Þjóðviljinn - 04.11.1965, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.11.1965, Qupperneq 1
M$Mgi Fimmtudagur 4. nóvember 1965 — 30. árgangur — 250. tölublað. LHandi kyndill á tröppum Pentagons í Washington Sjá síðu @ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Dómsmál í rannsókn 1 gær aflaði Þjóðviljinn sér upplýsinga um gangi nokk- urra mála sem ýmist hafa verið og eru í dómsrannsókn eða eru í frumrannsókn. Vallarmálið Ólafur Þorláksson saka- dómari sem haft hefur með höndum rannsókn á máli þeirra Jósafats Amgrímsson- ar, Þórðar Halldórssonar og fleiri, skýrði blaðinu svo frá að rannsókninni væri nú lokið og færi munnlegur mál- flutningur þessa máls fram í Sakadómi Reykjavíkur 17. þ.m. Hefur rannsókn þessa máls nú staðið yfir mjög lengi. Fríhafnarmálið Logi , Guðbrandsson setu- dómari í Fríhafnarmálinu sagði að rannsókn stæði enn yfir en henni myndi, væntan- lega ljúka áður en langt um liði. Varðstjóramálin Halldór Þorbjörnsson saka- dómari, skipaður setudómari i máli Ingólfs Finnbjömssonar varðstjóra í lögreglunni í Kópavogi, sagði að rannsókn í því máli væri enn ekki lokið og gæti hann ekkert frekar um málið sagt. Vald’mar Stefánsson sak- sóknari skýrði Þjóðviljanum hins vegar svo frá að lokið væri hjá embættinu athugun á síðara varðstjóramálinu í Kópavogi, máli Ingólfs Ing- varssonar. varðstjóra, er var borin þeim sökum, að hafa verið ölvaður við störf. Sagði hann að ekki hefði komið fram við rannsókn málsíns neitt er sannaði þá ákæru og hefði því ekki verið talin á- stæða till frekari aðgerða í málinp. Landssmiðjumálið Þá átti Þjóðviljinn tal við Gunnlaug E. Briem ráðu- neytisstjóra í atvinnumála- ráðuneytinu og spurðist fyrir um Landssmiðjumálið. Sagði ráðuneytisstjórinn að tveir reyndir endurskoðendur ynnu að endurskoðun á bókhaldi fyrirtækisins, væri það mik- ið verk og gæti hann engu spáð um hve langan tima bað tæki. Meiri tollívilnanir og tilslakanir á útivistarreglum hermanna — segir „Hvíti fálkinn"; blað Bandaríkjahers á Islandi ■ Meðal mála sem rædd hafa verið undanfama mánuði á fundum svokallaðrar „varnamálanefnd- ar“ og fulltrúa bandaríska hemámsliðsins eru auk- in tollfríðindi hemum til handa og tilslakanir á reglum þeim sem skylda hermennina til að klæð- ast einkennisbúningi þó þeir séu ekki að sinna skyldustörfum. Þórður Eyjólfss. forseti Hæstarétt- ar lætur af starfi Þessi frétfatilkynning Þjóðviljanum í gær; barst Forseti íslands hefur í dag, samkvæmt tillögu dómsmála- ráðherra, veitt dr. Þórði Eyj- ólfssyni, forseta Hæstaréttar lausn frá embætti hæstaréttar- dómara frá I. janúar 1966 að telja, samkvæmt ósk hans. Dr. Þórður Eyjólfsson, sem er á 69. aldursári hefur setið í embætti hæstaréttardómara frá árinu 1935, en hefur nú óskað að láta af störfum frá næstu áramótum. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, 3. nóv. 1-965. Frá þessu er skýrt í síðasta hefti Hvíta fálkans, sem er vikublað hemámsliðsins á Is- landi. Greinir blaðið nokkuð frá þeim sameiginlegu fundum, sem „varnarmálanefndin“ íslenzka á reg'lulega með þriggja manna nefnd hernámsliðsins, en fundir þessara samstarfsnefnda um hernámsmálin em haldnir hálfs- mánaðarlega, til skiptis hér í Reykjavík og í aðalstöðvum Bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli. Umræðucfnin síðustu mánuði'. Hvíti fálkinn segir að starf sameiginlegu nefndarinnar sé að verulegu leyti bundið málum er varða dagleg störf og hegðun hernámsliða og annars\starfs- fólks hersins. Síðustu mánuðina hafi ncfmlin til dæmis fjallað um rýmri fríðindi til handa þeiin hernámsliðum sem búsetu hafa utan hcrstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli í sambandi við toll af matvælum og hús- búnaði, tilslakanjr á reglum um að hermennirnir klæðist ein- kennisbúningi í frítímum sínum, launakjör íslenzkra starfsmanna hersins og tillögur uim að ís- Ienzkir og bandarískir aðilar komi í sameiningu upp nýrri veðurstofu. Þá getur blað hernámsiliðsins þess ennfremur, að skipuð hafi verið undix-nefnd til að gera til- lögur um framkvæmdir i sam- bandi við almannavarnir. Hæfileikamenn í hernáms- málum. 