Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 21. apríl 1966 — 31. árgangur — 89. tölublað. Tvö blöð i dag — átta og tálf síður — Blaðl Neitað var um þjóðaratkvœði Þingmenn SjálfsfœcSisflokksins og AlþýSuflokksins jborSu ekki aS láfa þjáSina dœma um alúminsamningana □ Tuttugu og einn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins felldu á Alþingi í gær tillöguna um áð alúmínsamningarnir yrðu bornir undir þjóðaratkvæðagreiðslu. □ Átján þingmenn Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins í neðri deild greiddu atkvæði með tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn Framsóknarþingmaður skarst úr leik, greiddi ekki atkvæði. Þessir alþingismenn felldu' tillöguna um þjóðaratkvæða- greiðslu: Sverrir Júlíusson, Axel Jóns- son, Benedikt Gröndal. Birgir Finnsson, Bjarni Benediktsson. Davíð Olafsson, Emil Jónsson, Sigfús Johnsen, Gunnar Gísla- son Gylfi Þ. Gíslason, Ingólfur Jónsson. Jóhann Hafstein,. Jón- as Pétursson, Jónas G Rafnar, Matthías Bjarnason. Matthías Á. Mathiesen,. Óskar Levy, Pétur Sigurðsson, Sigurður Ágústsson. Sigurður Ingjmundarson. Sig- urður Bjamason Listi AEisviubanda- lagsins á Siglufirði Listi Alþýðubandalassins við .9. bæjarstjórnarkosningarnar á Siglufirðj í vor hefur verið lagð- 10, ur fram og er skipaður eftir- töldum mönnum: j 11. 1. Benedikt, Sigurðsson kennari 12. 2. Kolbeinn Friðbjamarson 13 stöðvarstjórj 3. Þóroddur Guðmundsson framkvæmdastjóri 4. Hannes Baldvinsson síldar- matsmaður 5. Valey Jónasdóttir kennari 6. Óskar ,Garibaldason formað- I ur Verkalýðsfélagsins Vöku I 17. 7 Hinrik Aðalsteinsson kennari | 8. Kristján Sigtryggsson hús- í 18. gagnasmiður , 14. 15. 16. Guðrún Albertsdóttir vara- formaður Verkalýðsfél. Vöku Þórhallur Björnsson verzl- unarstjóri Ragnar Arnalds alþingism. Jón -Gíslason verkamaður. Einar M. Albertsson póst- maður Halldór Þorleifsson verka- maðu'r Jósafat Sigurðsson verzlun- armaður Kristín Pálsdóttir hjúkrun- arkona Páll Ásgrímsson verzlunar- maður Þorvaldur Þorleifsson verka- maður. . Þessir alþingisrmenn greiddu atkvæ'ði me'ð tillögunni: Sigurvin Einarsson, Jón Kjart- ansson, Þórarinn Þóravinsson, Ágúst Þorvaldsson, Björn Fr. Bjömsson. Eðvarð Sigurðsson, Einar Ágústsson, Einar Olgeirs- son, Eysteinn Jónsson, Geir Gunnarsson, Gísli Guðmundsson. Vilh.iálmur Hjálmarsson, Halldór E. Sigurðsson, Hannibal Valdi- marsson, Ingvcv Guðjónsson. Jón Skaftason, Lúðvík Jóseps- j son. Ragnar Arnalds. Björn Pálsson greiddi ekki atkvæði. ★ Frávísunardagskrá felld, 21:19 Rökstudda dagskráin sem I Framsóknarmenn fluttu var felld meg 21:19 atkvæðum og greiddu atkvæði með henni allir þing- j menn Alþýðubandalagsins og j Framsóknar í neðrj deild en \ allir þingmenn Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksihs á móti, Einn Framsóknarþingmað- ur, Björn Pálsson, bar þó fram afsökun í greinargerð fyrir því að hann vaeri með frávísunartil- lögu fiokk-s síns. ★ Tveir Framsóknarmenn heykjast Við atkvæðagreiðslu um 1. gr. frumvarpsjns urðu úrslitjn 21 á móti 17. Tveir Framsókn- arþingmenn sátu hjá, en að öðru leyti skiptust atkvæðin alveg eftir flokkum. Annar þingmanna Framsókn- arflokksins, sem skar sig þannig úr var Jón Skaítason. Gerði hann þá grein fyrir afstöðu sinni að þó hann teldi ýmislegt at- hugavert við samningana við