Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 8
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. marz 1966. Þegar við höfðum matazt og vomm að reykja í makindum, stundi Lyon og leit á úrið sitt. — Jæja, piltar, aftur í salt- námumar. Herra Carstairs — þér þurfið að kynna okkur fyr- ir þessum Forbeson náunga. Þér getið sagt, að þér hafið heyrt Massey minnast á stefnumót við hann og við séum tveir náung- ar með áhuga á athöfnum Mass- eys að undanfömu. Skiljið þér? Ég gerði það. Við fórum út og gengum yfir götuna. ATTUNDl KAFLI Aðaleinkennin á skrifstofum Scotts Forbeson voru þrengsli, ryk og þefúr af gömlum pappír. Það var heitt og lítið skrifstofu- herbergi, Rykug rafmagnsvifta skar niður sneiðar af heitu lofti og reyndi máttleysislega að þoka þfcim um herbergið. Á veggjun- um voru gömul og blettótt yfir- litskort en tvö eða þrjú litskrúð- ug almanök með myndum af gimilegu kvenfólki í alls kyns stellingum lífguðu þá upp. Forbeson sjálfur var einn þessara rjóðu. holdugu náunga, með digran háls og breiða kjálka með þunnt hár sem hann skipti i öðmm var>r>' -ím og augu sem reyndu eftir megni að sýnast skýrleg en tókst aðeins að verða lymskuleg. Hann leit upp frá skrifborði sínu um leið og við komum inn og beindi að okkur breiðu brosi, sem duldi þó ekki lymskulegan augnasvipinn. — Nei, sælir, Carstairs! Þér eruð ekki oft á ferli í bænum. . Og hvernig líður? — Ágætlðga. þökk fyrir. — Fínt, fínt. Það er lika auð- séð á yður. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og Ijóm- aði allur. Jæja, hvað get ég gert Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oa Dódó Laugavegi 18 III hasð (lyfta) SÍMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæiar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13. Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. fyrir yður? Þér eruð þó ekki að hugsa um að selja þennan lancLs- skika yðar? — Ekki í bili. Ég tók með mér þessa menn til að spjalla við yður, herra Lyon — herra Barr- ows. Hann tók fjálglega í hend- umar á þeim. Þeir hafa áhuga á ýmsum málefnum hér um slóðir. — Jæja? Já, herrar mínir, ef það stendur eitthvað í sambandi við land og lóðir. þá er ég þén- ustureiðubúinn — og eins ef ég get orðið ykkur að liði á annan hátt að sjálfsögðu. En fáið ykk- ur sæti, fáið ykkur sæti. Hann dró til stóla með nokkurri fyrir- höfn. Hann hafði ,sæti handa okkur öllum með bví að taka stólinn frá vélritunarborðinu í horninu. Hann sótti hann og sagði: Svona. þetta verður að duga. Skrifstofústúlkan mín hefur ekki mætt í dag. Bann- sett vandræði — hún átti meira að segja að opna skrifstofuna í morgun, þvf að ég þurfti að fara úr bænum eldsnemma. Er nýkominn til baka. En þið eruð naumast komnir til að hlusta á vandræði mín — allir hafa nóg með sig nú á tímum, ha? Hann settist aftur í stólinn sinn. Jæja þá. Hvemig get ég hjálpað ykk- ur? Lyon sagði afsakandi: — Þér hljótið þá að vera mjög önnum kafinn. og mér þykir leitt að vera að tefja yður. Við þurf- um aðeins að biðja yður um upplýsingar. — Hafið engar áhyggjur af því Mér er sönn ánægja að geta hjálpað. Sönn ánægja. Hvers konar upplýsingar? — Jú. við höfum áhuga á að fá upplýsingar um, hvers kon- ar viðskipti einn af nágrönnum yðar hefur stundað upp á síð- kastið. Carstairs gerði ráð fyrir