Þjóðviljinn - 29.01.1966, Side 6
0 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 28. janúar 1966,
• Tekk, tekk og
aftur tekk
• Einn af blaðamönnum þessa
blaðs ætlaði nýlega að kaupa
sér húsgögn í stofu, sem ekki
er í sjáálfu sér frásagnarvert.
Sem kunnugt er. er hér í borg
eigi álllítið af húsgagnaverzl-
unum, allar sneisafullar af
vamingi, og hefði kannski mátt
ætla, að þar fengist eitthvað
fyrir allra smekk. Og leggja
þau hjón af stað í könnunar-
leiðangur.
En viti menn. Þegar til kom,
tókst þeim ekki að finna eitt
einasta sófaborð í einum fimm-
tán verzlunum, sem ekki var
úr tekki. Þau voru reyndar
orðin leið á þessu eilífa tekki í
stofum borgarbúa hvar sem
komið er og höfðu ætlað sér
þá dul, að kaupa húsgögn úr
eik.
Þrátt fyrir allan þann fjölda
húsgagnaverzlana. sem hér er.
— og sumar gríðarstórar á
fleiri hæðum, reyndist úrvalið
sáralítið, þetta voru sömu
borðin og sófasettin eða keim-
lík og allt úr sama viði —
tekki. Búðarfólkið yppti öxlum
þegar spurt var um eitthvað
annað og sagði. að það borg-
aði sig ekki að smíða úr öðr-
um viðartegundum, því þetta
væri það sem íólk vildi.
Ekki nema von, að maður
sjái ekki annað en tekk á ís-
lenzkum heimilum!
9 Góð ráð dýr
• Éiginmaðurinn kom heim til
sín seint um nótt, með kven-
mann í eftirdragi. Þegar hann
mætti konu sinni, sagði hann
við hana: Uss, þú ert systir
min.
úlvarpið
• Hallir og riddaraborgir í
Þýzkalandi
• Félagið Germanía heldur
kvikmyndasýningu í dag, þar
sem sýndar verða þýzkar
frétta- og fræðslumyndir.
Fréttamyndimar em frá
helztu viðburðum í Þýzkalandi
undanfamar vikur, m.a. frá
heimsókn konungsins í Mar-
okkó og viðræður hans við dr.
Erhard, kanzlara. Þar er einn-
ig sagt frá aðstoð Vestur-Þýzka-
lands við vanþróuð lönd í Afr-
íku, Asíu og S-Ameríku.
Fræðslumyndimar era tvær.
Er önnur um Kielar-skurðinn
svonefnda, sem tengir Norðui-
sjóinn við Eystrasalt og mikið
er notaður einnig af íslenzkum
skipum. Hin fræðslumyndin er
um hallir og riddaraborgir í
Þýzkalandi. Hefur Þýzkaland
löngum verið víðfrægt fyrir
hallir, sem þar eru frá ýmsum
tímum og á ýmsum stöðum,
margar hverjar ótrúlega skraut-
legar. Frá miðöldum era þar
einnig margar riddaraborgir,
sem haldið hefur verið við fram
á þennan dag, þótt aðrar séu
reistar. Sögusvið sumra af okk-
ar skemmtilegu riddarasögum
var einmitt á þessum slóðum.
Sýningin er í Nýja Bíói og
hefst kl. 2 e.h. öllum er heim-
ill aðgangur, bömum þó ein-
ungis í fylgd mel fullorðnum.
Meðfylgjandi mynd er af
Hallarkirkjunni í Dresden.
• Monsieur
Maigret
• Það er í kvöld að pólski
söngvarinn Paprocki, sem var
víst einhverju sinni næstum
því kominn til Islands, kynnir
Okkur óperalög úr slavneskum
heimi og munu sum næsta
sjaldgæf. Svo kemur Riohard
Strauss á eftir.