1 „varnarmálanefnd" eiga sem kunnugt er sæti þrír Is- lendingar: Hörður Helgason deildarstjóri „varnarmáladeild- ar“ utanríkisráðuneytisins (for- maður nefndarinnnar), Hall- grímur Dalberg deildaxrstjóri í félagsmálaráðuneytinu og Hösk- uldur Ölafsson, bankastjóri Verzlunarbankans. Hvíti fálkinn lætur mikið af hæfni þremenn- inganna í störfum, sem bundin eru hemáminu. Þeir þrír menn sem nú eiga sæti af hálfu bandaríska her- námsliðsins í samstarfsnefnd- inni eru Emile E. Pierre. kaft- ein, yfirmaður hei-stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, hann er foxmaður bandaríska nefndar- hlutans og hefur átt sæti í nefndinni frá því í júlí x sumar. Ennfremur: Joseph E. Haines Verður enn slakað á reglum þeim, scm gilt hafa um útivist bandarískra hernámsliða utan herstöðv- Framhald á 9. síðu. anna og víghrciðranna? Ýmis mikilsverð mál rædd á borgarstjórnarfundinum í dag ■ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur síðdegis í dag og í kvöld verða m.a. ræddar tillögur frá borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins um lífeyrisréttindi lausráðinna borg- arstarfsmanna, aukna heilsuvernd, átak í húsnæðismál- um ‘Gagnfræðaskóla verknáms og endurnýjun togaraflot- ans. Það er Adda Bára Sigfúsdóttir sem flytur tillöguna um að öll- um lausráðnum starfsmönnum borgarinnar verði gefinn kostur á þátttöku í lífeyrissjóði borg- arstarfsmanna. Ennfremur fjall- ar tillaga hennar um að veita borgarstarfsmönnum sama rétt og ríkisstarfsmönnum er veittur í 25. gr. V. kafla laga um rótt- OddvHinn í Grímsey Um helgina varð nokkur úlfaþytur í blaðakosti meg- inlandsins út af manni nokkr- um, sem var meinuð landvist í Grímsey og ætlaði þessi meginlandsbúi að setjast að í eyjunni. Oddvitinn tólr á móti manni þessum á flugvellinum og leiddi hann um borð í póst- skipið og sendi hann. aftur til meginlandsins. Hér birfcum við mynd af oddvitanum, Alfreð Jónssyni. og viijum vísa á viðtal við hann á 4. síðu. indi og skyldur starfsmanna ríkisins, þ.e. að konur sem veita heimili forstöðu og aðrir sem sérstaklega er ástatt um skuli eiga rétt á að vinna two þriðju h'luta fulls vinnutíma með sam- svarandi frédrætti í launum. Alfreð Gíslason er flutnings- maður svohljóðandi tillögu um aukna heilsuvemd: „Með því að allmikið húsrými verður væntanlega laust í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á næsta ári, þegar starfsemi Borgarspítalans og Slysavarð- stofunnar flyzt í hin nýju húsa- kjmni Borgarsjúkrahússins i Fossvogi, þykir borgarstjórn- inni tímabært að athugað verðx, hvort ekki sé þörf aukins heilsu- verndarstarfs í borginni. Felur ’.orgarstjórnin stjóm Heilsu- verndarstöðvar þá athugun og óskar álits hennar fyrir 1. febr. næst komandi ásamt tillögum. ef einhverjar verða“. í tillögu Guðmundar Vigfús- sonar um húsn? iðismál Gagn- fræðaskóla veiiknáms er minnzt á það ófremdarástand, sem er ríkjandi í þessum málum og með öllu talið óviðunmdi að kennsla í sömu bekkjai'deildum skuli þurfa að fara á tveim stöðum og það því fremur sem húsnæði skólans við Brautarholt er með öllu óhæft sem skólarj húsnæði. Leggur Guðmundur til að sleitulaust verði haldið á- fram byggingu skólahússins við Ármúla og áherzÆa lögð á að húsbyggingunni verði lokið á sem allra skemmstum tíma, svo að leggja megi niður kennslu í iðnaðarhxísnæðinu við Brautar holt. Guðmundur Vigfússon flytur einnig tillögu um endurnýjun togaraflotans íslenzka og verði að því stefnt, eins og segir í tillögunni, „að þjóðín eignist með hæfilegum hraða ný og fullkomin fiskiskip á þessu sviði, í stað þeirra gömlu og að mörgu leyti úreltu skipa, sem fyrir eru.“ 1 tillögunni er gert ráð fyrir að borgarstjómin skori á Alþingi og ríkisstjórn að taka þetta mál nú þegar til alvar- legrar athugunar og úrlausnar og hafa um það samráð við samtök togaraeigenda og togara- sjómanná. ★ Frá öllum þessum tillögum; umræðum um þær og afgreiðslu verður nánar skýrt í naastu blöð- um ÞJÓÐVILJANS. Vömbifreiðastjórar gegn vegaskatti Gengu á íund ráð- herra og mótmæltu I gær gekk nefnd Landssam- bands vörubílstjóra öðru sinni á fund Ingólfs Jónssonar, sam- göngumálaráðhcrra, út af vega- tollinum á nýja Keflavíkurveg- inum. Einar Ögmundsson, for- maður sambandsins, skýrði Þjóð- viljanum svo frá í gær, að á fundi þcssum hcfði ekki annað gcrzt en það, að ráðhcrra óskaði eftir greinargerð frá Landssam- bandinu um málið, greinargerð er hefði að geyma rökstuiðning fyrir mótmælum vörubílstjór- anna og gegn útreikningum samgöngumálaráðuncytisins. Er nú unrxið að því að ganga frá greinargerð þessari. Þjóðviljanum er kunnugt um að ýmsir aðilar hafa að undan- fömu lagt leið sína til einstakra ráðherra í ríkisstjórninni vegna vegatollsins og borið fi'am mót- mæli sín. Hér er um að ræða samtök sérieyfishafa, bifreiða- eigendur á Suðurnesjum oiL t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.