Þjóðviljinn - 10.09.1965, Qupperneq 6
6 SÍBA — Wö&mjmx ~ rásbaáa®w ÍA september 1965
Kosningabarátta
í lýðræðisríki
Kosningabaráttan er nú í
fullum gangi i Vestur-Þýzka-
landi en kjördagur rennur
upp þann 19. þessa mánað-
ar. Nýlega héldu Sósíaldemó-
kratar fjöldafund með Willy
Brandi borgarstjóra Vestur-
Berlínar og kanzlaraefni
flokksins, sem aðalræðumann.
En auk borgarstjórans voru
mættar þrjár hljómsveitir,
tólf kabarettstjörnur og svo
var fírverkerí. Kristilegir
demókratar hafa ekki viljað
láta sitt eftir liggja, og skáld
og tónsmiðir flokksins hafa
nú samið flokkssálm til heið-
urs og dýrðar Erhard kanzl-
ara.
Allt er þetta skipulagt af
auglýsingafyrirtækjum, og
„Welt der Arbeit“, sem er
málgagn verklýðssamband-
anna, segir, að súm auglýs-
ingafyrirtækin láti sig ekki
muna um það að vinna fyrir
báða aðalflokkana. Auglýs-
ihgaskrifstofum má að sjálf-
sögðu á sama standa, hvort
þær auglýsa Gormatschow
Wcdka, Stuyvesant Cigarett-
es eða frambjóðendur tilf
þings, — það er að segja fái
þær borgað ómak sitt.
Við þetta gróskumikla ogi
þroskandi þjóðmálastarf bæt-
ist svo það, að skrifstofuri
þær, er við skoöanakönnun
fást, hafa nú nóg að gera
við að koma niðurstöðum
BÍmrm í verð. Að sjálfsögðu
eru niðurstöðurnar öðrum
hvorum flokknum i hag og
þetta hefur leitt til þrætu,
sem oft er bitur og hörð, og
saka báðir flokkarnir hinn
um að falsa niðurstöður skoð-
anakannananna. Og báðir hafla
þeir á réttu að standa:
Flokksleiðtogamir gera hvað
þeir geta til þess að fá skoð-
anakönnun, sem sé þeim í
hag, em fyrir því er fengin
reynsla, að það getur aftur
haft nokkurt áróðursgildi.
★
Eins og sjá má af þessu,
er ekki barizt um málefni.<
Málefnin hverfa með öllu í (
þessari einkar geðfelldu <
kosningabaráttu. — En tilj
þess eru lika refirnir skornir.;
Rödd MussoSii
hljómar mí aftur
Nýlega birti II Secolo, sem
er nýfastistablað eitt I Róm,
grein nm fyrirhugaða ferð
Saragat® forseta til Rómönsku
Ameríku. Greinin var skrifuð
af Mussolini — ekki foringj-
anum, II Duce, sjálfum, að
sjálfsögðu, heldur syni
hans Vittorio, sem nú býr í
Buenos Aires. Þó er tónninn
slikur í greininni, að hún gæti
hafa hrotið gamla manninum
sjálfum úr penna.
Mussolini jr. lýsir því á
hvem hátt ítalskir fasistar, sem
flúðu heimaland sitt fyrir
tveim áratugum, hyggjast
fagna Saragat forseta. Italski
ræðismaðurinn í Buenos Aires,
De Cardona, hefur að því er
virðist skipað tvær móttöku-
nefndir, sem í eru „mjög virðu-
legir menn“. Formaður ann-
arrar er Agostino Roeca, gam-
all fasisti, sem var hent úr
landi 1945. 1 hinni sitja „fjöl-
margir gamlir fasistar, sem
hafa . ekkert lært og engu
gleymt". Skipun manna f
nefndina er að sögn Mussolini
algjörlega rökrétt miðað við
aðstæður allar í Buenos Aires.
Tilgangurinn
Hver getur svo verið tilgang-
ur þessarar greinar? Að því
er virðist er tímaritið og
Mussolini að reyna að hafa á-
hrif á Signor Saragat og hegð-
un hans á fyrirhuguðu ferða-
lagi. Það er verið að gera hon-
um það ljóst, að hann hitti
fyrir fasista.
Verðugt verkefni
Nú eru ekki allir Italir í
Buenos Aires fasistar — fjarri
því. Flestir em þeir verka-
menn, sem fluttUst þangað
löngu fyrir stríð, margir til
þess að komast undan ógnar-
stjórn fasistanna. Á þetta hafa
ítölsk blðð bent er þau mót-
mæltu því, að gamlir og nýir
fasistar skipi þessar móttöku-
nefndir. Og eitt blaðið bendir
ítölskum diplómötum á það
verkefni sitt að sjá svo um
erlendis, að landflótta fasistar
verði ekki ættlandi sínu meir
til skammar, en orðið sé.
