Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. marz 1966 — 31. árgangur — 71. tölublað. Kvöldvaka MÍR Reykjavíkurdeild MlR held- ur kvöldvöku j Lindarbæ á mánudagskvöld og hefst hún kl. 8.30. Þar talar Þorkell Slgur- björnsson tónskáld um ein- hvern ágætasta tónsmið sam- tíðarinnar. Sergei Prokoféf, sem hefði orðið 15 ára um þessar muindir — en hann lézt árið 1953. Þá er vísnasöngur, sem Gunnar Guttormsson annast, Guðbergur Bergsson rithöfundur les upp úr verk- um símrm og að lokum eru tónleikar nemanda úr Tón- skóla Sigursveins Kristinsson- ar. MlR-félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. k V A Kjarval. Höfðingleg gjöf Kjarvals til i i Listasafnsins Á uppboði hjá Sigurði Benediktssyni sl. miðviku- dag var Listasafni Islands slegin myndin Svanasöngur — eða Bak og fyrir — eftir Jóhannes Sv. Kjarval á kr. 75.00, en næsthæsta boð var kr. 72.000. Listamaðurinn hefur nú ákveðið að afhenda Lista- safni ríkisins þessa mynd að gjöf. Um þessar mundir stend- ur sem kunnugt er yfir sýn- ing á þeim myndum Kjar- vals sem eru í eigu lista- safnsins. Er sýningin opin á venjulegum safntíma, kl. 1.30—i þriðjudaga og fimmtudaga en kl. 1.30—22 laugardaga og sunnudaga. Aðsókn að sýningunni hef- ur verið mjög góð. Útvarpsumrœður á alþingi Krafa Alþýðubandalagsins er þjóðaratkvæði um alúmínmálið Það var kjarninn í mál- flutningi Alþýðubandalags- manna við útvarpsumræð- umar í gærkvöld að ríkis- stjórnin legði alúmínsamn- inginn undir þjóðaratkvæði þar sem sýnt væri að stór hluti þjóðarinnar væri and- snúinn þessu afsali landsrétt- inda í áratugi. Þorir stjórnin að leggja málstað sinn und- ir þjóðardóm? spurði Hanni- bal Valdimarsson. Og Lúð- vík Jósepsson benti í ræðu sinni m.a. á að með þessari samningsgerð væri lagt inn á nýja braut og þeirri grund- vallarafstöðu forystumanna þjóðarinnar í sjálfstæðisbar- áttunni um nýtingu íslenzkra auðlinda fyrir íslenzka aðila ýtt til hliðar. Síðasti ræðu- maður Alþýðubandalagsins var Ragnar Arnalds, • sem- ræddi m.a. um afsal ís- lenzkra landsréttinda undir erlendan gerðardóm. Og pró- fessorinn í stjórnlagafræði sagði um það efni: „Fyrr má nú rota en dauðrota11! Lokaorg Lúðvíks Jósepssonar voru á þessa leið: ,,Núverandi ríkisstjórn hefur Lúðvík Jósepsson í rædustól á Alþingi við útvarpsumræður. ekki reynzt fær um ag leysa ýms mikilvægustu málefni þjóð- arinnar. Hún hefur magnag dýr- tígarvandamálið með rangri stefnu í efnahagsmálum. Hún nýtur ekki trausts vinnustétt- anna ' í .landinu. Hún lætur und- an kröfum útlendinga í þeim málum, sem varða réttindi og sjálfstæði þjóðarinnar. Hún hef- ur tapað trú á gæðj . lan.dsins og sjávarins og getu landsmanna til að nýta þau. Hún hefur nú gert samning vig erlendan auð- hring um sérréttindi í landinu og um þag að málefni íslenzkra 487 framámenn í Norðurlandskjördæmi eystra senda Alþingi mótmæli: 90% kjósenda þar eru á móti alúmínsamningunum □ í gær var aíhentur í skriístoíu alþingis bæklingur sem ber naínið: Mótmæli til Alþingis íslendinga 1966 gegn fyrirhugaðri stóriðju á Suð- vesturlandi frá 487 alþingiskjósendum í Norður- landskjördæmi eystra. Voru kjósendur þeir sem til var leitað um undirskrift undir mótmælin valdir úr hópum forráðamanna í sveitar- og héraðsstjórn- um og forgöngumanna í félags-, mennta- og at- vinnumálum og rituðu 80—90% þeirra sem til náð- ist undir mótmælin. Fremst f bæklingnum, sem einnig var sendur blöðunum í gær, gerir framkvæmdanefnd undirskriftasöfnunarinnar grein fyrir tilhögun hennar og rölptyð- ur mótmælin en síðan koma nöfn þeirra sem undir mótmælin skrif- ■iðu og eru þau flokkuð eftir æjar- og sveitarfélögum. Röksemdirnar fyrir mótmælun- um eru í 10 liðum og verða þær birtar í heild hér í blaðinu síðar. Aðalinntak þeirra er hins vegar að fyrirhugaðir stóriðjusamning- ar séu háskalegir fyrir stjórnar- farslegt og fjárhagslegt sjálf- stæði Islands, þjóðerni okkar og menningu og er bent á að hásk- inn af innfluttu, erlendu fjár- magni sé meiri hér en víðast annars staðar vegna fámennis þjóðarinnar. Þá er bent á að stóriðja í mesta þéttbýli landsins muni sópa til sín fólki úr dreifbýl- inu og jafnframt gera okkar gömlu atvinnuvegum þröngt fyr- ir dyrum með samkeppni um vinnuafl, sé hætta á að vinnu- aflsskortur muni leiða til inn- flutnings erlendra verkamanna en samfara honum eru ýmsar al- varlegar hættur fyrir svo fá- menna þjóð. Loks er á það drepið að hættu- Tít sé að selja raforku frá þeim stað sem hagkvæmastur er tal- inn til virkjunar erlendum auð- hring fyrir lágt, fast verð til langs tíma. