Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 13
Fimmtudagur 7. apríl 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J J
Ásmundur SlgurSsson:
LEIÐIR UM SUÐ-AUSTURLAND
I.
Austur-Skaftafellssýsla og
vestasti hluti Suður-Múlasýslu
mun vera eitt þeirra svæða
hérlendis, sem einna síðast hef-
ur komizt í beint bílvegasam-
band við aðalþjóðvegakerfi
landsins. Er hér fyrst og fremst
um að ræða svæðið frá Beru-
firði að Skeiðarársandi. eða
Austur-Skaftafellssýslu alla og
þrjá vestustu hreppa Suður-
Múlasýslu, þ.e. Geithellnahrepp,
Búlandshrepp og Beruneshrepp,
er liggur beggja megin Beru-
fjarðar.
Ástæðan til þess að tiltölu-
lega seint gekk að koma þess-
um landshluta i aðalþjóðvega-
samband var eðlilega sú, að
v?stan við hann rennur vatna-
ohemjan Skeiðará, er vegna
sinna miklu jökulhlaupa mun
síðust af stórfljótum landsins
verða sigruð með brúargerð,
þótt vafalaust muni það verða
gert, e.t.v. fyr en mann grun-
ar. Þarí því enn að aka hina
löngu leið norður fyrir land til
að heimsækja þetta hérað á
því farartæki sem vera mun í
eigu flestra íslendinga nú á
tímum. Og allur sá vegur þurfti
að lengjast, áður en Suðaustur-
landið kæmist í samband.
'En afleiðing þess að hring-
végarsambandið kom svo seint
er sú, að margir þeir, er víða
hafa farið um landið á einka-
bílum sínum eiga enn eftir að
sja þetta hérað. Er þó fyllilega
ómaksins vert að leggja leið
sína þangað, því hvað svip-
inikla náttúrufegurð snertir,
Sténdur það sízt að baki öðr-
úfn héruðúm landsins.
S|pg má raunar fullyrða áð í
rnörgum efnum standi það
frárfiáf fíéstum öðrum, hvað
fyfrnetnt atriði snertir.
m
11
'“Ferðamaður sem kominn er
Egiisstaða á Völlum og
ggst'leggjg leið sína suður í
Skaftafellssýslu, á í fyrstu um
tvær leiðir að velja. Nefni ég
fyrst hina gömlu þjóðleið, inn
Skriðdal, yfir Breiðdalsheiði,
síðan út Breiðdalinn og út fyrir
Streitishorn til Berufjarðar. Hin
leiðin liggur út með honum
vestanverðum og strandleiðina
inn fyrir Fáskrúðsfjörð og
Stöðvarfjörð til Breiðdalsvíkur,
en rétt fyrir innan Breiðdals-
vík mætast þessir vegir.
Þessi síðar nefnda leið er
nokkuð lengri, en fyrir þá sem
ætla sér að fara með bíl til
baka, er vel til fallið að fara
aðra leiðina suður og hina
norður.
III
Þegar komið ér fyrir Streit-
ishorn, sem er yzti tangi þess
fjallgarðs, er aðskilur Breiðdal
og Berufjarðarströnd, opnast
mikið og fagurt útsýni. Sjálfur
er Berufjörður vestastur hinna
eiginlegu Austfjarða, o.g svipar
mjög til þeirra. Hannerdjúpur
og sérlega fagur þegar fjöllin
speglast f honum lognhreinum.
Vegurinn liggur’ nú inn Beru-
fjarðarströnd. Er fyrst undir-
lendi allbreitt, en mýrlent upp
frá firðinum, en taka þá við
skriðurunnin blágrýtisfjöll. Þeg-
ar lengra kémur inn eftir fer
landslagið að bi'eytast. Flat-
lendið mjókkar, og verður
meira mishæðótt, en fjöllin
brattaminni, og kjarri vaxin.
