Þjóðviljinn - 29.01.1966, Blaðsíða 10
Meistarasamband byggingamanna óskar eftir:
Rannsókn á byggingakostnaði
hér samanborið við önnur lönd
Björn Ólafsson.
Stjóm Meistarasambands byggingamanna í Reykja-
vík hefur sent iðnaðarmálarábherra, Jóhanni Hafstein,
eftirfarandi ályktun: *
„í tilefni af margendurteknum fullyrðingum á opin-
berum vettvangi um að byggingakostnaður hér á landi
sé óhóflegur, vill stjóm Meistarasambands
manna beina þeim tilmælum til hæstvirts iðnaðarmála-
ráðherra, að hann láti fara fram raunhæfa rannsókn á
byggingakostnaði hér á landi og að gerður verði saman-
burður á honum og byggingakostnaði í nágrannalönd-
unum á sambærilegum byggingum. Samanburður þessi
verði gerður með tilliti til tækni, undirbúnings, skipu-
lags og fjárhagsgrundvallar við byggingaframkvæmdir.
Niðurstöður rannsóknarinnar verði birtar opinberlega."
Björn CfefssM j
heldi^ *ón!eika i
Fyrstu tónleikar Tónlístarfé- j
lagsins á þessu nýbyrjaða ári ■
vertSa haldnir n.k. þriðjudags :
og miðvikudagskvöld kl. 7.15 i :
Austurbæjarbíóf.
Verða betta fiðlutónleikar :
er Björn Öiafsson heldur með :
aðstoð Áma Kristjánssonar. ■
Á efnisskránni eru þessi ■
verk: Geminiani — Busch: :
Siciliana, Nardini: Larghetto j
Veracini: Largo, Vivaldi — ■
Busch: Svíta í A-dúr, J. S. ■
Bach: Partita í d-moll fyrir :
einleiksfiðiu (með hinni frægu :
Chaconne), tvær Kaprísur :
eftir Paganinþ Konsertpol- ■
anaesa eftir Wieniawsky og :
Kaprísa, gerð eftir valsaetýðu :
eftir Saint-Saens — Ysaye. :
Það er óþarfi að skrifa langt ■
mál til bess að kynna bá ■
Björn Ólafsson og Árna Krist- •
jánsson Þetta eru eins og j
allir vita tveir af kunnustu j
tónlistarmönnum okkar, sem j
hafa haldið fjölda tónleika ’
bæði fyrir Tónlistarfélag;ð oe
aðra. enda þótt nú séu liðio
allmörg ár síðan beir hafi
komið fram á vegum Tónlist.
arfélagsins.
Athygli skal vakin á því
að tónleikarnir byrja að þessu
sinni kl. 7.15 og eru haldnir
fyrir styrktarfélaga Tónlistar-
félagsins.
........
SafnaB fé tíf
sí/tfarbræðsh
Dalvík 28/1 — Nýlega var
haldinn hér almennur borgara:
fundur til að ræða byggingu
sfldarverksmiðju á staðnum og
var boðað til fundarins af stjórn
Síldarbræðslunnar h.f., sem
6tofnuð var fyrir fjórum árum,
en síðan hefur ekkert verið gert
í þeim málum. Mikill áhugi rík-
ir á þessu meðal manna hér,
voru um 100 manns á fundinum
og samhljóða samþykkt að vinna
að framgangi þessa máls. Á-
kveðið var að rannsaka mögu-
leikana á söfnun meira hluta-
fjár til síldarbræðslunnar og
verða síðan frekari ákvarðanir
teknar í næsta mánuði.
Aðeins lftil beinaverksmiðja er
á staðnum og er að verða ónot-
hæf. Þvl þarf ný verksmiðja að
komast á laggimar sem fyrst,
þar sem hægt yrði að vinna bæði
bein og síld. K.J.
Þjóðviljanum barst í gær
framangreind ályktun ásamt
rækilegri greinargerð frá Meist-
arasambandinu. Segir þar m.a.
svo:
Því er iðulega haldið fram í
blöðum og útvarpi og víðar, að
byggingakostnaður hér á landi
sé óhóflega hár og miklu hærri
en í nálægum löndum. Enda
þótt þessar raddir hafi hlotið
góðan hljómgrunn hefur aldrei
verið talin ástæða til að gera
tilraun til að kanna að hve
miklu leyti hærri bygginga-
kostnaður hér á landi á rætur
sínar að rekja til t.d. eftirtal-
inna atriða.
