Þjóðviljinn - 15.12.1965, Blaðsíða 12
I
X
Irskir listamenn sýna hér eftir áramót
Eftir áramótin er væntanlegur
hingaff til landsins hópur
listamanna á vegum
hússins og mun sýna einu
á sviði Þjóðleikhússins. Hér er
um að ræða 20 manna hóp
söngvara og dansara og nefnist
flokkurinn „FEIS EIREXANN“.
Á efnisskránni eru mestmegn-
is írsk þjóðlög og þjóðdansar.
írsk þjóðlög eru mjög fögur og
sérstæð, í þeim speglast írsk
menning og írskur þjóðarandi í
þús.und ár. írskum skáldum
hefur jafnan verið tamt að tjá
tilfinningar sínar jafnt í gleði
og sorg í óbrotinni og einfaldri
þjóðvísu. sem varðveitzt hefur ó-
breytt í einfaldleik sínum kyn-
slóð eftir kynslóð. Hin. sterka
ættjarðarást og ríka skopgáfa
franna tvinnast þar saman og
mörg þjóðvísan býr yfir djúp-
um trega, sem er svo snar þátt-
ur í fari írsku þjóðarinnar.
Listafólkið, sem hér sýnir
verður klætt írskum þjóðbúning-
um, og sjálfir leika þeir á hljóð-
færin í þessari sýningu, en þar
ber mest á hinni ævafomu írsku
hörpu.
Fararstjóri og stjórnandi er
Albert Morini.
Hingað kemur listafólkið frá
Dublin og héðan er förinni heit-
ið til Bandaríkjanna og Kanada
en þar mun listafólkið sýna
40—50 borgum á næstu fjórum
mánuðum. Til frlands heldur
flokkurinn aftur í lok apríl.
Hæstíréttur staðfestí brot
breiku togaraskipstjóranna
Hæstiréttur kvað á mánudag | bótarrannsóknir á mælingum og
upp dóma yfir tveimur brezk-1 tímaákvörðunum landhelgisgæzl-
um togaraskipstjórum og staðfesti
í báðum málum dóm undirréttaT
um Iandhelgisbrot. Höfðu skip-
stjórarnir áfrýjað þar sem þeir
véfcngdu mælingar landhelgis-
gæzlunnar og héldu því fram
báðir tveir, að stöðvunarmerki
varðskipsins hefðu ekki sézt fyrr
en togararnir voru komnir út
fyrir landhélgislínu og þcir ekki
kastað fyrr en þá.
Voru kvaddir til sérfræðingar
til að gera gaumgæfilegar við-
unnar og stóðust þær allar.
Skipstjórarnir sem dæmdir
voru eru Riohard Taylor á tog-
aranum Peter Scott og Rawcliffe
á Prince Philip. Hafði Taylor
verið dæmdur á Akureyri í 45
daga varðhald og 350 þús. kr.
sekt og var sá dómur staðfestur.
Rawcliffe hafði verið dæmdur
í 260 þús. kr. sekt á ísafirði og
var sú upphæð hækkuð í 300
þúsund af Hæstarétti. Þá þurfa
báðir að greiða málskostnað.
Blaðadeild póstsins komin
í Umferðarmiðstöðina nýju
Eitt sýningaratriða í rska dansflokksins.
Viðbúnaður bjá lögreglunni
vegna jólaumferðarinnar
Jólaumferðin um miðbæ
Reykjavíkur er vaxandi vanda-
mál ár frá ári. eins og eðlilegt
er með aukinni bílaeign borg-
arbúa og annarra. Þrátt fyrir
stóraukna umferð hafa þó slys
í desember orðið faerri en vænta
mætti og má vafalaust þakka
Það öryggisráðstöfunum og góðu
sta,rfi lögreglunnar í umferðinni
fyrir jólin undanfarin ár,
f jólaumferðinni nú verða
gerðar mikils til sömu öryggis-
ráðstafanir og undanfarið og
hefur lögreglustjórinn í Reykja-
vík þegar auglýst ýmsar tak-
markanir á umferð, sem fól'k er
hvatt til að kynna sér vandlega.
Þessar takmarkanir verða í gildi
á tímabilinu 16.—24. desember.
