Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 15
Fimmtudagur 7. apríl 1966 — ÞJÖÐVILJINTST — SÍÐA
Lei&ir um Suð-Austuriand
Framhald af 13. síðu.
ír þar þvert vestur yfir sveit-
ina til Lónsheiðar.
VI
Um Lónsheiði liggja sýslu-
mönk Suður-Múlasýslu og Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Ekki getur
Hún talizt há, (389 m). Yfir ,
Hana liggur nú mjög góður
vegur. Þegar komið er á vest-
urbrún Lónsheiðar opnast út-
sýn yfir Lónsveitina. Mun hún
verá að lögun til ein sérkenni-
iegasta sveit landsins, því um
Hana lýkur skeifulaga fjalla-
hringur, sem endar í sæbrött-
úm fjöllum Háðum megin. Eru
það Hvalneshorn að austan en
Horn að vestan. Af hinu síð-
ar nefnda mun nafn Horna-
fjarðar komið. Samkvæmt síð-
ari tíma málvenju hafa þau
verið nefnd Eystra-Horn og
Véstra-Horn. En sennilegt er,
að ' þýðing þessara nafngifta
Kafi í fornu máli verið sú, að
Hóm við Homafjörð hafi þá
verið hið eiginlega Eystra-Horn,
eri Hom á Homströndum,
Véátra-Hom. Bæði eru þessi
fjöll, sem standa eins og 'út-
vérðir Lónssveitar við sjóinn,
mýriduð af gabbrói, sem ekki
finnst nema mjög lítið annars-
stáðar á landinu.
Lónið eða lónin, sem sveitin
di-egur nafn af, em tvö. Heitir
hi'ð eystra Lón, en hið vestra
Papafjörður. Hefur Lónið útfall
um Bæjarós nálægt miðri sveit,
eri Papafjörður hefur útfall um
Papaós rétt við Vestra-Hom.
Þar var verzlunarstaður á síð-
ari hluta 19. aldar.
'Um Lónsveit fellur stórfljót-
ið Jökulsá í Lóni og auk þess
nokkrar bergvatnsár. Allar em
þær nú brúaðar óg má vegur
um sveitina teljast góður.
' Á Bæ f Lóni byggði land-
námsmaður austursveitarinnar,
Þórður Skeggi, en lönd sín seldi
hann Úlfljóti, þeim er lög flutti
út hingað, segir Landnáma. Bjó
Úlfljótur þar síðan. En kirkju-
staður sveitarinnar hefur frá
öndverðu verið höfuðbólið
Stafafell, er liggur í miðri sveit
og stendur hátt með gott út-
sýni, undir lágu felli, er Stafa-
fellsnúpur heitir. Á Stafafelli
er nú 100 ára gömul timbur-
kirkja, og stæðileg þó, enda vel
við haldið. I henni er gamall
prédikunarstóll, skreyttur lista-
vel gerðum myndum af Kristi
og guðspjallamönnum Nýja
Testamentisins.
Það sem mörgum ferðamönn-
um þykir mest til koma, hvað
náttúmfegurð í Lóni snertir, er
hinn svipmikli fjallahringur, og
óvenjuleg litafjölbreyttni fjall-
anna, sem kemur af því að þau
em byggð af fleiri bergtegund-
um, og afbrigðum þeirra.
Þjóðleiðin liggur meðfram
fjöllunum, þar sem aðalbæjar-
röðin stendur vestur til Al-
mannaskarðs.
VII
Þegar á Almannaskarð kem-
ur, í björtu og góðu skyggni,
opnast það útsýni, sem af
mörgum er talið með hinu feg-
ursta á landi hér. Sér þar yfir
Skarðsfjörð og Hornafjörð með
f jölda grænna eyja, algróið lág-
lendi Nesjasveitar, víður svip-
mikill fjallahringur, er blánar
í fjarska, og girðir héraðið
stómm boga, og lengst í vestri
konungur íslenzkra fjalla, ör-
æfajökull. En bak við allt þetta
glitra skínandi breiður Vatna-
jökuls, og senda frá sér skrið-
jökla milli fjallanna niður á
Iáglendið, misjafnlega breiða,
eftir lögun landsins. En það er
einmitt þessi feikpa jökulbreiða
með skriðjöklum sínum, er gert
hefur Austur-Skaftafellssýslu að
í Mývatnssveit
-<s>
'Framhald af 7. síðu.
heit gufa streymir upp úr án
afláts. Þetta er eitt heilnæm-
asta bað og hefur margurgigt-
veikur leitað sér þar heilsu-
bótar og oft þótt gefast vel.
