Þjóðviljinn - 16.04.1966, Qupperneq 6
§ SÍÐA — Þ'JÖÐVILJINN — Laugardagur 16. aprfl 1966.
• Þau fengu öskudagsverðlaun RK
• Myndina hér aö ofan fékk Þjóðviljinn senda frá Rauöa krossi
Islands og er hún af þremur ungum hjálparhellum Rauöa krpss-
ins, þeim Vilhjálmi Ragnarssyni, Kjartani Jónssyni og önnu Aö-
alsteinsdóttur, sem seldu langflest RK merki þetta árið og fengu
þvi öskudagsverðlaun Rauða kros,sins, fallega bók, að launum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi börn sikara fram úr í merkja-
sölunni. Þau Kjartan og Anna fengu öskudagsverðlaunin einnig
í fyrra og Vilhjálmur fékk þau nú í þriðja sinn. Rauði krossinn
þakkar öllum þeim fjölda barna sem ætíð hafa verið boðin og
búin að hjálpa félaginu.
• Lengi lifi
stakan!
• Undirtektir lesenda við yrk-
ingarnar hér á síðunni hafa
verið mjög ánægjulegar og
margir látið stökur og Ijóð
fylgja botnunum. Er greinilegt
að - þrátt fyrir allan atómkveð-
skap skipar stakan enn sinn
sess með þjóðinni og fjölmarg-
ir, bæði eldri og yngri valda
enn þeirri íþrótt að botna vísu.
Hér kemur botn og bréf frá
einum lesendanna:
„Það hefur löngum verið á-
rátta okkar Islendinga, að
hnoða í form ríms og stuðla
gremju okkar og gleði. En ætli
það sé ekki oftar gremjan,
sem knýr á svt> að menn yrkja
sér til bugarhægðar. En eins
og vera ber, fer þetta að mestu
í bréfakörfuna. Ekki skal rætt
■meira um þetta, en þakka ber
ykkur Þjóðviljamönnum fyrir
að halda uppi yrkingum, þó
að þið sjáið sennilega ekki
nema ca 1% af botnunum.
AL:
Samningsgerð um efnið ál
undirrituð var í gær,
kreppt og þrælkuð kotungs-
sál
kropið lægra aldrei fær.
En ber ekki að sæma leir
togann einni stöku? Hún gæ'
verið á þessa leið:
ÁLál:
Þjóð í forsjá þessa manns
þræðir stigu hála,
mun og íifa minning hans
meðan hryssur ála.
Tcg.
• Árangurslaust
• „ . . . Lengi mætti þylja, en
án árangurs. Þetta er ólýsan-
legt.“
(Endir á langri kvikmynda-
gagnrýni í Morgunblaðinu).
• Glettan
• 1 héraði einu í Sovétrikjun-
um er það talinn afskaplegur ó-
siður af konum að reykja.
Einu sinni kom bóndi nokkur
að konu sinni, hvar hún lá
uppi í rúmi við hliðina á karl-
manni. Bóndanum varð hverft
við og sagði með þjósti: Hvers
konar hegðun er þetta kona,
það endar meö því að þú ferð
að reykja!
• Gleðileikur
Sheridans
• Meðan Tónabíó býður okkur
að kynnast Henry Fielding í
kvikmynd Richardsons um
Tom Jpnes, flytur. útvarpið
höfuðverk annars oddvita
enskra bókmennta átjándu ald-
ar, Sheridans. Sheridan var
atkvæðamaður á ýmsum svið-
um, leikhússtjóri og stjórn-
málamaður, gott ef ekki ráð-
herra, en átti í ýmsu basli síð-
ari ár ævinnar: leikhús hans
brann, flokkur hans missti
völd og sjálfur lenti hann í
skuldafangelsi.
Leikritið „Mannskemmda-
skólinn“ er flutt á tveim kvöld-
um, enda er það saman ofið ú'r
tveim fyrri leikritum Sherid-
ans, sem aldrei voru léikin.
