Þjóðviljinn - 16.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ-ÖÐVIE,JINN — Laagardagur M. aprö 1966. Dtgefar.di: Sarríeiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinru Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jé’iannesson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Frá heimspólitísku sjónarmiði £nda þótt leppstjórnarkerfi Bándaríkjanna í Suð- ur-Vietnam sé enn einu sinni að hrynja til grunna, á árásarríkið stuðningsmenn sem aldrei hvika, rits’tjóra Morgunblaðsins, enda þurfa þeir en’n sem komið er ekki að óttast það dag hvern að fá sprengjur, eit'urgas og bensínhlaup verndara sinna í höfuðið. í gær birl_r Morgunblaðið enn eina forustugrein til.þess að fagna hryðjuverkun- um í Víetnám, 'og í henni var að finna setningu sem varpár einkar skýru ljósi á hugsunarhátt rit- stjóra þessara. Þeir segja: ,,Líta verður á styrjöld- ina í’ Suður-Víetnam frá he’imspólitísku sjónar- miði, en ekki staðbundnu". Samkvæmf þessari kenningu er það ekki innanlandsmál Víetnam- manna eða nokkurrar annarrar þjóðar, hverja s’t’jórnarhætti menn velja sér, heldur ber hinu vestræna stórveldi að meta slík mál „frá heims- pólitísku sjónarmiði". Og falli Bandáríkjunum ekki við skoðanir stjómarvalda í einhverju landi hafa þau rétf til að bægja fra hinum „staðbundnu“ sjónarmiðum með morðtækni nútímans, brjóta sjálfsákvörðunarrétt íbúanna á bak aftur með blóðbaði. Þessi kenning á vafalaust einnig. við um ísland að mati ritstjóra Morgunblaðsins, svo að ekki er örvænt um að þeir kunni síðar að fá að njóta sömu verndar og stéttarbræður þe’írra í Víetnam. gnginn efi er á því að kenning Morgunblaðsins er rétt skýring á árásarstríði Bandaríkjanna í Víetnarq. Þegar Víetnammenn höfðu gersigrað frönsku nýlenduherina 1954 var ákveðið með al- bjóðlegu samkomulagi að allir erlendir herir skyldu á brott úr landinu og það síðan sameinað í frjálsum kosningum. Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur skýrt frá því í endurm’inningum sínum að allir kunnugir hafi talið aö þjóðfrelsishreyfing- in undir forustu Ho Chi Minh myndi fá um 80% atkvæða í landinu öllu í slíkum kosningum. Það voru „staðbundin“ sjónarmið sem Bandaríkin gátu ekki fellt sig við, og því hófu þau íhlufun sína, korpu í veg fyrif kosningar og heyja nú einhverja grimmilegustu tortímingarsfyrjöld mannkynssög- unnar. gnda þótt ritstjórar Morgunblaðsíns Ha'fi þungar áhyggjur af því hversu illa Bandaríkjunum helzt á stuðningsmonnum sínum, geta þeir hugg- að sig við það að frá heimspólitísku sjónarmiði eru vopnin voldugri en lýðræðið, dauðinn öflugri en lífið. Frá því hefur nýlega verið skýrt í Banda- ríkjunum að nú hafi vísindamönnum tekizt að endurbæta bensínhlaupið til mikilla muna; hafi flugherinn nú þegar pantað 100 miljónir punda af þessum endurbætta lýðræðisvökva, enda sé notkun hans nú komin upp í 25'miljónir punda á mánuði. Endurbæturnar eru að sögn bandarískra blaða einkum fólgnar í stóraukinni viðloðun, svo að menn geti með engu móti hreinsað af sér þe'tta brennandi regn. heldur eigi vísan langvínnan og kvalafullan dauðdaga sem er einkar lofsverður „frá heimspólitísku sjónarmiði“. — m. Hafnarfjarðarbíé sýnir „Þögnina“ 1 gærkvöld hóf