Meiri gæða íslenzkra húsa,
bæði hússkrokka og inpréttinga.
Hærri innflutningstolla af inn-
fluttu byggingarefni en eru í
nálægum löndum.
Hærri aðflutningskostnaðar á
sömu vörum.
í þessu tilefni má benda á,
að tollur af langflestum innflutt-
um byggingavörum er 35% og
fér upp í 90% á einstökum hlut-
um. Ólíklegt er að tollar af
sömu vörum séu jafnháir í ná-
lægum löndum, og um leið rriá
benda á, að þar eru víða fram-
leiddar innanlands ýmsar bygg-
ingavörur, sem íslendingar verða
að flytja inn, og verður því
byggingakostnaður þar því lægri
þar sem hvorki þarf að greiða
háa tolla né flutningsgjöld af
þessum vörum.
Þá er í greinargerðinni bent
bygginga- 5 að skortur tækniframfara í
byggingariðnaðinum eigi m.a.
rætur að rekja til þess að fyr-
irtækjum í þessari iðngrein hafi
ekki verið sköpuð aðstaða til að
hagnýta sér þær og er þar fyrst
og fremst kennt um fyrirkomu-
lagi á lóðaúthlutun héríReykja-
vík og víðar svo og ströngum
verðlagsákvæðum að því er varð-
ar álagningu á útselda vinnu
hjá meisturum.
faugardag 29. janúar 1966 — 31. árgangur
23. töluiblað.
Freystelnn hlaut 6V2
vinnlsiQ oq náði markinu
í lok greinarinnar segir svo:
Loks má benda á, að hátt
verðlag á húsnæði þarf ekki að
standa í beinu sambandi við há-
an byggingarkostnað. Ástæðan
fyrir því’, að verðlag á húsnæði
hér á landi er oft hærra en
sjálfur byggingarkostnaðurinn
gefur tilefni til, er hin mikla
umframeftirspurn eftir húsnæði,
sem hér er ríkjandi og verður
varla skrifuð á reikning bygg-
ingariðnaðarmanna. Um leið er
rétt að taka fram, að miklu
fleiri aðilar en byggingameist-
arar eiga hér hlut að máli, þar
sem fjölmargir aðilar standa í
byggingarframkvæmdum.
Loftleiðir fluttu yfir 140
þúsund farþeua á
ári
□ A liðnu ári íluttu ílugvélar Loftleiða fleiri
farþega en nokkru sinni áður í sögu félagsins, eða
alls 141.051. Vöruflutningar félagsins jukust einn-
ig, en póstflutningar drógust nokkuð saman.
Farþegafjöldinn jókst á árinu
um 37,7% eða úr 102.444 í
141.051 sem fyrr var sagt. Er
það hlútfallslega meiri aukning
en varð á árinu 1964, því þá
jókst farþegafjöldinn um 26,8
prósent.
Sætanýting Loftleiða varff
hinsvegar ekki jafngóð á sl. ári
og árin þar á undan. Áriff 1963
var sætanýtingin 77,3%, áriff
1964 77,9% og á síffasta ári
75,7%.
Vöruflutningar með flugvélum
Loftleiða jukust á síðasta árium
43,2% en póstflutningar minnk-
uðu hinsvegar um 10,1%.
I gærmorgun tefldu þeir Frey-
steinn Þorbergsson og Björn
Þorstcfnsson biðkák sína út síff-
ustu umferð Reykjavíkurmóts-
ins og lyktaði henni mcð jafn-
tefli. Hlaut Freysteinn þar með
6Vi vinning, en það er sú vinn-
ingatala sem á að nægja hon-
um í fyrri áfanga að bví marki
að hljóta titilfnn alþjóðlcgur
skákmefstari, ef mótið, verður
metið nægilega sterkt sem rétt-
indamót að dómi Alþjóðaskák-
sambandsins sem líklegt má
telja. Guðmundur Pálmason
hlaut 7 vinninga í mótinu eins
og frá var skýrt hér í blaðinu
í gær og gildir því sama um
hann og Freystein að því er
Læknaverkfall
í Belgíu í uótt
BRUSSEL 28/1 — Belgískir
læknar eru óánægðir með kjör
sín og hafa þeir ekki sætt sig
við málamiðlunartillögur ríkis-
stjómarinnar. Boða þeir til verk-
falls frá og með aðfaranótt laug-
ardags. í Belgíu eru nú 9000
læknar og 2500 tannlæknar.