Verk þetta er talið bezta „siða-
kómedía“ síns tíma. Veitist
Sheridan þar óspart að slúðri,
hræsni og spillandi áhrifum
tízkulífs borganna — og hefur
sjálfsagt ekki haft sigur, því
miður. En að sjálfsögðu sigra
ágætar dyggðir í verkinu
sjálfu, eins og þá var siður.
Leikritið var frumflutt árið
1777.
13.00 Öskalög sjúklinga. Krist-
ín Anna Þórarinsdóttir kjmn-
ir Iögin.
14.30 I vikulokin. Þáttur undir
stjóm Jónasar Jónassonar.
16.10 Umferðarmál.
16.05 Jakob R. Möller stud. jur.
velur sér hljómplötur.
17.10 Jón Þór Hannesson og
Pétur Steingrímsson kynna
létt lög.
17.35 Tómstundaþáttur barna
og unglinga. Jón Pálsson
flytur.
18.00 Útvarpssaga bamanna:
Tatnar og Tóta.
18.35 Söngvar í léttum tón.
• Orð og leikur í síðasta sinn
• Tilraunaleikir Leikfélagsins, Orð og leikur, sem sýndir hafa
verið síðdegs á laugardögum, hlutu scm kunnugt cr mjög góða
dóma gagnrýnenda og hafa hlotið ágætar viðtökur lcikhúsgesta
nýstárlegu leíkir fluttjr í síðasta sinn núna í kvöld. —
nýstárlegu leikir fiuttir í síðasta sinn á laugardaginn kemur.
Myndin er af Gísla Ilalldórssyni í einum þáttanna: Leikur án
orða eftir Samúel Beckett.
20.00 Richard Tucker syngur
aríur úr óperum eftir Verdi.
20.20 Leikrit: „Mannskemmda-
skólinn‘‘, gamanleikur eftir
R. B. Sheridan. Þýðandi:
Ámi Guðnason. Leikstjóri:
Benedikt Ámason. Fyrri
hluti. Leikendur: Valur
Gfsíason, Herdís Þorvalds-
dóttir, Helgi Skúlaspn, Gunn-
ar Eyjólfsson, Þorsteinn ö.
Stephensen, Inga Þórðardótt-
ir, Kristín Anna Þórarims-
dóttir, Rúrik Haraldsson, Ró-
bert Arnfinnsson, Gísli Al-
freðsson, Lárus Pálsson,
Gestur Pálsson, Guðbjörg
! Þorbjamardóttir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskráriok.
•ó-v -i _ ;'á
GRÓÐUR-
REGN
FERÐASAGA FRÁ TÍBET .
Eftir STUART og ROMA GELDER
villast á skáldlegum tilfinning-
um og stjórnmálastefnu. Að
minnsta kosti virðist hann hafa
þekkt tíbezka stjórnendur bet-
ur en þeir þekktu sjálfa sig.
1 lýsingum sínum á atburð-
um þessara daga telur Dalai
Lama „þjóðina“ hafa risið upp
gegn aðgerðum undirbúnings-
nefndarinnar, sem hann var
íormaður fyrir, og hafi verið
heimtað að hún segði af sér.
En hann segir ekki nákvæmlega
til um það, hvað valdið hafi
reiði fólksins, né hvemig á-
nauðugir menn, sem aldrei
höfðu mátt kjósa né láta í ljós
stjórnmálaskoðun, hafi snúizt
við þessu.
Vafalaust hefur aðlinum, sem
öll tögl og hagldir hafði í land-
inu, þótt allar þjóðfélags- og
fjárhagsumbætur í landinu ó-
þarfar. Svo sem Dalai Lama
hefur ságt í riti sínu, ríkti léns-
skipulag í landinu utan klaustr-
anna. Þar var „mikil misskipt-
ing“ auðs manna á meðal, allt
frá hinum ríkasta landaðli til
hins fátækasta bónda.