Hafnarfjarðarbíó að sýna cina umtöluðustu kvik- mynd sáðustu ára, „ÞÖGNINA‘‘ eftir sænska leikstjórann Ing- mar Bergmann. Um þessa mynd hefur sitthvað vcrið sagt til lofs og lasts í crlendum blöðum — hennar hefur áður verið get- ið nckkuð hér i Þjóðviljanum og verður það ekki endurtekið nú. Myndirnar- cru úr „Þögninni‘‘. Á þeirri efri sjiást aðalpersón- urnar, systurnar Ester (Ingrid Thulin) og Anna (Gunnel Lindblom). A neðri myndinni: Uppgjör systranna í herbergi ókunnugs manns (Birgir Malmsten). Grunnt er á því góða milli rikis og kirkju í Póllandi VARSJÁ 14/4 — í sambandi vící' ^atiðáhold kaþólskra í til- efni þúsund ára afmælis kristni- töku í Póllandi hafa deilur rík- is og kirkju blossað upp af nýrri heift. Málgagn pólska kommún- istaflokksins, Trybuna Ludu. veitist harðlega að Wyszynski kardínála í dag. Segir blaðið að rikið óski ekk; eftir illdeilum vig kirkjuna, en kardínálinn og stuðnjngsmenn hans innan kirkj- unn-ar vilji viðhalda miðalda- þröngsýni í trúmálum og ekki vjðurkenna aðskilnað ríkis ,og kirkju, sem sé þegar staðreynd í flestum siðmenntuðum löndum. Þá er kirkjan minnt á. að hún verði að fá leyfi yfirválda til útisamkoma sem verða margar í sambandi við hátíða- höldin. Ádeila stjórnarvalda á m.a. rætur sínar að rékja tii þess, að beim þykir að Wyszynski kardínáli hafi brugðizt pólskum hagsmunum með helzt til vin- samlegum ummælum í garð V- Þjóðverja og vafasömum sam- skiptum við vesturþýzka kirkju- höfðingja. Aðalfundur Meistarasamb. byggingamanna var haldinn í félagsheimili méistarafélaganna í Skipholti 70 laugardaginn 2. apríl s.l. Formaður sambandsins, Grím- ur Björnsson, pípud.m. setti fundinn og bauð fulltrúa vel- komna. Fundarstjóri var kjör- inn Guðmundur St. Gíslason, múrarameistari, og fundarritari Vilberg Guðmundsson, rafv.m. Þá fluttu formaður cg fram- kvæmdastjóri Meistarasamb. Otto Schopka, skýrslur um starfsemi sambandsins á síðast- liðnu starfsári. Kom fram í skýrslum þeirra, að starfsemi sambandsins fer stöðugt vax- andi og hefur þeið beitt sér í ýmsum málum er varða bygg- ingariðnaðinn í Reykjavík. Á fundinum var síðan rætt um ýmis hagsmúnamál bygg- ingamanna og ýmsar ályktanir gerðar. Aðalfundurinn fagnaði stofnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og leggur áherzlu á að starfsemi hennar verði efid sem mest og henni gert fært að ráða í sína þjón- ustu næga starfskrafta til þess að hún. verði byggingariðnað- inum að sem mestu gagni. Aðalfundurinn lýsti ánægju yfir eflingu Iðnlánasjóðs áund- anförnum árum og fagnarfram- komnu lagafrumvarpi á Alþingi um stóraukið framlag ríkissjóðs til sjóðsins. - Ennfremur lýsti fundurinn ánægju yfir örum vexti Iðnaðarbankans og hvatti byggingameistara til að beina viðskiptum sínum til bankans. Þá harmaði fundurinn, að nefnd sú er viðskiptamálaráð- herra skipaði í des. 1959 til þess að semja reglur um útboð og tilboð hefur enn ekki lokið störfum. Aðalfundurinn þakkaði iðnað- armálaráðherra fyrir góðar undirtektir við tilmæli Meist- arasambandsins um að fram- kvæmd verði rannsókn á bygg- ingarkostnaði hér á landi og samanburður gerður við bygg- ingarkostnað í nálægum lönd- um. Þá ítrekaði aðalfundurinn fyrri ályktanir sínar um að