Þjóðviljinn - 21.12.1965, Side 2

Þjóðviljinn - 21.12.1965, Side 2
2 SlBA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. desember 1965 Leitinni hætt aS konunni er hvarf sl. þriðjudag Leitinni að konunni sem hvarf. hér í Reykjavík sl. þriðjudag hefur nú verið hætt og bar eng- an árangur. Tók mikill fjöldi manns þátt í leitinni sem stóð yfir sleitulaust að kalla frá því á þriðjudagskvöld og fram um helgi. Konan heitir Elísabet Ingólfsson, þýzk að ættemi en gift íslenzkum manni. Er hún 39 ára að aldri. VÉLADEILD Gaf Mæðrastyrks- nefnd 160 þús. kr. Jónína Guðmundsdóttir, form. Mæðrastyrksnefndar, skýrði Þjóðviljanum frá því í gær að nú nýverið hefði borizt stærsta gjöf sem nefndin hefur fengiðtil þessa: 100 þúsund krónur frá Asbirni Ólafssyni heildsala. Hef- ur Ásbjörn oft áður fært nefnd- inni stórgjafir. sagði Jónína. Þá sagði Jónína að nefndinni hefðu borizt margar aðrar góðar gjafir nú fyrir jólin og nemur söfnunin orðið hátt á fjórða hundrað þúsund krónum. Auk þess hafa nefndinni borizt rrtikl- ar og góðar matar- og fatagjaf- ir. Jónina skýrði svo frá, að nefndinni bærust daglega um- sóknir um hjálp fyrir jólin og hefði engum verig synjað er til hennar hefðj leitað. Bað hún blaðið að geta þess að allar um- sóknir þyrftu að vera komnar til nefndarinnar fyrir n.k. mið- vikudag og sá dagur væri einn- ig síðast fataúthlutunardagur. Ennfremur bað hún þess getið að listar sem enn væru úti hjá fyrirtækjum þyrftu að berást sem allra fyTst. Að lokum bað Jónína þlaðið að færa öllum gefendum beztu þakkir fyrir framlög þeirra, bæði stór og smá, þau væru öll jafnvel þegin. %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%^ Hjartans þakkir færi ég öllum sem heiðruðu mig á fimmtugsafmœli minu 10. des. síðastliðinn með hamingjuóskum, gjöfum og hlýjum hug og ám- aðaróskum. Heill og blessun fylgi ykkur öllum. GLEÐILEG JÓL! Agnar Gunnlaugsson frá Kollugili, Stóragerði 28. ) \ %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% Alúðarþakkir til vina og frænda fyrir hlýjar kveðjur, gjafir og margvíslegan sóma í tilefni af áttræðisafmæli mínu. Þetta voru mér ó- gleymanlegir dagar. Guð blessi ykkur öll. SIGRÍÐUR J. SNÆLAND. REVUE-UR SIGURÐUR TOMASSON úrsmiður Skólavörðustíg 21. eru kunn hér á landi síðan um aldamót. Þau hafa jafnan reynzt traust og nákvæm og þolað samanburð við beztu tegundir sviss- neskra úra. Það hefur ekki þurft að auglýsa þau mikið 1 heimsblöð- unum vegna þess að þau auglýsa sig sjálf. — Revue-úr fást nú í miklu úrvali hjá und- irrituðum, þar á meðal í nýrri gerð stálkassa, sem þola betur vatn og eru því sérlega hentug sjómönnum. •— Myndin sýnir verk Cal. 81 sem verksmiðjumar smíðuðu á 100 ára afmælinu 1953. Útboð Tilboð óskast í að steypa upp kjallara Sundhallar Kópavogs ásamt laugarþró. Útboðsgögn afhent á skrifstofu minni gegn kr. 2000,00 skilatryggingu. Kópavogi 20. des 1965. Bæjarverkfræðingur. Lögfræðingar Aðalfundur Lögfraeðingafélags fslands verður haldinn í I. kennslustofu Háskólans þriðju- daginn 28. desember n.k. kl. 17,15. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. 9. gr. félagslaga. 2. Tvö örstutt erindi um frumvarp til bamavemd- arlaga og tímabær úrræði í bamavemdarmál- um (prófessor Ármann Snævarr, háskólarekt- or og Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra). S-fjórnln. Til jóla- og tækifærisgjafa Ur og; klukkur — Skart- gTÍpir — Borðsilfur — listmunir. — Einnig; kventízkuvörur ávallt í fjölbreyttu úrvali hjá okkur. KORNELIUS JÓNSSON. Úra- og skartgripaverzl- un, Skólavörðustíg 8, Sími 18588. Danskur símvirki óskar eftir 3ja—4ra herbergja íbúð frá áramótum, helzt í nýju húsi. 1 árs fyrirframgreiðsla. Upplýsing- ar veitir Póst- og símamálastjórnin í síma 11000. Póst- og símamálastjórnin. Skipholti 21 símar 21190-21185 ■ eftir lokun i sima 21037 D & BYGGINGA VÖRUR ★ Asbest-plötur ★ Hör-plötur ★ Harðtex ★ Trétex ★ Gips þilplötur ★ Wellit-einangrunarplötur ★ Alu-kraft aluminpappír til húsa-einangrunar ★ Þakpappi * tjöru og asfalt 'k Icopal pakpappi kr Rúðugler MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 Skinnjakkar á stúlkur og drengi. HVÍTAR SKYRTUR, allar stærðir. SKYRTUHNAPPAR og bindi o.m. fl. Góðar vörur á góðu verði. Verzlun Ó L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.