Má nefna til dæmis, að ein-
stefnuakstur hefur verig settur
á Vatnsstíg frá Laugavegi til
norðurs og á Frakkastig frá
Hverfisgötu að Hndargötu. og
hægri beygja bönnuð úr
Tryggvagötu í Kalkofnsveg, úr
Snorrabraut í Laugaveg, ur
Snorrabraut { Njálsgötu og úr
r,aufásvegi í Hringbraut. Þá
eru bifreiðastöður bannaðar oða
takmarkaðar víða um miðbæ-
inn ' og nágrenni hans, öku-
kennsla bönnuð á þessu svæði
og fleiri takmarkanir á umferð
um ýmsar götur suma dagana.
Pétur Sveinbjörnsson fulltrúi
Umferðarnefndar borgarinnar
og lögregluvarðstjórarnir Óskar
Ólafsson °g Sverrir Guðmunds-
son skýrðu blaðamönnum frá
þessum ráðstöfunum í gær.
Sögðu þeir, að nú væru í bæjar-
landinu skráðar um 13 þúsund
bifreiðar, en óhætt myndi að
telja á götunum um 20 þúsund
þegar utanbæjarmenn bætast
vig til að gera innkaupin fyrir
jólin.
Mesta vandamálið eru bíla-
stæðin. Það er mikil töf í um-
ferðinni þegar fólk er að far^
á bílum milli verzlana í kannski
30—50 metra fjarlægð og þarf
að finna bílastæði á hverjum
stað Óskar lögreglan eftir Því,
að fólk reyni eftir þvi sem
mögulegt er að koma bíiunum
fyrir á stæðum utan við mestu
verzlunargöturnar og gang; síð-
an milli búðanna. Gæzla verð-
ur á fimm stærstu bifreiðastæð-
unum í nágrenni miðborgarinn-
Framhald á 8. síðu.
Veður spilltist
á miðunum
Veður spilltist á síldarmiðun-
um í fyrrinótt og var ekki
veiðiveður síðari hluta nœtur.
Samtals fengu þá 19 skip 18.600
mál og tunnur. Eftirtalin skip
tilk. sildarleitarskipinu Pétri
Thorsteinssyni um afla sinn:
Jón Kjartansson SU 150o> mál,
Skagfirðingur OF 12000, Sigurður
Bjarnason EA 500, Búðaklettur
GK 1500 tunnur, GuUfaxi NK
800 tunnur, Krossanes SU 1300
mál. Lómur KE 1200, Itisjvar
Guðjónsson GK 1100, Gullberg
NS 700, Helga RE 700, Ásbjörn
RE 700, Margrét SI 750, Guðm.
Péturs SI 550, Sólfari AK 500,
Guðbjörg GK 1000 Snæfugl
SU 900, Jprundur III. RE 800,
Þórður Jónasson EA 1500, Ell-
iði GK 1400,
Blaðadcfid pósthússins hefur
nú verið flutt í kjallarann á
byggingu Umferðarmisstöðvar-
innar við Hringbraut og voru
nýju vistarvcrumar teknar í
notkun um síðustu helgi. Hingað
til hefur blaðadeildin verið til
húsa í kjallara pósthússins við
Austurstræti við mjög erfiðax
aðstæður, ekki sízt vegna skorts
á bílastæðum.
Or þessu hefur nú verið bætt
og þægilegt er að komast með
bílum að nýja húsnæðinu. Það
er einnig rýmra en í pósthús-
inu, þótt það sé ekki alveg eins
og við hefðum óskað, sagði
Matthías póstmeistari er hann
sýndi blaðmönnum deildina á
mánudag.
Um blaðadeildina fer allur
svokallaður innritaður póstur,
prentað mál, en skilyrði fyrir
blað til !tð vera innritað, er að
það komi út í a.m.k. þúsund
eintökum ein.u sinni á ári eða
oftar. Nýtur það þá sérstakra
kjara við sendingu til kaupenda
sinna. Fjöldi innritaðra blaða er
nú um 250 og tekur deiidin ár-
lega á móti um fimm milj. ein-
taka.
