Þjóðviljinn - 16.04.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.04.1966, Blaðsíða 2
n 2 SÍÐÁ — ÞJÓÐVrkJINN — ÉaugarÖagur 16. apríl 1966. 25. landsleikur Birgis B. 1 frásögninni hér í blaðinu í gær af landsleik Islendinga og Frakka í handknattleik fáðist að geta þess að Birgir Björnsson, fyrirliði FH um árabil, lék nú sinn 25. landsleik fyfir Island. Var honum afhent, í hófi að leik loknum, guliúr frá Handknatt- Ieikssambandinu af þessu tilefni og var mál manna að Birgir væri vel að þessari viðurkcnningu kominn eftir langan og glæsi- Iegan keppnisferil sinn. — Á myndinni sést Birgir Björnsson í harðri keppni við KR-inga. Eftir landsleikinn vii Frakkland Haadkaattleiksmót- ið um þessa helgi ■ Eftir nokkurt hlé verður Handknattleiksmeist- aramóti íslands haldið áfram nú um helgina í íþróttahúsinu gamla að Hálogalandi. í kvöld, laugardag, fara fram leikir í 1. deild. kvenna og 2. flokki og 2.. deild karla, en aðalleikir helgarinnar verða annað kvöld, en þá leika í 1. deild karla Valsmenn og FH og Haukar og Ármenningar. Leikirnir í kvöld verða sem hér segir: í 1. deild kvenna milli Víkings og Ármanns og milli Breiðabliks og Fram. í 2.' flokki karla B-riðli, leiká FH og Þróttur og í 2. deild karla ÍR og Víkingur. Leikirnir hefjast bæði kvöldr in“kL 20.15. Allt er geft sem gjör.ði hann Það er háttur, stjómarvald- anna að draga einvörðungu upp myndir í hvítum lit eða svörtum. Allt er gott sem valdhafarnir • gera og allt slæmt sem stjórnarandstaðan aðhefst; þarna á hin gamla rétttrúnaðarafstaða um himnaríki og helvíti ennþá samastað. Aldrei kemur það fyrir að stjórnarvöldunum mistakist neitt, og jafnvel þótt alkunnugt sé, að ráð- herrar hafi verið neyddir til verka sem þeir kærðu sig ekki um, láta þeir á al- mannafæri eins og þeir séu himinlifandi glaðir yfir ó- sigri sínum. Glöggt dæmi um þetta er lofsöngur ráðherranna um gerðardómsákvæðin í alú- mínsamningnum. Það er al- kunna að íslenzku ráðherr- unum þóttu þessi ákvæði mjög slæm og streyttust lengi gegn þeim, þótt þeir beygðu sig að lokum. Viður- kenning á þessu atriði villt- ist meira að segja út úr Jó- hanni Hafstein iðnaðarmála- ráðherra á alþingi í umræð- um um málið. Morgunblaðið hefur það eftir honum 6ta apríl að hann hafi komizt svo að orði um andstöðu Lúðvíks Jósepssonar í þing- mannanefndinni: „Ég efast þó ekkert um, að honum hefði kannski verið kærara að taka ákvæðin um gerðar- . dóm alveg úr, og það kann vel að vera að hann hafi látið í ljós skoðun sína um það, að það væri æskilegra. Það má segja, að við höfum kannske allir verið á þeirri skoðun.“ Þarna játar Jóhann að hann hefði talið æskilegra að sleppa við gerðardómsá- kvæðin. Samt lætur hann sig hafa það í hinu orðinu að telja ákvæði þessi til fyrir- myndar, vammlausan snilld- arverknað, og samráðherrar hans taka allir undir í einum kór. Hvað kemur til að stjórn- arvöldin ræða aldrei við al- menning eins og viti bornar verur og viðurkenna aðflest- ir hlutir eru í senn sambland af góðum kostum og miður góðum sem nauðsynlegt er að vega og meta í samhengi? Hvers vegna játa þeir ekki hreinskilnislega að gerðar- dómsákvæðin séu slæm? Hví gera þeir ekki grein fyrir því að þeir hafi talið rétt að fall- ast -á þá slæmu kosti engu að síður til þess ag ná arangri á einhverju öðru sviði? Er málstaður alúmínmanna ef til vill þannig að hahn þoli sízt af öllu málefnalegar, Íeiðarlegar og raunsæjar um- æður? ■— Austri. Iþróttasíðunni barst í gær svofellt bréf: Eftir leik íslenzka og franska . landsliðsins í handknattleik 14. apríl s.l. getur undirritað- ur ekki lengur orða bundizt, og þykir mér, ásamt sjálfsagt mörgum öðrum, tími til kom- inn að taka penna í hönd og rita lítillega um íslenzkan handknattleik. íslenzka landsliðið sýndi góðan og drepgilegan leik í þessum landsleik (einkum þó Geir Hallsteinsson sem án efa á eftir að verða einn okk- ar bezti handknattleiksmaður, að öllum öðrum ólöstuðum). íslenzka landsliðið brotnaði ekki niður, þó hinn franski dómari sem dæmdi síðari hálf- leika þessa landsléiks væri svo ótrúlega hlutdrægur að hann hreinlega færði liði sínu sigurinn á silfurbakka. (Hann mætti taka sér til fyrirmyndaV okkar góða dómara Hannes Þ. Sigurðsson, sem dæmdi fyrri hálfleik þessa landsleiks án nokkurrar hlutdrægni). En víkjum að annarri hlið málsins. Hversu lengi ætlar okkar á- gæti landsliðsþjálfari að ■brenna sig á því sama að láta okkar beztu handknatt- leiksmenn