Þjóðviljinn - 16.11.1965, Page 10

Þjóðviljinn - 16.11.1965, Page 10
|0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur M. nóvemiber 1965. samt sem áður, sagði herra Sher- win. Við þ'urfum fyrst og fremst að koma ungfrú Dyer heim — ná síðan í lækni og lögreglu, og í þpssari röð. — Við getum stanzað andar- tak, sagði Harry. Jafnvel þótt Jan þekki manninn ekki, þá hefur hann ef til vill tekið eft- ir númerinu á vagninum. — Fyrst heim, sagði herra Sherwin þrjózkulega. Þótt Carólínu þætti ekki leng- ur neitt guðdómlegt í fasi hans, þá var hún fegin því að hann hafði nægan viljastyrk til að standast fortölur Harrys. En Harry var ekki mikið fyr- ir að láta undan. Þegar þau komu á móts við bílaverkstæðið, bá hrópaði hann: Fjandinn hafi bað, það tekur ekki nema eina mínútu Herra Sherwin ók rakleitt á- fram. — Þér getið hringt að heiman, sagði hann. — En Carólínu stendur á sama, þótt við stönzum anriir- tak — er bað ekki Carólína? sárbændi Harry. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21, SÍMI 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14-6-62 FfárgreiÓslustofa Au«;turbæiar Mana Guðmundsdóttix -augaveg) 13. sími 14-6-58 'l'iddstofar er á sama stað — Það er alveg eins gott að. nota símann, svaraði Sherwin með sömu róseminni. En strax og hann kom þá var það hann sem varð fyrst- ur til að þjóta inn og leggja undir sig símann og hann hringdi í lækni og lögreglu, með- an Harry tvísté við hliðina á honum. Harry þreif að vísu ekki tólið af honum, en allan tímann sem herra Sherwin var í sím- anum talaði hann líka og skeytti Fenellu engu, en hún hafði kom- ið þjótandi inn í stofuna og þrá- spurði hvað komið hefði fyrir. — Þið hljótið að sjá, sagði Harry í æsingu, að Jan hefur á- reiðanlega séð að maðurinn var ölvaður. Drukkinn og hættuleg- ur. Hann átti alls ekki með að selja honum benzín. Það var glæpsamlegt. Hann hafði engan rétt til að taka af honum pen- inga. Það var glæpur, engu minni en glæpur hins mannsins. Já, meira að segja verri, því að hann vissi hvað hann var að gera. Bíðið þið bara þangað til ég segi honum álit mitt á honum! Með röddu sem varð þeim mun hljóðlátari því æstari sem Harry varð, lauk herra Sher- win við að tala í símann, sagði Harry að stilla sig og láta lög- regluna um að fjalla um málið, sagði Fenellu að koma Carólínu í rúmið og sagðist sjálfur ætla aftur á slysstaðinn og hafa eftir- lit með bílnum þar til lögregl- an kæmi á vettvang. Harry gerði sig ekki líklegan til að stilla sig, áður en herra Sherwin var kominn útúr stof- unni, var hann byrjaður að hrópa í símann. Fenella sneri sér að Carólínu. Það var skelfingarhreimur í rödd hennar. — En hvað kom fyrir? Hvað hefur Jan gert? — Við skulum koma upp, sagði Carólína. — Já, auðvitað. Fenella lagði handlegginn utanum hana. En ég skil þetta ekki — af hverju er Harry svona reiður út í Jan? — Ég held það séu bara eftir- köst eftir áfallið, sagði Carólína. Hann var stórkostlega fljótur að átta sig þegar slysið varð. — En hvaða þátt átti Jan í þessu? Var það eitthvað sem hann gerði við h/linn? Það get-' ur varla ^niinn ^jveg 'vr og það hefur ekkert verið gert við hann. Carólína minntist þess nú að Harry hafði verið reiður út í Jan Pullen rétt áður en slysið vildi til. Hún mundi ekki í svip- inn hvers vegna. Hvað svo sem það var, virtist það of flókið til að minnast á það núna. Auk þess hafði Harry líka verið reið- ur út í Fenellu og það væri frá- leitt að fara að hafa orð á því. — Það eru eftirköst, hann er bara að gefa sjálfum sér útrás, sagði hann. Hann var ótrúlega rólegur þegar það gerðist. Hann tapaði sér ekki eitt einasta and- artak. — Hann er alltaf dásamlegur þegar eitthvað óvænt ber upp á, sagði Fenella. Hann er svo fljót- ur að hugsa. Hann er líka af- skaplega hugrakkur. Ég sá hann einu sinni stinga sér beint ofan- af brú niður í á í öllum fötun- um.... Já, en það var ég búin að segja þér. Hún opnaði dym- ar að svefnherbergi Carólínu. Elsku reyndu nú að segja mér hvað kom fyrir. Ég verð að fá að vita það. Carólínu var að byrja að verkja í allan kroppinn og hana var aftur farið að svima. Hún spark- að af sér skónum og lagðist útaf í rúmið. — Ég get ekki mikið sagt þér, sagði hún, nema það, að við vor- um fyrir aftan vöruvagn og ek- illinn gaf okkur merki um að fara framhjá, og þegar við gerð- um það, kom slinkur á vörubíl- inn og hann ók