Þjóðviljinn - 10.09.1965, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 10.09.1965, Qupperneq 12
„Prævda" og „Iz- vestíi“ ekki á sama máli MOSKVU 9/9 — Aðalritstjóri „Pravda“, sem er málgagn Kommúnistaflokks Ráðstjórnar- ríkjanna, tók í dag aðra afstöðu en aðalritari stjórnarblaðsins „Xzvestia" um það, hver vera skuli afstaða flokksins til nútímarit- höfunda. Alexei Rumjanosef, on svo heitir Pravdaritstjórinn, heldur því fram, að flokkurinn eigi ekki að krefjast þess — eins og fyrir 40 árum — að að- al söguhetjur sovézkra bók- mennta skuli svonefndar „já- kvæður hetjur“, sem séu brenn- andi í hinni réttu trú og hugsi um ekkert nema vinnuna. Þessi grein Rumjanosefs er vörn fyrir rúmlega þrítugan sovétrithöfund, Vasili Aksenof, en „Izvestía" hafði gagnrýnt hann í fyrri viku fyrir skáld- sögu, sem hefur peningasjúkan leigubílstjóra að aðalpersónu. Verður starfsfræisia tekin inn í námsskrá skyldustigs? —námskeið í starfsfræðslu að hefjast ■ Nú er í athugun hjá menntamálaráðuneytinu, að starfs- fræðsla verði skyldunámsgrein í tveim síðustu bekkjum skyldustigsins í sambandi við félagsfræðikennsluna. Jafnframt er í athugun, að sérstakur námsstjóri verði skipaður yfir starfsfræðsluna í landinu. Þetta kom fram í viðtali, er blaðið átti í gær við Stefán Ólaf Jónsson, ráðunaut fræðslumála- skrifstofunnar um starfsfræðslu. Nú er á döfinni námskeið í starfsfræðslu fyrir kennara í Kennaraskólanum. Er þetta ann- að námskeiðið hérlendis um starfsfræðslu og innti blaðið Stef- án eftir þessu í gær. Stefán sagði. að alls myndu um 30 kennarar sækja nám- 6keiðið. sem standa mun í tvær vikur og hefst hinn 13. septem- ber. Eru kennarar þessir alls staðar að af landinu og flestir þeirra kenna við framhaldsskóla. Námskeiðið er tvískipt, verður fyrri vikan fyrir byrjendur, en síðari vikuna verður kennd fé- Engir samningar um notkun háþrýstibíls slökkviliðs HafnarfjarBar í GarBahreppi ■ í sambandi við brun- ann að Setbergi í Garða- hreppi sl. laugardag hafa orðið mikil blaðaskrif um brunavarnamál í Garða- hreppi og hafa í þeim skrifum komið fram mjög harkalegar ádeilur á slökkviliðsstjórann í Hafn- arfirði vegna þeirrar af- stöðu hans til þeirra mála að senda ekki háþrýsti- dælubíl slökkviliðsins í Hafnarfirði til slökkvi- starfa utan bæjarmark- anna. Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi bréf í ' tilefni af þessum blaða- skrifum þar sem dregnar eru fram nokkrar stað- reyndir varðandi þetta mál. „Allmikil blaðaskrif hafa orðið út af brunanum á Set- bergi í Garðahreppi sl. laug- ardag. Morgunblaðið og Vísir hafa notað mál þetta til ó- maklegra persónulegra árása á Gísla Jónsson, slökkviliðs- stjóra í Hafnarfirði, sem gerði þó það eitt í starfi sínu að fara að tilmælum bruna- varnaeftirlits ríkisins að senda aldrei háþrýstibíl slökkviliðsins í Hafnarfirði burt úr bænum þegar aðstoð væri veitt í nærliggjandi sveitarfélögum (Garðahreppi og Bessastaðahreppi). Jafn- fr^mt má benda á að vara- slökkviliðsstjórinn í Reykja- vík hefur upplýst að slokkvi- liðið þar fari stranglegá eft- ir sömu reglum er það að- stoðar við bruna í nærliggj- andi sveitarfélögum. Víst má telja að árásir f- haldsblaðanna á Gísla Jóns- son muni að einhveriu leyti byggðar á greinargerð sveit- arstjórans í Garðahreppi sem birtist í Reykjavíkurblöðun- um eftir brunann á Setbergi. en greinargerðinni laukhann Brunahani í þéttbýlu hverfi í Garðahreppi sem legið hefur brotinn siðan snemma í vetur. með hótun um málssókn á hendur Gísla. 