Unglingar læra
til morðingja
Vestur-þýzklr landamæra-
verðir buðu allmörgum hóp-
um - skólabama frá Vestur-
Berlín (á aldrínum 14—16 ára)
að dveljast með þeim f sum-
arleyfinu. Börnin fengu að
fylgjast með skotæfingum og
öðrum heræfingum, þau fengu
að aka i hervögnum og þeim
var kennt að skjóta úr byssu
O.s.frv. O.s.frv.
Hér var í stuttu máli sagt
um sumarleyfi að ræða, sem
reyndist ein samfelld skot- og
heræfing. og fréttamaður vest-
ur-þýzka tímaritsins ,,Stem“
spurði drengina, hvernig þeim
hefði nú fallið þetta í geð.
Hér eru svörin, sem hann
íékk, nokkur þeirra:
„Skyndilega fannst mér ég
vera allt annar maður. Það
gaf mér gífurlegan styrk að
halda á rifflí. Mér fannst ég
nógu sterkur til þess að brjóta
allt Rússland á bak aftur“.
Þessar skoðanir lét sextán
ára vestur-þýzkur unglingur f
ljós. Annar drengurinn, sá var
14 ára, kvaðst vera reiðu-
búinn til þess með riffil í hönd
að „taka heila herdeild af
Rússum f karphúsið".
„Stern“ lýsir þessu sumar-
leyfi þannig, að verið sé að
„leika stríð“. Flestir munu þvf
sammála. Með þessum og öðr-
um álíka aðgerðum og þessu
„sumarleyfi" er hemaðaráróðri
dselt inn f vestur-þýzka ungl-
inga. Ófögur iðja það.
TYRKNESK OLIA
Undanfarið hefur oftlega
verið efnt til funda í Tyrk-
lartdi til þess að krefjast þjóð-
nýtingar olíuiðnaðarins, svo og
þess, að bundimn verði endir á
einokun erlendra olíufélaga.
Olía hefur orðið tilefni ákafrar
deilu f þinginu.
„Oiían er orðin aðkallandi
pólitískt vandamál", sagði Is-
met Inönú, fyrrverandi forsæt-
isráðherra, nýlega.
Fram til ársins 1954 var starf-
semi erlendra auðfélaga, þeirra
á meðal olíufélaga, undir
ströngu eftirliti og var það gert
samkvæmt lagasetningu, sem
Kemal Atatúrk hafði átt frum-
kvæðið að á sínum tíma. En
þessi lagaákvæði voru úr gildi
numin, Þar vom að verki er-
lendir aðilar, sem beittu öll-
um hugsanlegum aðferðum, aUt
frá hógværum bendingum eða
þrýstingi ofan í beinar mútur,
til þess að fá sitt fram. Eink-
um var fé borið á þingmenn
„Lýðræðisflokksins“, sem þá
var stjómarflokkurinn. Það
voru aðallega olíufélög frá
Texas, sem að þessu unnu, og
var fulltrúi þeirra helztur Max
nokkur Ball. Ný lög afnámu^
svo ríkisrétt á olíu landsins,
gáfu erlendum fyrirtækjum
.iafnan rétt á við tyrknesk og
felldu að heita má öll lagaá-
kvapði um erlent fiármagn úr
gildi. Olíuiðnaður Tyrkia var
með öðmm orðum gefinn á
vaid miskunn og meðaumkvun
vestrænna auðhringa.
Og þeir vom ekki lengi að
ganga á lagið: 19 bandarísk,
ensk og hollenzk olfufyrirtæki
fengu 122 ríkisleyfi til olíuleit-
ar á svæði, sem nær yfir 5,6
miljónir hektara. Fyrir þetia
þurfti ekki að þorga fyrr en
olíuvinnslan væri raunvemlega
hafin, en fljótt kom f ljós,
að þess yrði langt að bíða og
batnaði ekki hlutur Tyrkja við
það. Eftir að hin erlendu auð-
félög höfðu trvggt aðstöðu sína,
vom þau ekkert að flýta sér
að hefja olíuleitina hvað þá
vinnsluna. Takmark þeirra var
þvert á móti það að tef.ia
vinnsluna og halda Tvrklandi
sem öruggum og arðvænlegum
markaði fyrir erlenda olíu.
