Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 10
Formaður Iðnsýningarnefndar, Bjarni Björnsson, afhendir Kristínu Þorkelsdóttur verðlaunin. — (Ljósm. K, M.). SigraSs í samkeppninni um merki Iðnsýningarinnar '66 Sýningamefnd Iðnsýningarinn- ar 1966. sem haldín verður í Afli Suðureyrar- báta i mmmmÆ Afli Suðureyrarbáta í marz var sem hér segir: Ólafur Friðbertsson 470,7 tonn í 13 lögnum. Sif 227,5 tonn í 19 lögnum. Friðbert Guðmundsson 305,4 tonn í 13 lögnum. Vilborg 46,6 tonn í 9 lögnum. Stefnir 150,5 tonn í 19 Iögnum. Barðinn 155,8 tonn í 17 lögnum. Páll Jónsson 141,5 t. í 18 Iögnum. Ólafur Friðbertsson er með net bg Friðbert Guðmundsson með net og línu en hinir bátarnir all- | ir með línu. Bátamir urðu að j leggja upp sumt af afla sínum í : nágrannahöfnum vegna þess að hér skorti vinnuafl til þess að vinna úr öllum aflanum er að landi barst. — G. Þ. september í sýningar- og í- þróttahöllinni í Reykjavik. á- kvað að efna til samkeppni um hugmynd að merki sýningarinn- ar og var það auglýst 6. marz síðastliðinn. í skilmálum samkeppninnar var sagt að merkið yrði notað sem .tákn sýningarinnar og það þyrfti ag vera unnt að gera af í því prjónmerki. Frestur til að I skila hugmyndum rann út 20. : marz. | 14 aðilar tóku þátt í sam- keppninnj og skiluðu þeir alls 26 úrlausnum. Ejn verðlaun voru véitt, að upphæð 10 þúsund krónur, og hlaut þau frú Krvstín Þorkels- dóttir. teiknari. Lindarhvammi 13. Kópavogi. Dómnefnd skipuðu sýningar- nefndin og fulltrúi tilnefndur af Félagj íslenzkra teiknara. Fulltrúi F.f.T. var tilnefndur Ástmar Ólafsson, en í sýningar- nefnd eiga sæti Bjami Björns- son, formaður Björgvin Freder- iksen, Davíð Sch. Thorsteinsson og Þórir Jónsson. Beinar viðræður v-þýzku og a-þýzku verkalýðsflokkanna BONN 14/4 — Stjórn Sósíaldemókrataflokks V-Þýzkalands (SPD) hefur ákveðið að taka þátt í beinum viðræðum um Þýzkalandsmál við ráðandi flokk Austur-Þýzkalands, Sósí- alis'tíska einingarflokkinn (SED) í Karl-Marx-Stadt í A- Þýzkalandi og bjóða síðan fulltrúum frá SED til sams- konar viðræðna í Hannover í V-Þýzkálandi. Sósíaldemókratar hafa þannin brugðizt á jákvæðan hátt vi? tjllögu, sem fram kom í opn- bréfi til þeirra frá Sósíalistísk einingarflokknum í marz. F þetta talið spá góðu um bæ' samskipti flokkanna sem getu síðan haft mikil áhrif á frar vindu mála í Þýzkalandi öllu. SPD hefur tilnefnt formar sinn. Wiljy Brandt til þátttök í umræðunum og svo tvo. varr formenn flokksins, Fritz Erlr og Herbert Wehner* Ekki e enn vitað hvaða austuþýzk-' stjórnmálamenn verða valdir t' viðræðnanna, en það gæff vald ið nokkrum erfiðleikum ef for- maður SED, Walter 'Ulbricht. yrði sendur til Vestur-Þýzka- lands. því þarlend stjórnarvöld hafa gefið út handtökuskipun á hendur honum. Vesturþýzkir stinga upp á því að viðræðurnar íx Karl-Marx- Stadt fari fram 9.