Þjóðviljinn - 13.11.1965, Page 7

Þjóðviljinn - 13.11.1965, Page 7
Éawgardagur 13. njóven^ber 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Guöm. Böðvarsson. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON skáld skrifar: Styrjöldin geisar i Víet-Nam Bandaríki Norðurameríku standa þar í ströngu og heyja þar án uppihalds einhverja þá fólslegustu ofsóknarstyrjöld sem nútíminn þekkir og er hann þó ýmsu vanur. Sprengi- efnum hverskonar og bruna- tundri, ásamt gasi ónafn- greindra eiturtegunda, er varp- að af djöfullegu miskunnar- leysi, og í því þyngdarmagni sem reikna veröur í stjarn- frseðilegum tölum, yfir menn, konur og börn, yfir húsdýr og akra, yfir skóla og sjúkrahús, basi, þorp og borgir, vegi, brýr og veglausa skóga, látið rigna jafnt yfir ákveðin skotmörk, sem af handahófi yfir hvern þann stað sem vesælt líf kynni gott, iíf og dauða, sem sagt: tilfærslu allra siðgæðishug- mynda sér í hag og eftir eig- in geðþótta. Það veit nú löngu hver mað- ur, sem sjáandi vill sjá og heyrandi heyra, að það er ekki fámennur hópur uppreisn- armanna, án stuðnings fjöld- ans, eða örfáir kommúnistar með brennandi eld hugsjónar- innar í ungum hjörtum sínum, sem þama verjast ofurefli inn- rásarhersins á yztu þröm mann- legrar getu, nei, þaó er þjóðin sjálf sem þarna ver sitt eigið land, börn sín og heimili, líf sitt og framtíð. Án þeirrar stað- reyndar væri þetta land djúpra skóga, frjósamra akra og kyrr- láts . lífs, löngu lagt flatt und- ins, gera sér nú ljósara en áð- ur að sú öxi sem nú höggur lífstré Suður- og Norður-Víet- Nam, mun bráðlega reidd að þeirra eigin rótum, nema því aðeins að hrundið verði þeim hinum illa galdri. Og hver eru viðbrögð frænda okkar á löndum hér niorðurfrá, þeirra sem taldir eru til friðsamra menningarþjóða og hafa sjálf- ir mátt reyna réttlæti ofbeld- isins? Hjala þeir ekki, norð- menn og danir, lágum rómi um samninga og vopnahlé og þora í hvoruga löppina að stíga? Láta ekki forráðamenn þessara þjóða sér fátt finnast um hverja þá rödd sem hefst upp úr þögninni og krefst for- dæmingar á kúgunaráformum STYRJOLD Oh M l t •V GEISAR að freista undankomu frá dauð- anum. Svo grimmt er morðæð- ið og fárleg heimskan, að þeir staðir sem árásarherinn telur þó vera á sínu valdi og sér meinlausa, eru tæpast miklu óhultari en hinir, heldur liggja þrásinnis undir skýfalli elds og brennisteins, • þangað til hvert eyvi er brunnið og hvert kvikindi drepið. Jafnvel það er til, að árásarherinn um- kringi sína eigin málaliða, þrátt fyrir rökstudd mótmæli, og mali þá niður. Og svo furðuleg er óskamm- feilnin og forherðing lýginnar, að framan í allan heiminn æpa forráðamenn þessarar svívirðu, í þeirri síbylju sem aldrei þagnar, áð þetta geri þeir í nafni frelsisins, í nafni rétt- lætis, manngæzku, friðar og bræðralags, — í guðs álmátt- ugs nafni og eftir hans boði, svei mér þá, hvort sem þú trúir því eða ekki. Bak við þetta stríð brýzt um og leitar sér útrásar sá tröllkraftur valdahrokans, græðginnar og gróðahyggjunn- ar, sem enga miskunn þekkir, ekkert frelsi, ekkert réttlæti, enga manngas;zku, ekkert bræðralag, engan guð annan en þann sem það sjálft hefur sett á stall í mynd hinnar verð- háu myntar. Og þrátt fyrir alla áróðurslýgina sem fennir yfir heimsbyggðina til blekkingar auðtrúa sálum og til réttlæt- ingar þeim glæpum sem her- vald og auðvald Bandaríkj- anna fremja á þessari fátæku og vanbúnu Asíuþjóð, þá veit þó hver sem vill vita, að þetta sama vald á sér enga hugsjón nema þá helstefnu eina, sem gerir því sjálfu fært að deila og drottna og gefur því sjálf- dæmi um auð og fátækt, frelsi' og kúgun, rétt og rangt, illt og ir blóðugan rándýrshramm hins fjarlæga, gráðuga stórveldis. Aðeins úr neðstu