1 greinargerð- inni viðurkennir sveitarstjór- inn að sér hafi verið kunn- ugt um það í 4 ár, að Garða- hreppur fengi ekki afnot af háþrýstibíl slökkviliðsins i Hafnarfirði, þótt eldur kæmi upp í hreppnum. Þar kemur einnig fram að enn er ekki búið að ganga frá samning- um við Hafnarfjarðarbæ um afnot af háþrýstibílnum, og sýnir þetta bezt hinn raun- verulega áhuga sveitarstjóra og sveitarstjórnar Garða- hrepps á að fá betri og trygg- ari brunavarnir í hreppnum. Þess má einnig geta að fyrir tveim mánuðum var slökkvilið Hafnarfjarðar kall- að út til að slökkva eld í Garðahreþpi og fór þá vara- slökkviliðsstjórinn með há- þrýstibílinn á staðinn þvert ofan í þau fyrirmæli er hann hafði frá yfirboðurum sínurn. Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti þá að víkja honum úr starfi vegna þessa agabrots. Hafi sveitarstjóri og sveitar- stjóm Garðahrepps, áður tal- ið, að bannið gegn notkun há- þrýstibílsins utan Hafnarfjarð- ar væri einhliða ákvörðun slökkviliðsstjóra. þá tók af allan vafa eftir brottrekstur varaslökkviliðsstjóra hver var Framhald á 3 síðu. MeS hikiss vél undan Færeyjum I gærmorgun var vélbáturinn Stella VE 21 illa staddur 80 sjó- mílum \NV af Færeyjum. Var allhvasst á þeim slóðum. Hafði báturinn þcgar i stað samband við loftskeytastöðina í Vest- mannaeyjum og stöðin sneri sér aftur til landhelgisgæzlunnar. sem sendi varðskipið Þór á vett- vang. Báturinn var á leið til Islands frá Færeyjum, er skipverjar urðu varir við bilun í vélinni í sam- bandi við kælingu á smurolíunnt. Báturinn hafði haft viðkomu í Færeyjum og sett þar í land skip- verja sem slasaðist lítilsháttar um borð. Til Færeyja kom bát- urinn frá Englandi, þar sem hann hafði selt fisk en Stella hefur verið á trolli í sumar. Blaðið fékk þær upplýsingar í gærkvöld í Eyjum að allt væri í lagi um borð, mennirnir heilir heilsu og var búizt við að varð- skipið yrði komið til móts við Stellu um hádegi í dag. Takist ekki að gera við bilunina verð- ur að draga bátinn til Vest- mannaeyja og er þá búizt við þeim þangað um hádegi á sunnu- Stella er nýr bátur f Vest- mannaeyjum. Er báturinn eign Karls Jónssonar og Guðmundar Guðlaugssonar. Stella hét áður Einar þveræingur. Skipið er 64 brúttólestir. smíðað úr eik á Ak ureyri 1946 og var síðasi eign Fiskiðjunnar h.f. á Flateyri. lagsfræði og fleiri greinar, sem ekki verður lögð stund á fyrri hlutann. 15 kennarar munu taka þátt í námskeiðinu fyrri vikuna, en seinni vikuna um 30, þ.e. auk þeirra 15, sem sækja fyrri hluta námskeiðsins, munu þeir, sem þátt tóku í námskeiðinu í hitteð fyrra koma inn í. Segja má, að námskeiðið skiptist í fjóra meginþætti. 