Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 6
/ g SIÐA — ÞJOÐVILJINN —' Fimmtudagur 21. apríl 1966 Bergsteinn Á. Bergsteinsson fiskmatsstjóri: Um hreinlæti við mat vælaframleiðslu o. fl. Undanfama daga hafa birzt í ýmsum dagblöðum Reykjavík- ur greinar um hreinlæti og um- gengni á veitingastöðum og við matvælaframleiðslu almennt. Eftir lýsingar á framansögðu málefni í ýmsum þessara greina, væri eðlileg spurning hvaða ráðstafanir hefðu verið í gangi undanfarið t.d. við hina ýmsu matvælaframleiðslu, sem tryggja ætti sjálfsagðar ráðstaf- anir um hreinlæti. f einu dagblaðanna kom fram frásögn um, að nú væri klór blandað í vatn, sem notað er við fiskvinnslu í hraðfrysthús- um, og einnig að þar væru notaðar pappírshandþurrkur í stað tauhandklæða. Þetta er rétt, en ég vildi í þessu sam- bandi upplýsa nánar, að notk- un þessara hreinlætisráðstafana í hraðfrysthúsum er lögboðin með fyrirmælum frá Fiskmati ríkisins, útg. 23. des. 1963. Frá þessu er aðeins skýrt hér til þess að upplýsa, að um þessi atriði hafa verið og eru opinberar ráðstafanir.' Hins vegar er þetta ekki upp- lýst í þeim tilgangi að telja slíkt allra meina bót í þessum efnum. Hreinlæti er aðalsmerki menningarþjóða Frá sjónarmiði þeirra er meira eða minna hafa ferðazt erlendis og kynnt sér matvæla- framleiðslu eða gistihúsamál svo eitthvað sé nefnt, mun það ekki orka tvímælis, að menn- ingarþjóðir telja almennt hréin- iæti eitt af sjálfsögðum skyld- um þjóðfélagsins og þegna þess. Einkum ber að líta svo á, að þjóðir, sem t.d. byggja af- komu sína mikið á framleiðslu matvæla eða þjónustu við er- lenda ferðamenn, eigi þar mik- illar ábyrgðar að gæta. Það hefur einmitt komið fram, að eitt af mestu erfiðleikum í aðstoð við svokölluð þróunar- ríki er a6 ráða bót á alda- gömlum venjum í sambandi við óþrifnað. Þörf samstilltra endurbóta Hér er um mikið mál að ræða, sem ekki er unnt að gera fullkomin skil í stuttri grein. Hins vegar mætti benda á ýms- ar ráðstafanir, sem ættu að vera sjálfsagðar án þess að velta málinu lengi fyrir sér. Ég vil í þessu sambandi minnast á nokkrar ráðstafanir er telja má sjálfsagðar. A. Það orkar tvímælis, að papþlrshandþurrkur skammt- aðar úr þar til gerðum áhöld- um, hafa hvað hreinlæti snertir aigera yfirburði yfir tauhandklæði. Einstök tau- handklæði eru óhrein eftir að hafa verið notuð einu sinni. Tauhandklæði á rúllum eru heldur ekki örugg að því leyti að alls ekki er úti- lokað að tveir eða fleiri þurrkl sér á sama skammti, t.d. á fjölmennum veitinga- stöðum eða vinnustöðum. Pappírshandþurrkur fyrir starfsfólk og gesti ætti því að fyrirskipa a.m.k. á eftir- töldum stöðum: 1. Við alla matvælafram- leiðslu hverju nafni er nefn- ist. 2. í öllum eldhúsum veit- ingastaða, hótela og hvers konar staða er framreiða matar- eða drykkjarvörur til neyzlu. 3. 1 öllum matvöruverzl- unum, mjólkur- og brauð- búðum. 4. I öllum skólum og sam- komustöðum. Klæðnaður verkafólks. Hreinn klæðnaður og höf- uðbúnaður verkafólks við matvælaframleiðslu er nauð- syn. Það veldur fniklum erfið- leikum í þessu sambandi hér á landi, hvað fólk skiptir oft um störf. Varla er önnur lausn á þessu en framleiðslufyrirtæk- in leggi verkafólki til hæfan klæðnað é vinnustað og væru fyrirtækin ábyrg á því sviði. C. Á snyrtiherbergjum allra vinnustaða er framleiða mat- væli þarf að yera sérstakur eftirlitsmaður er lítur eftir allri umgengni