Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. marz 1966. Sýningu Eiríks lýkur á sunnudag Herranótt Menntaskólans sýnir Bunbury á Akureyri Málverkasýning Eiríks Smibh í Bogasalnum hefur verið mjög vel sótt, en hún hefur verið opin síðan á föstudag. Hafa margar myndir selzt. Sýningunni lýkur n. k. sunnudagskvöld en hún er opin daglega klukkan 2—10 síðdegis. Myndin er af einu mál- verkanna á sýningunni. 1966. Lagðir voru fram end- urskoðaðir reikningar fyrir ár- ið 1965, og voru þeir samþykkt- ir. — Styrkveitingar til sjúk- linga á árinu námu kr. 220 þús. kr. en þær hafa farið vaxandi.ár írá ári. Fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram árjð 1931, en al'Is hafa sjúkrastyrkir numið kr. 1.486,- 818,45. Fyrstu árin v.ar styrk- veitingum aðallega varið til styrktar sjúklingum. sem dvöldust á Landsspítalanum og voru ekkj í sjúkrasamlagi né nutu styrkja annars staðar frá. En er sjúkrasamlögin náðu almennri útbreiðslu, fækkaði umsóknum. — Stjómarnefnd Minningargjafasjóðsins fékk þvi árið 1952 staðfestan við- • Fyrirlestur um de Gaulle • Robert Arori, kunnur franskur sagnfræðinigur og fyr- iriesari^ flyt-ur fyrirlestur á • Scytján manna hópur úr Menntaskólanum í R eykjavík fer í dag flugleiðis tii Akureyrar, og verða þar í Samkomuhúsinu tvær sýningar á Icikriti Oscar Wilde, BUNBURY, sem sýnt var á „herrar nóttum“ fjögur kvöld fyrir troðfullu Þjóðleikhúsi á dögunum. Sýningamar á Akureyri vorða í kvöld, laugardag, og annað kvöld. — Myndin er af PÉTRI LÚÐVlGSSYNI í hlutverki John Worthings og ÞÓRHALLI SIGURHSSYNI í hlutverki Algcrnon Moncricffs. — (MYND: Guðmundur Öm Ing ólfsson). • Frá Minningar- gjafasjóði Landspítalans • Aðalfundur Minnjngargj afa- sjóðs Landsspítala íslands var haldjnn þriðjudaginn 8 marz frönsku á vegum Alliance Francaise í háskólanum sunnu- dagskvöld 27. marz kl. 8.30. í fyrstu kennslustofu og talar um de Gauile hershöfðingja og aðferðir hans í stjórnmálum. Robert Aix>n hefur ekrifað fjölda sagnfræðirita. og fjalla mörg þeirra um nútímaatburði. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestri þessum. úfvarpið de Gaulle • Akureyri leikur Hjálmar Bergman • Leikrit kvöldsins kemur frá Akureyri, en þar hefur lengi verið öflugt leikfélag. Það hefði verjð skemmtilegt, ef Ak- ureyri hefði náð meiri þroska sem önnur íslenzk höfuðborg, og væni þar nú fjörutiu þús- und íbúar, sem segðu ..mjól-k" og ,.kem-pa“ með mikkim til- þrifum og hefðu mikla mögu- lejfca á að skáka okkur Nesja- mönnum í hverri grein. LeikritJð er samið 1925 og er eftir Hjalmar Bergman. Hann var víðförull maður og duglegur leikhúsmaður, fékkst við leikstarfsemi í Búdapest. Vín og Beriín. og lét það hvergi aftra sér, að tvítugur að aldri fékk hann augnasjúk- dóm. sem næstum því blindaði hann. 13.00 Óskalög sjúklinga, þáttur undir stjóm Jónasar Jónas- sonar. 16.00 Umferðarmál. 16.05 Ragnar Borg forstjóri velur sér plötur. 17.00 Ragnheiöur Heiðreksdótt- ir kynnir nýjustu daegur- lögin. 17.35 Tómstundaiþáttur bsma og unglinga. Jón Pálsson fl. 18.00 Útvarpssaga bamanna: Tamar og Tóta. 18.30 Söngvar í léttum tón. 20.00 Leikrit Leikfélags Akur- eyri: Swedenhielmsfjölskyld- an eftir Hjalmar Bergman. Þýðandi: Séra Gunnar Áma- son. Leikstjóri: Ragnhildur Steingrímsdóttir. Hljóðritun fór fram nyrðra. Leikendur: Guðm. Gunnarsson, Jón Kristinsson, Þóra Aðalsteins- dóttir, Hjálmar Jóhannessón, Sunna Borg. Þórhalla Þor- steinsdóttir, Ámi Valur Viggósson, Jón Ingimarsson, Vilhelmína Sigurðardóttir. 