1 fyrsta lagi verður kennd hagnýt starfsfræðsla, í öðru lagi verður atvinnulífið kynnt bæði með er- indum og ferðum í fyrirtæki, þá verða menntunarleiðir kynntar, bæði innan lands og utan, hin einstöku stig fræðslukerfisins og fræðslukerfið í heild. Meðal fyr- irlesara má nefna Torsten Ness frá Noregi, Kristinn Björnsson, sálfræðing, Halldór Pálsson, bún- aðarmálastjóra, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóra og Andra ísaks- son, sem kynnir nám erlendis. Fjórði þáttur námskeiðsins verð- ur félagsfræði, og er þessi þáttur valinn með tilliti til þess að starfsfræðsian verður í beinum tengslum við félagsfræðina. Þar mun Sigurður Líndal hæstarétt- arritari flytja erindi um réttindi og skyldur einstaklingsins í þjóð- félaginu. Námskeiðinu lýkur 25. septem- ber. Ekki vildi Stefán segja um hvemig þátttakendur í námskeið- inu myndu nýta menntun sína að því loknu, en gat um að í athug- un væri að starfsfræðslan yrði skyldugrein £ skólunum, eins og áður var drepið á. Föstudagur 10. september 1965 — 30. árgangur — 203. tölublað. Bræla komin á miS- unum viS Jan Mayen Stormur hefur verið á síldar- miðunum fyrir austan undan- farið og svo var einnig í gær og fyrradag og því engin veiði. Gott veður var á miðunum við Jan Mayen í fyrradag, en seinni hluta dagsins í gær var komin bræla á miðin þar og bátamir leituðu í var. Allmörg skip eru nú komin til sinna heimahafna eða á leið þangað. Þessi skip voru með afla i gær og fyrradag: Sig. Bjarnason EA 1052 mál. Héðinn ÞH 1156. Sæfaxi II NK 162. Brimir KE 100. Sólrún tS 232. Súlan EA 1400. Sigurpáll GK 279. Jörundur II. RE 565. Fróðaklettur GK 270. Guðbjörg GK 250. Ásbjöm RE 574. Arnar RE 330. Björgvin EA 600. Sig- urborg SI 1060. Víðir II. GK 150. Guðrún GK 854. Guðbjarfcur Kristján IS 1452. Keflvíkingur KE 800. Jón Eiríksson SF 300. Oddgeir ÞH 1500 tn. Hannes Hafstein EA 1700 tn. Bjartur NK 1570 tn. og mál. Bjarmi II. 1300 mál. Sigurfari SF 300. Ak- urey 1030. NámskeiB i ýmsum greinum haldin í Kennaraskólanum ■ í þessum mánuði eru all- mörg námskeið haldin í kennaraskólanum. Nýlega er lokið námskeiði handavinnu- kennara, námskeið fyrir ís- lenzkukennara hefst innan skamms, og einnig verða þar haldin námskeið fyrir nem- endur skólans. Þá hefst í Fundur útvurpsmunna allra Norðurlanda nema Færeyja Þessa dagana stendur yfir í Reykjavík fundur norrænna út- varpsstarfsmanna og er hann eins og inngangsfundur að fundi út- varpsstjóra allra Norðurlandanna nema Færeyja. "7 Sovézksr land- varnir öflupi en nú“ MOSKVU 9/9 — Sovézkur her- foringi, Beljantséf að nafni og einn helzti hernaðarsérfræðingur Sovétríkjanna, komst svo að orði í viðtali við Tass-fréttastofuna í dag, að landvarnir Ráðstjórnar- ríkjanna séu nú öflugri en nokkru sinni áður. Hershöfðing- inn lagði áherziu á það, að í nú- tímastríði reyndi stöðugt meir á skriðdreka vegna þess, að þeir gætu staðizt kjarnavopn, einnig sýklahernað og „kemísk vopn" Afbnlcka WASHINGTON 9/9 — Frá því var skýrt í Hvíta húsinu í Was- hington í gær, að Sovétstjórnin hafi kurteislega afþakkað það boð Johnsons Bandaríkjaforseta að senda einhvern af