Þjóðviljinn - 04.11.1965, Side 5

Þjóðviljinn - 04.11.1965, Side 5
Fimmtudagur 4. nóvember 1965 ÞJÖÐVILJTrrN — SIÐA 5 A3 leik loknum í Rödovre Við birtum þessa mynd þó síðbúin só. Bjarnleifur Bjarnlcifsson tók hana í hófi sem haldið var að loknum síðari landslcik ís- lenzku og dönsku stúlknann.a í handknattlcik í Kaupmannahöfn sl. laugardag. Maðurinn á miðri myndinni er borgarstjórinn í Rödovre, þar sem leikurinn fór fram. Til hægri á myndinni sést Ásbjörn Sigurjónsson formaður Handknattleikssambands Islands. Landsleikur við Skota í körfu- inattleik í janúar? 5. ársþing Körfuknattleiks- sambands íslands var haldið laugardaginn 30. október sl. í KR-húsinu við Kapláskjólsveg. Þingforseti var kjörinn 3enedikt G. Waage. heiðurs- forseti ÍSÍ, en Gísli Halldórs- son forseti ÍSÍ, flutti þinginu kveðjur íþróttasambandsins og árnaðaróskir í tilefni af 5 ára afmaeli KKS. Sérstaklega þakk- aði hann Boga Þorsteinssyni fyrir störf hans, en hann hef- ur verið formaður KKf frá upphafi. Formaður KKf, Bogi Þor- steinsson, flutti skýrslu stjóm- arinnar. Enginn landsleikur var háður á árinu, en áherzla lögð á eflingu körfuknattleiks- ins innanlands. Haldin voru dómaranámskeið. og samning- ur gerður við íþróttakennara- skóla íslands um þjálfaranám- skeið. Knattþrautir KKX hlutu miklar vinsældir úti um lands- byggðina og hafa fleiri hundr- uð unglingar unnið til heið- ursmerkja af ýmsum gráðum vegna unninna afreka. Komið var á stofn Bikar- keppnj KKÍ og tókst hún bet- ur en ílestif þorðu að vona. Þykir sýnt að hún muni eiga vaxandi vinsældum að fagna, og hefur verið ákveðið að halda hennj áfram í sömu mynd á næsta ári. Landslið KKÍ fór í mikla keppnisför til Bandaríkjanna 3 síðastliðnum vetri og lék alls 12 leiki aðallega við há- skólalið. Kvað formaður, sem var fararstjóri að þetta mundi verið hafa eitt erfiðasta og lengsta keppnisferðalag sem ís- lenzkur íþróttaflokkur hefur SKIPAUTGCRB KIKISINS M.S. ESJA fer vestur um land í hringferð 9. þ.m. Vörumóttaka á föstu- dag og árdegis á laugardag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals Þingeyrar Flateyrar, Suðuréyrar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur og Raufarhafnar. farið, en mjög laerdóms- og ár- angursríkt. Á síðastliðnum vetri tók í. R. i fyrsta skipti þátt í Evr- ópubikarkeppni meistaraliða og komst í aðra umferð. en tap- aðj þá fyrir Frakklandsmeist- urunum. í lok skýr»lu sinnar þakkaði Bogi hlýjar kveðjur til- KKÍ og til sín persánulega vegna 5 ára afmælisins. Síðar á þing- inu var samþykkt tillaga þess efnis, að gengist verði fyrir afmælisfagnadi þ. 29. janúar 1966, en þann dag var KKÍ stofnað. Til mála getur komið að leikinn verði landsleikur við Skota í tilefni af afmæl- inu. — Undirbúningsviðræður hafa þegar hafist við Skota. \þar að lútandi. Tilkoma íþróttahallarinnar nýju mun gjörbreyta aðstöðu körfuknattleiksmanna. og hafa m.a. nokkur amerísk lið, ósk- að eftir að koma vig hér á landj á leið sinni til keppni í Evrópu næsta vetur. Samþykkt var tillaga frá út- breiðslunefnd KKí þess efnis að tekin verði upp svæðaskipt- ing í íslandsmótinu í körfu- knattleik í 1.. 