dreggjum þessarar þjóðar hefur valda- mönnum innrásarhersins tek- izt að fiska upp nokkra kalla öðru hvoru til að setja á trón, kvislinga og vesalmenni af svo rýrri gerð, að þeir hafa mátt rjúka fyrir borð, hver af öðr- um, ótt og titt, vegna allskon- ar hundingjaháttar og hlægi- legrar heimsku. Nei, það er ekki frjáls og sjálfbjarga þjóð í batnandi landi, ekki gróandi þjóðlíf, sem vakir fyrir bandariska auð- valdinu þama í styrjöldinni austur í Víet-Nam, heldur það sem er í þess augum hið æski- lega ástand: auðlindir landsins í bandarískum höndum og það fólk, sem landið á og byggir, auðmjúk vinnudýr og við- skiptaþrælar, eins og var á Kúbu og eins og er og hefur verið vítt og breitt um Suður- ameríku. Og þá fyrst er mark- inu örugglega náð, þegar inn- byggjarar landsins tína upp í bljúgum hug og sljóu þýlyndi þá gjafaböggla sem hönd morð- ingjans hendir fyrir fætur þeim af náð sinni, þar sem þeir standa án allrar vonar, yfir- gefnir, allslausir og sigraðir. Og hver eru svo viðbrögð heimsins við þeim glæp sem þarna er verið að fremja? Hver eru viðbrögðin við flátt- skap og áróðurslygum, við of- beldi, pyndingum, brennum, morðum, tortímingu allra verð- mæta og hverskyns niðings- hætti í sínum verstu myndum? Jú, sem betur fer færast þó heldur í aukana þær raddir sem láta á sér heyra að hér sé ekki allt með felldu. Þær nágrannaþjóðir Víet-Nam, sem ekki hafi þegar selt sig sem alisvín til bandaríska auðvalds- Bandaríkjastjórnar í þessum þjökuðu Asíulöndum, dauð- hræddir við að missa markaði fyrir kjöt og fisk og ennþá hræddari við að gremja sér sér til áfellis og óþæginda sína háu yfirmenn í Nató? Æjá, þeir eiga sorglega fáa áber- andi menn um þessar mundir í hinni veiku friðarviðleitni heimsins, þessir ágætu frænd- ur vorir, og hafa því miður ekki tileinkað sér mat hins gamla forseta Frakklands á þeirri fjarstæðu að láta vél- vædda villimenn leiða hinar gömlu menningarþjóðir Evrópu. Og hver eru viðbrögð okkar hér heima?. Hvar eru þeir, fyrir utan nokkra harð- snúna, frjálslynda blaðamenn og örfáa listamenn þessa lands, sem þorað hafa að lyfta höfði sínu úr hópi hinna almennu borgara og ganga fram fyrir skjöldu, eins og Hjálmtýr Pét- ursson, og segja hug sinníheil- agri reiði? Hvar eru samstillt andsvör þeirrar fámennu þjóð- ar, sem rétt nýlega heimti frelsi sitt úr útlendum hönd- um, þeirrar, sem var ginnt sem þurs 1264, kúguð á Kópavogs- fundi 1662, arðrænd og lítils- virt um aldir og enn kúguð með hervaldi af Bretum í Jand- helgisdeilunni, nú á allra síð- ustu dögum? Brennur ekki hjarta þessarar þjóðar af sam- úð með an.narri smáþjóð, sem býr við ólýsanlegar hörmungar og ofsóknir áf hendi fjarlægs herveldis, sem koma hennar málefni ekkert við? Gætir ekki stöðugrar og vaxandi andúðar á þessu athæfi hvað helzt í blöðum og málgögnum þeirrar ríkisstjómar sem landinu ræð- ur og gæta skal hins endur- heimta frelsis þess fyrir varga- kjöftum og siðgæðis þjóðarinn- ar fyrir sljógvun og dauða? Er Ógnirnar cru óskaplcgar I Suður-Víctnam. yfir hana leitt. Beztu og fræg- ustu rithöfundar landsins hafa fyllt þennan hóp mótmælenda af hiklausri einurð. Hinn gamli, ósveigjanlegi sannleiks- postuli, Bertrand Russell, hef- ur kastað vettlingi sínum með fyrirlitningu í andlit síns gamla flokks, Verkamanna- flokksins f Bretlandi, í mót- mælaskyni við þýlyndi og und- irlægjuhátt brezkra ráðamanna gagnvart hinu bandaríska her- veldi og ofbeldisverkum þess. Það er • jafnvel komið svo að hinir sjálfumglöðu heimsfeður í guðs eigin landi, hafa orðið nokkra áhyggju af hinni vax- andi andúð heima fyrir og munu að sjálfsögðu hugsa sér aðreisa þar elkur við. En af sínum trúu og dyggu þjónum, öll- um þeim sem drógu Island inn í hinn bölvæna