Frakkar eiga glæpamálagátta-
þef, sem víðfrægur er orðinn
um öll lönd, Maigret, og er
hann hugarfóstur Georges Sim-
enon. Sérkennilegur maður
meðal sinna starfsbræðra og
jafnólíkur Sherlock Holmes og
Hercule Poirot. Leikritið í
kvöld segir einmitt af þessum
manni og er Baldvin Halldórs-
son leikstjóri en ekki vitum
við hver leikur þennan skelfi
glæpamanna. 1 Frakklandi
sjálfu finnst mönnum að Maig-
ret og leikarinn Jean Gabin
hljóti að vera tvíburabræður.
13.00 Óskalög sjúklinga. Krist-
ín Anna Þórarinsdóttir kynn-
ir lögin.
14.30 I vikulokin, þáttur und-
ir stjóm Jónasar Jónassonar.
16.05 Anna Sæbjömsdóttir
velur sér hljómpiötur.
17.00 Ragnheiður Heiðreksdótt-
ir kynnir nýjustu dægurlög-
in.
17.35 Tómstundaþáttur bama
og unglinga. Jón Pálsson fl.
18.00 Útvarpssaga bamanna:
Á krossgötum.
18.30 Söngvar í léttum tón.
20.00 Laugardagslögin: a)
Pólski söngvarinn Bohdan
Paprocki syngur aríur úr ó-
perum eftir Nowowiejski,
Dvorák, Moniuzsko og Tjai-
kovský. Wodiczko stjómar
hljómsveit Ríkisleikhússins í
Prag sem leiteur með b) Ffl-
harmoníusveit Berlínar leik-
ur Don Juan, hljómsveitar-
verk op. 20 eftir Richard
Strauss; Karl Böhm stjómar.
20.45 Leikrit: Gleðileg jól,
Monsieur Maigret, sakamála-
leikrit eftir Georges Simenon
og Serge Douay. Þýðandi
Óskar Ingimarsson. Leikstj.:
Baldvin Halldórsson.
22.15 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
• Glettan
,,Halló er þetta hundauppeldis-
skólinn? Ég hefði áhuga á að
heyra meira um námskeiðið
sem þið voruð að auglýsa'*.
• Systrabrúðkaup
Systrabrúðkaup var 29. desember s.I. í Nesldrkju, er þar vorn
gefin saman af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Freyja Haralds-
dóttir og Ámi Gísiason og ungfrú Iðunn Haraldsdóttir og Jón
Pálsson. — (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegí 20 b).
Eftir STUART og ROMA GELDER 6
Það getur verið að efklaustr-
ið í Kumfoum hefði verið
að hröma og falla, að þá hefði
okkur sýnzt ekki eins ömur-
legt um að litast og okkur þótti
nú. Stærsta trúarbragðastofnun
í Kína er núna ljómandi leik-
svið fyrir stórkostlegt sjónar-
spil, en leikendumir, sem áð-
ur vora 3 000 talsins, eru nú
ekki nema 400 eftir, og má
kalla að sviðið standi autt og
flest fer í handaskolum Komi
þeir fram, þessir 400, sýnast
þeir eins og krækiber í ámu, og
nægja hvergi nærri í hlutverk-
in. Samt mátti með eftir-
grennslan finna f hliðarálm-
unum munka við messugerðir
sem fram fóra eins og til var
ætlazt. En á þetta horfði eng-
inn. Fyrir framan undurfagurt
altari, skreytt undir þaki úr
gulli, og jaði, og rauðum lit-
um, var stórvaxinn, skeggjað-
ur maður að flatmaga sér til
yfirbótar, en guðirnir sátu í
röðum og litu niður til hans
með góðlátlegu spéi í augun-
um. Hann hafði handbjargir
úr tré á báðum höndum, til að
hlífa þeim við núningi við
heita og harða mölina, og vora
báðar gljáfægðar af núningn-
um. Hann fleygði sér flötum á
grúfu. og skreið svo áfram
marflatur. Svo reis hann upp
án þess að beygja kné og stóð
á höndunum og gerði ýmist að
hækka sig eða lækka tólf sinn-
um, og fór svo 4 fæturna aft-
ur. Við þetta blés hann eins
og smiðjubelgur, og hálftíma
síðar, foegar við fóram, var
hann ekki hætbur, tveimur
tímum síðar voram við á
gangi ekki langt frá, og enn
var hann að. Chu Cheng-chuo
sagði okkur að með þessu erf-
Iði væri hann að afplána mis-
gerðir og vinna sér verðleika,
og mundi hann víst ekki fást
til að hætta fyrr en hann gæf-
Ist upp eða dytti í dá. Og fyrst
þúsund rennur af þessu tagi
era í augum guðanna sama
sem ekki neitt, samkvæmt
vönduðum útreikningum búdda-
trúarmanna, mundi víst þurfa
ofurmannlegt erfiði til að gera
svo guðunum líkaði, og þeir
yrðu ánægðir.