þetta varðar. Myndin er tekin
er Freysteinn tefldi við O’KelIy
í næst síðustu umferð mótsins
en sú skák varð jafntefli. —
(Ljósm. Þjóðv. A.K.).
<S>-
Tveir piltar slös-
uðust alvarlega
Tvö alvarleg umferðarslys
urðu rétt eftir hádegið í gær
hér í borg. Annað slysið varð
á Ægissíðunni og várð þar 15
ára piltur fyrir bíl og meiddist
mikið. Hann heitir • Gunnar
Bjarnason til heimilis að Ægis-
síðu 64.
Hitt slysið varð á Suðurgöt-
unni og ók þar piltur á skelli-
nöðru aftan á bíl í hálkunni og
meiddist einnig mikið. Hann
heitir Sigurbjörn Theodórsson
til heimilis að Kaplaskjólsvegi
56. Sigurbjörn átti seýtján ár,a
afmælisdag í gær.
Báðir piltamir voru fluttir á
Slysavarðstofuna og þaðan beint.
á Landakot.
Þeir eru taldir alvarlega slas-
aðir.
Slökkviliðsbíll
með blóð til
Hér eru félagarnir í VJt., sem sæmdir voru gullmerki félagsius.
75 ára afmælishóf V.R.
Þ ióðleikhúsk jailaranum
I
Sjötíu og fimm ára afmælis
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur var minnzt meff móttöku
í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrra-
dag, voru þar ýmsir mætir fé-
lagar heiffraffir á þessum tíma-
mótum 'í sögu félagsins.
Formaður félagsins, Guðmund-
ur H. Garðarsson bauð gestivél-
komna og drap á nokkra púnkta
í sögu félagsins. Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur var
áður sameiginlegt félag kaup-
manna og verzlunarmanna og á
fyrstu árum félagsins tíðkaðist
púnsdrykkja og sverð höfð á
lofti í samkvæmum.
Nú eru komnir aðrir dagar og
er félagið orðið að hreinu laun-
þegafélagi verzlunarfólks og
skrifstofufólks og hefur þegar
fengið sína fyrstu eldskirn í
verkfallsátökum með verkfalls-
vöktum og viðureign við verk-
fallsbrjóta.
Þannig hefur þessi öldungur
gengið í endurnýjun lífdaganna
og fetar sig nú fyrstu sporin á
braut stéttabaráttunnar.
í þessu hófi voru mættir full-
trúar bæði gamla tímans og
nýja tímans og fluttu þarna
ræður Magnús Brynjólfsson,
förmaður Verzlunarráðs, Sverr-
ir Hermannsson, forseti L.Í.V.
og yfir þessu sveif andi Hanni-
bals Valdimarssonar, forseta
A.S.Í. og flutti hann þarna stutta
og skemmtilega ræðu.
Hannibal áréttaði þarna lög-
mál stéttabaráttunnar og stund-
um þyrfti að sýna kjark og þor
í stéttaátökum og beindi meðal
annars orðum sínum að kaup-
mönnum og stórkaupmönnum i
þessu hófi, — ef þeir tímdu ekki
að borga starfsfólki sínu kaup
Framhald á 3. síðu.
í gærdag varð fimm ára
drengur fyrir fólksbifreið á móts
við hús nr. 64 á Hringbraut í
Keflavík og slasaðist drengur-
inn alvarlega. í gærkvöld varð
slökkviliðsbíll frá Reykjavík að
aka með eldingarhraða til Keflá-
víkur með fjórar flöskur af
blóði, — þar eð nýra drengsins
hafði sprungið við höggið frá
bílnum og blæddi drengnum
mikíð innvortis. Mikil hálka er
á götum Keflavíkur og hafði
drengurinn staðið í snjónum ut-
an við götuna og verið að horfa
á snjómokstursvél vinna að
mokstri, — hlaupið svo skyndi-
lega yfir götuna án þess að gæta
að umferðinni.
Wromsleifcur
á Lowaveqi
Það óhapp varð við Lauga-
veg i gær, að reykháfurinn á
húsi nr. 45 fauk i rokinu ásamt
tveimur sjónvarpsloftnetum, sem
á hann voru fest og hrundi
hetta hvortveggia niður af þak-
I inu og lenti á Skodabíl sem
stóð á götunni og skemmdist
á honum þakið. Var strompur-
inn úr hlöðnu grjóti,
Lán í óláni var að þetta gerð-
ist um kvöldmatarleytið og því
fátt manna á ferli. annars hefði
getað orðið þarna stqrslys.