' ' í Námafjalli og beggja meg-
iri þess, — eru brennisteins-
námur, — það eru Reykjahlíð-
arnámur. Yfir Námafjall ligg-
ur Austurlandsvegurinn um
skarð, sem Námaskarð heitir.
skarðinu er afburða góð sýn
fir sveitina og fegursta út-
sýn og því tilvalin sjónarhæð.
Frá Reykjahlíð er skammt í
jglútnes. Ein af mörgum eyjum
á Mývatni og ein þeirra sér-
{kennilegust og- fegurst.
I Einar Benediktsson segir svo
íí kvæði sínu um Slútnes.
L,En Slútnes, það ljómár sem
ljós yfir sveit;
föll landsins blóm, sem ég
fegurst veit,
um þennan lága, laufgróna
reit
Ísem lifandi gimsteinar skína.“
Þetta er sem vænta mátti
snjöll lýsiníf* og rétt. Hvergi
var fuglalíf og andavarp meira
við Mývatn en í Slútnesi. En
nú á seinni árum er það svip-
ur hjá sjón. Fyrir því hefur
hið aðf-lutta villidýr minkur-
inn séð. Það ættu þeir að
kynna sér utan alþingis og
innan, sem berjast fyrir
minkarækt á nýjan leik. Fátt
er það, sem fulltreysta má og
á það ekki sízt við um villidýr
í búrum. Norður frá Reykja-
hlíð liggur vegurinn norðan
Mývatns og lokar hringnum,
begar komið er yfir _ brú á
Laxá hjá Arnarvatni. Á þeirri
leið er margtyað sjá og skoða
og er auðvitað sjálfsagt, að sá
sem skoðar sveitina fari um-
hverfis vatnið.' Er þá tilvalið
að ganga á Belgjarfjall, en
bað er stakur fallegur fjalls-
Hnúkrir, sem "stendur skammt
frá vatninú norðan við það.
Austur af Belgjarfjalli nyrzt
er stöðuvatn, sem Sandvatn
heitir og er þar víða mikil
náttúrufegurð. Bílfært er
þangað frá Grímsstöðum, en
það er austasti bær norðan
við vatnið.
Hér hefur nú verið stiklað á
stóru og fátt eitt talið. í um-
hverfi Mývatnssveitar eru fjöl-
margir staðir, sem lítt eru
kunnir ferðafólki, en jafnast
margir hverjir á við það
sérkennilegasta og það feg-
ursta sem nær er alfaraleið
og kunnara.
Mývatnssveit er einn fjöl-
sóttasti staður ferðamanna, er-
lendra sem innlendra og ef
vel væri á málum haldið, þá
gæti.hún orðið það í enn rík-
ara mæli. Það er vandséð
hvernig farið geti saman auk-
in aðsókn ferðamanna hingað
og hinsvegar umfangsmikill
námurekstur, þar sem hráefn-
ið er sótt í botn Mývatns og
námúbær og verksmiðja stað-
sett hjá Reykjahlíð þar sem
ferðamannastraumurinn hefur
sína endastöð og miðstöð.
Virðist sem sú fyrirætlun,
kísiliðjan, sé vanhuguð nokk-
uð.
Slæ ég nú botn í þettaspjall,
þó efnivið sé eigi gerð þau
skil, sem vert væri. Væri þá
vel, ef þessar línur vektu á-
huga einhverra á Mývatns-
sveit, sem brytu heilann um
það, hvar þeir ættu að eyða
sumarleyfi sínu á komandi
sumri. Það skal tekið fram, að
ráðlegra er að ætla sér nægan
tíma og flýta sér ekki um of.
Ef þú ferðamaður slærð upp
tjöldum þínum í skjólgóðum
stað á bökkum Mývatns, ,þá
skildu þrifalega við tjaldstæði
þitt, þegar heim er haldið. Það
hefur því miður oft orðið mis-
brestur á, þó að fleiri séu þeir,
sem hrós eiga skilið. Verið svo
velkomin að Mvvatni.
Starri í Garði.
einu mesta vatnahéraði lands-
ins.
Liggur þá vegurinn fyrst inn
með Skarðsfirði og þá gegn um
Þinganesland, þar sem Land-
nám ríkisins hefur stofn-
að byggðahverfi, inn á svo
kölluð vegamót, skammt fyrir
utan höfuðbólið Hóla. Skiptist
hann þar og liggur vinstri álm-
an út til kauptúnsins á Höfn
en hin inn sveitina, að brúnni
á Hornafjarðarfljótum, en þau
skipta hreppum.
Er rétt að líta fyr&t á Höfn.
Er þangað u.þ.b. 5 km vegar-
spotti.
