Þjóðviljinn - 10.09.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1965, Blaðsíða 5
 V <46m WSéu&kagag m «epfen*er S9S5 — ÞJóÐVmJlNN — SfÐA g KR gegn Rosenborg á sunnudaginn Rosenborg hefur gengið illa í síóustu leikjum Næsta sunnudag keppirmeist- araflokkur KR síðari leikinn gegn norsku bikarmeisturunum í fyrra, Rosenborg. í fyrri leiknum sem fram fór í Reykja- vík í fyrra mánuði sigraði Ros- enborg með 3:1 oc verða KR- ingar því að sigra með nokkr- um markamun til að falla ekki út úr keppninni um Evrópubik- arinn. KR-ingar halda utan í dag. 14 leikmenn. Guðbjörn Jónsson þjálfari og tveir fararstjórar, Einar Sæmundsson form. KR og Sveinn Bjömsson varaform. KR. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Guðbirni og sagði hann að talsvert miklar breytingar yrðu á liðinu frá fyrri leiknum, en vildi að svo stöddu ekki segja hverjar þær væru. ■<S> sitt af hverju ,*J Kurt Bendlin varð vest- ur-þýzkur meistari í tug- :þmut' með 7848 stig. Árangur hans í einstökum greinum varð þessi: 100 m hlaup 11,0, langstökk 7,56, kúluvarp 14,19, hástökk 1,78, 400 m hlaup 48,3 110 m grindahlaup 14,9, kringlukast 41,78, stangar- arstökk 3,80, spjótkast 69,88 og 1500 m hlaup 4:16,4. Bend- lin er 22 ára að aldri og gera Þjóðverjar sér miklar vonir með hann á Olympíu leikunum í Mexico 1968. utan úr heimi Við höfum alls ekki gefið upp von um að komast áfram í keppninni, þótt við höfum tap- að fyrir Rosenborg hér um daginn. Við vorum þá óheppn- ir, misstum þá einn mann útaf og annar haltraði mestallan leikinn, en í bikarkeppninni er ekki leyfilegt að láta mann inn á fyrir annan sem slasast. Ti! að komast áfram verðum við að vinna með minnst 3:1 og verður þá þriðji leikurinn leik- inn á hlutlausum velli. Annars ræður markahlutfall og gildir þá mark skorað af liði sem leik- ur að heiman tvöfalt á við það sem skorað er á heimavelli, ef við vinnum tildæmis með 2:0 þá gefur Rosenborg hagstæð- ara markahlutfall úr báðum leikjum, en ef við vinnum með 4:2 þá höfum við hagstæðara markahlutfall. Hvað sem þessu líður erum við ákveðnir í að gera okkar bezta og gefast ekkí upp fyrr en í fulla hnefana. Við höfum æft vel að undan- fömu og erum vel undir leik- inn búnir. Eftir blaðafregnum frá Nor- egi að dæma hafa KR-ingar á- st.æðu til að vera bjartsýnir um úrslit leiksins, þar sem Rosen- borg hefur staðið sig illa í síð- ustu leikjum í 2. deild og tap- aði um síðustu helgi 1:2 gegn Hödd sem er lið frá smábæ í útkjálka Noregs, og vann sig upp í 3. deild í fyrra. Segja blöðin að þessi leikur lofi ekki góðu fyrir leikinn gegn KR sem einmitt hafi mjög svipaða leikaðferð og Hödd. Búizt er við að áhorfendur verði um 15.000 talsins. Skipholfi 21 símar 21190-21185 m eftir lokun i sima 21037 Semfísveinn óskast fyrir hádegi. I ÞJÓÐVILJINN. — Sími 17-500. NýkomiB mikið og fjöibreytt úrval af flugvéla-, skipa- og bílamódelum frá Lindberg. Komið os skoðið meðan úrvalið er mest. FRISTUNDABOÐIN R^rorfic;rrot\) 59 Fjórir nýliðar í landsliði Eins og sagt var frá í gær hefur landsliðsnefnd kvenna valið liðið sem fer utan i Iok næsta mánaðar til að keppa við Dani í undankeppni í heimsmestaramóti kvenna í handknattleik. I lið- inu eru fjórar stúlkur sem ekki hafa verið i landsliði áður og eru þær hér á myndinni talið frá vinstri; f fremri röð: Vigdís Pálsdóttir (Val) og Edda Jónasdóttir (Fram). — í aftari röð: Elín Guðmundsdóttir (Víkingi) og Jóna Þorláksdóttir (Ármanni). Kaupendur Þjóðviljans eru beðnir að sýna þolin- mæði næstu daga meðan verið er að fá útburðar- fólk víðsvegar um bæinn. Einnig eru þeir, sem vita af bömum eða fullorðnum er vildu bera blað- ið til kaupenda vinsamlegast beðnir að láta af- greiðslu blaðsins vita. — Síminn er 17-500. — Sér- staklega vantar í þessi hverfi: Reykjavíkurveg — Framnesveg — Skúla- götu — Safamýri — Múlahverfi — Höfða- hverfi — Sigtún — Laufásveg — Kvist- haga — Þórsgötu — Hverfisgötu H. — Voga. Sími 17 500 ORÐsmm til kaupenda Þjóðviljans á Seyðisfirði. Frá og með morgundeginum (laugardag) verður Þjóðviljinn afgreiddur til kaupenda hjá verzlun- inni Dvergasteinn, Austurvegi 30. Þar fæst blaðið einnig í lausasölu. Verzlunin er opin allan daginn til kl. 23. Samvinnuskófínn Bifröst Mötuneyti Samvinnuskólans Bifröst óskar eftir starfsstúlkum næsta vetur. Upplýs- ingar gefur húsmóðir skólans í síma 17973 í Reykjavík næstk. mánudag, 13. septeniber. SKÓLASTJÓRI. JárniBnaðarmenn óskast nú þegar. VÉLSMIÐJA §^V % EYSTEINS LEIFSSONAR h/f. Símar 3 13 95 og 3 06 62. ÚTB0Ð Tilboð óskast í að reisa fjórbýlishús fyrir bygg- ingarsjóð Akraneskaupstaðar. — Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Akraneskaupstaðar gegn kr. 2000,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 4. okt. 1965 kl. 11 f.h. á sama stað. Bæjarstjóri. Lausar tofívarðastöður Þar sem fyrirhugað er að auka starfslið tollgæzl- unnar, eru nokkrar stöður tollvarða við tollstjóra- embættið í Reykjavík lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. september 1965. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Æskilegt er að umsækjendur hafi stúdentspróf, IJ 6 stjóra, Arnarhvoli, og tollgæzlustjóra, Hafnarhús- inu, og skulu umsóknir sendar til annarshvors þeirra. Tollstjórinn í Reykjavík. Munið Skóútsöluna Síðasti dagur á morgun. Síðasta tækifærið að gera góð skókaup. Skóverzlunin Framnesvegi 2 BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, efni og lagerum o.fl. Heimístrygging hentar yður Heimilistryggingar Innbús Vafnstjöns Innbrots Glertryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” LINDARGATA 9 REYKJAVjK SlMI 2 1 260 SlMNEFNI :SURETY I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.