Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 12
12 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — FiWMHtudagur 4 Bpríí Í968. in er farin í júni, gæti ferða- langurinn verið svo heppinn að sjá þúsundir selkroppa sóla sig á eyrum Jökulsár, en ef myrk- ur skyldi vera skollið á er vís- ast að Eyjasels-Móri liggi í leyni bak við einhvem klettinn og geri mönnum skráveifur. Milli bæjanna Stóra Bakka og Litla Bakka í Hróarstungu liggur ágætur vegur þvert austur yfir Tunguna í hlaðið á hinu fomfræga prestssetri Kirkjubæ, sem nú er reyndar í eyði, og að Lagarfossi. Hann er mjög sérkennilegur foss, þó ekki sé hann hár. og skyldi enginn vegfarandi spara sér ó- makið að sjá hann. Frá Lagar- fossi er svo aftur ekið inn með fljóti að Hlöðum. Handan Lagarfljótsbrúar er Egilsstaðaflugvöllur og síðan Egilsstaðakauptún. Þar er ferðamönnum veitt nauðsynleg fyrirgreiðsla. Þar er pósthús, símstöð, banki og tvö bílaverk- stæði. Þá er hótel heima á Egilsstöðum hjá Sveini bónda Jónssyni. í kauptúninu er veitingastof- an Ásbíó og væntanlega tekur til starfa veitingastofa í hinu nýja félagsheimili Héraðsbúa, sem taka á til starfa 17. júní næstkomandi. Hinir dansþyrstu munu geta fengið sér snúning þar um helgar í sumar. Um Egilsstaðakauptún gildir það fornkveðna, sem notað var um Kóm, að þangað liggja allar leiðir, að vísu aðeins allar leið- ir á Austurlandi. Frá Egilsstöðum getur hinn ókunni ferðalangur valið ma-rg- víslegar og ýmsar býsna fróð- legar leiðir. Við skulum taka þær eftir röð: Upp Hérað Þessi leið liggur inn Velli yf- ■ ir Grímsá- og inn Skóga að Hallormsstað. Þann stað er ■ sjálfsagt að gista, og ef tími er, :góður og veður líka má ■ eyða mörgum dögum á Hall- ormsstað, ■ því að undir krónum . bjárkar og lerkis fá. spenntar taugar nútíma Reykvíkings nauðsynlega slökun til þess að geta af nýjum krafti ráðizt í næstu íbúðarkaup eða endur- nýjun á bílnum eða sjónvarp- inu. Þeir sem ekki vilja leggja á sig spartverskt lífemi ‘tjaldbú- anna, en kjósa að sofa í mjúku rúmi, sitja við arineld á kvöld- in og láta ungár og fallegar stúlkur þjóna sér til borðs, neyta gistingar á hinu vistlega gistihúsi Húsmæðraskólans á Hallormsstað. Þar er hægt að hýsa 2tt til 30 manns, og þetta er kjörinn staður fyrir aTlai sem á annað borð vilja búa á hóteli í sumarleyfum sínum. En tjaldbúamir leita hins- vegar að Atlavík, þar sem Graut-Atli, landnámsmaður bjó fyrir 1100 árum. Þama er einn bezt skapaði tjaldstaður á Is- landi og þar geta með góðu móti rúmazt allt að hundrað tjöld. 1 Atlavík hafa margir átt skemmtilegar stundir bæði um lengri og skemmri tíma og geta tekið undir með Kristjáni skáldi frá Djúpalæk: „Ennþá lifir í minningu minni sú mynd úr Atlavík" og raunar sungið stefið með meiri sannfæringu en hann. því hann kom nefni- lega ekki í Atlavík fyrr en mörgum árum eftir að hann orti kvæðið. Eitt sinn var gefin út bók á Islandi sem hét „Sá guðlega þenkjandi náttúruskoðari“. Sjálfsagt eru margir í hópi þeirra, sem gista Hallormsstað, en sumir miður guðlega þenkj- andi. Fyrir alla guðlega jafnt sem ekki guðlega þenkjandi er Hallormsstaðarskógur hreinasta draumaland. Þar eru ekki bara hæst og gildust tré á Islandi. Þar er víðlendastur skógur. Þar er bezt sýnishom enn sem komið er af því, hvemig tré af fjörrum löndum jafnt úr austri sem vestri geta ekki ein- asta fest rætur og ,.teygað jarð- armjöð" eins og Þorsteinn skáld Valdimarsspn orðaði það, heldur einnig borið þroskuð aldin og orðið