2., 3. og 4. fl. karla og í kvennaflokkum. — Með samþykkt þessari er stefnt að Því að auðvelda og auka þátttöku yngri flokkanna á landsbyggðinni. Einnig var samþykkt tillaga, þar sem mælzt er til þess við háttvirt Alþingi að íþrótta- flokkar verði undanþegnir væntanlegum farseðlaskatti. Eftirtaldir menn hlutu kosn- ingu í stjórn KKÍ: Bogi Þorsteinsson, formað- ur og meðstjómendur Magnús Björasson. GunnaT Pedersen, Þráinn Scheving, Ásgeir Guð- mundsson. Helgi Sigurðsson og Guðjón Magnússon, Vara- menn: Eiríkur Skarphéðinsson, Jóhannes Sigmundsson og Ein- ar Ólafsson. Að lokum sleit þingforseti, Benediikt G. Waage, þinginu með árnaðaróskum til sam- bandsins og körfuknattleiksí- þróttarínnar, sem hann kveðst telia að verða muni höfuðíþrótt á fslandi í framtíðinni. Körfu- knattleikurinn vaeri prúðmann- leg og falleg íþrótt sem ekki væri síður heppileg fyirlr stúlk- ur en piita. Evrópubikarkeppni í körfuknattleik: KR-ingar leika við sæasku meistarana Alvik á sunnud. 183 cm. Skrifstofumaður. Leik- ur bakvörð. Bo Lundmark. 22 ára 188 cm. Stud phil. Leikur fram- vörð. Þjálfari liðsins er Rolf Ny- gren, lærður í U.S.A. og þjálf- ari sænska landsliðsins. Alvik er án efa mjög sterkt lið og býr yfir miklum hraða. og má geta þess, að á síðasta ári unnu þeir alla sína leiki og flesta með yfirburðum. í liðinu eru 7 leikmenn sem hafa leikið annaðhvort í lands- liði eða unglingajandsliði, og þeir áttu 4 af 10 stigahæstu leikmönnum siðasta keppnis- tímabils. þá Jörgen Hanson, sem leikur ekki með í ár. Kaj Hákonson, Anders Grönlund og Örjan Sviden. Alvik tók þátt í Evrópu- keppninni á síðasta ári og sigr- aði þá hollenzku meistarana Wolwe, en tapaði siðan fyrir júgóslavnesku meisturunum OKF Beograd sem komust í undanúrslit keppninnar. Svíarnir munu koma til landsins nk. laugardagskvöld og munu þeir dveljast á Loft- leiðahótelinu á Keflavíkurvelli. Héðan halda þeir svo aftur þriðjudaginn 9. nóvember. KR- ingar fara síðan utan fimmtu- daginn 11. nóvember og leika þann 13. í Bromma. Forsala aðgöngumiða hefst fimmtudaginn 4. nóv. í tjaldi við Útvegsbankann og einnig í Bókabúð Lárusar Blöndal í Vesturveri. Einnig verða seld- ir miðar í hliðinu á Keflavítíí-0 urflugvelli. Miðaupplag er m'jog takmarkað aðeins 500 sæti. ★ KR hefur gefið út mjög vandaða leikskrá með mörgum gullkoraum um ísl. körfuknatt- leiik, og upplýsingum um leik- menn beggja liða. □ Næstkomandi sunnudag, 7. nóvember, mun KR leika gegn Svíþjóðarmeisturunum Alvik í Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik. — Leikurinn hefst kl. 16. f liði Alviks leika eftirtald- ir menn; Kaj Iiákonson, fyrirl. nr. 5 24 ára. Hæð 181 cm. Stud. Odont. Hefur leikið 20 landsleiki og einn unglingalandsleik. leikur bakvörð, geysimikill uppbyggj- ari og frábær skytta. Kent Gunná. Nr. 4. 