Mikill kostur er að hafa blaða-
deildina í húsi Umferðarmið-
stöðvarinnar, því þaðan fara
sérleyfisbifreiðarnar út á land
og þá hæg heimatökin að koma
blöðunum með þeim.
Við blaðadeild póstsins starfa
nú sjö manns og hefur póstur-
inn þarna húsnæði, sem nem-
ur 200 fermetra gólffleti. Auk
blaðadeildarinnar er í ráði að
setja á stofn almenna póstaf-
greiðslu á sama stað og áætlað
að hún taki til starfa næsta
vor. Er nú afgreiðsla pósts af
einhverju tagi komin á sex
staði í bænum; auk Pósthúss-
ins í miðbænum starfar Toll-
póststofan í Hafnarhúsinu.
Bögglapóststofan í Hafnarhvoh.
útibú við Langholtsveg og
Laugaveg og Blaðadeild póstsins
í Umferðarmiðstöðinni.
Kjaradómur átti að fella í
dag úrskurð í þeim málum bæj-
arstarfsmanna sem fyr;r dóm-
inn voru lögð. Nú hefur upp-
kvaðningu dómsins verið frest-
að um eina viku eða til 22. des-
ember að ósk dómenda er ekki
treysta sér til þess að Ijúka úr-
vinnslu allra þeirra gagna er
fyrir lágu á tilsettum tíma.
B;örn Jónsson leggur fil að
Frumv. um hækkun benzín-
og þungaskatts verði fellt
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um að hækka benzín- og þun.ga-
skatt kom til 2. umræðu í efri
deild í gær. Mælti Björn Jóns-
son fyrir áliti fyrsta minni hluta
samgöngumálanefndar og fer
nefndarálitið hér á eftir:
„Með frv. þessu er lagt til að
hækka benzínskatt um 90 aura
á lítra og þungaskatt á dísil-
bifreiðar nokkru meira hlutfalls-
lega. Árleg upphæð þessarar
skattahækkunar er áætluð um
Fjárlög óafgreidd
Fjárlagafrumvarpið var af-
greitt, sem Iög frá alþingf í gær.
Voru allar tillögur Alþýðubantla-
lagsins um breytingar á frum-
varpinu felldar, og verður nán-
ar skýrt frá efni breytingartil-
lagna síðar. Þó að frumvarpið
sjálft sé nú afgreitt, er enn eftir
að afgreiða fylgifrumvörp þess
t.d. um benzínskattshækkun og
hækkun aukatekna ríltissjóðs.
64 milj. kr., en á næsta ári
munu tekjur þær, sem koma til
skila vegna hækkunarinnar
nema rösklega 56 milj. kr. Sam-
tímis flutningi þessa frv. er svo
lagt til að fella niður áður lög-
tekið framlag ríkissjóðs til vega-
málanna að upphæð 47 milj. kr.
Ef tillit er tekið til síhækkandi
framkvæmdakostnaðar við vega-
gerð og beinna hækkunaráhrifa.
sem þetta frv., ef samþykkt
verður, hefur á bennan fram-
kvæmdakostnað, er auðsætt að
hér er s.fður en svo um að ræða,
að aukið sé framkvæmdafjár-
magn til vegamálanna. Hér er
bví einvörðungu um það að ræða
að skattleggja umferðina í þágu
’'',kissjóðs um nokkrar tugmilj-
Anir króna til viðbótar þeim á-
'sniim, sem þegar eru á hana
'noðar til almennra þarfa ríkis-
sjóðs. Er hér á ferðinni einn
þáttur þeirrar margþættu handa-
hófsskattlagningar sem ríkis-
stjórnin hyggst fleyta ríkissjóði
á yfir nœsta fjárlagaár og enn
er ekki séð fyrir enda á, hve
fjölskrúðugt verður.