Saga fastaverzlunar á Höfn
hefst árið 1897, verzlun sú er
verið hafði um hríð á Papós
var þangað flutt. Um verulega
fólksfjölgun þar og myndun
kauptúns var þó ekki að ræða,
fyrr en um 1920, er vélbátaút-
gerð og fiskverkun hófst þar í
allstórum stíl.
Síðan hefur kauptúnið vaxið
jafnt og þétt og mun mann-
fjöldi þess nú nema um 7Ö0.
Hefur þar verið rekin mynd-
arleg útgerð og fiskverkun, og
mjög mikil útflutningsverðmæti
sköpuð. Þá er þar og staðsett
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
og enn fremur brjár litlar ein-
staklingsverzlanir. Ber kauptún-
ið þess greinilegan svip, hve
ungt það er, því þess vegna
hefur verið auðveldara um^
skipulagningu alla á haganleg-
an hátt.
Hefur ungmennafélagið Sindri
reist þar mjög myndarlegt fé-
lagsheimili. Einnig er þar rek-
ið gistihús.
Þegar farið er frá Höfn er
aftur haldið sömu leið til baka
inn að vegamótum, og liggur
þaðan vegurinn inn sveitina
eins og fyrr er sagt. Ekið er
yfir brú á Laxá, er aðskilur
ytri hluta sveitarinnar — út-
rresin — og Bjamaneshverfið
svokallaða, en það er höfuðból-
ið Bjarnanes með sínum mörgu
hjáleigum, og koma eignir þær
mjög við höfðingjadeilur mið-
alda. Er t.d. vert fyrir ferða-
mann að s%>ða Virkið svokall-
aða á Brekkubæ, er Teitur
Gunnlaugsson, ríki, í Bjarnanesi
er sagður hafa reist til varnar
gegn Jóni biskupi Arasyni.
Land Bjamanestorfunnar nær
inn að stöðuvatni er Þveit nefn-
ist. 15r þetta land með afbrigð-
um fallegt, og því ekki að
undra þótt einhvemtíma væri
um það deilt. Fjallið hér fyrir
ofan heitir Ketillaugarfjall,
mjög svipmikið, og kvað útsýn
af því sízt gefa eftir útsýni af
Almannaskarði. Liggur vegur-
inn éfram inn með fjöllum, þar
til kemur að brú á Hoffellsá.
og þaðan þvert vestur yfir
sandinn fyrir neðan stórbýlið
Hoffell, að tiltölulega nýrri brú
á Hornafjarðarfljótinu.
Er sú brú hið mesta mann-
virki, enda hafa Fljótin sjald-
an verið neitt lamb við að
leika.
Þegar yfir Fljótin ' kemur
tekur við Mýrahreppur eða
Mýrar, eins og sveitin er al-
mennt kölluð. Hér liggur hver
skriðjökullinn af öðrum mdlli
fjallanna niður ð láglendið, og
jökulsámar, sem frá þeim
renna hafa leikið gróðurlendi
sveitarinnar mjög illa. ■
Þótt jafnan hafi farið fáum
sögum af baráttu fbúanna við
jökulvötnin, hefur hún samt
sem áður þrotlaust verið háð.
En með tækni siðustu áratuga
hefur tekizt að beizla árnar.
Hinir gróðurlausu sandar, er
vötnin hafa búið til eru frjó-
samir, og á síðustu árum hafa
bæði tún og akrar bændarina
verið að færast út yfir þá. Þetta
er sigur núlifandi k-ynslóðar,
sem þó er vitanlega einnig
byggður á baráttu og þraut-
seigju hinna eldri. Þessi saga
gildir að vísu ekki fyrir Mýr-
amar einar, heldur á einnig
a.n.l. við um flestar aðrar sveit-
ir sýslunnar.
Frá brúnni Iiggur vegurinn
út með Hornafjarðarfljótum að
Holtum/ sem er raunverulega
byggðahverfi.' Þar er félags-
heimili sveitarinnar. Beygir
hann þar til vesturs yfir miðja
sveitina fram hjá kirkjustaðn-
um Brunnhóli. Þegar vestar
dregur liggur hann yfir brú
á Hólmsá, og vestur á svokall-
aða Heinabergsaura, og eru
þar hreppaskil milli Mýra og
Suðursveitar.
Austasti bær f Suðursveit er
Skálafell þar sem hinn merki
maður, Jón Eiríksson, konfer-
ensráð var fæddur og uppalinn.