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur meginatriði röksemd- anna fyrir mótmælunum en síð- an segir svo orðrétt: Að öllu framanskráðu teljum við, að hið heiðraða Alþingi megi ekki með naumum meirihluta taka á- kvörðun í jafn örlagaríku máli, ón þess að bera það undir þjóð- ina með þingkosningum eða þjóðaratkvæði samkvæmt stjórn- arskrá lýðveldisins. I greinargerð fyrir undirskrifta- Framhald á 2. síðu. aðila skuli ekki háð íslenzkri lögsögu og íslenzkum dómsúr- skurði heldur rekast og dæm- ast fyrir erlendum gerðardómi. Slík ríkisstjórn hefur sannarlega unnig til vantrausts. Slíika rík- isstjórn á að fella. Þa ð er krafa okkar Al- þýðubandalagsmanna að samn- ingurinn við svissneska alú- mínhringinn verði lagður undir þjóðaratkvæði. Verði því neitað krefjumst við þess ag þing verði rofið og efnt tii nýrra kosninga, svo þjóð- in fái að lýsa yfir vantrausti sínu á ríkisstjórnina og stefnu hennar, sem hún á skilið“. Þá vék Lúðvik að þeim kosn- ingum sem fyrir dyrum standa í landinu eftir tvo mánuði og 6agði m.a. að lokum: ,,Eftir tvo mánuði fara fram kosningar í bæjum Oig þorpum i landinu. Þær kosningar hlýtur þjóðin að notfæra sér verði kröfunnj um þjóðaratkvæði neitað um alú- mínmálið og aðvara valdhafana á eftirminnilegan hátt, Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetia allt Alþýðubanda- lagsfólk til þess að styrkja nú samtök sin og efla starfsemina. Nk. sunnudag verður stofnað Alþýðubandalag i Reykjavík og Framhald á 10. síðu. FLOKKURINN DEILDAFUNDIR n.k. þriðju- dagskvöld. FORMANNAFUNDUR í dag kl. 5.30 e.h. í Tjarnargötu 20. Sósíalistafélag Reykjavíkur. j B I- J f r • a S ; Lofta irasir a Lao: J — Síða 0 J ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ jr AvarpÆsku- lýðsfylk- ingarinnar Æskulýðsfylkingin — sam- band ungra sósíalista, skorar á vinstri sinnaða æsku Reykjavikur að gerast með- limir í Alþýðubandalagi Reykjavíkur og koma á stofn- fund þess n.k. miðvikudag. •k í Alþýðubandalaginu eiga allir þeir heima. sem vilja að íslenzkir launþegar samein- ist í ein stjómmálasamtök, er gæti hagsmuna þeirra gegn braskaraöflum þjóðfélagsins. ★ í Alþýðubandalaginu eiga allir þeir heima sem vilja útrýma þeirri spillnigu, sem grefur um sig í fjármáiaiffí' þjóðarinnar Qg teygir anga sjna inn í réttarkerfið. •k í Alþýðubandalaginu eiga heima allir fylgismeun ís- lenzks hlutleysis gagnvart hernaðarbandalögum. ★ í Alþýðubandalaginu eiga að fylkjast andstæðingar her- náms og hemámssjónvarps og fylgismenn íslenzkra yfirráða yfir mikil'vægustu fjölmiðlun- artækjum landsins. ★ f Alþýðubandalaginu eiga allir þeir heima sem for- dæma undanlátsemi vig er- Iend auðfélög og erlenda stór- banka eins og nú kemur glöggt í samningum íslenzku ríkisstjórnarinnar við sviss- neskan alúmínhring. k í Alþýðubandalaginu eiga heima allir þeir, sem vilja að íslandi verði stjórnag með hagsmuni fjöldans fyrir aug- um, þeir, sem vilja að íslandi sé stjómað fyrír íslendinga. k í Alþýðubandalaginu eiga heima allir raunverulegir unnendur frelsis. lýðræðis og jafnréttis hvar sem er í hejm- inum. Æslcan er virkasta aflið við allar þjóðfélagsbreyting- ar. Engum er eðli’egra en henni að óska réttlátra þjóð- félagsbreytinga. Þess vegna er Alþýðubandalagið stjóm- málasamtök æskunnar. Fjölmennum á stofnfund Albýðubandalagsins í Reykja- vik! Ambassador í stað sendiherra Ákveðið hefur verið að sendi- herra Ungverjalands á íslandi og sendiherra íslands í Ung- verjalandi fái ambassadorsnafn- bót. (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.