Enginn vafi er á geysilegri
þörf á mikilli aukningu f jár-
veitingu til vegaframkvæmda í
landinu. Á því sviði þarf að
koma til gerbylting á næstu ár-
um, ef hið úrelta og ófullkomna
vegakerfi á ekki að verða bein
hindrun fyrir eðlilega þróun at-
vinnulífs, framfarir á fjölmörg-
um sviðum og verndun byggða-
jafnvægis. Eðlilegasta leiðin til
þess, að mögulegt reynist að
gera það átak, sem hér þarf að
koma til, virðist sú, að ríkissjóð-
ur afsali sér verulegum hluta af
þeim tekjum sem hann nú hef-
ur af umferðinni með aðflutn-
ingsgjöldum, leyfísgjöldum o.fl.,
og að þeim verði ráðstafað til
vegamálanna. Að því leyti sem
þessi leið kjmni að reynast ó-
fullnægjandi kæmu síðan til
greina aukin gjöld á umferðiha
í einhverju formi.
Meðan éstand vegamála er
slíkt sem það nú er, virðist fá
skattheimta óeðlilegri en sú að
hækka álögur á umferðina í
þágu annarra þarfa en hennar.
En það er einmitt sú aðferð,
sem ríkisstjórnin nú hyggst beita
í ráðleysi sínu við að ráða fram
úr fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem
skapazt hefur fyrir verðbólgu-
stefnu hennar.
Undirritaður er þeirrar skoð-
unar, að sú hækkun benzínverðs,
sem hér er um að ræða gæti
komið til álita, ef um væri að
ræða fjáröflun til myndarlegra
átaka í vegamálunum, en telur
hana fráleita, eins og nú er að
málum staðið, og leggur því til,
að frv. verði fellt.
SScref í átt til
gengisfellingar
Frumvai-pið um 0,5% gjaldeyr-
isskatt kom til 2. umræðu í neðri
deild í gær og urðu umræður
litlar. Fjárhagnefnd þríklofnaði
um málið, lagði meiri hlutinn,
stjómarliðið, til að það yrði
samþykkt, Framsókn skilaði sér-
áliti, og 1. minni hluti nefndar-
innar, Lúðvík Jós.epsson, lagði til
að frumvarpið yrði fellt. I ræðu
sinni benti Lúðvík Jósepsson á
að þó að skatturinn væri aðeins
¥2% nú mætti búast við hækk-
unum á honum í framtíðinni,
þegar tekið væri tillit til þess
að þeim, sem greiða bönkunum
gjaldeyrinn, eru greiddar sér-
stakar bætur. Þessi þróun væri
stórkostlega varhugaverð og
hætt við að hún leiddi af sér
gengisfellingu.
Frumvarpinu var vísað til 3.
umræðu, með mótatkvæðum
stjómarandstöðunnar.
Tollfrumvarp
Frumvarp um breytingu á
lögum um tollskrá, sem skýrt var
frá hér í blaðinu í gær kom
til 1. umræðu í efri deild í gær
og mælti fjármálaráðhérra fyrir
frumvarpinu, og lagði á það á-
herzlu að það yrði afgreitt sem
lög fyrir áramót.
Tillaga um aS vísitölubinda ekki lón til
var felld í
2. umræða um frumvarp til
laga um Húsnæðismálastofnun
ríkisins fór fram í neðri deild
í gærdag. Hannibal' Valdimars-
son mælti við umræðuna fyrir
breytingartillögu við frumvarp-
ið svohljóðandi: „Láglaunafólk í
verkalýðsfélögum skal hafa for-
kaupsrétt að íbúðum þefm, sem
byggöar eru skv. 3. málsgrein
3. gr. laga þessara, og elga með-
limir verkalýðsfclaga rétt á Ián-
j um til kaupa á íbúðum., og skal
| upphæð þeirra nema % hlutum
af verðmæti íbúða og sé gatna-
gerðargjald þá talið með verð-
mæti íbúðanna. Lánin séu ekki
vísitölu'jundin". Hannibal benti
1 ræðu sinni á að ein helzta
krafa samninganefndarmanna
. verkalýðshreyfingarinnar í sum-
j ar í þessu sambandi hefði ver' '
. að hið sama gilti um lán til
I meðlima verklýðsfélaganna og til
| húsabygginga í sveitum og
; íbúða, sem byggðar væru skv.
' verkamannabústaðalögunum, þ.e.
i að lánin yrðu ekki vísitölubund-
Við atkvæðagreiðslu var til-
lagan felld með 19 aikvæðum
gegn 14. Var frumvarpi þessu
síðan vísað til 3. umræðu, að
felldum tillögum stjórnarand-
stöðunnar.