Þjóðviljinn - 21.01.1966, Page 1
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'
Föstudagur 21. janúar 1966 — 31, árgangur — 16. tölublað.
Krikmyndasýning á vegum ÆFR
• Kvikmyndasýning verður haldin á vegum ÆFR næstk. sunnu-
dag klukkan 2 e.h. í Tjarnargötu 20.
• Sýndar verða eins og jafnan áður góðar og vandaðar myndir
við hæfi bama.
• Öllum börnum fylkingarfélaga og flokksmanna er heimill að-
gangur. — Stjórnin.
■•■•■■■■■■■■■■■■■!
Leit haldið áfram í dag
Snemma í g.ærkvöld var
haldinn fundur hjá Flugum-
ferðarstjóm á Reykjavíkur-
flugvelli og kannaður þar ár-
angur hinnar víðtæku leitar
fyrir austan í gærdag að
Beechcraft flugvélinni. Leitar-
veður reyndist yfirleitt bjart
víðast hvdr á leitarsvæðinu.
þó hamlaði veður leit á
nokkrum stöðum, — var þar
snjókoma og lágskýjað.
' Þannig reyndist örðugt að
leita á austurrana Vatnajök-
uls og á tungu inn í miðhá-
lendið austur og norður frá
Eyjafjallajökli. Þá hamlaði
veður einnig leit á fjallgarð-
inum milli Lónsfjarðar og
Álftafjarðar austan vegar.
Ætlunin er að halda áfram
leit í dag og verða þá fyrr-
greindir staðir kannaðir með
leit úr lofti og einnig verð-
ur haldið áfram leit á heið-
um og kringum tinda upp af
öllum fjörðum frá Homa-
firði til Borgarfjarðar eystra.
Nær hundrað prósent leit
hefur farið fram í öllum
fjörðunum á þessu svæði og
sennilega verður leit hætt á
sjó í dag. ,
Þá er æfhmin að bæta við
nýju leitarsvæði í dag, en það
er í hálendinu í beinni línu
frá Herðubreið til Eyjafjarð-
ar og er björgunarsveit frá
Akureyri komin á vettvang.
Reykvíska flugbjörgunarsveit-
in undir stjórn. Sigurðar‘Þor-
steinssonar korn í gærkvöld
að austan til Reykjavíkur.
Víðtækasta flugbjörgunarleit fram að þessu hér á landi
Um 500 manns leituðu
á suðausturhluta Islands
# í gærdag hélt áfram leitin að Beechcraft-
flugvél Flugsýnar og reyndist ein víðtækasta flug-
björgunarleit, sem gerð hefur verið hér á landi. Er
talið að allt að fimm hundruð manns hafi tekið
þátt í leitinni í gærdag og hefur hún enn engan
árangur borið fram að þessu.
Líkan að fyrirhuguðu ráðhúsi fyrir norðurc nda Tjarnarinnar, ásamt nágrannabyggingum.
Framkvæmdir vii byggingu ráðhúss-
ins verba ekki hafnar á þessu ári
□ Geir Hallgrímsson borg-
arstjóri sagði á fundi borg-
arstjómar Reykjavíkur í
gær, að hann byggist ekki
við að hafnar verði fram-
kvæmdir við fyrirhugaða
byggingu ráðhúss borgar-
innar í norðurenda Tjarn-
arinnar á þessu ári.
Borgarstjórinn gaf þessa yfir-
lýsingu er hann svaraði svohljóð-
andi fyrirspurn frá Alfreð Gísla-
syni, borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins, um undirbúning
ráðhúsbyggingar:
»1. — Hvað líður störfum ráð-
húsarkitekta og annarra, ei
vinna að tæknilegum undirbún-
íngi ráðhúsbyggingar?