22.10 PassrusálmEir (40) 22.20 Danslög. Þankarúnir • Vetrarkuldinn, sem heiTrr sækir okkur á ný, er eins og gesturinn, sem við gátum loks- ins hent út — og komumst svo að því; að hann hafði gleymt hattinum sínum. wm —... M jf Eftir STUART og ROMA GELDER á óliíaða. þykja sem hún heyri il'lvætti veðranna æpa og góla í vindhviðum á vetramóttum umhverfig hús hennar. Útlendingur, sem kemur til Tíbet, stendur gáttaður frammi fyrir þessarj steinrunnu, trú á steinrunna vætti í hverjum steini sem landsmönnum þykja raunverulegri en sjálfur steinninn Líklega væri líku saman »3 jafna, tólftu aldar manni, sem vaknaði upp á þessari öld ofanverðrj í Enig- landi eða Frakklandi — mundi honum ekki sem þeim verða hverft við að hjtta fyrir þessa veröld nútímans, svona ger- ólíka, einnig að hugmyndakerfi og hugmyndaforða. þvi sem hann átti að venjast — En hversu sem Yang Jing Zhuo-ga hefur brugðið og hversu miklu róti sem hið nýia kann að hafa komið á huga heijinar. væri þó engin furða þó hún saknaði þess sem liðið er stöðu sinn- ar, lífsþæginda oe öryggis, — en samt sem áður var svo að heyr.a að henni þætti mjklu skemmtilegra núna og fremur tilgangur með starfi sinu og lífi en áður var. . ..Fólkið í mjnni stétt“, sagði hún „hafði yfir engu að kvarta undir gamla þjóðskipulaginu. Konumar stjórnuðu verkum á heimili sínu, en ambáttir gerðu þau. Við tókum engan þátt í opinberum störfum. það gerðu karlmennirnir. Aðaláhugamál okkar var kvenskart og samkvæmislíf. Það var ekki fyrr en ég fór að vinna sjálf sem Það rann upp fyrir mér hvað þetta var leið- inlegt og ómerkilegt, þegar Han komu og konum sem körl- um voru fengin ými-s verk að vinna í þágu þjóðfélagsjns. urðum við konumar ómissandi við Það. Sumar vinkonur mín- ar tóku til að starfa að hjúkr- unarmálum og aðstoð við hág- stadda. Svo var þessi skóli stofnaður og ég var spurð hvort ég vildí taka að mér að kenna við hann Ég haf^ði engan undirbúning til þess nema ef vera skyldi að ég kunni að lesa og skrjfa eins og systkini mín. og ég var dágóð í rejkningi því faðir minn hafði látið kenna okkur þetta þegar við vorum lítil. En meira þurftj ekkj, Ekki get ég kannazt við, að öllum hafj liðið illa hérna í landjnu fyrrum. Ekk; var far- ið illa meg nærri alla ánauð- uga menn. Móðir min hefði ekki leyft mér að misbjóða ambátt, en okkur þótti sjálf- saigt að þessi ójöfnuður héld- ist. við. Hinjr ánauðugu höfðu endurfæðzt í þessa stétt. en við í aðalsstétt. Engum datt í hug að breyta þessu þjóðskipu- lagi. En eftir að ég fór að kynn- ast þessum gáfuðu bömum. sé ég bezt hve hart og hvum- Ieitt lifið hefði orðið þeim ef engin breyting hefði orðið". Ég spurði Yang Jing Zhuo-ga hvort hún tryði enn á endur- holdgun. Hún svaraði brosandi; ,,Ef é,s á að fæðast aftur. vil ég verða kennari svo ég geti haldið þessu verki mínu ó- fram. Kínversk böm eru svo yfrið vel siðuð, að það virðist með- fætt, gagnstætt því sem ger- ist hér hjá okkur á Vestur- löndum, þar sem þetta kostar ærna fyrirhöfn, en hvað er það hjá tíbezkum bömum, þau hegða sér svo vel að undrun sætir, og ekki