Erfitt var, sagði hann, að
komast upp í hástéttina, en þó
var það ekki óhugsandi. T. d.
mátti aðla hermann fyrir frá-
bæra hreysti, og gefa honum
jarðir til eignar og erfða.
Þannig var það hin einavon
tíbezks manns um að bæta
kjör sín, að styrjöld yrði, svo
hann gæti unnið sér til fjár
og landa, svo fremi auðvitað,
að hann kæmist lífs af úr hild-
arleiknum. Dalai Lama minnt-
ist ekki á önnur tækifæri til
frama, en hann segir að efling
klaustranna hafi stutt lýðræði.
Samkvæmt orðum hans á end-
urholdgun Dalai Lama að hafa
verið þáttur í því, svo sem var
um þá bræður, hann og Thubt-
en Jigme Norbu, 'sem báðir
kusu að fæðast í fátækt, svo
sem þeir o£t höfðu gert áður.
Líkurnar til þess að bónda-
sonur í Tíbet gæti orðið Dalai
Lama voru næsta litlar eins og
gefur að skilja, eða álíka og að
vinna hæsta vinning í happ-
drætti þar sem hundruð þús-
unda keppa.
1 augum fjórtándu holdtekj-
unnar voru kjör tíbezku þjóð-
arinnar mjög áþekk því sem
gerist í öðrum löndum. Svo
skrifar hann rétt í sömu and-
ránni, að hann hafi í uppvext-
inum lítillar fræðslu notið um
nokkurt annað stjómarfar en
„okkar eigin“. En þegar Kín-
varjar komu var námi hans
ekki lokið. Og þó að hann segi
að fólkið hafi heimtað að und-
irbúningsnefndin væri lögð
niður, vegna þess að það hafi
65
veriö ánægt með hið gsmla
stjómarfar, segir hann í næstu
andrá að Tíbetar hafi tekið
lénsskipulaginu eins og sjálf-
sögðum hlut, og aldrei látið sér
detta I hug að annað stjórnar-
far væri til. (Leturbr. höf).
En þó að honum væri ókunn-
ugt um stjórnskipulag hinna
ýmsu landa, minntist hann
þess, þegar hann var kominn
til Indlands, að sér hafi blöskr-
að þegar hann þroskaðist að
sjá hve margt fór aflaga í
þjóðfélaginu í landinu. Mis-
skipting auðs var ekki í sam-
ræmi við kenningar Búddha, og
,,á þeim fáu árum sem mér
auðnaðist að halda um stjórn-
artauma í Tíbet, tókst mér að
koma á markverðum umbótum‘‘.
Hann bendir á að hann hafi
tilnefnt nefndir leikra og lærðra
til að athuga tillögur sínar um
umbætur. Þá vitum við það, að
það voru kínverskir kommún-
istar, sem ónýttu þjóðfélagsleg-
ar og efnahagslegar umbætur í
Tíbet af því að þeir vildusjálf-
ir ráða hvemig á málunum
væri haldið.
En hver voru þessi ár í
valdaskeiði Dalai Lama erhann
fékk stjórn sína og hátt setta
embættismenn til að koma á
betri skattalöggjöf og réttlátari
skiptingu jarða?
Þegar Kínverjar komu til Tí-
bet var hann ekki nema sex
ára. Landinu var stjómað af
ríki&stjóra. Þegar spurðist til
framrásar Kínverja var hann í
skyndi gerður að fullgildum
stjórnanda, en það hefði hann
ekki átt að verða fyrr en tveim-
ur árum síðar, en honum gafst
ekkert ráðrúm til að beitavöld-
um sínum áður en véfrétt rík-
isins ráðlagði honum að fara
til Yatung nálægt indversku
landamærunum, svo hann gæti
vippað sér yfir um þau í vernd
Nehms ef hætta sýndist vera
á ferðum. Þegar hann kom aft-
ur til Lhasa, var borgin her-
setin af kínversku herliði, og
emhættismenn, sem Kínverjar
höfðu skipað, teknir við og
samkvæmt orðum hans sjálfs
hafði hann engin raunveruleg
völd eftir það.
