Þjóðviljinn - 04.11.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.11.1965, Blaðsíða 3
FiauníaSagur 4. nóvember 1965 - ÞJÓÐVU-JINN ~ SÍÐA 3 MAPAM-sósíalistar í stjórn í ísrael eftir kosningarnar Flokkur Ben-Gurions hlaut aðeins tíu þingsæti og hægrimönnum varð ekki úr vonum um aukið fylgi TEL AVIV 3/11 — Hægri öflin í ísrael sem höfðu gert sér miklar vonir um fylgisaukningu í þingkosningunum í gær urðu 'fyrir vonbrigðum og niðurstaða kosninganna virðist ætla að verða sú að mynduð verði samsteypustjórn með þátttöku flokks vinstrisósíalista, Mapam. Kosið var hlutfallskosnmgum um 120 þingsæti og er landið allt eitt k.iördæmi. Endanleg úr- slit lágu enn ekki fyrir í kvöld, en sýnt þótti að flokkur Eshkols forsætisráðherra, Mapai, myndi halda þingsætatölu sinni, eða jafnvel bæta við hana. Flokkur- inn sem talinn er heldur lengra til vinstri en hann var áður en Ben-Gurion klauf sig úr honum er talinn munu fá 43 þingsæti, en hafði 42. Þegar 75 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Repúblikaninn John Lindsay nú borgarstjóri í Ne w York NEW YORK 3/11 — John Lind-; vera áfall fyrir hægriöfl flokks- say, frambjóðandi Republikana, sem naut stuðnings Frjálslynda flokksins í New York; sigraði þar í borgarstjórakosningunum í ins, fytlgismenn Goldwaters. Lindsay sigraði höfuöandstæð- ing sinn, Demókratann Abra- ham Beame, með 136.000 at- kvæða meirihluta, og hefur ekki munað jafn endum við Mapai fengið 35,9 prósent, hinn íhaldssami Herut-flokkur 19,5, og flokkur „þjóðlegra rétttrúar- manna“ 9,6. Klofningsflokkur Ben-Gurions, fyrrv. forsætisráðherra, hafði aðeins fengið 8,6 prósent og er það mun minna en margir höfðu búizt við og 10 þingsæti. Stjórn Eshkols hefur stuðzt við Rétttrúarmenn og annan smáflokk, Achdut Havooda, sem telst vinstriflokkur, auk Mapai. Nú er talið líklegt að mynduð verði samsteypustjórn Mapai, Rétttrúarmanna og Mapam, sem myndu hafa traustan meirihluta. Ian Smith virðist vilja vera við öllu búinn. G j al d ey r isstaða Brefa batnar enn LONDON 3/11 — Gjaldeyris- og gullforði Breta jókst í síðasta mánuði um 42 miljónir sterlings- punda og er nú rúmlega miljarð- ur punda, eða meiri en nann hefur verið síðan í marz í fyrra. litlu á frambjóD- Gjaldeyrisstaðan mun í rauninni borgarstjórakjör i hafa batnað enn meira. vegna Enn eru engar horfur á lausn í Ródesíumáli Ekkert samkomulag um starfsreglur nefndar þeirrar sem Wilson og Smith sömdu um að setja á laggirnar John Lindsay gær. Sigur hans er í senn talinn treysta mjög aðstöðu hans sem væntanlegs forsetaefnis Repúbli- kana í kosningunum 1968 og New York í aldarf jótðung. Linds- ay hlaut 1.166.015 atkvæði, en Beame 1.030.771. Þriðji fram- bjóðandinn, hinn íhaldssami Republikani og Goldwatersinní, William Buckley, hlaut 339.227 atkvæði. Það vekur hvað mesta athygli að svo virðist sem Buckley hafi unnið meira fylgi frá Demókröt- um, en frá Lindsay. Hann bauð sig þó fram til þess eins að spilla fyrir flokksbróður sínum, sem hann telur of frjálslyndan. Þótt sigur Lindsays sé áfall fyrir Goldwater-sinna mun það tiltölulega mikla atkvæðamagn, sem Buckley fékk, en það var mun meira en í fyrstu hafði verið gert ráð fyrir, verða þeim til uppörvunar. þess að Englandsbanki greiddi i mánuðinum af lánum þeim sem hann tók til að halda uppi gengi pundsins. Það hefur einnig tekizt því að í dag var það skráð á 2.805 dollara eða hærra en nokkru sinni síðan í janúar 1963. "lijnbot Kegn SCína DJAKARTA 3/11 — Frá .Medan á Norður-Súmötru berst. að mik- ill mannfjöldi, í einni frétt