Þjóðviljinn - 22.02.1966, Side 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. febrúar 1966
1
Norska þingið ræðir um
togveiðar í landhelgi
FISKIMÁL
eflir ftlóiisinn
«1. E. Kúld
Nýlega fóru fram umræður
í norska stórþinginu um tog-
veiðar norskra skipa innan
fiskveiðilögsögunnar við Nor-
eg.
Strax þegar Norðmenn settu
sína tólf mílna fiskveiðilög-
sögu, þá settu þeir jafnhliða
reglur um fiskveiðar norskra
skipa innan lanrlhelginnar. Svo
hagar til frá náttúrunnar
hendí að togveiðar hafa verið
taldar útilokaðar innan land-
helgi Noregs fyrr en komið er
til Norður-Noregs. Þar eru
hinsvegar vfða góð togmið und-
an ströndinni. sérstaklega þó
út af Finnmörku. Á þessum
togmiðum innan norskrar land-
helgi hafa þser reglur verið í
gildi og gilda enn, að norskir
togarar hafa mátt toga upp að
fjögurra mílna línu frá því 1.
marz til 1 nóvember En á
tíroabilinu frá 1. nóvember til
1. marz er landhelgin friðuð
fyrir allri togveiði innan við
sex mílna línu. Nú vildu fiski-
deildirhar á Finnmnrku fn
þessum reglum breytt þannig
að friðunartiminn gagnvart tog-
veiðinni yrði lengdur um tvo
mánuði. þannig að miðað væri
við X. október og 1. apríl. Þess-
ari beiðni var synjað,
Ég hef séð útdrátt úr nokkr-
um þingræðum um þetta mál
og koma þar fram talsvert
brevtileg sjónarmið. Hinsvegar
sagði Oddmund Mvklebust
sjávarútvegsmálaróðherra. að
hann sæi enga ástæðu til að
vel athuguðu máli, að breytá
reglunum um veiðar norskra
togara innan landhelginnar.
Þetta sjónarmið studdi fyrr-
verandi sjávarútvegsmálaráð-
herra, Magnús Andersen. sem
sagði að norsku togurunum
væri það nauðsynlegt vegna af-
komunnar að fá að veiða á
milli fjögurra og sex mílna
markanna. Þær reglur sem
settar voru í upphafi um
nor&kar togveiðar innan land-
helginnar verða því í gildi á-
fram óbreyttstr. !
Hátt þorskverð
Blaðið Fiskaren, málgagn
norskrar útgerðar og fiski-
manna, skýrir frá því 26. janú-
ar sl. að búið sé að ákveða
þorskverð á fiski veiddum á
Lófótmiðum nú á vertíðinni.
Verðið sem greitt verður er
norsk kr. 1.38 fyrir kg og er
þá miðað við 43 sentimetra
lengd og yfir samkvæmt venju-
legri mælingu frá föstum
hnakka og snorðblöðku Að
sjálfsögðu er hér átt við haus-
aðan og slægðan fisk, því að
það er föst regla, sé annað ekki
fram tekið. Þetta verður i ís-
lenzkum krónum 8 28 fyrir
kflóið. Miðað við slægðan fisk
með haus þá ætti .verðið að
vera ísl. kr 6.62. fyrir kílóið.
Þetta er verð án uppbóta frá
ríkinu, en í gildi hefur verið,
að verðbæta bvert ke með síö
aurum norskum miðað við
hausaðan og slæeðan fisk, sem
verða 42 aurar' íslenzkir, eða
tænlega 34 aurar á kíló sé
miðað við slægðan fisk með
haus.
