Þjóðviljinn - 15.04.1966, Side 1
Fösfudagur 15. apríl 1966 — 31. árgangur — 84. tölublað.
Frakkar sigruðu íslenzka landsliðið
í spennandi leik með 16:15
Sjá frásögn Frímanns Helgasonar á síðu ©
Ágætur fundur um alúmínmálið
Q Fundur Alþýðubandalagsins um alúmín-^
samningana var haldinn í Austurbæjarbíói 1 gær-
kvöld og var hann vel heppnaður. Þetta er fyrsti
almenni fundurinn um alúmínmálið, sem haldinn
er, og fer vigsulega vel á því að hið nýstofnaða
Alþýðubandalag skuli hafa orðið til að ryðja
brautina.
Q í lok fundarins í gærkvöld var samþykkt
ályktun þar sem segir m.a. að „daufheyrist stjórn-
arvöldin við sjálfsögðum kröfum almennings að
fá að láta í ljós afstöðu sína til samningsins í þjóð-
aratkvæðagreiðslu verður litið á hann sem nauð-
ungarsamning, sem þjóðin hefur lýðræðislegan
rétt til að hnekkja“.
Fundurinn hófSt kl. 21, en
formaður Alþýc?ubandalagsins í
Keykjavík Magnús Torfí Ólafs-
son, setti fundinn og minnti á
þau fjölmörgu verkefni, sem
fyrir Alþýðybandalaginu lægju,
og hefði hin nýkjörna stjórn
þegar ákveðið að láta slíkan al-
mennan fund um alúmínmálið
verða eitt fyrsta verkefni sitt.
Þá tók til máls, fyrsti ræðu-
maðurinn ,á fundinum Magnús
Kjartansson, ritstjóri, — Hann
Petrosjan
og Spasskí
jaínir enn
MQSKVA 14/4 — Önnur
skákin í einvígi þeirra Pet-
rosjans og Spasskís um
heimsmeistaratitilinn fór í
bið — var hún síðan tefld
í dag og lauk með jafn-
teflj eftir fimmtíu og einn
leik. Stórmeistararnir gerðu
einnig jafntefli í fyrstu
skák sinni. Þriðja skákin
fer fram á föstudag.
Fyrsta skákin 1 einvíg-
inu birtist hér í blaðinu á
morgun
ræddi hin efnahagslegu áhrif
samningsins og sýndi fram á
hvílíkt ofurefli slíkur atvjnnu-
rekstur erlends auðhrings getur
orðið í íslenzku þjóðlifi, ef
samningurinn nær fram að
ganga. Nú ætti aftur að taka
upp þá stefnu á -ný, sem ríkf
hefði er íslendingar hefðu helzt
séð árangurinn af striti sinu í
höllunum í borginnj við Eyrar-
sund.
Magnús Kjartansson minnli
að lokum á að enn ætt; fólkið
í landinu tækifæri til að knvia.
alþingi og forseta lýðveldisjns
til að leggja málið fyrir þjóðar-
dóm.
Björn Jónsson. alþingismáður,
tók næstur til máls og minnti
m.a. á að fjárfesting Swiss Al-
urrþnium yrði 1/20 hluti þ.ióðar-
fiárfestingarinnar og hluti Swiss
Aluminium í útflutningsfram-
leiðslunn; yrði 1/4 hluti alls út-
flutningsins. Hann ræddi einnig
um þau áhrif, sem hringurinn
myndi haf,a á kjarabaráttu ís-
lenzks verkalýðs og skioti engu
hvort hringurinn greiddi fúlgur
í kassa Vinnuveitendasambands-
ins undir eða yfir borðið.
Að lokum lagði Björn áherzlu
á, að ef samningurinn yrði sam-
þykktur, væri það ögrun og til-
ræði við íslenzkar vinnustéttir
og alla íslenzku þjóðina. Þjóðar-
atkvæði er krafa okkar, sagði
Björn Jónsson að lokum.
Frsnahald á 3. síðu.
Jóhanncs Jóhannesson formaður sýningarncindar mcð myndir eftir Kjarval og Svavar Guðnason.
Myndina tók ljósm. Þjóðv. A, K. í Jjistamannaskálanum í gœrdag.