2. — Gerir borgarstjóri ráð
fyrir, að haffzt verði handa um
byggingarframkvæmdir á þessu
Borgarstjóm staðfestir
stöðuráðningar
Borgarstjórn Reykjavíkur stað-
festi á fundi sínum í gær ráðn-
ingu borgarráðs í stöður yfir-
lögregluþjóna og aðstoðaryfirlög-
regluþjóna sem áður hefur ver-
ið skýrt frá í blaðinu.
Akranes
Hið áriega þorrablót Al-
þýðubandalagsins á Akrancsi
verður haldið að REIN næsta
laugardag og hefst klukkan
8.30 um kvöldið. Þátttaka tíl-
kynnist í síma 1413 eða 1948.
Stjórnin.
áxí, og ef svo er eklci, þá hve-
nær?‘“' '
Fyrri lið fyrirspumarinnar
svaraði Geir borgarstjóri efnis-
lega á þann veg, að búizt væri
við að séruppdrættir og útboðs-
lýsing verði fullbúin eftir 4-5
mánuði, en undirbúningsverk
þetta hefði dregizt vegna skorts
á starfskröftum á teiknistofu
ráðhúsnefndar.
Sem svar við síðari fyrir-
spurnarliðnum sagði borgarstjóri
að hann byggist ekki við að
framkvæmdir yrðu hafnar á
þessu ári, en hinsvegar yrði
málið lagt fyrir ráðhúsnefnd
strax og séruppdrættirnir og út-
boðslýsingin lægju fyrir og
myndi nefndin þá taka sínar
ákvarðanir.
Fyrirspyrjandi, Alfreð Gísla-
son, þakkaði borgarstjóra svör-
in, en kvaðst um leið vi'lja taka
það fram að fyrirspumin hefði
ekki verið lögð fram til að reka
á eftir málinu. Kyrrt hefði ver-
ið um málið að undanförnu og
hann fagnaði þeirri lægð af
sinni hálfu og kvaðst vilja að
hún stæði sem lengst. Síðan
lýsti hann enn þeirri skoðun
sinni að ekki ætti að reisa ráð-
húsið í norðurenda Tjamarinn-
ar. Sagði hann að fjöldi borg-
arbúa, í öllum stjómmálaflokk-
um, væri mjög andvígur áform-
unum um smíði ráðhússins á
þessum stað og því teldi hann
eðlilegt að staðarvat væntanlegs
ráðhúss yrði erm tekið til um-
ræðu í borgarstjórninni á þessu
ári.
yfir miðhálen,dinu í gærdag og
einnig var flogið meðfram
ströndum allt frá Rangárvalla-
sýslu austur um til Seyðisfjarð-
ar.
□ Fimmj.án bátar og skip
leituðu á hafinu fyrir Austfjörð-
um undir stjórn skipherrans á
varðskipinu Óðni og margir leit-
arflokkar þræddu ströndina á
landi aðallega frá Fáskniðsfirði
til Hornafjarðar og einnig upp
af hverjum firði.
Meginþungi leitarinnar beind-
ist að suöaustur hluta Islands
og var hver fjörður þræddur
frá Fáskrúðsfirði til Hornafjarð-
ar og úr lofti var leitað yfir
Vatnajökli og norðan megin við
jökulinn í miðhálendinu.
Þá fór einnig fram leit á
Fljótsdalshéraði og í Borgarfirði
eystra og var leitinni stjómað á
landi af Sigurði Þorsteinssyrf,
varðstjóra, sem h'áfði aðalbæki-
stöð á Egilsstöðum í gærdag og
'hafði hann farið með flokk sinn
frá Neskaupstað í fyrrak'völd á
bílum til Egilsstaða.
Þá fóru, reykvískir byörgunar-
menn úr Ingólfi til Hornafjarð-
ar í gærdag og björgunarsveit
frá Akureyri var á leiðinni í
gærdag í Heröubreiðarskála og
ætlar að leita ásamt bændum á
Jökuldal í óbyggðunum þar i
kring.