Blaðið hefur það eftir Knut
Hoem forstjóra hjá Norges
■R.áfisklag, að markað^útlitia
fvrir þorskinn sé nú óvenju-
lega gott, og gildi það iafnt urn
saltfisk og skreið. Það er tek-
ið fram í bessari frétt. að betts
verð á L,ófót-borski sé sett af
stiórninni í Nnrges PAfiskln"
Samkvæmt þessu virðast ekkj
bafa náðst samningar um verð-
ið og þá Norges Ráfi.sklag not-
að sér gildandi laeabpimild um
einhliða verðákvörðun selj-
anda,
Ráðgerð smíði
40 togara
Nú eru uppi stórar og mikl-
ar ráðagerðir í Noregi um
smíði á ekki minna en 40 tog-
urum til að sjá fiskiðnaðar-
stöðvunum við Lófót fyrir hrá-
efni. Þessi ráðagerð fellur inn
í þá heildaráætlun norska rík-
isins um atvinnuuppbyggingu
Lófótsvæðisins. Vegna þessara
fyrirhuguðu framvindu og und-
irbúnings í sambandi við þær,
þá var nýlega haldin ráðstefna
um þetta mál norður í Vogn
í Svolvær og mættu á þessari
ráðstefnu auk héraðsmanna
þeir Oddmund Myklebust, sjáv-
arútvegsmálaráðherra og Helge
Seip félagsmálaráðherra. Stofn-
að hefur verið útgerðarfélag
sem nefnist Vágafjsk Aksjelag.
til að annast fyrrgr. verkefni
Búið er að sémja um smíði á
tveimur fvrstu togurunum fyr-
ir félagið hjá Akers Mekaniske
Verksted. Þetta verða 127 feta
löng skip og er smíðaverð sagt
8,2 miljónir norskar krónur. í
íslenzkum krónum 49 milj-
ónir og 200 þús. fyrir hvern
togara. Þannig virðist nú vera
unnið að því markvist í Nor-
egi að stækka haffiskiflotann
og koma upp fiskiðnaðarstöðv-
um til vinnslu á aflanum, þar
sem lögð er áherzla á sem
mesta fullvinnslu. Þessi stefna
er ekki bara í gildi gagnvart
frosnum fiskafurðum. heldur
líka í saltfiskframleiðslunni.
Þannig hækkaði útflutningur
Norðmanna á fullverkuðum
sal+fiski um 5000 smálestir á
sl. ári og varð 30.502 smálest-
ir.
Sov<»tríkin ekki
si^ifum sér nóg
Samkvæmt heimildum úr
„Fishing News“ og „Fiskets
Gang“, þá ér sjávarútvegs-
mála’-á<5berra Sovét.ríkianna
borinn fyrir því. að þrátt fyr-
ir fimmföldun á fiskafia Sov-
étríkjanna á síðustu 15 árum,
þá séu Sovétríkin alls ekki
sjálfum sér nóg á svi^i fisk-
framleiðslu. Samkvæmt þessum
heimildum þá er árs fiskafli að
meðtöldum hval hjá Sovétrikj-
unum nú. 5.658.800 smálestir.
Á síðustu stö árum bpfur
fiskaflinn tvöfaldazt. Flest
fiskiskip Sovétríkjanna eru tal-
in vera yngri en tíu ára.
— Þá er sagt, að þau eigi
lang stærsta frystitogaraflota
heims ásamt margskonar verk-
smiðjuskipum. Þá eru hafteftir
Ishkov, sjávarútvegsmálaráð-
herra Sovétríkjanna, að tvennt
hafi ráðið úrslitum viðvíkjandi
þessari miklu aflaaukningu. f
fyrsta lagi uppbygging flotans
samkvæmt nútímaþörfum og í
öðru lagi fiskveiðar á nýjum
miðum. Tveir þriðju hlutar
þessa mikla fisk'afla er verkað-
ur um borð í skipum á úthaf-
inu. Samkvæmt nýrri fimm
ára áætlun um fiskveiðar Sov-
étríkjanna, þá er gert ráð fyrir
að árið 1970 verði fiskaflinn
kominn upp i sjö miljónir og
800 þús. smálestir. En á sama
tíma verið sjávaraflinn alls að
meðtöldum hval og ýmsum lin-
dýrum úr sjó, 8 miljónir og 500
þúsund smálestir. f sambandi
við þessa aukningu á afla, er
gert ráð fyrir aukinni vélvæð-
ingu flotans á sviði vjnnslunn-
ar, svo og meiri ganghraða
fiskiskipa af ný.ium gerðum. Þá
er gert ráð fyrir f framtíðinni
að fiskveiðar Sovétríkjanna
verði meira sniðnar eftir
neyzluþörf fbúanna heldur en
hingað til. Þá eru sagðar í upp-
siglingu ýmsar grundvallar-
breytingar í rekstri fiskveið-
anna m. a. sú að skipstjórar
skipanna verða óháðari en
hingað til og fái algjörlega að
ráða tilhögun sjálfra veiðanna.