er tal- að um 100.000 manns, hafi ruðzt að bústað kínverska ræðismanns- ins, hrópað ..niður með Kína“ og rifið niður kínverska fánann. Skól um borgarinnar hafði verið lok- að til að bömin gætu látið í -jós andúð sína á Kínverjum. LONDON og SALISBURY 33/11 — í dag, aðeins tveim- ur dögum eftir að Harold Wilson forsætisráðherra skýrði brezka þinginu frá ferð sinni til Ródesíu og taldi ástæðu til bjartsýni á farsæla lausn deilunnar við stjórn Ians Smiths, varð hann á sama stað að viðurkenna að hann hefði farið erindisleysu. Hann hafði talið sig hafa komið því til leiðar í viðræð- unum við Ian Smith að sett yrði á laggirnar nefnd til að kanna lausn málsins og átti hún að vera skipuð fulltrúa frá hvorri ríkisstjórn, en forseti hæstaréttar Ródesíu átti að vera oddamaður. Tveir ráðherrar brezku stjórnarinnar urðu eftir í Salisbury, höfuðborg Ródesíu, til að ganga endanlega frá starfs- reglum nefndarinnar. Þeir hafa nú gefið honum skýrslu um við- ræður sínar við Smith og kom á daginn þegar Wilson ávarpaði brezka þingið í dag að ekkert samkomulag tókst um starfs- reglur nefndarinnar. Bilið milli London og Salisbury er því jafn Hernaði Bandaríkjanna mótmœlf 1 Ungur friðarsinni kveikti sér við anddyrið í Pentagon Framdi sjáifsmorð með lífið barn sitf í fanginu fil að vekja afhygli á hörmungum stríðsins í Viefnam breitt og áður, sagði þingmála- fréttaritari brezka útvarpsins. Engar horfur Wilson kvað nú engar horfur vera á því að samkomulag gæti tekizt um starfsreglur nefndar- innar. Forsætisráðherra Ródesíu héldi því fram að allir íbúar landsins vildu sjálfstæði á grundvelli stjórnarskrárinnar frá 1961, sem sviptir meirihluta landsmanna, fjórar miljóair Afríkumanna, öllum áhrifum á stjórn landsins, en felur hana 217.000 evrópskum landnemum. Wilson sagði að brezka stjórn- in gæti ekki fallizt á þetta nema hún fengi óyggjandi sannanir fyrir því. Hún hefði því viljað að tillögur nefndarinnar yrðu lagðar undir dóm þjóðar Ródes- íu. Nefndin ætti fyrst að skila bráðabirgðaálitti og síðan ein- róma tillögum þegar íbúar Ród- esíu hefðu verið spurðir. Brezka stjómin vildi þó ekki skuld- binda sig fyrirfram til að fara að þeim ráðum sem nefndin kynni að gefa henni. Hann hefði gert Smith það ljóst að ef í ljós kæmi að „þjóðin í Ródesíu í heild“ gæti ekki fallizt á til- lögur nefndarinnar, myndi brezka stjórnin áskilja sér rétt til hverra þeirra aðgerða sem hún teldi nauðsynlegar. Brezka þingsins að ákveða í umræðunum að lokinni skýrslu Wilsons ítrekaði hann svo hvað eftir annað að það væri brezka þingsins að taka endanlega ákvörðun í Ródesíu- málinu. Einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins sagði að hann og ýmsir flokksbræður hans hefðu þungar áhyggjur af því hvernig málum væri komið 1 Framhald á 9. síöu. Inægja í París með för Couve PARÍS 3/11 — Peyrefitte upplýsingamálaráðherra sagði fréttamönnum í Par- ís í dag að de Gaulle for- seti væri mjög ánægður með þær ágætu viðtökur sem Couve de Murville ut- anríkisráðherra hefði fengið í Sovétríkjunum. Þær hefðu verið ljós vottur um þá vin- áttu sem einkenndi sam- band Frakklands og Sovét- ríkjanna. sagði hann. De Gaulle lætur i dag uppi hvort hunn gefur kost ú sér WASHINGTON 3/11 — 31 árs, gamall bandarískur friðar- sinni og kvekari svipti sig lífi í gærkvöld á tröppunum við anddyri Pentagons í Washingtön, þar sem landvarna- ráðuneytið er til h'úsa. Hann hellti yfir sig benzíni, bar eld að og stóð brátt í ljósum logum, sem lifandi kyndill. Maðurinn sem hét Norman R. Morrison hafði 18 