starfsfólks, m.a. því að fólk þvoi sér um hendur. Fljótandi sápulögur í föst- um áhöldum er nauðsyn'. Sama ætti að gilda um alla veitingastaði, skóla og sam- komustaði. D. Þá þurfa að vera lögboðnar vatnsrannsóknir alls staðar, hvort um er að ræða vatn til notkunar við matvæla- framleiðslu, eða vegna al- mennrar neyzlu. E. Til þess að unnt sé að krefj- ast hreinlætis af starfsfólki í. matvælaiðnaði og annars staðar þarf strangar kröfur um að t.d. snyrtiherbérgi og öll aðstaða á vinnustað sé i fullkomnu lagi. F. Ef það er. ekki nú þegar í skólum landsins, ætti aðgera t að skyldunámsgrein kepnslu í hreinlæti við meðferð mat- væla á vinnustöðum og ann- ars staðar. Sérstök allsherjar löggjöf í þessum efnum er tímabær en um leið þarf að gera sér Ijóst, að_slík löggjöf er ekki mikils virði, nema að hún sé skynsam- leg og örugglega séð fyrir fram- kvæmd hennar. GLEÐILEGT 5UMAR! FACO, Laugavegi 37. bifrciðastöð vora í nýjum husakynnum við Reykjavíkurveg 58 við Hafnarfjörð Jafnframt verður opnuð benzínafgreiðsla og greiðasala, þar sem á boðstólum verður: ,,Sheir' benzín og smurningsolíur Ýmsar aðrar bifreiðavörur Margs konar vistir afgreiddar beint í bifreiðir Öl, Gosdrykkir, Tóbak og margt fleira BIFREIÐASTÖÐ HAFNARFJARÐAR Sími 51666 EF ÞÉR VIUIÐ KAUPA GÓÐAN BÍL FYRIR LÍTINN PENING, ÞÁ KYNNIÐ YÐUR TRABANT 601. EFTIRFARANDI UMMÆLI SÝNA LJÓSLEGA HVERS AF BÍLNUM MÁ VÆNTA Gunnar Júlíusson, vélvirki, keyrði og keypti fyrstur hérlendis Trabant 601 station, en hann átti áður Trabant 600. Hann segir: Glæsilegri 4ra manna bíl hefur ekki verið ekið um götur borgarinnar. Hann er mjög vandaður að öllum frágangi, sérstaklega góður í gang, þó að frost sé, en það tel ég mjög mikið atriði fyrir menn sem þurfa að mæta til vinnu sinnar á réttum tíma. Góðir aksturshæfileikar í snjó og hálku, og á vondum vegum, sem að mínu áliti er tvímælalaust framhjóladrifinu að þakka. Hvaða bíl er hægt að fá með þessum eiginleikum? Svarið er TRABANT 601. Henry C. Hackert, amerískur rafvirki með 25 ára reynslu í akstri segir: Ég álít beztú kaupin í þessum bíl af öllum smábílum sem fáanlegir eru á íslandi. Vegna verðs- Ins. Veg-na þess hversu rúmgóður hann er. Vegna heildarútlits. Vegna öryggis í akstri, sem þakka ber framhjóladrifi og léttleika yíirbyggingarinnar. Ég hef keyrt næstum því allar aðrar gerðir bíla, stórar sem smáar og^ enginn annar er sambærilegur hvað snertir lítinn benzín og viðhaldskostnað. — í raun og veru hef ég ekið þessum bíl mjög ó- þyrmilega um 10.000 km vegalengd og ekki eytt einni krónu í viðgerðir! Stálgrindahús kl*;tt Duroplasti. — Framhjóladrif. — Frábærir aksturseiginleikar. — Bremsur á alla gíra. — Loftkæld vél, frostlögur óþarfur. — Sparneytinn. _ Kraft- mikill. — Hefir góða miðstöð. — Sjálfstilltar bremsur. Mjög rúmgóður og bjartur. — Asymmetrisk Ijós o.m.fU VJerðið er ótrúlega lágt, þó er innifalið í því 2 yfirferðir á bílnum eftir 1000 og 2500 kílómetra akstur. Sýning-arbílar jafnan til staðar, komið og rannsakið, hringið eða skrifið og kynnizt kostum TRAB4NT 601. Einkaumboð: Ingvar Helgason Tryggvagötu 8, Reykjavík — Símar 19655 — 18510. TRABANT 601 — TRABANT 601 — TRABANT 601 — fólksbíil fólksbíll Hycomat station kr. 91.340,00 kr. 99.160,00 kr. 99.280,00 Söluumboð: Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3, Reykjavík — Símar 20070 —. 19032. JiMttÚM L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.