Olíufélögin héldu því fram,
að ekki hefðu fundizt veru-
legar olíulindir við leitina, og
á áratugnum frá þvf olíufélög-
in 19 fengu þessa aðstöðu unnu
þau litlu meira en hálfa milj-
ón lesta af olíu samtals. Hins-
vegar unnu tyrknesku olíufé-
lögin tvö. Turkish Petroleum
Corp. og Petrol Ofici, meir en
fiórar milj., þrátt fyrir mið-
ur góðan tækniútbúnað. Vinnsl-
an eykst hjá þeim ár frá ári;
Lagasetningin frá 1954, þau
lög em nr. 6326, hallar mjög
hlut hinna innlendu olíufélaga.
Hve mjög hlut þeirra er hall-
að sést bezt á samkomulaginu,
sem gert var við olíufélögin
Caltex, Socony Mobil, Royal
Dutch Shell og British Petrol-
eum um byggingu tveggja olíu-
hreinsunarstöðva við Mersin og
Izmit. Þetta samkomulag gerir
ráð fyrir því, að á fyrstu tólf
starfsámm olíuhreinsunarstöðv-
anna kaupi Tyrkland olíu frá
þeim einum, enda þótt tyrk-
neska ríkið komi hvergi nærri
rekstri þeirra og fái engu um
hann ráðið. Hin erlendu olíu-
félög sleppa við innflutnings-
tolia á hráolíu til hreinsunar-
stöðvánna og útflutningstolla á
fullunninni olíu. Þegar öll kurl
koma til grafar, verða við-
skiptin á þá leið, að hin er-
lendu olíufélög flytja inn hrá-
olíu tollfrjálsa, fullvinna hana
í hreinsunarstöðvum sínum og
selja hana aftur tyrkneska ríik-
inu fyrir erlendan gjaldeyri
á verði sem er 35%, hærra en
heimsmarkaðsverð.
Árið 1963 færði' þetta fyrir-
komulag erlendum aðilum 15
miljónir dala. Blaðið „Vatan“
í Istanbúl hefur reiknað það
út, að sérhvert erlent fyrir-
tæki, sem fjárfesti eina miljón
dollara, geti hirt allt upp í
þrjár miljónir eftir tveggja ára
starf. Fyrrverandi varaforsæt-
isráðherra og fjármála, Feyzio-
gly, hefur látið eftirfarandi orð
falla: „Erlent fjármagn arð-
rænir Tyrkiand".
Nú er svo komið, að há-
værar kröfur em uppi um það,
að lög nr. 6326 verði felld úr
gildi. Tillaga þar að lútandi
hefur verið borin fram á bingi
og hlotið víðtækan stuðning,
enda segir í tillögunni, að
nauðsyniegt sé að „hefja þjóð-
arherferð til þess að forða
landinu frá þrældómi og
tryggja efnahagslegt sjálfstæði
þess“. Hitt er svo eftir að vita,
hvort slík tillaga nær fram að
ganga. Oliufélögin hafa fyrr
mútað þingmönnum svo dugði.
Frakkár ekki á
fund í Brussel
BRUSSEL 7/9 — Franska
stjómin hefur ákveðið að taka
ekki þátt í viðræðum á vegurp.
Efnahagsbandalagsins sem hefj-
ast eiga í Brussel á morgun og
fjalla um afstöðu bandalagsins
ti'l hinna svonefndu „Kennedy-
umræðna" um tollamál og af-
nám viðskiptahafta. Þetta er
staðfesting á þeirri afstöðu sem
Frakkar tóku á ráðherrafundi
EBE 30. júní að hætta afskipt-
um af störfum stofnana EBE.
Gafst upp á að
synda tvívegis
yfir Ernarsund
Danska sundkonan Greta
Andersen reyndi nýlega að
synda yfir Ermarsund fram og
til baka milli Englands og
Frakklands, og hefði þá orðið
fyrsta konan til að vinna slíkt
afrek. Greta synti frá Dover
til Calais á 13 klst og 51 mín.
en varð að gefast upp þegar
hún hafði synt til baka í 4 klst.
Apalögin í
Ameríku!
Löggjafarþingið á Flor-
ida setti nýlega sannkölluð
apalög. Ekki svo að skilja
að verið væri að amast við
þróunarkenningunni eða
eitthvað slíkt: Lögin mæla
einfaldlega svo fyrir, að
apar megi ekki aka bíl,
Hafa þá apar haft að-
gang að ökuskírteini áður
á Floridaskaganum? Fjarri
því. En lögin voru sett eft-
ir að lögregluþjónar höfðu
stöðvað bíl sem ekið var
— af sjimpansa. Að vísu
var apatemjarinn við hlid
„ökumannsins". Það fylgir
sögunni, að lögregluþjón-
arnir hafi verið svo snar-
ruglaðir af þessu öllu sam-
an, að þeir hafi látið ap-
ann hafa sektarmiða fyrir
ógætilegan akstur. Meira
gat umferðardómstóHinn
ekki gert; það fyrirfund-
ust engin lög á Florida
sem bönnuðu öpum að aka
bifreið.