Sjómenn á sovétfiskiskipum
hafa fram að bessum tíma ver-
ið fyrir fast kaup, og hefur það
alltaf verið miklu hærra held-
ur en fyrir störf x' landi. Auk
þessa hafa þeir líka fenE'ið
miklu lengra orlof með fullu
kaupi,
Nú er gert ráð fyrir nýrri
skiptingu á hagnaði af rekstri
fiskiflotans og á nokkur hluti
að ganga sem ágóðahlutur til
skipshafnanna til viðbótar
kaupinu. Þá er líka gert ráð
fyrir að verja nokkru af ágóð’a
til allskonar þæginda fyrir sjó-
mennina um borð í skipunum
svo og til aukinnar menningar-
þjónustu fyrir sj.ómennina. Sú
hugsun sem að baki þessarar
breytingar liggur, er fyrst og
fremst sú, að gera fiskimenn-
ina alla upp til hója að á-
hugasömum þátttakendum í
veiðinni, fá þá til að fara vel
með afla og veiðarfæri, leggja
sig fram þegar dýrar eftirsótt-
ar fisktegundir eru á boðstól-
um, sem sagt að gera þá að
áhugasömum þátttakendum í
sjálfri útgerð skipanna. Reikn-
að er með því, að þessi fyrir-
hugaða grundvallarbreyting á
rekstrinum muni hækka kjör
Sovétfiskimanna að miklum
mun.
GuSmundur Jóhannesson:
UM BRiYTimU
/ HÆGRIUMFERÐ
Svo sem kunnugt er liggur Hér verða menn að horfa
nú fyrir Alþingi fi-umvarp um lengra frá Reykjavík, en suður
hvort lengur skuli ekið eftir
hinni gömlu vinstrireglu hér á
landi, sem landsmenn allir
hafa þó vanizt allt síðan þeir
fyrst hófu að hreyfa þau far-
artæki er bifreiðir nefnast, eða
nú allt í éinu með æmum
kostnaði kúvent til hægri.
Það er því vissulega eðlilegt
að þar um hafi ýmsir látið í
ljós skoðanir sínar, og sýnist
sitt hverjum.
En það sem mér virðist eft-
irtektarverðast í því sem fram
hefur komið er það, að þeir
sem eindi'egnast mæla með
breytingunni yfir í hægriumferð
séu gjarnan þeir, sem minnsta
persónulega reynslu hafa að
baki í akstri bifreiða.
Á ég þá við akstur við alla-
vega aðstæður, jafnt vegleysur,
sem vegi, allavega færð og
veðráttu á öllum tímum árs.
Sannast ekki hér hið fom-
kveðna? „Að þeir lofuðu mest
Ölaf konung, sem hvorki höfðu
heyrt hann né séð“.
Hér mega sannarlega ekki
nein túristasjónannið fáeinna
sumarsportmanna ráða. Áhuga-
menn um breytinguna til hægri
færa það fyrst og fremst fram
sem rök fyrir máli sínu að
hægrihandarakstur sé ríkjandi
í heiminum og því beri okkur
hér á þessum afskekkta hólma
skylda til að fylgja með. Þótt
sérstaða okkar hafi ekki verið
virt sem skyldi í samskiptum
þjóða, metin og efnd svo sem
loforð hafa þó stundum stað-
ið til, þá eigum við það samt
öruggt að í vegasamband við
umheiminn komumst við aldrei.
Getum þar af leiðandi örugg-
lega sparað okkur allar fóm-
ir, jafnt í stórauknum slysum,
sem og gífurlegum fjárfúigum,
sem breytingunni yrði óumflýi-
anlega samfara.