Okkur kom nú í hug það
sem síðasti ábóti, Thubten
Norbu, hafði sagt okkur, að
sjálfur hefði hann orðið upp-
gefinn éftir fáeinar rennur, og
hætt alveg. og það gerði víst
ekkert til. Hann átti svo mikið
inni frá fyrri jarðvistem, að
hann gat leyft sér að slaka á,
eins og auðkýfingur. sem á
hægt með að lifa á rentunum
af höfuðstól sínum. En hvað
skeggjaða munkinn snerti, þá
hlaut hann að hafa gert meira
en lítið af sér, og eytt inn-
stæðu sinni fullkomlega, fyrst
hann þurfti að hafa svona
ógnarlega mikið fyrir. Og lang-
líklegast þótti okkur, að honum
entist ekki ævin til nógu
margra framfalla og flatmag-
ana til að afplána það sem eft-
ir stæði. Og mætti svo fara
ef við kæmum aftur til Kumfo-
um eftir svo sem tuttugu ár,
að við mættum honum þar
sem hann væri bullsveittur
móður og másandi að afplána
syndir.
Ekki hefði farið mikið fyrir
ímyndunarafli okkar né hugar-
flugi, ef við hefðum ekki, þó
ekki væri nema rétt í svip,
fundið til saknaðar vegna þess
sem horfið var, og hinn af-
dankaði ábóti lýsti fyrir okkur
af svo næmum og samúðarfull-
um skilningi, þessum heimi
þar sem hver hafði þá stöðu
sem honum hæfði, og enginn
öfundaði annan. Auk þess
vissu þeir allir hvemig á því
stóð ef þeim gekk ekki að ósk-
um, ef þeir vora fátækir, sjúk-
ir eða hundeltir, að það var
sjálfskaparvíti, og eins vissu
þeir að núverandi ástand
mundi afla þeim tekna ólít-
illa, og því meiri sem verr
gekk. Af þessu hlauzt það að
allir tóku þrengingum með
langlundargerði, í von um að
næsta holdtekja yrði væg. Eins
gátu hinir ríku og voldugu lit-
ið svo á, að auðlegð sín og
veraldargengi væra laun fyr-
ir rétta breytni og persónu-
legt ágæti. Og kæmi það að
þeim í svip að harma hlut-
skipti með því að álykta sem
svo, að engu væri fyrir að
þakka nema ágæti sjálfra
þeirra, að þeir hefðu ekki lent
í því sama.
Hér var það öryggi að finna,
sem standast mundi allar um-
breytingar þjóðfélagsins og
framfarir þess. En það haggað-
ist fyrir því að farið var að
taka ákvarðanir upp á sitt ein-
dæmi, í stað þess að fela slík-
ar ráðstafanir æðri máttar-
völdum.
Hættuleg flugfcrð.
Þegar við spurðum hvort
bannað væri að taka ljósmynd-
ir meðan við værum á ferða-
laginu, svöraðu hin kínversku
stjómarvöld því svo: ,,Ekki
nema úr flugvélinni þegar Tí-
bet fer að nálgast". Varla hafa
þessi menn ímyndað sér að við
hefðum þær röntgenfilmur í
myndavélum okkar, sem ,,séð“
gætu gegn utn holt og hæðir
6600 m hæð ofar sjávarmáli, og
gegnum hélaðar rúður. Annars
hafa þeir verið að spotta okk-
ur.
