Þjóðviljinn - 04.11.1965, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 04.11.1965, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fímmtudagur 4. nóvember 1965 kerlingá; (SAGA EFTIR MARÍU LANG .........................................í Christer komst ekki áfram fyrir föður sínum, en hann sá pó glitra í eitthvað gult og !jós- brúnt á sviðsgólfinu. — Þetta er gamla konan sem sat hjá mér! Er hún .... !eið yfir hana? Og þar sem hann fékk ekkert svar, hélt hann áfram: — Hún titraði svo skringilega allan tímann. — Hvað segirðu? — Landfóget- inn hjó eftir þessu. — Titraði hún? — Já. Fyrst var karl sem bablaði fyrir aftan okkur, ein- mitt þegar heljarstökkvarinn æti- aði að fara að stökkva. Hann var súr yfir því að hún skyidi hafa logið og að hún kynni ekki að sjóða karamellur, og þá fór hún að titra. En þegar bessi þarna karl kom — hann benti á yfirrannsóknarlögregluþjóninn sem hlustaði hugfanginn — bá titraði hún enn meira. Alvag svona. Hún tók einhverja p’ilu ti, þess að það skánaði, en það skánaði ekki neitt, hún bara skalf og hún hló ekki neitt að trúðunum eins og hún hafði gert áður. — Hvemig veiztu að það var pilla sem hún gleypti? — Það var eitthvað sem hún tfar' fneð í vasanum, og það var að minnsta kosti ekki súkkulaði eða sælgæti. Hún tuggði bað ekki og saug það ekki heldur. Hún kyngdi og kyngdi til þess að reyna að koma því niður. Heyrðu pabbi. ef ég á að fara heim á undan ykkur, þá verð ég að fá ís: ég er svo hræðilega svangur. Honum til undrunar var uon- um réttur seðili orðalaust, og hann flýtti sér burt áður en fullorðna fólkið sæi sig um hönd. og heimtaði hann aftur til 'oaka. — Ójá, stundi Tobías. Þetta hefði maður átt að sjá fyr*r. Hún hefur auðvitað borið eitt- hvað af eitrinu á sér Svo hef- ur hún ekki umborið kvalimar heldur brugðizt við á sama uátt Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steiriu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14-6-62. Hárgreiðslustófa Austurbæjar María Guðmundsdóttir Laugavegj 13, sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. og Ellen — hún hefur ætlað að fleygja sér útúr rólunni. Leó Berggren leit tvíráður af gamla lögreglumanninum og á limlest lík Clöm og til baka aft- ur. Clara? Hann hafði aldrei séð hana öðru vísi en glaða, hógværa og jákvæða. Hann botnaði ekki neitt í neinu, og það var 'ítil huggun þótt Karl-Ámi viður- kenndi að hann hefði ekki held- ur skilið samhengið fyrr en um seinan. — Ojá, sagði Tobías. Ég var. líka býsna lengi að átta mig. 33 Tvennt var þó eiginlega alveg augljóst, þótt okkur tækist að gera það flókið vegna glýjunnar sem við fengum í augun útaf ameríkuarfinum. Það var Lovísa sem eitra átti fyrir, ekki Ellen. Og sú eitrum var ákveðin og undirbúin, áður en Lovísa erfði nokkra peninga. — En hvers vegna? hvíslaði Henning. Ekki er hægt að hata svo ofsalega .... — Ojú, það er reyndar hægt. Og Clara hataði þessa systur sína, ekki sízt þegar notalegur karlmaður hafði seint og síðar- meir komið inn í tilveru hennár, og Lovísa neitaði afdráttarlaust að viðurkenna hann. Því að þannig var það, var ekki svo? — Hann beindi spurningu sinni að Vincent Flod sem barðist við að ná stjóm á sér. — Það var um það sem hún laug að land- fógetanum og okkur öllum. Það var ekki rifrildi þitt og Ellenar þarna á Bengtsnesi sem skipti mestu máli, heldur uppgjör henn- ar sjálfrar við Lovísu. — Já, það ........ það var al- varlegur árekstur Ég skil nú, að hún vildi ekki tala um hversu alvarlegur hann var, og bess vegna tók hún þann kostinn að gera lítið úr öllu saman og láta sem það hefði fyrst og fremst verið ég sem var gramur og sár en hún hefði tekið Iétt á öllu saman. En það var ekki satt! — Var það það sem vakti grunsemdir þínar? — Já. Hún lagði það ekki í vana sinn að ljúga. Þarpa hlaut að búa eitthvað undir. Og hún laug reyndar um fleira....... — Já, sagði Leó. Það var þegar hún hélt því fram, að hana lang- aði ekki aftur að Bengtsnesi. Hún hafði einmitt sérlega ást á búgarðinum, miklu meiri en syst- ur hennar tvær sem alltaf höfðu búið þar. Hún var alltaf að tala um hversu myndarlegt hefði ver- ið þar í tíð föður hennar, og nún var gröm út í Lovísu, sem léí alit drafna niður af eintómri nízku. Ellen hefði verið meðfærilegri ef hún hefði verið ein, og henni þótti vænna um gamla heimi’ið. Nú tók landfógetinn við: — Og svo losnaði hús leigulið- ans og hún gerði sér vonrr