—13. maí en í Hannover nokkrum dögum síð- ar. Helztu vandamál þýzkra stjómmála verða til umræðu og svo það, hvernig megi bæta hag íbúa hins klofna Þýzkalands. Sósíaldemókratar hafa lagt til, j^iantlt hjttir Ulbricht? að fundunum verði sem bezt lýsf í blöðum. útvarpi og sjónvarpi, auk þess vona þeir að fleiri vestur-þýzkir flokkar óski eft- ir því ■ að eiga aðild að fund- unum. Þá vilja þeir reyna að tryggja, að vesturþýzk yfir- völd setji engar hömlUr á ferð austurþýzku fulltrúanna til Hannover, en hliðstæð trygg- ing er þegar kccmin frá Austur- Þýzkalandi. Vinnan Víð Sti tefst vecma m Vinna heldur áfram við Strákagöngin og hafa nú ver- ið grafnir um 450 metrar af 800 metrum og er verkið þannig ríflega hálfnað. Fyrir nokkru komu menn að linu móbergslagi og hefur þ-að valdið truflunum við vjnnsluna á göngunum — þannig var of- sagt í frétt hér í blaðinu á dög- unum, að vinnu væri hætt við göngin. Þá hefuT verkið tafizt nokk- uð vegna óhagstæðs veðurs og sum vinnslutækin hafa ekkj ver- ið í lagi en vinnslan gegnum móbergslagið krefst aukins út- búnaðar svo sem stálboga með jöfnu millibili eða að steypa verður göngin á þeim kafla með jámbentri steinsteypu vegna hugsanlegra jarðhræringa í framtíðinni. — K.F. Aref írakforseti ferst í flugslysi BAGDAD 14/4 — Forseti íraks, Abdul Salam Aref, fórst í gærkvöld er þyrla hans steyptist til jarðar í sandstormi nánd við borgina Basra. Með Aref fórust tveir ráðherrar. Jtgöngubann hefur verið sett í Bagdad og lýst yfir þjóð- irsorg í mánuð. Aref var á eftirlitsferð í Basra- 'iéraði og var Þyrla hans ný- komin á loft er mi'kill sand- bylur skall á. Skömmu síðar tilkynnti flugmaðurým að hann sæi ekki handa sinna skil og eftir það heyrðist ekkert frá þyrlunni, Leitsfrþyrlur fundu svo flak hennar í morgun — hafði orðið sprenging í vélinni er hún rakst á hæð eina. Með Aref fórust innanríkisráðherra hans og iðnaðarmálaráðherra. Samkvæmt stjómarskránni á að kjósa nýjan fo-rseta eftir viku Á meða'n fer forsætisráð- herrann, Rahman al-Bazzaz, með forsetavald. og hefur hann fyr- irskipað útgöngubann í Bagdad og þjóðarsorg í mánuð., Vikuhirðsorg hefur verið fyr- irskipuð í íran oa opinber sorg er einnig skipulögð í Alsír. Aref forseti varð 45 ára að aldri. Hann var hermaður að atvinnu og stjórnaði írökskum hersveitum í Palestínustríðinu. Hann var einn pf frumkvöðlum stjómarbyltmgarinnar 1958 er Feisal konungi var steypt af stóli, en sat síðar í fangelsi fyr- ir aðiid að samsæri gegn stjórn Kassems hershöfðngja. Er Kass- em var svo steypt af stólj 1963 af Baath-flokknum, varð Aref forset; landsins. Stjóm Arefs hefur háð harða borgarastyrjöld við Kúrda í norðurhluta landsins og neitað þeim um jafnrétti og sjálfsfor- ræði. Aref Reynir að fá dóma mildaða MOSKVU 14/4. Aðalritari Sam- taka evrópskra rithöfunda, ítal- inn Vigorelli, ræddi í gær við sovézka rithöfunda um mögu- leika iað fá dóminn yfir þeim Daníel og Sínjavskí mildaðan, en þeir voru fyrir tveim mán- uðum dæmdir til langrar fang- elsisvistar fyrir bækur er þeir gáfu út erlendis. */'yv'^'/vwwwv\AA/vv\AAAA/wwwwvwww\wvvwvvwwwvwvwvvwwwwwvvwwvww wwwwwwwvwwwwwvwwwwwwwwwvwwwwwwwwwwwwwwvwvwvW wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww fbúðabyggjendum bundnír óbærilegir baggar Ríkisstjórnin verður að Þ0RA að taka stjórnina á verðmynduninni □ Með því að vísitölubinda lán til íbúðabygginga er verið áð binda þeim mikla fjölda fólks sem er að reyna að eignast íbúðir og taka verður þessi lán óbærilega bagga. Og nú er ríkisstjórnin að reyna að keyra gegnum Alþingi frumvarp sitt um að gera vísitölubindingu lána miklu víð- tækari og fela hana ákvörðunum Seðlabankans. Svo mik- ið kapp er á þetta lagt að engu er skeytt þó bankastjórar Landsbankans og Útvegsbankans hafi varað við samþykkt frumvarpsins. Við 3. umræðu málsins í gær í neðri deild (frum- varpsins „um verðtryggingu f járskuldbindinga"), deildu Einar Ágústsson Lúðvík Jósepsson, Einar Olgeirsson, Sig- urvin Einarsson og Þórarinn Þórarinsson á frumvarpið og kröfðust þess að ríkisstjórnin gerði í þess stað raunhæfar ráðstafanir tíl að hamla gegn óðaverðbólgu og dýrtíð. Fer hér á eftir stutt frásögn af ræðu Lúðvíks: Megintilgangur þessarar laga- setningar virðist vera samkvæmt ræðum viðskiptamálaráðherra að draga úr fjárfestingarlánum, og með því ætti að hamla gegn of miklum dýrtíðarvexti. Væri komið á víðtækri verðtryggingu á fjárskuldbindingar yrðu ýms fjárfestingarlán ekki eins eftir- sóknarverð og nú er. En hvaða fjárfestingarlán eru það sem verið hafa of mikil á :undanfömum árum svo sjálf- sagt þyki að draga úr þeim, spurði Lúðvík. Eru það fjárfest- ingarlán til sjávarútvegsins? Eru það fjárfestingarlánin til land- búnaðarins? Eru það fjárfesting- arlán til iðnaðarins? Eða hafa lánin til íbúðarhúsabygginga verið of mikil? Eða til verzlunar- innar? ★ Annað sem kyntlir undir Lúðvík taldj þag ranga skoðun ef viðskiptamálaráðherra ætlaði að dýrtíðin vaxi mest vegna fjárfestingarlána. Þar séu aðrar ástæður miklu áhrifameiri. Og ráðstafanir til að minnka fjárfestingarlán hafi -1. d. ekki. minnstu áhirif á dýrtíðaraukn- ingu sem hljótist af stjórnarráð- stöfunum eins og að minnka niðurgreiðslur og hækka sölu- skatt. Ekki heldur þegar at- vinnurekendur velti auknum til- kostnaði út í verðlagið ef samið hefur verið um kauphækkanir. Þættirhir sem mestu valda um aukna dýrtíð eru hins vsgar hækkuð verzlunarálagning og þjónustugjold hvers konar, hækkun vaxta, hækkun flutn- ingsgjalda, skatta opinberra aðila o. s. frv. ★ Ilúsbyggjendur vcrst leiknir Þeir sem fyrst og fremst verða fyrir barðjnu á verðtryggingu Iána er allur sá mikli fjöldi manna sem fengið hefur lán til að byggja yfir sig íbúðarhúsnæði, og vcvður að standa undir stór- auknum útgjöldum af þeirri lán- töku, enda þótt hann fái engan Iausan verðbólgugróða í sínar hendur, það fengi hann fyrst ef hann scldi húsnæðið. Lúðvík tók dæmi til að sýna þ?tta. Reglur um verðtryggingu lána hafi verið settar af húsnæð- ismálastjóm árið 1964. um lán úr lánakerfi þeirrar stofnunar. Eftir mitt ár 1964 hafi allir lántakend- ur orðið að taka lán sín með þeim kjörum. Þegar hálft annað ár var liðið kom það í Ijós að lántakandi