Og því voru apalögin
sett!
Vietnam veldur f|ðrkipp
N
í efnahagsmálum vestra
„Vegna stríðsins á forsetinn skilið
að fá nú eitthvað fyrir snúð sinn
■ Stríðið í Vietnam hefur haft í för með sér nýjan
fjörkipp í bandarísku efnahagslífi, fjörkipp, sem jafnvel
bjartsýnustu sérfræðingar höfðu ekki þorað að .búast við.
Johnson Bandaríkjaforseti staðfesti þetta í lok síðasta
mánaðar er hann lét einn af fjármálafræðingum sínum,
Charles Schultze, tilkynna það, að ríkisfjárlög fari nú
vegna Vietnam í fyrsta sinn yfir 100 miljarða dollara.
u
„Stríðið veldur forsetanum
svo miklum erfiðleikum og svo
mörgum vandamálum, að hann
á það skilið að fá eitthvað
fyrir snúð sinn“ sagði einn for-
setaráðgjafinn af þessu tilefni.
Þetta „eitthvað" er að sögn
sérfræðinga snöggtum „heil-
brigðara" andrúmsloft í efna-
hagsmálunum, en nokkurn
hafði órað fyrir fyrr í sumar.
Stáliftnaðurinn
1 Washington var við því
búizt, að smám saman myndi
dragast saman framleiðslan í
stáliðnaðinum þegar er samið
hefði verið við verkamenn.
Flestar iðngreinar aðrar hefðu
þá minnkað stálpantanir sínar,
en notaö í þesS stað á næstu
mánuðum varabirgðir þær, er
keyptar voru er hættan tók
að aukast á verkfalli í stál-
iðnaðinum.
Breytt um skoðun
Vegna yfirlýsinga forsetans
um síaukinn hernað í Vietnam,
hafa fjölmargar iðngreinar í
lykilaðstöðu nú skipt um skoð-
un og virðast nú ákveðnar í
því að hafa jaínan tilbúnar
varabirgðir af stáli til þess að
geta jafnan annað pöntunum
frá hernum. Launasamningur-
inn í stáliðnaðinum hefur því
hvergi nærri þau áhrif, sem
búizt var við.
Þaö var í júlílok
sem Johnson skýrði bandaríska
þinginu svo frá, að hann þyrfti
að minnsta kosti 1.7 miljarð
dala í aukafjárveitingu vegna
stríðsins í Vietnam.
Lyndon B. Johnson, Banda-
ríkjaforseti, græðir á stríðinu
í Vietnam: Það hefur valdið
því að nýr fjörkijfþur hefur
hlaupið í efnahagslífið vestra.
Samsæri lénsherranna um
ai myrða Bhútankonung
Snemma í ágústmánuði voru
16 menn handteknir í Bhútan,
sem er smáríki eitt í Hima-
Iayafjöllum. Þeim var gefið að
sök að hafa gert samsæri gegn
konunginum, Jigme Dorji
Wangshuk.
Indverksa stórblaðið „Times
of India“ skýrir svo frá gangi
þessa máls (3. ág. sl.): Síðla
dags þann 31. júlí nálguðust
allmargir menn tjald konungs-
ins hjá Kyishu-klaustrinu, en
þar var kóngur í sumarleyfi
sínu. Mennirnir vörpuðu hand-
sprengju að tjaldínu, en kon-
ung sakaði ekki; hann var
vopnaður skammbyssu og skaut
nokkrum skotum að árásar-
mönnum sínum, sem þó sluppu.
Þyrlur og lögregluhundar
voru fengnir frá Kalkútta, og
einn a£ mönnunum náðist. Hin-
ir voru hirtir skömmu síðar.
Baksvið þessarar árásar er
að sögn tímaritsins „Indian
Link Magazine" á þessa leið
(8. ág. sl.): Lénsherramir í
Bhútan berjast sem bezt þeir
mega gegn ýmsum þeim þjóð-
félagsumbótum, sem konungur
hefur viljað framkvæma. 1961
sömdu indverskir sérfræðingar
fyrstu fimm ára áætlunina fyr-
ir Bhútan, og indverska stjórn-
in lét í té 175 miljónir rupees
til framkvæmdai’innar. Sú
framkvæmd er þegar hafin, en
útheimtir fullnýtíngu allra
auðlinda landsins. Lénsherrun-
um var sagt að láta eitthvað
af auðlegð sinni til þess að
stuðla að því að framkvæma
áætlunina. 1 örvæntingu hins
auðuga yfir því að þurfa að
láta fé af hendi til þjóðarhags-
muna reyndu lénsherrarnir að
fá konunginn myrtan.
I
i