á okkur. Ég held að ekillinn hafi verið drukMnn eins og Harry segir. — Sástu manninn? — Mér finnst ég muna eftir andlitinu á honum í glugganum. Hann yggldi sig og gretti fram- an i okkur. Ég héld að hann hafi verið alveg eins hræddur og við. — Sástu hvaðan vagninn var? Stóð nokkurt nafn á honum? — Það getur vel verið. Ég man það ekki. — En hvað kemur Jan þessu máli við? — Harry vildi vita hvort hann þekkti manninn. Við sáum bílinn fyrst við verkstæðið hjá honum. — Þá hefur Jan engan þátt átt í þessu. — Alls engan, nema hvað hann seldi manninum benzín. Harry virðist álíta að hann hefði ekki átt að gera það. 9 — Vegna þess að maðurinn var drukkinn? — Já. — En það er ekfci einu sinni víst að hann hafi tekið eftir því. Ef hann hefur verið með hugann við eitthvað annað.... Fenella brosti. Áhyggjusvipurinn var því nær horfinn af langleitu, fölu andliti hennar. Harry róast bráðlega. Nú held ég þú ættir að hátta og koma þér almennilega í rúmið. Carólína stundi. Hún mátti ekki til þess hugsa að leggjast rúmföst á þessu stigi afturbat- ans. Hermi hafði gengið svo vel að batna. Henni var það metn- aðarmál að vera á fótum. Þegar hún hreyfði sig ekki, bandaði Fenella til hennar löng- um og dugleysislegum höndun- um. — Farðu að minnsta kosfi úr þessum fötum, sagði hún. Það er hörmung að sjá útganginn á þér. Svona nú, ég skal hjálpa þér. — Þetta er allt í lagi, ég get það sjálf, sagði Carólína. Hún hafði rétt í þessu gert sér ljóst að næstum allur kvíði Fenellu, hálfbrostin röddin og fölvinn hafði verið vegna Jans. Þegar kvíði hennar reyndist ástæðu- laus, þá fyrst hafði hún tíma til að hugsa um líðan systur sinnar. — Svona, vertu ekki að þessu. Fenella stafcfc handíeggnum undir bakið á henni og reisti hana upp. Hendur hennar voru mifclu sterkari og traustari en þær litu út fyrir að vera. Rétt eins og vilji hennar, hugsaði Carólína, meðan hún lét það við- gangast að fötin væru dregin af sér. Þegar Fenella vildi eitt- hvað, þá vann hún að því að fá því framgengt. Ekkert gat stöðvað hana. Carólína minntist þess ekki að neitt hefði nokkru sinni orðið til að hindra hana. Henni stóð nákvæmlega á sama um afleiðingar, gat ekki einu sinni gert sér þær í hugarlund. — Svona, Þetta er betra, sagði Fenella og hjálpaði Carólínu í sloppinn hennar og breiddi dún- sængina yfir hana. En þetta er annars alveg hræðilegt, þú kem- ur hingað til að láta þér batna, og svo kemur þetta fyrir....? Hún hallaði undir flatt og hlust- aði. Það er að koma bíll. Senni- lega er það læknirinn. Hún flýtti sér út. Carólína lokaði augunum og hélt áfram að hugsa um Fenellu, um Jan Pullen, sem var svo stór og laglegur, og ef hann hefði komið til móts við lestina í Rudbourne hefði hún fortaks- laust haldið að hann væri eigin- maður Fenellu. Ojæja. ef Fenella var orðin ástfangin af honum, ef hún vildi fá hann, þá tækist henni það. Harry yrði að sætta sig við það. En það var bara dálítið erfitt að ímynda sér að Harry sætti sig við eitthvað sem honum þótti miður. Carólínu hefði þótt gam- an að vita hvað Fenella héldi um það. Dymar opnuðust hljóðlega. Carólína hélt að læknirinn hefði verið eldfljótur upp stigann, svo að hún opnaði augun og sá ekki lækninn, heldur frú Dewhurst sem læddist í áttina til hennar. — Mér þykir leitt að ónáða yður, vina mín, sagði hún lágri röddu, en ég varð að fá.að.vita hvemig yður liði. Ég heyrði þau tala um slys, lækni og lögreglu. Svo sá ég að frú Lyddon hjálp- aði yður upp. Eruð þér mikið meidd, elskan? Segið mér hvað kom fyrir. Carólína fann hvemig þreyt- an lagðist að henni. Hiín sá fram á að hún yrði að segja lækninum hvað gerzt hafði, síð- an lögreglunni og ef til vill blaðamanni frá sveitablaðinu og guð má vita hverjum.... Herbergið snerist fyrir augun- um á henni, Það snerist kring- 5ILVO gerir silfrib spegil fagurt BLADADREIFINC Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes I. — Tjarnargötu — Skipholt. KÓPAYOGUR: — Laus hverfi: Hlíðarvegur — Hvammar. — Hringið í síma 40319. Sími 17 500 FRA, , SOVETRIKJUNUM REYNSLAN HEFUR SANNAÐ GÆÐIN HJOLBARÐAR w SKIPATRYGGINGAR ,á vörum í fflutnlngS á eigum skipverja Heimistrygging henfar yður Velöapffa Afflatryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” IINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMl 2 1 2 60 SlMNEFNI , SURETY

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.