20 ára nemi, 192 cm. Hefur leikið 1 landsleik og 2 unglingalands- leiki. læikur framvörð. og er hættuleg skytta og mjög snögg- ur af framverði að vera. Anders Grönlund. Nr. 6. 22 ára, 183 cm. Stud phil. Hefur leikið 19 landsleiki og 3 ung- lingaleiki. Leikur bakvörð og er einn bezti maður liðsins, geysifljótur og góður skot- maður. Fékk mikið lof fyrir leiki sína í síðustu Evrópu- keppni. Kjell Gunná. Nr. 7. 18 ára nemi. 186 cm. Hefur leikið 3 unglingalandsleiki. Egon Hákonson. Nr. 8. 25 ára, 192 cm. Stud techn. Hefur leikið 24 landsleiki Leikur bak- vörð og er ásamt bróður sín- umKaj helzti uppbyggjari liðs- ins og traustur leikmaður. Lennart Preutz. Nr. 9. 19 ára nemi. 190 cm. Hefur leik- ið 5 unglingalandsleiki. Örjan Sviden. Nr. 10. 23 ára. 197 cm. Stud arch. Leikur framvörð og miðherja og er án efa hættulegasti maður liðsins. Hann er góð skytta. fljótur og mjög harður, enda öðlastmikla reynslu í 30 lands- leikjum. Lék gegn íslandi í Stokkhólmi 1962 og í Helsing- fors 1964. Peter Adler. Nr. 11. 28 ára. 185 cm. Arkitekt. Leikur bak- vörð. Leif Björn. Nr. 12. 25 ára, Sænsku meistararnir í körfuknattleik. Alviks B.K. Þing norrænna frjálsíþrótta- leiðtoga haldið í Reykjavík □ Dagana 6. og 7. nóvember, þ.e. á laugar- dag og sunnudag, fer fram hér í Reykjavík norrænt þing frjálsíþróttaleiðtoga, hið 22. í röð- mm. Þing þessi eru haldin árlega í höfuðborgum Norðurlandanna til skiptis — síðasta þing í Rvik var háð árið 1960. Þáttakendur eru að þessu sinni 2 frá Danmörku. einn frá Finnlandi, 2 frá Noregi, einn frá Svíþjóð og 6 frá íslandi. Meðal mála sem liggja fyrir XXII. þingi norrænna frjáls- íþróttaleiðtoga eru m.a. þessi: <$> 1) Uppgjör og skýrsla jm Norðurlandameistaramótið 1965, sem fram fór í Helsinki í sum- ar. (Framsögumaður frá Finn- landi). 2) Norðuriandameistaramótið og framtíð þess. (Framsögumað- ur frá Islandi). 3) Norrænt unglingameistara- mót (Framsögumaður frá ís- landi). 4) Sjónvarpið og frjálsíþrótta- mót (Framsögumaður frá Finn- 5) Á að taka upp skrásetningu á norrænum metum fyrir twgl- ingsstúlkur? (Fn. msögumaöur frá Danmörku). 6) Tillögur Norðurlandanna til I.A.A.F. (alþjóðafrjálsiþrótta- sambandsins) um breytingar á alþjóðlegum keppnisreglum (Framsögumaður frá Noregi). 7) Sameiginleg tillaga Norð- urlanda um staðarval Evrópu- meistaramótsins 1970 (Fram- sögumaður frá Svíþjóð). 8) Keppnin: Norðurlönd — maður frá Svíþjóð). 9) Ákveðnir dagar meistara- móta Norðurlanda og landsleik- 10) Staðfesting nýrra nor- rænna meta fullorðinna, ungl- inga og kvenna. Útlendu gestirnir koma til landsins í dag og á morgun og fara aftur utan n.k. mánudag, 8. nóvember. Fundarstaður er fundarsalur ISÍ í fþróttamiðstöðinni í Laug- ardal. Þingið verður sett á laugar- daginn kl. 10 árdegis og lýfcur sem fyrr segir á sunnudag. HAPPDRÆTT! HÁSKÓLA ÍSIANDS Aðalskrifstofan '/erður lokuð vegiia jarðarfarar. frá hádegi í dag, HAPPDRÆTTT HÁSKÓLA ÍSIANDS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.