sem tekið hafði Ián með þessum kjörum var að greiða 12% álag á afborganir og vextj af láninu. Og eftir eitt cða tvö ár hér frá vcrður hann sennilcga að borga 1*0% álag á afborganir og vexti af grunnlánjnu. Og'nú á enn að auka þctta, með því að gefa stjórnum lífeyrissjóða heimild til að visitölubinda einnig sín lán. Slík úgjaldaaukning hinna fjölmörgu • húsbyggjenda hlýtur að kalla fram kröfur um hækk- að kaup. Einmitt af þes,sum sök- um telja aðrar þjóðir, td. Finn- ar, það nærri frágángssök að binda lán til íbúðabygginga þannig skilyrðum. ★ Kallar á aukinn styrk Hvernig færi ef hér væri um að ræða stofnlán til sjávarút- vegsfyrirtækis og dýrtíðin héldi áfram að auka&t svipað og verið hefur? Þar hlytu að koma fram kröfur um aukipn ríkisstuðning til að mæta svo mikilli útgjalda- aukningu. Og verzlunar- og þjónustufyrirtæki? Ætli þau yrðu sein á sér að velta þessari út- gjaldaaukningu út í verðlagið? Slíkar ráðstafanir og rfkisstjóm- in hér fyrirhugar gætu orð>ð til að auka dýrtíðarvandamálið. ★ Stjórn á verðlaginu Ríkisstjórnin fæst hins vegar ekki til þess að ráðast að dýr- l tíðarvandamálinu beint. Það er ; hennar stefna að fjölmargir milliliðir ráði verðiaginu í land- inu og fái að ákveða sjálfir á- ’agninguna og sína þóknun. Ríkisstjórnin hélt að ráðstafanir í peningamálum gætu ráðið við dýrtíðina. Nú er það orðið viður- kennt, a.m.k. af Seðlabankanum, að svo er ekki. Þar með. liefur fengizt staðfesting á því - að stjórnarandstaðan hefur haft rétt fyrir sér í því, að beita þarf allt öðrum ráðum til að hafa hemil á verðbólgunni í landinu. ★ Tálvonir segir Landshankinn Verðhækkanir munu halda á- fram að óbreyttri stefnu í þess- um málum. Lúðvík kvaðst algerlega sam- mála þeim ummælum í umsögn bankastjóra Landsbankans um þetta stjórnarfrumvarp. þar sem þeir ráða frá því að frumvarpið verði samþykkt, þar sem sam- þykkt ákvæða þess „getur aðeins vakið tálvonir um lausnir eftir ófærum leiðum og dregið athygl- ina frá aðalatriðinu, að til er ein örugg leið ,til verðtrygging- ar á sparifé, sem sé að forðast það sem verðrýrnuninni veldur, sjálfa verðbólguna.“ ★ Raunhæfar ráðstafanir gegn dýrtíðinni Ríkisstjórnin verður að snúa sér að þeim vanda. o,g koma í veg fyrir að verðlagjð hækki eins ört og það hefur gert und- anfarandi ár. Stjórnarvöld lands- ins verða að taka stjórn á sjálfu vcrðmyndunarkerfinu, þora að segja til um það og ákveða hvert vöTUverð og bjónusta eigi að vera. Nú gerist þetta þannig að eitt eða tvö skipafélög segja: Við viljum fá meiri peninga í hend- ur,. við þurfum að ehdurnýja skipastólinn. við hækkum flutn- ingsgjöld'n um 15%. ,enda þótt augljóst sé að það hækki allt vöruverð í landinu. Þetta vald verður ríkisstjórnii) að taka í sínar hendur. Lúðvík lýsti yfir að lokum að hann væri' andvígur frumvarp- inu, Dg samþykkur því áliti Landsbankans og útvegsbank- ans að ekki væri rétt að sam- 'þyk'kja það á þessu þingi, heldur athuga allt málið miklu betur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.