Fimmtán íslenzkir myndlist-
armenn sýna í V-Þýzkalandi
H 35 verk eftir fimmtán íslenzka myndlistarmenn verða
sýnd í nokkrum borgum Vestur-Þýzkalands næstu sex
mánuði. Það er Norræna listabandalagið sem stendur fyr-
ir sýningunni og er þetta samnorræn sýning með nútíma
listaverkum frá öllum Norðurlöndum nema Færeyjum.
Þetta er í annað sinn sem Norræna listabandalagið stend-
ur fyrir samnorrænni sýningu utan Norðurlandanna, hin
var í Róm 1956, þar sem íslendingar áttu fjölda mynda.
Þeir Valtýr Pétursson. sem er
fulltrúi Félags íslenzkra mynd-
listarmanna í Norræna lista-
30 þúsund Búddistar í sigurgöngu um Saigon
Hershöfðmgjastjórnin í S.-
Vietnsm á hröðu undanhaldi
SAIGON 14/4 — Hershöfðingjaklíkan í Saigon er ber-
sýnilega á hröðu undanhaldi undan kröfugerð og mót-
mælaaðeerðum Búddista og annarra samtaka í borgum
Suður-Vietnams. Hefur forseti herforingjastjórnarinnar,
Nguyen Van Thieu, lýst því yfir, að kosningar verði haldn-
'ar í landinu innan þriggja til fimm mánaða, en ekki er
talið líklegt að Búddist.ar fallist á að sú stjórn fái að
sitja áfram þar til kjörið þing kæmi saman — muni þeir
nota sterka aðstöðu sína til að láta kné fylgja kviði.
Fóru 30 búsund Búddistar í sigurgöngu um götur í Saigon
í morgun.
Hershöfðingjastjómin hafði ] stjórnar, en Búddistar fengust
efnt til ráðstefnu um kosnjng- ekkj til að mæta þar fyrr en
ar og valdatöku borgaralegrar' 1 gær Lauk ráðstefnunni svo
með því í dag. að Thieu for-
seti féllst á að kosningar yrðu
haldnar innan þriggja til fimm
mánaða. Stjómin lofaði jafn-
framt að ofsækja ekk; þátttak-
endur í látlausum mótmælaað-
gerðum gegn henni undanfarn-
ar vkur. Ráðstefnan kemur sam-
an. aftur eftir tíu daga til að
vinna að kosningalögum.
Leiðtqgar Búddista tóku þess-
um málalokum vel. Jafnframt
er bent á það að í samþykktum
ráðstefnunnar er ekk; tekið fram
hvenær herforingjastjórnin skuli
fara frá völdum. Er talið ólík-
Framhald á 7. síðu.
bandalaginu og aðalri.tari þess,
og Jóhannes Jóhannesson for-
maður íslenzku sýningamefndar-
innar skýrðu blaðamönnum frá
þegsu í gær og gáfu.þeim kost
á að Hta verkin sem send verða
utan.
Þafj eru þrjátiu málverk og'
fimm höggmyndir sem send
verða utan og eru málverkin
eftir þá Valtý Pétursson, Eirík
Smjth, Hafstein Austmann,
Benedikt Gunnarsson Jóhannes
Kjarval. Svavar Guðnason, Jó-
hann Briem, Jón Engilberts.
Kjartan Guðjónsson og Jóhann-
es Jóhannesson þrjú til fimm
eftir hvem, og höggmyndirnar
eiga Sigurjón Ólafssqn. Guð-
mundur Benediktsson. Jón Bene-
djktsson, Jóhann Eyfells og Ólöf
Pálsdóttir.
Öll Norðurlöndin1 eiga jafn
mörg listaverk á sýningqnni.
sem verður fyrst opnuð í Hann-
over 26. júní í sumar og verð-
ur þar til 31. júlí. Sýningin
nefnist á þýzku Nordische Kunst
Heute eða Norræn nútímalist og
eru eingöngu á henni verk eft-
ip núlifandi listamenn. Sænskur
málari og danskur myndhöggv-
ari, sjá um uppsetnjngu mynd-
anna og verða ekki hafðar deild-
ir fyrir hvert land um sig,
heldur öllu ægt saman. þó þann-
ig, að myndir sama listamanns
hanga hl.ið við hlið.