En megnið af leitarmönnum
í gærdag er frá suðurfjörðum
Austfjarða al'lt til Hornafjarðar
og munu allt að fimm hundmð
manns hafa tekið þátt í leitinni
í gær án árangurs.
Þá fór einnig fram leit i Borg-
arfirði eystra í gærdag og leit-
arflokkar frá Neskaupstað leit-
uðu aðallega í Mjóafirði í gær-
dag. Aðalleitin í fyrradag fór
hinsvegar fram á svæðinu frá
Seyðisfirði til Fáskrúðsfjarðar og
ætla menn, að þeir séu búnir
að leita af sér allan grun á því
svæði.
Friðrik og Vasgúkof eru efstir
Þrem mikilvægum skákum
var lokið á alþjóðlega skákmót-
inu sem háð er í Lídó þessa
dagana, er blaðið leitaði frétta
þaðan á tólfta tímanum í gær.
Wade hafði unnið Jón Hálfdán-
arson, Vasjúkof vann Böök og
Friðrik Ólafsson og O’Kelly
gerðu jafntefli.
Þessi úrslit breyta þannig röð
keppenda, að nú eru þeir jafnir
og efstir Vasjúkof og Friðrik,
eru með fimm vinninga hvor og
eina biðskák og hafa báðir betri
stöðu en andstæðingurinn.
I dag eiga keppendur frí, en
á morgun ljúka þeir þeim bið-
skákum sem fyrir eru.
Hávaði og læti
á fundi borgár-
stjórnar
Fundur borgarstjóxnar
Reykjavíkur í gær gekk ó-
venju rólega fyrir sig allt
þar til upp hófst mikill
djöfulgangur í þann mund
sem forseti, Auður Auðuns,
tók að Iýsa tillögu í Iok
fundarins. Þa5 scm hávað-
anum olli var loftbor sem
byrjað var að vinna með
við veggjaniðurrif í næsta
húsi við Skúlatún 2, þar
sem borgarstjórnin heldur
fundi sína. Svo mikill var
skarkalinn að ckki heyrð-
ist mannsins mál x fundar-
salnum og varð að gera
hlé á fundinum um stund
og borgarstjóri að senda
skutilsvein sinn út í ná-
grannahúsið til að skakka
leikinn svo unnt yrði að
Ijúka fundi. — Þess má
geta að borgarsjóður het-
ur keypt umrætt nábýlis-
hús og er unnið að breyt-
ingum þess svo að betur
nýtist borgarskrifstofum
sem þangað munu flytjast.
Á því sviði eykst liörfin
jafnt og þétt, því að alltaf
er skrifstofubákn borgar-
inrtar að þenjast út.
Skipbrotsmenn í hófí
hjá Slysavarnafélaginu
L*J Þjóðviljinn haföi í dag
samband við Gunnar Berg-
stcinsson, fulltrúa hjá Land-
helgisgæzlunni og spurði
hann, hvort líkur væru á, að
unnt yrði að bjarga brezka
togaranum Wyre Conqueror.
3rl Sagði Gunnar að menn frá
Landhelgisgæzlunni væru á
strandstað ásamt Mecklen-
burgh skipstjóra, stýrimanni
og fyrsta vélstjóra. Það væri
þó allsendis óvíst, hvort
björgun tækist. Landhelgis-
gæzlan hefði ekkert skip til
þess að reyna að draga tog-
arann út, nú sem stendur.
Forstöðumenn Slysavama-
félagsins héldu í dag kaffi-
samsæti með skipbrotsmönn-
um og fréttamönnum. Með-
fylgjandi mynd tók ljósm.
Þjóðviljans, AK við það tæki-
færi. Sýnir hún 15 skipverja
af Wyre Conqueror, þar af 7,
sem voru á Imperialist, þegar
áhöfninni af Strák var bjarg-
að fyrir þremur mánuðum. 3
skipverja vantar á myndina,
en þeir eru á strandstað eins
og fyrr segir.
★J Skipbrotsmennimir halda
flugleiðis heim á föstudag-
inn.