Enginn veit til þess að skýrsl-
ur séu til um umbætur gerðar
af honum á því tímabili, sem
leið milli þess er hann kom aft-
ur frá Yatung og þangað til
hann flýði til Indlands fyrir
fullt og allt. Og samkvæmt
framburði hans sjálfs var hon-
um meinað að gera nokkuð sem
máli skipti.
Ekki er það óhugsandi að
menn geti hegðað sér við það
að berja niður uppreisn áþekkt
þvi sem Dalai Lama lýsir, en
þetta segir hann að sér hafi
verið sagt. En við þörfnumst
engra yfirlýsinga frá Peking
um það að kínverski alþýðuher-
inn sé bezt agaður og fram-
ferði hans sé hið bezta sem
þekkist nokkursstaðar í veröld-
inni.
Þegar forseti herráðs Banda-
ríkjanna var að lýsa hinni sig-
ursælu baráttu hermanna komm-
únista við Japani, sagði hann
svo i bréfi til leyndarráðs al-
ríkisins:
„Þessi allshcrjarhervæðing
hefur því aðeins mátt takast, að
hún styðst við það sem jafn-
gildir fjárhagslegri, stjórnar
farslegri og þjóðfélagslegri
byltingu. I-Iún hefur bætt fjáv
hag bændanna, með því aö
lækka afborganir og rentur a!
lánum, með umbótum á skatta-
löggjöfinni, ðg góðri stjórn.
Hún hefur veitt þeim lýðræðis-
lega sjálfstjórn, stjórnmálalega
ábyrgðartilfinningu og vit-
neskju um réttindi sem þeim
ber. Hún hefur leyst þá undan
oki lénsskipulagsins, vakið
virðingu þeirra fyrir sjálfum
sér og sterka hneigð til sam-
vinnu starfshópa. Nú hefur al-
þýéan í fyrsta sinn nokkuð að
berjast fyrir.“
Róbert Ford, sem var í fang-
elsi hjá Kínverjum í Tíbet !
fjögur ár án dóms og laga ætti
ekki að vera líklegur til að vera
kommúnistum vinsamlegur. En
samt segir hann að þeir hafi
ekki rænt klaustur. Þeir vildu
gera það öllum Ijóst, að þeir
ætluðu ekki að ofsækja trúar-
brögðin né tíbezka alþýðu,
enda hafi þeir komið óaðfinn-
anlega fram við fólkið.
Þrátt fyrir það að gífurlega
aðflutninga þurfti hernum til
handa, segir hann, lifði herinn
ekki á því sem landið gaf af
sér. Þeir höfðu með sér forða
til einnar viku. Þeim var
stranglega fyrirskipað að virða
mannhelgi hvers manns, og
eignir, og reyna að vingast við
fólkið „með öllum tiltækum
ráðum“. Bræðralag var grunn-
tónn alls framferðis þeirra, og
enginn kínverskur her, sem í
landið hafði komið, hafði nokkru
sinni hegðað sér jafn vel oe
þessi.
Engar fuilgildar sannanir.
Þegar Kínverjar urðu þess
ce.,,5.1 nKneskja er úr skíra
gulli og stendur á stalli í einni
af fjölmörgum vistarverum
Tashi-Lhunpe klaustursins í
Tíbet.
varir að Dalai Lama var far-
inn, reyndu þeir ekki að elta
hann. Þeir vissu að hann
mundi ekki komast nema eina
leið — til Indlands. Allir
þekktu þessa leið. sem hann
hlaut að fara ríðandi. Enginn
vandi hefði verið að ráðast á
þetta ferðafólk, en í hópnum
voru móðir hans, ýmsir gamlir
menn og böm, sem líklega
mundi ekki allt vera vant að
sií.ia á hesti sízt um slíka tor-
færa óraleið. Enda voru hafð-
ar gætur á ferðafólki þessu úr