að þér vissuð það, ef nokkur vissi það. — Jæja? Hver er maðurinn? — Lionel Massey. Forbeson hallaði sér afturábak í stólnum. Hann studdi olnbog- unum á armana á stólnum og lagði holduga finguma á breitt brióstið. Hann hafði tamið sér að setja upp fhugandi svip, þeg- ar bað átti við, en bað var kuldalegt blik í augum hans. — Lionel Massey, ha? Jæja. mér þykir leitt að burfa að segja það en Lionel Massey er eini maðurinn hér í grennd sem — Heyrið mig, það er gersam- lega vonlaust að komast að neinu um hann. Hann bandaði höfðinu f átt til mín með ásökun í svipnum. Það ættuð þér að vita Carstairs. Eg samsinnti því. Satt erhað, en það vill svo til að hann minntist á bað við mig að þé’’ hefðuð skrifað honum og farið fram á stefnumót við hann á laugardagskvöldið. Ég hélt kannski — — Nú, það! Hann baðaði út höndunum í uppgjöf. Einn af viðskiptavinum mfnum hefur á- huga á landi Jamiesons gamla, sem liggur upp að Masseylandar- eigninni að austanverðu. Girð- ingin er í algerri niðumíðslu og mér datt í hug að snúa mér til hans og grennslast eftir því í allri vinsemd hvort hann vildi gera nokkuð í því máli. Ég var ekki sérlega bjartsýnn. þar sem ég þekki kauða, en ég vildi þó gera sem hagstæðastan sarrming fyrir viðskiptavin minn. Vel girt land þið vitið hvaða þýðingu það hefur. — Hverng tók hann í þetta? spurði Lyon. — Ég fékk ekkert tækifæri til að komast að því. Gamli gaurinn 19 vildi ekki taka á móti mér. Hringdi til mín og sagðist enga heilsu hafa til þess að standa í viðskiptamálum. — Hm. Jæja, þegar menn em veikir — — Veikir? Látið ykkur ekki detta það í hug! Hann var fjandakomið ekkert veikur. Hann hefur sennilega rennt gmn í erindi mitt og komið sér undan að tala við mig þess vegna. Ég get að minnsta kosti sagt ykkur þetta — hann var ekki of veikur til að fást við ýmislegt annað. — Þar sem há fjámpphæð kom við sögu? — Já. Það var nú aldeilis fúlga. Þegar ég — Hann þagnaði og leit af Lyon á Barrows og aftur á Lyon. Héma — er nokk- uð alvarlegt á seyði? Ég vil ó- gjarnan kjafta frá mér allt vit. t minni stöðu — — Ég skil, herra Forbeson. Ég fullvissa yður um að þetta er trúnaðarmál. Og auk þéss hef ég heimild til að spyrja yður. Lyon teygði sig yfir skrifborðið og sýndi lögregluskilríki sín eða hvað það nú var sem hann hafði í litla leðurveskinu. Forbeson las það og hann föln- aði lítið eitt. Hann var ekki glaðklakkalegur lengur og gaut augunum illskulega til mín. — Ég skil, urraði hann ólund- arlega. Það virðist þá eitthvað alvarlegt vera á seyði. En er það nokkuð mér viðkomandi? — Ég vildi bara ganga úr skugga um að þér hefðuð ekki farið heim til Masseys á laug- ardagskvöldið. — Ég gerði það ekki. Þér get- ið spurt. — Já, það get ég gert. Og ef þér getið sannað hvar þér vor- uð frá. — tja, segjum frá klukk- an níu og fram úr, þá......... — Auðvitað get ég það. Ég var i borginni. Ég fór þangað fyrir hádegi að vera við veð- hlaupin. Kom ekki til baka fyrr en eftir miðnætti. Konan mín getur staðfest það. — Ágætt. Þetta er alveg full- nægjandi. Forbeson leit af einum á ann- an. Mér geðjaðist ekki að þess- um lymskusvip í augum hans. — Heyrið mig, sagði hann. Mér leikur forvitni á að vita hvað er um að vera. Maður í minni stöðu — ég ætlaði að segja — Stendur það í einhverju sam- bandi við tíu þúsund pundin