnunm mun auglýsa til um- sóknar í aprílmánuði næsta ár. Umsóknareyðublöð ern af- hent á skrifstofu Menntastofn- unarinnar, Kirkjutorgi 6, 3. hæð, sem opin er frá 1—6 e.h. alla virka daga nema laugar- daga. Umsóknirnar skulu síðan sendar í pósthólf Menntastofn- unar Bandaríkjapna nr. 1059, Reykjavik, fyrir 8. októbern.k. Vinningari 5. fíokki Happdrættis DAS f fyrrad. var dregið í 5. fl. Happdrættis D.A.S. um 200 vinninga og féllu vinningar þannig; íbúð eftir eigin vali kr. 500.000,00 kom á nr. 31046, um- boð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 200.000,00 kom á nr. 5423, um- boð Þingeyri. Bifreið eftir eigin vali kr. 150.000,00 kom á nr. 59997, umboð Sjóbúðin. Bifreið eftir eigin vali kr. 130.000,00 kom á nr. 6781, um- boð Hrísey. Bifreið eftir eigin vali kr. 130.000,00 kom á nr. 44883, umboð Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 25.000,00 kom á nr. 45356, umboð Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20.000,00 kom á nr. 36216, umboð Seyðisfjörður og 52780, umboð Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000,00 kom á nr. 34797, og 52250, umboð Aðal- umboð og 57350, umboð Borg- arbúðin. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert 2568, 3813, 8674. 11414, 12326, 19628, 40248, 4(1298, 54031. 64114. (Birt án ábyrgðar.),

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.