í undirbúningi er útgáfa mjög
vandaðrar sýningarskrár, þar
sem verður formáli um mynd-
list hvers lands stutt æviágrip
hvers listamanns Og prentaðar
Framhald á 3. síðu.
Listi frjáls-
lyndra kjósenda
a Stokkseyri
Lagður hefur verið fram „List;
frjálslyndra kjósenda á Stokks-
eyri“ við sveitarstjómarkosning-
amar nú í vor og er hann þann-
I ig skipaður:
1. Erímann Sigurðsson oddviti.
2. Hörður Pálsson skipstjóri
3. Sigríður Sigurðardóttir kenn-
ari.
4. Eyjólfur Óskar Eyjólfsson,
fangavörður. 4
5. Ingunn Sighvatsdóttir húsfrú.
6. Guðjón Biörgvin Jónsson
trésmí'ðameistari.
7. Pétur Guðmundsson verka-
maður.
8. Grétar Zóphóníasson sjómað-
ur.
9. Jón Eðvaldsson verkamaður.
10. Guðríður Sæmundsdóttir,
húsfrú.
11. Einar . Páll Bjamason skrif-
stofumaður.
12. Ágúst Friðriksson, jám-
smiðameistari.
13. Þórður Guðnason bifreiða-
stjóri.
14. Þorkell Guðjónsson raf-
virkjameistari,
Falsaðar ávísanir
með nafnstimpli
miljónafyrirtækis
Magnús Eggertsson varðstjóri
hjá rannsóknarlögreglunni skýrði
Þjóðviljanum frá í gær að lög-
reglunni hefði borizt kæra um
að í umferð væru komr.ar falsað-
ar ávísanir með nafnstimpli og
bankareikriingsnúmeri Samein-
aðra verktaka.
Fyrirtæki þetta mun hafa opn-
að hlaupareikning nr. 2 hjá
Verzlunarsparisjóðnum um lfkt
leyti og hann tók til starfa og
haft þennan reikning opinn
stuttan tíma. Mun eitthvað hafa
verið búið að stimpla númer og
nafn Sameinaðra verktaka á
reikningseyðublöð og nú er
vitað að þau hafa komizt út með
ejnhverjum hættj. Rannsókn-
arlögre^lan hefur fengið vit-
neskju um tvær slíkar falskar
•ávísanir, báðar að fjárhæð lið-
lega 2400 krónur. Biður lögregl-
an fólk að verá á varðbergi.
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins í Borgarnesi birtur
Framboðsljsti Alþýðubanda-
Iagsins í Borgarnesi hefur ver-
ið lagður fram. og er þannig
skjpaður:
1. Guðmundur V.- Sigurðsson
bifreiðastjóri, form. Verka-
lýðsfélags Borgamess.
2. Þórður Oddsson héraðslækn-
ir.
3. Björn Markússon, húsa-
smíðameistari,
4. Sigurður B. Guðbrandsson
verzlunarmaður.
5. Olgeir Friðfinnsson verka-
maður.
6. Ingveldur Halldórsdóttir hús-
frú.
7. Einar Sigmundsson verka-
fnaður,
8. Geir Jónsson- iðnverka-
maður.
9. Ólafur Andrésson verzlunar-
maður.
10. Guðmundur G. Bachmann
verkamaður.
11 Jóhann Kr. Jóhannesson iðn-
verkamaður.
12. Eyþór Kristjánsson bifreiða-
stjóri.
13. Hjörtur Helgason verka-
maður.
Í4. Vilhjálmur Hannesson verka-
maður.
Til sýslunefndar: Bjöm Mark-
ússon; til vara: Olgeir Prið-
finnsson.
Kópavoqur
Félag óháðra kjósenda
heldur fund í Félagsheimili
Kópavogs, neðri sal, í kvöld
klukkan 8.30.
Á fundinum mun Þormóð-
ur Pálsson skýra frá tillögum
uppstillingamefndar um fram-
boðslista félagsins við bæjar-
stjómarkosningarnar í vor.
Bæjarfulltrúar félagsins
ræða bæjarmái og væntan-
legar kosningar.
Félagar fjölmenm'ð
Stjórnin.
/