sem frú Massey tók útúr bank- anum? — Já. reyndar. Eruð þér kunn- ugur frú Massey? Forbeson var einn af þeim mönnum, sem halda að þeir séu ómótstæðilegir hver.ri konu. Tja, það má segja það. sagði hann fleðulega. Mjög aðlaðandi kona. Mér semur yfirleitt vel við fólk. Af hverju spyrjið þér? Lyon brosti. O, ég var bara að velta fyrir mér af hverju hún hefði sagt yður hversu háa fjárhæð hún tók út. — Það gerði hún ekki. Það var þessi Houston — þér kann- izt við hann, Carstairs — majór Houston, nágranni yðar. Hann. stóð hjá gjaldkeranum með- an hann taldi peningana — ég var við hinn borðsendann. Þegar frú Massey var farin út, sagði hann eitthvað um að pen- ingar væru sjaldnast í réttum höndum — einn maður gæti tek- ið út tíu þúsund pund til að leika sér að. meðan fjöldi upp- gjafarhermanna lifði sultarlífi á örlitlum eftirlaunum — eitthvað í þá átt sagði hann. Ég hlust- aði svo sem ekki á rausið í honum, en ég er viss um að hann nefndi þá upphæð. Lyon reis á fætur. — Jæja, ég þakka yður fyr- ir hjálpina, herra Forbeson. — Ekkert að þakka. En ég er engu nær, eins og þér skiljið. Lyon setti stút á munninn. Mér þykir það leitt en ég get ekki sagt yður meira eins og stendur. Það virtist ósvikin hryggð í rödd hans. Embættis- leyndarmál, skiljið þér. Forbeson umlaði eitthvað um að hann skildi það, en svipur hans æpti að hann gerði það ekki en vildi það gjaman. Um leið og hann reis á fætur til að fylgja okkur út, sagði Lyon góðlátlega: — Þið Barrows eigið þá dá- lítið sameiginlegt — hann hefur líka áhuga á veðreiðum. Ég veit naumast hvað snýr fram eða aftur á hrossi, en hann er sér- fræðingur. Barrows hló hálfvandræðalega. — Ég er að minnsta kosti sér- fræðingur í að veðja á skakka hesta upp á síðkastið. Ég fór ekki sérlega vel út úr laugar- deginum. Hvemig vegnaði yður? Forbeson lagði höndina á öxl- ina á honum og brosti út að eyr- um. — Ég vann fúlgu, vinur minn. Sannkallaða fúlgu. Ég lagði iiundrað á Phario og ég var líka með hundrað á Montiusko sem annan. Hvernig lízt yður á? Barrows blístraði, alveg dol- I fallinn. — Það er svei mér heppni! Það voru fimmtíu á móti einum á tímabili. — Ég fékk fjörutíu og fimm. Er það ekki sæmilegt, ha? — Sem ég er lifandi. Barr- ows hallaði sér upp að dyr- __ 4716 — Skyndijega er skipað í vamarstöðu um allan kastal- ann. Mustafa fyllist nú þrátt fyrir ailt tortryggni gagnvart skip- brotemönnunum, sem hann kemur hvergi auga á. Stúlkumar verða að fylgjast með vörðum til herbergja sem liggja hærra í kastalanum og þær fá engar útskýringar á þessum flutningi, né heldur hvað allir þessir vopnuðu menn, sem nú koma hver af öðrum, eiga að þýða. Ung þjónustustúlka hvíslar að þeim, að búizt sé við árás á kastalann, og að.... Einn varðanna hefur heyrt til þeirra og ýtir stúlkunni ómjúkt til hliðar. Það er bann- að að tala við fangana! SKOTTA Það er ekki beint hægt að kalla hann fótboltahetju, því að hann sparkaði í fyrsta sinn í bolta i gær og tábrotnaði. Blaðadreifing Blaðburðarfólk óskast strax til að bera blaðið til kaupenda við Laufásveg — Blönduhlíð — og Digranes- veg í Kópavogi. ÞJÓÐVILJINN — SÍMI 17-500. Pfast þakrennur og r niðurfalfspípur fyrirliggjandí PLASTMO Ryðgar ekki þofir seftu og sót þarf afdrei að móla Plaslmo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.