gera þau þetta af ótta við refsingu, því allar Ifkamsrefsingar eru harðbann- aðar jafnt í skólum í Kína, sem í Tíbet. Líklega er virð- ing barna á foreldrum sínum aldagömul hefð í Kína, nokk- urskonar trúarhrögð. Kínverjar mega þakka þetta Konfúsí- usi, hann mun hafa verið upp- hafsmaður góðra siða. Ef til vill hafa Tíbetar vanið börn sín af allri óþekkt með því að setja þeim fyrir sjónir þærógn- arlegu píslir, sem biðu þeirra annars heims ef þau óhlýðnuð- ust boði foreldranna og banni. Hvað sem því líður er það greinilegt, að bamakennarar f Tíbet ráða við að kenna fleiri börnum f bekk en kennarar á Vesturlöndum megna, en þar er álitið að engin mynd verði á kennslu í barnaskóla efbörn- in eru fleiri en fjömtfu. A1- gengt er f Tíbet að börn séu sextíu í sama bekk samtímis. Þegar við spurðum einn af skólastjórum þeim sem við átt- um tal við hversvegna þau væru höfð svona mörg, svar- aði hann því til, alð sér þætti verst að stofan skyldi ekki vera stærri, svo hann gæti haftþau fleiri. 1 barnaskóla þeim í Lhasa, sem kallast Þriðji skóli, fá börnin máltíðir. Mörg af þeim bömum, sem eru þar, eru mun- aðarlaus börn ánauðugra for- eldra. Þau voru í umsjá eig- enda sinna eftir að foreidrarn- ir dóu, en þegar ánauðinni var aflétt, urðu þau forsjáriaus. Þau urðu frjáls en áttu þá hvergi heima. Afgangurinn er synir og dætur foreldra sem bæði vinna fyrir sér við störf íborg- inni, og geta ekki farið heim til sín nema um helgar. Þessi börn fara heim að hitta for- eldra sína hvenær sem tæki- færi er til. Engin böm í Tíbet eigavænt- anlega betra en þessir 368 nem- endur í hinum fyrsta og eina menntaskóla í Lhasa, sem er í miðjum einum hinum fegursta gerði þaðan sem ekki séstneitt hús nema Potala. Vissulega er frú Wang, sem stofnaði þennan skóla fyrir eli- efu árum, einhver hinn merki- tegasti skólastjóri sem til er í víðri veröld. Hún gaf sig fram sem sjálfboðaliði að fara til Tíbet ásamt manni sínum. sem kosinn var fræðslumála- stjóri, hinn fyrsti í þvf embætti. Þá var enginn vegur til á leið- inni milli Kanze og Szechuan. Þau komu þangað í vagni og urðu svo að ganga, en stund- um voru þau reidd spotta og spotta, en vegalengdin til Lhasa, frá því er veginum sleppti, er 1603 km. Svona ferð- uðust þau í meira en þrjá mán- uði og meðalhæð ofar sjávar- máli var 4000 m, og yfir fjórt- án fjallgarða að fara og þá ó- smáa, og tólf stórár, þ.á.m. Yangtze, Mekong og Salveenn, áður en áfangastaðnum var náð. Þessi hugprúða kona, sem sjálfkjörin hefði þótt í Englandi að vera kosin háskólarektor, samþykkti að ráða sig tii starfs- ins til tíu ára. Þau sögðu okk- ur bæði, hjónin, sem nú eiga tvö böm, að þau hefðu alls ekki í hyggju að hverfa frá þessu, og mundu þau starfa þarna meðan ævin entist. Allir ríemendurnir eru f heimavist og svo sem alls stað- ar annars staðar í Tíbet, eru stúlkur og piltar höfð saman í bekkjunum. Þrjú hundruð og tuttugu eru börn Tíbeta. Fáein eru börn embættismanna og stjórnarinnar, en allur fjöldinn er frá f tækum heimilum. Þessi fjörutíu og átta Han-börn sem þarna eru, eru synir og dætur kínverskra embættismanna eða sérfræðinga í ýmsum greinum. Tólf ára gömul koma þau í skólann og eru útskrifuð átj- án ára. Kennarar eru þama i k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.