Er sérstaklega fallegt á höfuð-
bólinu Berufirði, er stendur
fyrir botni fjarðarins. U.þ.b. í
miðsveit er kirkjustaðurinn
Bemnes, á móti kauptúninu
Djúpavogi vestan fjarðar. Ekki
.hefur breidd láglendis.ins leyft
nema eina bæjarröð, liggur því
leið ferðamannsins við eða
jaínvel gegn um tún flcstra
bæjanna. Mun athugull ferða-
maðúr fljótlega veita eftirtekt
hinni mjög snyrtilegu úm-
gengni, er einkennir bæina.
Fjöllin vestan fjarðarins erú
mun hrikalegri og svipmeiri en
austan fjarðar. Þau eru hlaðin
úr þykkum basaltlögum, þar
sem hvert hraunlagið hefur
lagzt ofan á annað. Er þetta
í raun og veru hin algenga lag-
skipting austfirzka basaltsins.
Skammt fyrir lnnan Djúpavog
gnæfir hinn sérkennilegi og
svipmikli Búlandstindur og
dregur að sér óskipta athygli
hvers þess ferðamanns, sem er
svo heppinn að líta hann í
björtu og fögru veðri.
Inn fyrir Bcrufjörð liggur
leiðin, yfir brú á Berufjarðará,
og beina leið til Djúpavogs.
Vestan fjarðar eru tveir bæir
er tilheyra Beruneshreppi, einu
bæir sveitarinnar er ’ þannig
liggja að ekki sést frá vegi.
Rétt er að geta þess að milli
Skriðdals og Berufjarðar ligg-
ur enn einn fjallvegur, sem
nokkuð' hefur verið bættur á
síðustu árum og er nú farinn
að sumri til á bílum, sem hafa
drif á öllum hjólum.
Er það Axarheiði, eða öxi.
T
FCSOAMCNN
Höfum á boðstólum ýmiskonar ferða-
vörur og„nesti fyrir ferðafólk.
Benzín- og olíusala.
Otibú vort á Fagurhólsmýri
veitir svipaða þjónustu.
KAUPFÉLAG A-SKAFTFELLINGA,
Höfn,|Hornafirði.
sem svo er nefnd í daglegu
tali. Er hún mun styttri en báð-
ar hinar fyrr nefndu leiðir.
IV
Af Beruneshreppi tekur við
Búlandshreppur þar sem kaup-
túnið Djúpivogur er aðalbyggð-
in, en aðeins örfáir sveitabæir
tilheyra honum.
Stendur kauptúnið við sam-
nefndan lítinn vog, er gengur
vestur úr firðinum. Er lands-
lag þarna mjög sérkennilegt.
Má segja að landið um kring
sé stfáð hinum einkennilegustu
klettaborgum og klettagöngum,
mörgum mjög fallegum. Mundi
ég segja að óvíða á landinu
finnist æskilegri huldufólks- og
álfabyggðir, nema ef vera
skyldi á mínu eigin æskuheim-
ili, Reyðará í Lóni. En einmitt
þetta landslag hefur orðið þess
valdandi að byggð kauptúnsins,
er dreifðari en æskilegt væri
vegna aukinna erfiðleika við
skipulagningu.
Djúpivogur er mjög gamall
verzlunarstaður, enda mun vog-
urinn snemma hafa þótt ágætt
sJdpalægi, þó er hann ekki elzti
verzlunai'staður vlð Berufjörð,
heldur Gautavík, sem er aust-
an við fjörðinn innanverðan.
Er hennar getið sem verzlun-
arstaðar frá því á söguöld, og
síðast ráku Þjóðverjar þar
verzlun á síðari hluta 16. aldar,
en fluttu sig þá á Djúpavog og
verzluðu einokunarkaupmenn
þar upp frá því. Mun staðurinn
því brátt eiga 400 ára langa
verzlunarsögu.
Á einokunartímanum náði
verzlunarumdæmi Djúpavogs
frá Gvöndarnesi við Fáskrúðs-
fjörð og að Skeiðará. Hefur
margur átt þar langa leið í
kaupstað. Þó gat hún orðið enn
þá lengri, því eftir miðja 19.
öld, var nokkuð um það að
bændur úr Fljótshéraði og Síðu
f Vestur-Skaftafellssýslu sæktu
verzlun á Djúpavog.