Austan við túnið rennur áin
Kolgríma, og ber nafn með
rentu, því hún má teljast for-
aðsfljót, og þó einkum síðan
Heinabergsvötn, er áður runnu
fram aurana fyrir austan, féllu
til vesturs og í hana. Frá Kol-
grímubrú liggur vegurinn vest-
ur með fjöllunum, og fram hjá
hverjum, einasta bæ byggðar-
innar, því bæjaröðin er aðeins
ein. Þó breikkar undirlendið er
vestar kemur en mjókkar aftur
er kemur vestur yfir hinn svo-
kallaða Steinasand, þar sem
Steinavötn hafa herjað sveitina
til mikilla erfiðleika. Nú eru
þau nýlega brúuð, óg sandur-
inn grær bæði fyrir náttúrunn-
ar tilverknað og manna, því
bændur hafa tekið hluta af
honum til ræktunar. I u. þ. b.
miðri sveit er prestsetrið Kálfa-
fe'lsstaður, þar er einnig fé-
lagsheimili sveitarinnar og
heimavistarskóli, er gefið hef-
ur verið nafnið Hrollaugsstað-
ir, eftir landnámsmanninum
Hrollaugi Rögnvaldssyni. Um
hann segir Landnáma, að hann
hafi numið land frá Horni til
Kvíár' og fyrst búið undir
Skarðsbrekku í Homafirði en
síðan á Breiðabólstað í Fells-
hverfi.
Hefur þetta verið all mynd-
arlegt landnám þar sem það
nær yfir þrjár sveitir heilar
þ.e. Nesja- Mýra og Suðursveit,
og hluta af öræfum. Enda get-
ur Landnáma einnig um fimm
landnámsmenn aðra, er af hon-
um þágu lönd.
Þegar vestur yfir- Steinavötn
kemur, er örstutt að bæ Hrol-
laugs, Breiðabólstað. Þar eru nú
þrjú býli. Landslag er mjög
fagurt og svipmikið hér eink-
vestantil í sveitinni, sem flestir
munu kannast við, er lesið hafa
lýsingar Þórbergs Þórðarsonar
af æskustöðvum' hans.
Nú liggur leiðin út á Breiða-
merkursand. Brátt er komið að
ánni Stemmu. Hún er brúuð og
er þá skammt að stórfljótinu
Jökulsá á Breiðamerkursandi,
er skiptir löndum milli Suður-
sveitar og Öræfa. Hér er á
hægri hönd hinn geysimikli
skriðjökull, Breiðamerkurjökull.
Hann hefur nú eins og aðrir
skriðjöklar verið að hörfa undan
hlýnandi veðráttu síðustu ára-
tugi, og hefur þar myndazt stórt
og djúpt jökullón er áin fellur
úr. Svo hefur áin grafið sig nið-
ur í gegn um jökulöldumar, að
þegar hásjávað er flæðir sjór
inn í lónið, enda er botn þess
langt undir sjávarmáli.
Því miður er ekki enn þá
kominn brú á Jökulsá, en ekki
ættu þeir, sem tök hafa á að
skoða öræfin að nema hér stað-
ar. Svo mikið hefur öræfa-
sveitin að bjóða af sérkenni-
legri náttúrufegurð, sem í fé-
um orðum verður ekki lýst að
gagni. Engin sveit í Skaftafells-
sýslu mun hafa orðið fyrir jafn
miklum áföllum frá Landnáms-
tíð, vegna eldgosa og jökul-
hlaupa úr öræfajökli. Enda ber
hún þess glögg merki m.a. í
því að snögglega getur skipt
frá fullkomnum eyðisaridi til
gróðurbletta svo fagurra, að
víða er leitun á slíku.
Má þar- t.d. nefna Svínafell,
höfuðból Flosa Þórðarsonar,
Skaftafell með Bæjaretaðaskógi
o. fl.
Ferja er á Jökulsá og vegir
allgóðir innan sveitar, þar sem
allar ár, er farartálmi geta heit-
ið, eru nú brúaðar.
Að endingu skal þess óskað
að þeir, sem á komandi sumri
leggja leið sína til að kynnast
Suðausturlandi megi hafa ó-
blandna ánægju af ferðum sín-
um.
Alþjóðlegt
ferðamálár
□ Fjárhags- og félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt að næsta ár, 1967, verði
„alþjóðlegt ferðamálaár“. Al-
þjóðasamtök ferðaskrifstofa
IOUTU höfðu sent Sameinuðu
þjóðunum áskorun um þetta.
AUGLÝSING
Ferðaskrifstofa ríkisins skipuleggur orlofsferðir innanlands og utan fyrir
hópa ög einstaklinga.
Selur farseðla með flugvélum, skipúm, lestum um heim allan. Útvegar
gistingu og sér um allt annað er tryggir yður skemmtlega og árangursríka
ferð.
Úrval þjóðlegra minjagripa í Baðstofunni. Önnumst sendingu til allra landa.
Reynið viðskiptin.
Ferðaskrifstofa ríkisins
Lækjargötu 3. Sími 11540.