fullgildur nytja- gróður í þessu norðlæga landi. En á Hallormsstað er líka margt fagurt skaparans verk, klettar, lækir, fossar og fjörur meðfram Lagarfljóti. Um allt þetta veita forsjármenn Skóg- ræktar ríkisins á staðnum leið- sögu eftir föngum. Ferðamenn- imir geri bara svo vel og snúi sér til þeirra. Frá Hallormsstað er kjörin Ieið að aka inn í Fljótsdal, sem er ein vinalegasta sveit á landi hér og ömgglega sú veðursælasta. Þar er norðan Jökulsár í Fljótsdal hið foma munkaklaustur Skriða, þar sem Gunnar skáld Gunnarsson sat síðar og lét reisa eitt ramm- byggilegasta hús á íslandi og sérkennilegasta. Minjasafn Austurlands er þar til húsa í einu litlu herbergi. — er það opið almenningi til sýnis og þarha er rekin nú ein af til- raunastöðvum landbúnaðarins. Skammt utan við Skriðu- klaustur er Hengifcssá, sem fell- ur í ótal fossum eftir hrika- legu gili niður af Fljótsdals- heiði. í hennl ©r aimat hæstj foss á Islandij Hengifoss, 128 metra háTj og fellur grannur og tígulegur í gili, sem er fagurskapaðra en önnur íslenzk árgil, sem ég hef séð. Annar foss neðar í ánni heitir Litla- nesfoss og er umgirtur hæstu stuðlabergssúlum á landinu. Allir sannir náttúruskoðarar verða að gefa sér tíma til þess að skoða þetta árgil og fossana tvo. Það er þess virði að ætla sér heilan dag til þess. en hægt er að skoða undrið á tveimur klukkutímum ef tíminn er naumur. Leiðin út með Lagarfljóti er mjög skemmtileg, sérstaklega gegnt Hallormsstað, því að notalegt er að horfa yfir til skógarins. Yzt í Fljótsdal milli Am- heiðarstaða og Droplaugarstaða eru lágreist beitarhús fast neð- an við veginn, Þetta eru Part- hús, þar sem draugur reif Part- húsa-Jón í tætlur. Vissast er að spýta í bílinn þama framhjá eftir að skyggja tekur. Uthérað og Borgarf jörður. Ef veðrið er gott má ekki láta undir höfuð leggjast að fara niður á Borgarfjörð, — sveitina, sem fóstraði Kjarval. Skammt utan við Egilsstaði, á þeirri leið, er bærinn Mýnes, neðan við veginn. undir all- hárri hæð, sem vegurinn ligg- ur eftir. Þama er ómaksins vert að stanza og fara út úr bílnum ekki bara vegna þess að frá 'þessum bæ er Mýnes- hreyfingin runnin og Einar bónöi gæti verið að snúa í hey- inu, heldur einnig vegna þes,s, að af þessari hæð er framúr- skarandi fagurt útsýni inn til Héraðsins. Nokkru utar á þessari leið eru Eiðar, mest menntasetur á Austurlandi. Þar er nú rekið sumargistihús með miklum myndarbrag og rúmar allt að hundrað manns. Þama er sund- laug, ef menn kjósa að stinga sér í heitt vatn. Ennfremur er hægt að fara á báti á Eiðavatnið og sigla út j Eiðahólma, þar sem hjnn forni Eiðaskógur varðveittist fram á vora daga fyrir ágangi öxar og sauðatannar. En Eiða- skógur hinn nýi er þegar tek- inn að prýða ásana norðan við staðinn svo um munar. Þegar Eiðaskógur verður aftur búinn að umlykja vatnið og klæða ásana, verður á Eiðum einn fegursti sumardvalarstaður á Islandi. En nokkra áratugi þarf að bíða enn, þar til það verður. Skömmu utan við Eiða tekur SAMEINAÐA GUFUSKIPAFÉLAGIÐ ÁÆTLUN um ferðir milli Reykjavíkur, Færeyja og Kaupmannahafn- ar, júní — september 1966. M.s. „Kronprins Olav“ M/s „K RÓNPRINS O L A V“ farþegaskip. Frá Kaupmannahöfn: 4. júní — 15. júní — 25. júní — 7. júlí — 16. júlí — 27. júlí 6. ágúst — 17. ágúst — 27. ágúst — 7. september. Frá Reykjavík: 9. júní — 20. júní — 30 júní — 11. júlí — 21. júli — 1. ágúst 11. ágúst — 22. ágúst — 1. september — 12. september. Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leiðum. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN, Símar: 13025, 23985 og 14025. við hín foma Utmannasveit, sem heitir nú Hjaltastaðaþing- há. Fremst í þeirri sveit, þar sem Selfljót bugðast austan við veginn, en Dyrfjöll gnæfa í austri, stendur lítið hvitt hús í brekku norðan vegarins. Þama á Kjarval sumarbústað, þar sem hann málar stundum nokkra daga í senn, en skrepp- ur stundum þangað aðeins dag- stund frá Reykjavík til þess að hleypa út flugunum, sem lokast þar inni. Þegar komið er yzt á ásana í Útmannasveit blasir við til austurs hið kunna motív Ás- gríms Jónssonar, Hjaltastaða- bláin. Af Vatnsskarði er útsýn um Úthérað sérstaklega fögur. Ef fjallgöngumenn eru á ferð skal þeim eindregið ráðlagt að yfirgefa bílinn á Vatnsskarði og ganga inn að Dyrfjöllum. Þau eru einstök í sinni röð sak- ir formfegurðar, líkast því sem myndhöggvari hafi verið að verki. I námunda við Dyr-, fjöll er heill dagur í góðu veðri fljótur að líða. Svo liggur leið- in niður í Njarðvík yfir hinar hrikalegu Njarðvíkurskriður og til Borgarfjarðar. Þar er sjálfsagt hvað mest litagleði í fjöllum á Islandi. Eitt fjallið ber með rentu nafn- ið Hvítserkur. Ég kom einn septemþerdag til Borgarfjarðar í mjö'g einkennilegri birtu. Þá hef ég komizt næst því að finnast ég staddur í álfheimi. Seyðisf jörður Þegar ég þarf að sýna er- lendum ferðamönnum einhvem Austfjarða vel ég alltaf Seyðis- fjörð. Ástæður eru augljósar: a) Þangað er stytzt frá Egils- stöðum. b) Leiðin liggur yfir Fjarðarheiði, sem er einn af hæstu fjallvegtim okkar og út- sýn af norðurbrún hennar yfir Fljótsdalshérað með Snæfell í baksýn er einhver hin glæsi- legasta, sem fundin verður á íslandi. c) Útsýn af neðri stað austan í heiðinni yfir Seyðis- fjörð er mjög sérstæð. d) Á Seyðisfirði eru þessi árin sam-^ ankomnar á sumrin flestar síldarstúlkur á einum stað á ís- landi. e) Þar er eina útsala Á.T.V.R. á Austurlandi. Reyðarfjörður, Eskifjörður cg Norðfjörður Leiðin liggur frá Egilsstöðum yfir fjallaskarðið Fagradal. sem mér hefur aldrei fundizt bera nafn með rentu. Kom'ið er nið- ur í Reyðarfjörð, sem er mest- ur Austfjarða og mjög fallegur fjörður, þar sem jarðsagan stendur skrifuð skýru letri í hverju klettabelti. Reyðarfjörð- ur hefur einn af fáum Aust- fjörðum svo mikið undirlendi við fjarðarbotninn, að rúmað gæti stóra borg og vissulega er þama vaxandi staður. En fyrir einhverja einkennilega tilvi’ljun hefur samt Eskifjörð- ur alltaf verið stóri bróðirinn í samskiptum þessara þorpa, þó að þar sé í rauninni ekkert pláss fyrir þéttbýli. En • Esk- firðingar eiga langa hefð í sjó- mennsku. Þar eru duglegustu sjómenn á Austurlandi. Þaðan er gert út síldarmetskipið Jón Kjartanssbn, en hann er flagg- skipið í glæsilégum bátaflota Alla ríka og þeirra bræðra. Á Eskifirði er ekkert hótel, að því er viðskiptaskráin segir. Á Reyðarfirði hefur hinsvegar Kaupfélag Héraðsbúa lengi rek- ið hótel og veitingasölu við góðan orðstír, eins og þessi litla saga sannar bezt: Eitt 6inn spurði séra Pétur í Valla- nesi Kjarval þessarar spum- ingar: „Segið mér, Kjarvál. Hvað er eiginlega list?“ Kjar- val svaraði: „Hvemig spyr presturinn! Hefur hann virki- lega aldrei borðað á gistihúsi kaupfélagsins á Reyðarfirði?