um að Vineent Flod gæti flutzt þang- að, þá hefði hún getað fengið tvær heitustu óskir sínar upp- fylltar — að vera kyrr hjá hon- um og fá þó að sjá um gamla búgarðinn. En Lovísa kom í veg fyrir þetta. Jú. henni hefur fund- izt dauði Lovísu nauðsynlegur og óhjákvæmilegur. — En, sagði Henning aftur, svo erfði hún stórfé, og herra Flod og hún hefðu getað komizt yfír alveg jafn góða jörð og Béngts- nes. Hvers vegna hætti hún þá ekki við þessa skelfilegu ráða- gerð? — Þegar þar var komið, gat Karl-Árni til, var hún sennilega búin að koma karamellupokanum fyrir í tösku Lovísu. Hvar skyldi hún annars hafa falið pokann frá Engquist? — Einhvers staðar í hinum óteljandi skápum og skúffum Soffíu Sjöbergs. Og þar sem ást hennar á Bengtsnesi var annar- leg og næstum sjúkleg, þá voru allir aðrir búgarðar og iárðir henni einskis virði. En þið get!ð reitt ykkur á, að þegar hún sauð saman deigið í eiturkaramellum- ar, þá var það engin ást á föður- leifðinni eða húsbónda sínum sem rak hana til þess, heldur einskær og frumstæður hefndar- þorsti. Lovísa hafði rifizt við hana, Lovísa hafði verið and- styggileg við hana, Lovísa skyldi fá að þegja til eilífðamóns. Sál- arlíf morðingja er sjaldnast flóknara en þetta. — Já, og eftir verknaðinn tyll- ir maður sér í sófa og sofnar, eða labbar sig í sirkus til að rífia upp bemskuminningar. Nei, það er aldrei hægt að skilja sálar- líf glæpamanna, og guði sé lof fyrir það. — Hún var í rauninni hrædd, andmælti Henning. Hún fíúði hingað, vegna þess að hún vildi hafa ljós og fólk og ys og þys í kringum sig. — Já, — Rödd Vincents Flod var orðin styrkari. — Ég hafði vist gert hana illa skelkaða niður við vatnið, þegar ég lét nana finna að ég hefði séð gegnum hana. En þá hljóp hún frá mér og ég vissi ekki hverju hún kynni að finna upp á. Ég var með minn eiginn miða í sirkus- inn. Það var efti'r öðru, að hún vildi að ég kæmi líka, en ég mátti ekki sitja hjá henni, vegna þess að við gætum lent í nýju rifrildi við gömlu konumar, heldur átti ég að sitja bakvið hana. Já, mér datt í hug að hún hefði farið hingað og kom á eft- ir. Ég ætlaði að reyna að fá hana til að fara til lögreglunnar, svo að ég kæmist hjá því að kæra hana. Og ég hafði munað eftir enn einu, sem gæti orðið til að sanna sekt hennar......... — Þeirri staðreynd að nún kunni ekki að búa til karameil- ur? sagði landfógetinn dálítið háðskur. — Einmitt. Þótt hún væri snilldarbakari, þá var hún ekk- ert slyng í að búa til karamell- ur, og hún vildi ógjaman baka annað en bollur og matbrauð og kökur. En einn mánudaginn, það var hinn nítjánda ágúst, hafði hún búið til þrjár mismunandi tegundir, þegar ég kom heim úr skóginum um kvöldið. — Mánudaginn nítjánda. Daginn eftir afmælisveizlu Tuss í apótekinu. Þá var það sem sé Tuss sem hafði gefið henni hugmyndina um eitrið. Það fór hrollur um Leó. Var- leiga breiddi hann svörtu dul- una, sem Helena Wijk hafði fengið hjá starfsfólkinu, yfir hina látnu og um leið tók Henn- ing Bengtsson til máls: — Mér þykir leitt að ég skyldi ekki vera til neinnar hjálpar þennan síðasta erfiða klukku- tíma. En ég var niðursokkinn í * BILLBNN Rent an Icecar SÍITIÍ 1 8 8 3 3 Skipholti 21 simor 21190-21185 nn ■ eftir lokun i sima 21037 SCOTTS haframjöl er drýgra BLADADREIFING Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes I — Hjarðarhaga — Voga — Höfðahverfi — Sigtún. Byggingaeftír/it Kópavogshælið óskar eftir að ráða starfsmann til eftirlits á byggingum hælisins. Æskilegt að um- sækjandi hafi nokkra verkstjóraæfingu og helzt próf í einhverjum af greinunum trésmíði, múr- smíði eða rafvirkjun. Áherzla er lögð á fyllstu reglusemi. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um nám, ald- ur og fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, strax eða fyrir 14. nóv. n.k. Reykjavík, 3. nóvember 1965 Skrifstofa ríkisspítalanna. Plaslmo Plasf þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi / PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sót þarf aldrei að móla MARS TRADING COHF KLAPPARSTÍG 2 0 SÍMÍ 173 73 BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áliöldium, efni og lagerum o.fl. Heimistpygging hentar yður Heimilistryggingar Innbús Vatnstjóns Innbrots Glertryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR LINDARGATA 9. REYKJAVlK slMI 2 1 2 6 0 SlMNEFNI iSURETY H F

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.