sitja á varamanna- bekkjum á örlagaríkustu augnablikum leikjanna? Því ekki að láta alla beztu menn okkar leika síðustu 10—15 mínútur síðari hálfleiks sem hefur yfirleitt úrslitaþýðingu i,~í)vgrs -letþs? ,.TO,-n • Okkar landslið í hándknatt- leik er búið að leika marga landsleiki undanfarið og hefur tapað nær öllum. Hvað veldur? Skiping leik- manna inn á leikvang á rétt- um augnablikum hefur mikið að segja, en að láta beztu menn liðsins sitja á vara- mannabekjum þar til fimm mínútur eru til leiksloka tel ég útilokað. Þessvegna finnst mér ásamt fleirum að okkar ágæti landsliðsþjálfari í hand- knattleik ætti að endurskoða skiptingu leikmanna okkar inn á leikvang á örlagaríkum augnablikum. Með þökk fyrir birtinguna. Jón. Þ. Steindórsson. <S>- Innanfélags- mót T.B.R. Innanfélagsmóti Tennis- og badmintonfélagsins lauk fyrir skömmu í Valshúsinu. Mótið hefur staðið frá ára- mótum og verið keppt á hverj- um laugardegi í samæfingar- tímum félagsins. Sigurvegarar urðu: Drengir, einliðaleikur: Helgi Benediktsson. Unglingar, einl.leikur: Har- aldur Komelíusson. Unglingar, tvil.leikur: Har- aldur Kornelíusson og Finnbj. Finnbjörnsson. Konur, tvíl.leikur: Júlíana Isebam og. Lovísa .Sigurðard. Tvenndarkeppni: Jónína Ní- eljóníusardóttir og Lárus Guð- mundsson. Karlar, einl.leikur: Jón Árna- son. Karlar, tvíl.leikur: Steinar Petersen og Viðar Guðjónsson. Drengjahlaup Árm. 24. apríl Drengjahlaup Ármanns fer fram að venju fyrsta sunnu- dag í sumri, þann 24. apríl n. k. Þetta er sveitakeppni, 3ja og 5 manna. Þátttöku skal til- kynna til Jóhanns Jóhannes- sonar, Blönduhlíð 12, sími 19171. < Sundmót Árm. á, miðvikudaginn Sundmót Ármanns verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur miðvikudaginn 27. apríl 1966. Keppt verður í eftirtöldum greinúm: 100 m skriðsund karla (bikarsund) 200 m bringusund karla (bikarsund) 100 m baksund karla 200 m fjórsund kvenna (bikarsund) 200 m bringusund kvenna 100 m skriðsund stúlkna 50 m skriðsund drengja (bikarsund) 50 m flugsund sveina 3x100 m þrísund kvenna 4x50 m fjórsund karla. (bikarsund) Reykjavíkurmót- ið í badminton Reykjavíkurmótið I badmin- ton verður háð í íþróttahúsi Vals nú um helgina. Mótið hefst kl. 3 síðdegis í dag, laugardag, en úrslitin fara fram á morgun og hefst keppnin kl. 2 síðdegis. Keppendur verða 40 og í þeirra hópi allir snjöllustu badminton-spilarar bæj arins. Handknattleiksdeild FH Aðalfundur handknattleiks- deildar FH verður haldinn mánudaginn 18. apríl kl, 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Fermingargjafír Svefnbekkir — Svefnstólar Skrifborð — Skrifborðsstólar Snyrtiborð — Gærukollar Gærustólar — Vegghúsgögn Sent heim meðan á fermingu stendur. Husgagnaverzl. Búslóð við Nóatún — Sím.i 18520. Úrval af nýjum Vorkápum — drögtum Terelynekápum og sjóliðabuxum ; " "' . : ■ Bernharð Laxdal Kjörgarði, Tilkynning frá bifreiða- eftirliti ríkisins Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur gefið út leið- beiningar um bifreiðalýsingu og stillingu aðalljóskera, sbr. reglugerð nr. 51, 15. maí 1964 um gerð og búnað ökutækja o.fl. Bifreiðainnflytjendur og bifreiðaverkstæði sem annast stillingu ljóskera, geta fengið leiðbeiningar þessar hjá bifreiðaeftirlitinu. Athygli bifreiðaeigenda skal vakin á því, að ökutæki fá eigi fullnaðarskoðun, nema ljós hafi verið stillt samkvæmt framangreind- um reglum. Bifreiðaeftirlitið mun taka gild vottorð um ljósastillingu frá aðilum, sem nota stilling- arspjöld og stillingartæki, sem viðurkennd eru af því. I Reykjavík, 13. apríl 1966 Bifreiðaeftirlit ríkisins. Auglýsing Ráðsmann vantar við Sjúkrahús Húsavíkur. Um- sóknarfrestur til 5. maí næstkomaridi. Launakjör: 19. launaflokkur. Umsóknir sendist til formanns sjúkrahússtjórnar Áskels Einarssonar bæjarstjóra Húsavík. Stjóm Sjúkrahúss Húsavíkur. Auglýsing Ráðskonu vantar við Sjúkrahús Húsavíkur. Um- sóknarfrestur til 5. maí næstkomandi. Launakjör: 13. launaflokkur. Umsóknir sendist til formanns sjúkrahússtjórnar Áskels Einarssonar bæjarstjóra Húsavik. Stjóm Sjúkrahúss Húsavíkur. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Tilkynning tii viðskiptavina Verksmiðja vor verður lokuð vegna sumarleyfa, frá og með laugardeginum 25. júní til mánudags- ins 25. júlí 1966. Pantanir sem afgreiðast éiga fyrir sumarleyfi verða að hafa borizt verksmiðjunni eigi síðar en 15. maí n.k. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.