fremstu visindamönnum Sovétríkjanna til þess að vera viðstaddur þegar Gemini-geimfari verður næst skotið á loft. Talsmaður banda- rísku stjómarinnar sagði, að boð- ið stæði áfram, ef Sovétmönnum skyldi snúast hugur. FH - Valur-b 4:3 1 gærkvöld fór fram á Mela- vellinum í Reykjavík kappleikur í Bikarkeppni KSl. Þá kepptu FH og b-lið Vals. Hafnfirðingarn- ir sigruðu með 4 mörkum gegn 3 og halda því áfram keppninni. Fundur þessi hófst í gærmorg- un í Reykjavík, en í dag verður haldið til Þingvalla og verður fundi slitið þar í kvöld. Það sem einkum er rætt á þessum fundi eru fjármál. lögfræðilegir samn- ingar, samvinna um framleiðslu á dagskráratriðum og skipti á þeim og ráðagerðir um sjónvarps- dagskrár. Eru fundir sem þessir haldnir árlega. Á laugardag verður svo fundur útvarpsstjóra landanna fimm, en þeir hittast til umræðna einu sinni til tvisv- ar á ári. Er blaðamaður Þjóðviljans hafði tal af Vilhjálmi Þ. Gísla- syni útvarpsstjóra til að grennsl- ast eftir hvernig á því stæði, að Færeyingar ættu enga fulltrúa skólanum námskeið í starfs- fræðslu, eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu- Námskeið fyrir handavinnu~ kennara stóð í sex daga og sóttu það um 40 kennarar víðsvegar að af landinu. Hinn 6. þessa mánaðar hófst svo námskeið fyrir íslenzkukennara. Óskar Halldórsson, námstjóri, hefur skipulagt þetta námskeið, og kennir hann sjálfur hljóð- fræði, framburðar- og kennslu- æfingar. Ævar Kvaran, ieikari, kennir framsögn, en auk þeirra kenna Jón Júl. Þorsteinsson óg Ingibjörg StepHensen. Þá mun prófessor Símon Jóhann Ág- ústsson flytja erindí 'um barná- bækur. Námskeið íslenzkukennara sækja 50—60 kennarar úr barna og gagnfræðaskólunum víðsvegar að af landinu. Því lýkur hinn 16. þm. Hinn 10. þm. hefst í Kenn- araskólanum námskeið í stærð- fræði fyrir þá, sem byrja í 1. bekk skólans í haust og aðeins hafa gagnfræðapróf. Sama dag mun hefjast í skólanum nám- skeið í eðlisfræði fyrir nemend- ur £ fyrsta og öðrum bekk skól- ans. Kína í SÞ NEW YORK 9/9 — Ú Þant aðal- á fundinum kvaðst hann þvi mið-, ritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti ur ekkert geta um það sagt. Það hefði yfirleitt ekki verið venja, aö Færeyingar tækju þátt i þessu, þeirra útvarpsstöð væri l£ka á- kaflega ný. Ekki þorði útvarps- stjóri að svara þvf fyrir hönd Dana, hvort þeir teldu sig full- trúa Færeyja á þessum fundi. til þess enn á ný á fimmtudag, að Kinverska alþýðulýðveldinu verði veitt aðild að samtökunum. — Það var i ræðu sem aðalrit- arinn hélt þessu fram og var hún lesin af ritara hans, en eins og öllum er kunnugt, er Ú Þant nú farinn til Indlands. BLAÐSKÁK Svart: Ingi R. Jóhannsson. Svart: Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. 00 I 1 3 co mim ■#« -4 stm mm 05 41 SAfl M 05 tm i iti Ol mm m m CJl Jjf J ' Jg ■ ■ mtm m mmm co m m ■ ■ co mm m%mt to Sff m §f wm eo m ■ ■ s rð M ■ 13 *—* 19 1 m abcdefgh AKUREYRI: abcdefgh REYKJAVIK: Hvítt: Halldór Jónsson og Hvítt: Guðm. Slgurjónsson. Gunnlaugur Guðmundsson. 25. Dd2—h6 24....Dd6—d4 *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.