Ein eru þau rök, sem hægri-
handarmenn færa fyrir nauð-
syn breytingarinnar, sem sé
vinstristýrin í bifreiðum okkar,
og öðruvísi bifreiðar verði vart
fáanlegar nema með æmum
aukakostnaði.
Talað er um óþægindin við
framúrakstur og nauðsyn þess
að stýri sé staðsett sem næst
miðju vegar. Þetta leyfi ég mér
að álíta að sé fyrst og fremst
skoðun þeirra manna, sem litla
reynslu hafa í akstri, vítt og
breitt um landið við allavega
aðstæður á öllum tímum sólar-
hrings og áre. Þeima, sem eru
vanastir breiðustu vegunum í
næsta nágrenni Reykjavíkur.
-4>
Margháttuð starfsemi
Rauða kross íslands
Gtbreiðsluvika Rauða kross
lslands stendur nú yfir og Iýk-
ur henni á öskudag, sem er
árlegur f járöflunardagur fé-
lagsins, I sambandi við út-
breiðsluvikuna verða haldnir
tónleikar fyrir unglinga í Aust-
urbæjarbíói og Háskólabíói,
útvarpserindi verða flutt til
kynningar á starfsemi Rauða
krossins og á öskudag verður
merkjasala, og samkvæmi að
Hótel Sögu um kvöldið.
Eins og kunnugt er tekur
RKÍ þátt í starfsemi Alþjóða
Rauða krossins. Fyrir skömmu
skýrði fulltrúi utanríkisráðu-
neytisins, RKl frá þvi, að for-
seti íslands hafi nú undiritað
samþykktir Alþjóða Rauða
krossins, Genfarsamþykktirnar,
af hálfu Islands og hafa þá
110 þjóðir undirritað Genfar-
samþykktimar.
RKÍ hefur annazt alla fyrir-
greiðslu fyrir Flóttamannastofn-
un Sameinuðu þjóðanna hér á
landi, sá m.a. um dreifingu á
svokallaðri Flóttamannahljóm-
plötu og plötunni Piano Festi-
val.
Hjálparsjóður RKl hefur út-
hlutað u.þ.b. 316 þús. kr. sl.
tvö ár til hjálparstarfsemi bæði
hérlendis og erlendis. Meðtald-
ar í þessari upphæð eru sér-
stakar safnanir, m.a. til bág-
staddra i Skolpje og Austur
Pakistan. RKÍ hefur sent bréf
til ríkisstjómarinnsr varðandi
söfnun til handa Vietnambúum,
en hefur ekki fengið svar enn.
Þó hefur verið tekið á móti
gjöfum, sem borizt hafa í þessu
skyni og verða þær sendar.
RKl hefur í samvinnu við
Rauða kross félögin í Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð rekið
fræðslu- og hjálparsfarf á sviði
heilbrigðismála í Nígeríu, með
árlegu framlagi sem samsvar-
ar 4 þús. norskum krónum.
Starfsemi RKl innanland-
hefur auk sjúkraflutninga og
aðstoðar við bágstadda m.a
verið fólgin í að gefa bömum.
sem ekki hafa fengið tækifæri
til sumardvalar í sveit, kost
á að dvelja í sumarbúðum
Rauða krossins að Laugarási,
Séð inn í hiim nýja blóðbii Rauða krossins.
Biskupstungum og Efri Brú í
Grímsnesi og kennsla hefur
farið fram á vegum RKl í
hjálp í viðlögum. Þá hefur út-
lán á sjúkratækjum þ.e. sjúkra-
rúmum og dýnum í heimahús
verið mjög vinsælt, og stend-
ur nú til að útbúa birgðastöð
í kjallara að Öldugötu 4, en
RKÍ á helming þess húss.
í júní 1965 fóru þrjú ís-
lenzk böm á mót, sem haldið
var fyrir utan Stokkhólm fyrir
Rauða kross ungliða og fötl-
uð böm.
Rauði krossinn gefur út
tímaritið „Heilbrigt líf“ og
annast þeir Bjarni Konráðs-
son og Arinbjöm Kolbeinssot
læknar, ritstjóm þess.