Nú starfar þar Kaupfélag
Berufjðrðar, og nær félagssvæði
þess vestur að Lónsheiði. Á
síðari árum hefur útgerð og
fiskiðnaður vaxið mjög og má
nú blómlegt teljast.
Fyrir þá^ sem um þennan
landshiuta* ferðast, og ekki hafa
komið á Djúpavog fyrr. tél ég
sjálfsagt að gefa sér tóm til^
að skoða þennan stað. sem á
sér svo merkan þátt í verzl-
unarsögu Austurlands.
Frá Djúpavogi ligaur leiöin
inn með Hamarsfirði, sem á
fyrri öldum mun hafa verið
nefndur Álftafjörður nyrðri.
Hefur -fjörðurinn síðar fengið
nafn af bænum Hamri, er
stendur á mjög sérkennilegu og
fögru bæjarstæði fyrir botni
hans, Hér er það sem hin raun-
verulega breyting verður á
lögun strandarinnar. Austfirðir,
langir og djúþir eru að baki,
og við‘ tekur hin að miklu leytj
hafnlausa strönd suður- og
suðausturlandsins.
Ekið er fyrst um klettótt flat-
lendi inn fyrir bæinn Háls, sem
er gamall kirkjustaður og prest
setur áður en kirkjan var flutt
á Djúpavog. Stutt fyrir innar
Háls er Rauðaskriða, líparít
skriða með einkennilegum
rauðum lit, er nær alla leið
neðan frá firði upp undir efstu
hamrakletta. Er skriðan göm-
vs ,• ' * ^ í. Vtv.'
dal“.
Er
Sviðinhornadalur því
inum, langur mjög og grösug-
EYSTRAHORN.
Ljósrn ynd Þórsteinn Jósefsson).
komið í Geithellnahrepp. Ekið
er inn fyrir fjarðarbotn yfir brú
á Hamarsá. Það er steinboga-
brú, byggð sumarið 1915, hið
myndarlegasta mannvirki, mið-
að við þann tíma, enda þótti
hún mikil samgöngubót. Ekið
er út með Hamarsfirði vestan-
verðum. Stendur bærinn Mel-
rakkanes þar framan undir
fjallgarðinum er aðskjldur
Hamarsfjörð og Alftafjörð. Þeg-
ar þangað kemur opnast út-
sýn vestur yfir Álftafjörð. Er
hann raunverulega lón með
fjörum fyrir framan, er útfall
hafa um Melrakkanesós. Óhætt
er að telja Álftafjörð bæði
fagra og mikla kostasveit. Hafa
þar verið löngum stórar og
miklar bújarðir s.s. Géithellar,
Múli og Hof. Er hin síðast
nefnda kirkjustaður sveitarinn-
ar. Hof var einnig landnáms-
jörð Böðvars hvíta, er land
nam ,,frá Leiruyogi dali þá alla,
er liggja út öðrum megin til
Múla og bjó að Hofi,“ segir
Landnáma. Síðar bjó að Hofi
Síðu-Hallur, en var fluttur
þaðan að Þvottá, er Þangbrand-
ur heimsótti hann, og skírði
hann "fil kristni ásamt fólki
hans. En Þvottá er yzti bær
sveitarinnar vestan megin. Um
Álftafjörð falla þrjár ár og er
Hofsá þeirra mest. Allar eru
þær nú brúaðar.
Frá Melrakkanesi liggur veg-
urinn fyrst inn með fjallgarð-
inum, að Geithellnum og beyg-
Framhald á 15. síðu.
Ferðamenn
sem eigið leið um Skaftafellssýslur.
Veitingar - Gisting
Verið velkomnir í hið fagra umhverfi Kirkjubaejarklausturs.
HÓTELIÐ, Kirkjubæjarklaustri
• ir K r g ð
rer< )afolk
sem ferðast um Ausfur- Skaftafellssýslu. — Við getum boðið yður
Gistingu Veitingar
Leggjum áherzlu á að veita sem bezta þjónustu.
HÓTEL SKÁLHOLT
Höfn, Hornafirði.