Enginn maður mundi fást til
að taka að sér njósnir, þetta
ömurlega og illa launaða starf.
ef hann ætti kost á öðra
skárra. Líklega er þetta ástæð-
an til þess- að þessi stétt er
jafnvel enn kjánalegri í reynd-
inni en 1 skáldsögum, og enn-
fremur fyrir því, að stjómar-
völd þau, sem hafa þá í þjón-
ustu sinni, og væntanlega
þurfa að gera grein fyrir því
fé sem varið er til leyniþjón-
ustu, vilja ekkert við þá kann-
ast, þegar þeir hafa verið
gripnir. Þau skammast sín fyr-
ir að láta það komast upp, að
þeir hafi sóað fé í slik vesal-
menni, einkum þegar þeiss er
gætt, að þær upplýsingar, sem
máli skipta, fást oftast fyrir
ekkert. '
Það er enginn hörgull á vís-
indamönnum sem geta sagt til
um það með mestu nákvæmni,
hvemig farið skuli að þvi að
sprengja jörðina í ótal parta,
og láte sér svo ekki fyrir
unum'1 í té þessa vitneskju,
svo nú má bráðum vænta þess,
að allar þjóðir eigi þess kost
brjósti brenna að láta „óvin-
að styðja á þann hnapp, sem
enginn þorir að styðja á, og
því síður sem fleiri eiga hann,
og fara þannig vaxandi líkum-
ar fyrir því að veröldin sleppi
við það að farast. En valdhaf-
ar, hverjir sem era, fá aldrei
talið mann, sem gert hefur
slíkt starf að atvinnuvegi sín-
um, á það að gera það fyrir
ekki neitt. Þetta mundi spilla
fyrir stéttinni. Þessvegna
kemst nærri því alltaf upp
um þá, en svo mundi varla
vera, ef þeir væru ekki neydd-
ir til að hegða sér eins og
ætlazt er til að njósnarar
geri. Vanalega fá þeir lítið í
einu hjá húsbændum sínuln
eða svo sem rétt mátulega til
að hafa til vikunnar á hóteli
eða baðstað.
Ef Kínverjar væra jafn kæn-
ir og þeir eru sagðir vera.
mundu þeir vera afbragðs
njósnarar. Þeir eru það ekki.
Við öndum að okkur súrefni
úr geymi, og störum á fsþok-
una umhverfis hreyflana, sem
þyrlast í þessu þunna lofti yf-
ir fjöllunum, en um þau stóð
það f skólabókunum, sem við
lærðum fyrir 40 árum, af
landabréfum að þama væra
þau, og kom nú til okkar
embættismaður að líta eftir.
,,Þeir“ mundu verða okkur
skuldbundnir, segði hann, ef
þið segðuð ekki til nafnsins á
þessum stað þar sem við er-
um nú í þann veginn að lenda.
Og vegna þess, að enginn get-
ur þagað yfir leyndarmáli, sem
honum er ókunnugt um, spurð-
um við hvað staðurinn héti.
Hann sagði okkur það. En ekki
getum við brugðið heitinu og
gert uppskátt um nafn staðar-
ins, því við höfum gleymt því.
Við lentum á saltri eyðimörk
sem var álíka gróðurlaus og
tunglið, og umkringd egg-
hvössum háfjöllum þöktum
snævi. Þeir sem þama hafast
við og verða að þola heljar-
kulda á vetrum, steikjandi
hita á sumrin, búa í óhituðum
timhurtiúsum við endimörk
flugvallarins.
Illvættir fjallanna höfðu gert
hið versta gemingaveður á
móti okkur yfir Teagla-fjall-
garði, svo ekki var viðlit að
fljúga til Lhasa, og Roma, sem
skalf og nötraði í þessum pál-
þykku stoppuðu ferðafötum,
var skipað að hátta. Það gerði
Iæknirinn.
Flugstjórinn hélt að líklega
yrði ekkl flogið fyrr en hermi
vt'ri batnað, því standum
k*-!mi það fyrir að fólk væri
þ|r veðurteppt svo vikum
cipti. Gat það verið að við
haðum i— þrátt fyrir alla okk-
ar aðgæzlu — snúið baki ótil-
hlýðilega við einhverjum af
guðunum í Kumbum, og að sá