Formaður RKI er dr. -íóo
Sigurðsson, borgarlæknir.
á Miðnesheiði, austur á Selfoss
eða uppí Kjós.
Vissulega má til sanns veg-
ar færa að í sumum tilfellum
er þægilegt að stýri í bifreið-
um sé staðsett sém næst miðju
vegar, sem þá er um leið nær
umferðinni er á móti kemur;
þó á það aðeins við á björtum
degi og í góðu skyggni. Vill
nokkur, sem einhverja reynslu
hefur í akstri eftir okkar
þröngu vegum líkja því sam-
an hversu miklu er öruggara
að mæta farartæki með ljósum
í myrkri þegar stýri er stað-
sett nær vegarbrún? Nægir í
því sambandi að benda á litar-
muninn, sem ævinlega er á ak-
braut og vegarkanti. Svo mað-
ur tali nú ekki um í blind-
þoku eða myrka byl. Það hefur
margur bílstjórinn því aðeins
komizt klakklaust á leiðarenda
í dimmviðri með fólk og flutn-
ing að hann gat rýnt í vegkant-
inn, og það í mörgum tilfell-
um ekki um framrúðu, heldur
rýnt í vegarbrúnina útum
hliðarglugga, og ekið þannig
tugi kílómetra.
Við vitum það allir, sem
ekið höfum jafnt með hægri-
handar- og vinstri handarstýri
að undir slíkum kringumstæð-
um er ekki spurt um lög
og reglur, vinstri eða hægri
úti um byggðir eða óbyggðir
landsins, heldur bað eitt að
komast heilu og höldnu í á-
fangastað, leggja ekki árar í
bát. Þar af leiðandi,. eru þeir
sem nú aka með hægrihandar-
stýri tilneyddir að fylg.ia hægri
vegarbrún, þegar skyggni er
sem verst og vegur hlindaður.
Því að það eitt skapar öryggi
um að halda veginum, sem er
þó að jafnaði mest um vert.
Þetta sannar, að þrátt "-rir
allt fer á landi hér bezt á bví
að hafa stýrið staðsett í þeirri
hlið bifreiðar, sem veit að veg-
arbrún, með tilliti til okkar
þröngu og ófullkomnu vega og
vályndrar veðráttu.
Það er því algjörlega út í
hött að tala um að vinstra
stýrið sé öfugu megin í bif-
reiðinni fyrr en búið er að
breyta yfir í hægrihandar
akstur.
Þó færist nú fyrst skörin
upp í bekkinn með hlaupið í
stýrinu þegar farið er að impra
á að staðsetja það í miðjum
bíl. Mikið fádæma held ég að
þeir góðu menn hafi lítið skoð-
að landið sitt útum bílrúður
nútíma almenningsvagna. Eða
hvemig má það fara framhjá
mönnum að fjölmargar brýr á
þjóðvegum landsins eru það
þröngar að, vart má handar-
þykkt muna til að þessi miljóna
fanartæki, sem almenningsbíl-
amir eru nú orðnir, lendi ekki
utan í þessum grindalaupum,
sem bi-ýr nefnast, svo stórtjón
og slys hljótist af.
Það er nefnilega líst útaf
fyrir sig hvernig vanir menn
koma þessum stóru vögnum ó-
krjáluðum gegnum brýmar meS
höfuð út við hliðarglugga horf-
andi fram og aftur með bif-
reiðinni. Ætli þeim þætti gott
að aka svona brýr með stýri í
miðjum bíl?
En hvað sem áliti manna
líður í þessu máli, sem og öðr-
um er til kasta Alþingis kem-
ur að fjalla endanlega um,
verða raddir leikmanna að
sjálfsögðu léttvægar fundnar.
Að síðustu vildi ég þó mega
beina þeim tilmælum til hátt-
virtra þingmanna Suðurlands-
’riördæmis: Að þeir beittu sér
"’-'rir því að stjómarliðar og
+ 'nrnarandstæðingar leigðu sér
:nn almenningsvagninn hvorir
og fæm eina ökuferð austur
undir Lómafrnxin. og legðn að
Framhald á 9. síðu.