“ Af Eskifirði er haldið upp á Oddsskarð, sem er hæsti fjall- vegur á landinu, 660 metra yfir sjávarmál. Oftast er þoka á skarðinu, en ef heppnin er með er útsýn tilkomumikil þaðan til beggja handa. Af Oddsskarði er svo hæg leið nið- ur í Norðfjörð til Neskaup- staðar; sem er Mekka íslenzkra 6ósíalista og hefur fyrir löngu erft tignarheitið „rauði bær- inn“ af ísafirði. . Þar er stærstur kaupstaður á Austurlandi. Ibúar 1500 talsins. :Fyrir þremur árum var Johaft Kappelen, þáverandi ambassa- dor Norðmanna, á ferð hér eystra og hafði farið með Esju í strandsiglingu. Hann trúði mér fyrir því, að Neskaupstað- ur væri langmestur framfara- bær á Austurlandi. Það dyldist ekkj gestsau’ganu. ag þar væru framkvæmdir í sérflokki mest- ar af hálfu bæjaryfirvalda. Eg Ijóstra þessu leyndarmáli upp nú, af því að Kappelen er löngu farinn af landi brott, en 'gagnlegt fyrir Norðfirðinga að frétta þessi ummæli, þegar bæjarstjórnarkosningar eru í nánd. Ef ferðamaður skyldi véikjast, er í Neskaupstað full- komið sjúkrahús. Þar er feg- ursta félagsheimili á landinu,\ Egilsbúð, og þar er opin veit- ingasala og nokkur gistiher- bergi. Þar eru líka góðar verzl- anir og bílaverkstæði, en viss- ast er að láta fara yfir brems- umar áður en lagt er aftur upo á Oddsskarð. 1 Neskaupstað er flugvöllur og daglegar flugsamgöngur við Reykjavík á sumrin. Þangað koma Reykjavíkurblöðin fyrst til Austurlands. Þar er hægt að fá þau strax eftir hádegi. 5. Fáskrúðsf.iörður, Stöðvar- fjörður og Breiðdalur: Frá Reyðarfirði er farið til Fáskrúðsfjarðar. Er þá haldið út með firðinum að sunnan og yfir Staðarskarð. Það er alltaf heldur hljótt um firðina sunn- an Reyðarfjarðar. En þar býr samt dugnaðarfólk, og á Fá- skrúðsfirði stendur atvinnulíf með blóma. Ekki er mér kunn- ugt um, hvort hótel er starf- rækt þar nú, en stundum hef- ur það verið. Leiðin liggur fyr- ir fjarðarbotninn út með hon- um ag sunnan yfir Hafnames og til Stöðvarfjarðar, en hann er einn minnsti Austfjarðanna. Landslag við Stöðvarfjörð er ákaflega tignarlegt. og þótt þorpið sé lítið, er yfir því meiri menningarbragur en þeim sem stærri eru. Og nú er komið i Breiðdal. Hann ber með sóma réttnefn- ið, breið sveit og fögur og skipt- ist í norður bg suðurdal eins og flestir dalir á Austurlandi. Á Breiðdalsvik ér lítið þorp, en vaxandi með tilkomu síldar- innar. Úr Breiðdal má svo halda suður til Hornafjarðar, Beru- fjörð, Hamarsfjörð og Álfta- fjörð, ógnar fögur ferðamanna- leið, eða inn Suðurdal upp á Breiðdalsheiði yfir í Skiriðdal á Héraði. en sá dalur er beint inn af Völlum, ■ sem fyrr em nefndir. Yzt í Skriðdal er Grímsárvirkjun, aðalraforkuver Austurlands, fallegt mannvirki í sérkennilegu umhverfi og þess virði að skoða það. En þar fyrir ofan gnæfir líparít- fjallið Sandfell, sem er líkt og Baula í laginu. Fremst af Völl- unum gengur þröng dalskóra inn í Austfjarðafjallgarð milli fjallanna Sandfells bg Hatt- ar. Dalur sá nefnist Hjálp- leysa. Vaskir menn og konur ættu að gefa sér tíma til þess að ganga inn í Hjálpleysu, ef veður er gott. Þar er hrikaleg náttúmfeg- urð, sléttar gmndir og allstórt stöðuvatn milli himinhárra fjallanna. Þama inn við vatn- ið er Hellisá. Þar hélzt Valtýr á grænni treyju við vetrarlangt eins og þjóðsagan greinir frá Ef Hjálpleysa væri í Sviss W)a Noregi, væri komið þar há- fjallahótel fyrir löngu. Við höf- um þegar verið lengur á ferð. en rúm Þjóðviljans leyfiir með góðu móti. Ég vona að ferða- maður hafi haft einhverja á- nægju af öllum krókaleiðunum síðan við hittumst í Biskups- hálsi. Ég óska honum góðrar ferðar áleiðis suður í Austur- Skaftafellssýslu, en þangáð verður hann endilega að kom- ast. sibl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.