vítahring her- búnaðar og styrjalda, og sem jafnframt eru hér forystumenn um bandarískan áróður, líurfa þeir engar áhyggjur að hafa, því þar er allur ósóminn var- inn af miklu kappi og inni- legum kærleik. Hér hjá okkur heitir til dæmis sú mótmæla- alda sem mennta- og æskufólk Bandaríkjanna hefur reist, að- eins hreyfing, (á máli Efstá- baugisagnfræðinga,) sem gæti valdið misskilningi á aðgerðum Bandaríkjanna i Víet-Nam! Ennþá virðist langt undan að sá dagur rísi á ný, sem rann í sjó þegar ísland varpaöi fyr- ir borð hlutleysi sínu og gerð- ist aumlegur attanícss vígóðra hervelda, ennþá langt undan að það skilji nauðsyn sína á sam- stöðu með þeim sem friðinn elska, ennþá langt undan að rödd þess sé annað en lítið gól í kór úlfanna, því miður. En sælir eru þeir er sjá þann dag. ekki atkvæði hennar beitt á vettvangi hinna sameinuðu þjóða hverju sinni á þann veg að sjá megi að hún þekki sinn stað í fylkingu hinna minni- máttar, gegn átroðslum og yfir- gangi og sé, sem smáþjóð, minnug á lærdómsríka fortíð sína? Eru ékki famar fjöl- mennar hópgöngur með al- mennri þátttöku að húsi hins bandaríska sendiráðs á íslandi og látin í ljós andúð á hrylli- legum hernaði Bandaríkjanna í Víet-Nam? essu er fljótgert að svara: Nei og aftur nei við öllu þessu. Hins vegar eflum við sem bezt við getum hemaðar- bandalag við áx'ásarþjóðina. Við lánum henni land undir hei- stöð, þeir geta búið hana kjarn- orkuvopnum hvenær sem þeim gott þykir, við þurfum ekkert um það að vita, hafið það sem ykkur bezt hentar, elskulegu vinir okkar og annarra smá- þjóða; við leyfum þeim að reisa radarstöðvar i þágu síns hei'búnaðar hvar sem þeir vilja hringinn f kringum landið, við bíðum eftir því að þeir noti sér Hvalfjörð fyrir herskipa- lægi, blessaðir, komið bara sem fyrst; við leyfum þeim með velþóknun að hella úr rusla- tunnum Keflavíkui-sjónvarpsins yfir landslýðinn öllu því sem þeim gott þykir og fylla sálir barna og unglinga með því ó- meti, sem aðeins er ætlað þeim ólánssömu mannverum sem þjálfaðar eru til manndrápa og kennt að una því hlutskipti, við verjum og afsökum í mál- gögnum okkar eigin ríkisstjórn- ar hverja þá ósvinnu sem þeim þóknast að fremja, hvort sem það er I Suðurameríku, Víet- Nam eða annarstaðar, við bíð- um þess óðfúsir að þeim finnist tímabært að flytja inn i þetta óverðuga land fjármagn sitt og taki að hagnýta sér orkugjafa þess; uss, við notum þetta aldrei, gjörið bara svo vel, þó það nú væri; og við eflum og útbx-eiðum af fjallgrimmu kappi, með fyrirgreiðslum og fjárgreiðslum utanlands og innan, með utanferðum, veizl- um og bænahöldum, þann fé- lagsskap meðal þjóðarinnar, sem hefur það eitt, að markmiði að binda hana sem fastast I hernaðarbandalaginu og við reynum að fá sem flesta unga menn og framgjarna í þennan félagsskau, jafnvel þó af nafni hans hafi það leitt að hið forna, norræna orðtak „að standa á varðbergi" hafi nú fengið það öfugmælaóbragð, að það sé tæplega takandi sér í munn án þess að skyrpa um leið, og má enda af þessum or- sökum heita horfið úr daglegu máli. En þó rödd Islands hafi ekki heyrzt meðal þeirra sem krefjast þess að herir Banda- ríkjanna hætti hinum einstæðu manndrápum í Víet-Nam, og þó svo fari, sem líklegast er, að hún heyrist þar aldrei, þá er maður samt, og það ein- mitt þessa dagana, ekki án allrar vonar. Ungt og mennt- að fólk í sjálfum Bandaríkj- unum hefur skilið réttum skilningi þá hluti sem eru að gerast austur í Víet-Nam, haf- ið upp rödd sína af mikilli dirfsku og mótmælt kröftug- lega þeii-ri smán sem þarna er unnin bandarísku þjóðinni allri, þeirri smán sem herfor- ingjar, okurkarlar, drápstóla- smiðir og aðrir fasistar hafa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.