borgaryfirvöld Reykjavíkur- borgar gefi fulltrúum bygginga- meistara kost á að fylgjast með undirbúningi að skipulagningu nýrra borgarhverfa í Reykja- vík. Þá urðu nokkrar umræður á fundinum um fyrirætlanir um innflutning , verksmiðjufram- leiddra húsa og var samþykkt ályktun þess efnis, að innlend- um byggingariðnaði yrði gert kleift að byggja upp fyrirtæki sem geti framleitt hús og hús- hluta á sambærilegum grund- velli og fyrirtæki í nálægum löndum, og ennfremur að bæj- ar- og sveitarfélög skapi fyrir- tækjum í byggingariðnaði að- stöðu til þess að reisa hús £ stærri stíl en áður hefur tíðk- azt hér á landi. Grimur Bjarnason var endur- kjörinn formaður Meistarasam- bandsins, en aðrir í stjórn eru: Gíssur Sigurðsson, húsasm.m., Guðm. St. Gíslason, múraram., Kjartan Gíslason málarameist- ari, Finnur B. Kristjánsson, rafvirkjameistari og Einar Þór- varðsson, veggfóðrarameistari. Meistarasambandið hefur nú undanfarin ár haft samstarfvið Landssamband iðnaðarmanna um- skrifstofuhald og fram- kvæmdastjórn en mun flytja slfrifstofu sína í Skipholt 70 nú f vor og hefur Marinó Þorsteinsson, viðskiptafræðirigur verið ráðinn framkvæmdastjóri Meistarasambandsins frá þeim tíma. Þrjá ný lög samþykkt Mörg miál eru nú á dagsfcrá Alþingis dag hvern eins og jafn- an þegar H'ða tekur að þjnglok- um, en gert mun ráð fyrir að þinghaldinu verði lokig : úm næstu mánaðamót. Þrjú frumvörp voru afgreidd sem lög í fyrrad. Eitt þeirra var stór lagabálkur um fuglaveiðar og fuglafriðun. heildarlög um það efni. Hin voru breytingam- ar á lögum um Atvinnuleysis- tTyggingamar og um Iðnlána- sjóð, / Kjörin ný stjérn Skáksambands íslands Aðalfundur Skáksambands Is- lands var haldinn 7. apríl sl. í Hábæ. Kjörinn var forseti sam- bandsins Guðmundur Arason framkvæmdastjóri úr Taflfélagi Reykjavíkur. Aðrir í stjóm vom kjömir Jón Ingimarsson frá Taflfélagi Akureyrar, Hjálmar Þorsteinsson frá Taflfélagi Akra- ness, Guðbjartur Guðmundsson frá Taflfélagi Hreyfils og Guð- mundur Pálmason frá Taflfélagi Reykjavíkur. Til vara vom kosn- ir Páll G. Jónsson frá Taflfélagi Reykjavíkur, Guðmundur G. Þórarinsson frá Taflfélagi Rvík- ur og Helgi Jónsson frá Taflfé- lagi Akureyrar. Hinn nýkjörni forseti og fund- armenn allir þökkuðu fráfarandi stjóm, þeim Asgeir Þór Ásgeirs- syni, Baldri Pálmasyni, Þorvaldi Jóhannessyni. Eiði Gunnarssyni og Gísla Ísleifssyni góð störf í þágu skákhreyfingarinnar. Ljóðatónleikar í tilefni af 50 ára afmæli Karlakórsins Fóstbræðra í Austurbæjarbíói í dag, laug-- ardaginn 16. apríl 1966, kl. 15,00. Á EFNISSKRÁ M.A.: Lög eftir Mozart, Hándel og Hugo Wolf. Jón Þórarinsson: Of Love and Death. & L.v. Beethoven: An die ferne Geliebte. J. Brahms: Liebeslieder-valsar fyrir blandaðan kvarté'tt og tvö píanó. Söngvarar: Sieglinde Kahmann, sópran; Sigurveig Hjalfested, alt; Erlingur Vigfússon, tenór; Kristinn Hallsson, baryton og Sigurður Björnsson, tenór. Við hljóðfærið: Guðrún Kristinsdóftir, Ólafur Vignir Albertsson og Ragnar Björnsson. Aðgöngumiðar í bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og Vesturveri. KARLAKÓRim FÚSTBRÆÐUR ' Meistarasamband bygg- Ingamanna á alaSfimi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.