mánaða gamalt stúlkubam í fanginu þegar hann kveikti í sér, en sleppti því þegar sjónarvottar að sjálfsmorði hans hrópuðu til hans og varð bam- 24 m eldflaug MOSKVU 3/11 — Fréttaritari Reuters í Moskvu segir að búizt sé við því að við hátíðahöldin á Rauða torginu 7. nóvember muni sýnd ,,risaeldflaug“. Þessi nýja eldflaug sé 24 metra löng og hafi hún sézt við æfingamar sem jafnan fara á undan hersýning- unni. inu ekki meint af. Morrison æzt skömmu eftir að komið var með hann til sjúkrahússins. Mótmæli gegn Vietnamstríði í fyrstu var sagt að ekki /æri vitað hvemig á því stóð að Morrison stytti sér aldur með þessum hroðalega hætti — sjálf- sagt að dæmi vietnömsku búdda- munkanna sem eins hafa farið að — en sagt að það væri al- mennt talið í Washington að hann hefði viljað mótmæla hem- aði Bandaríkjamanna í Vietnam, sem kvekarar séu andvígir, ;ins og þeir eru reyndar á móti hvers konar ofbeldi. Eiginkona hans sem nú stend- ur ein uppi með þrjú börn stað- festi þetta í nótt. Hún sagði að maður hennar hefði gefið líf sitt til að vekja athygli á mann- drápum og hörmungum sem leiddu af stríðinu í Vietnam. Hann vildi með þessu móti mót- mæla hemaði Bandaríkjanna í Vietnam, sagði frú Morrison. Fjöldi sjónarvotta Þetta hroðalega atvik átti sér stað rétt um það leyti þegar þús- undir starfsmanna ráðuneytisins voru að halda heim að loknu dagsverki. Það fékk svo á áhorf- endur að þeir gátu hvorki hreyft legg né lið. enda var Morrison logandi kyndill á einu andartaki. En þeir hrópuðu til hans að sleppa barninu og hann geröi það rétt áður en hann féll sjálfur um koll. Sjúkrabíll kom þegar á vett- vang og var farið með bæði í sjúkrahús. Þar lézt hihn ungi kvekari rétt eftir komuna, en baminu hafði ekki orðið neitt meint af. PARlS 3/11 — De Gaulle for- seti mun í sjónvarpsræðu á morgun loks gera uppskátt hvort hann ætlar að gefa kost á sér við forsetakosningarnar sem fram eiga að fara í Frakklandi 5. desember. Ávarpið verður stutt, aðeins tíu mínútur og hefst kl. 18, Hemaður Bandaríkjamanna 1.627 Vietnamur drepnir, 23 Bandaríkjamenn féllu SAIGON 3/11 — Birt var í Saigon í dag skrá yfir mann- fall í stríðinu í Suður#Victnam í síðustu viku. Sámkvæmt henni voru í vikunni drepnir 1.264 „vietkongar“ en sem kunnugt er nefna Bandarikjamenn alla því nafni sem falla fyrir morðvopnum þeirra. Þá féllu 363 hermenn Saigon- hersins, en 773 særðust. 23 bandarískir hermenn féllu og 114 særðust. Stríð Bandaríkjamanna í Vietnam kostaði þannig í þessari viku um áttatiu Vietnambúa Iífið fyrir hvem Bandaríkjamann sem féll. að íslenzkum tíma. Enginn veit með neinni vissu hvort de Gaulle mun bjóða sig fram, þótt þeir séu nú fleiri sem eru á því. Kemur margt til. Spurzt hef- ur að heilsa forsetans sé miklu skárri en talið var í sumar, þó að sjóndepra hái honum og ýmis hrörleiki, enda verður hann hálfáttræður 22. þ.m. Hann myndi gera fylgjendum sínum, gaullistaflokknum UNR, mjög erfitt fyrir ef hann drægi sig i hlé á síðustu stundu, þar sem flokkurinn hefði þá nauman tíma til að afla eftirmanni hans fylgis og vinsælda. En mestu máli skiptir þó að hæpið þyk- ir að de Gaulle muni afsala sér stjómartaumunum á þeim ör- lagaríku tímamótum oem Frakk- ar standa nú frammi fyrir að hans tilhlutan. Annars vegar eru þau lokaátök um framtíð- arskipan Efnahagsbandalags Evrópu og hins vegar staða Frakka innan AtlanzhafS- bandalagsins. Víst er að de Gaulle mun engum treysta öðr- um en sjálfum sér til að ráða fram úr þeim málum. t * \ t 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.