Swiss Aluminium. teldi hann að rekstur alúmínbræðslu í Straumsvik. yrði frekar til ,hags- bóta þjóðinni og þá einkum því kjördæmi sem hún væri staðsett í,. Hinn var Bjöm Pálsson, og Fr-amhald á 3. síðu. DIMISSION DIMISSION var í menntaskól- anum í gær: 6-bekkingar kvöddu skólann og hófu upp- lestrarfrí fyrir stúdentsprófin. Athöfnin hófst á sal um kl. II í gærmorgun, kvaddi þá inspektor kennara og skóla- systkin fyrir hönd bekkjar- systkina sinna og afhenti að lokum nýkjörnum inspektor veldissprota. Síðan hófust kveðjur o.g hróp utandyra og að lokum fóru dimittentar á heyvögrtum um bæinn og heimsóttu kennara sína. 1 gærkvöld skemmtu þeir sér síðan í Klúbbnum. MYNDINA hér að ofan tók ljós- myndari Þjóðviljans, A.K. , þegar 6-bekkingar gengu nið- ur skólabrúna undir fánum bekkjardeildanna. ÆFR Kaffikvöld kl. 8,30 í Tjarnar- götu 20 í kvöld, sumardaginn fyrsta. Fjölmennið og takiðmeð ykkur gesti. Pompidou ræðst heiftarlega gegn stefnu Bandaríkjanna Franska stjórnin felldi með yfirgnæfandi meirihluta vantraust á stjórnina vegna Nato-ákvarðana de Gaulle Frumvarp um stjórnarskrár- breytingu flutt á Alþingi Ð Tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Einar Olgeirsson og Ragnar Arnalds, flytja á Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Leggja flutningsmenn til í greinargerð að skipuð verði stjórnarskrárnefnd með þátttöku allra flokka til þess að athuga þær breytingar sem felast í frumvarp- inu og aðrar fyrir næsta þing, svo kom- ið verði á félagslegum og lýðræðisleg- um umbótum á stiórnarskrá landsins fyrir kosningarnar 1967. D í ákvajðum frumvarpsins er m.a. fjallað um kosningaaldur, ný og gagn- merk ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu, um eignarrétt á óbyggðum landsins, um að fslendingar einir megi eiga fasteignir og náttúruauðæfi á ís- landi, um skráningu og aukningu fé- lagslegra réttinda í stjórnarskrána, og að á íslandi megi aldrei lögleiða her- skyldu og ísland skuli vera friðlýst land. ■ Þessar athyglisverðu tillögur um breytingar á stjórnarskrá landsins verða kynntar hér í blaðinu á næst- unni. PARÍS 20/4 — Franska þjóðþingið felldi síðdegis í dag með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um vantraust á rík- isstjórn de Gaulle vegna þeirrar ákvörðunar hennar að hætta hernaðarsamstarfi við önnur ríki- Atlanzhafsbanda- lagsins. Áður en atkvæði voru greidd hafði Pompidou forsætisráðherra varið gerðir stjórnarinnar og um leið ráðizt af heift á Bandaríkjastjórn. Vantrauststillagan sem Guy Mollet og aðrir leiðtogar úr flokkum stjórnarandstöðunnar höfðu flutt var felld með 345 atkvæðum gegn 137. Þegar Wal- deck Rochet, formaður kommún- ista, lýsti því yfir á þingi í gær að þingmenn þein-a (41 talsins) myndu ekki greiða atkvæði með vantrauststillögunni enda þótt þeir væru andvígir stefnu ríkis- stjórnarinnar í öðrum málum, varð Ijóst að ekki kom til greina að vantrauststillagan yrði sam- þykkt. Það kemur þó á óvart hve mikill meirihluti þingsins lýsti samþykki sínu við stefnu de Gaulle gagnvart Nató. Á franska þinginu eiga sæti 482 þingmenn. Ríkisstjórnin hef- ur hreinan meirihluta á þingi, styðst við 233 þingmenn flokks gaulljsta (UNR) og 36 íhaldsþing- menn (Óháða lýðveldissinna) sem nú lúta leiðsögn Giscard d‘Est- aing, fyrrverandi fjármálaráð- herra. Gaullistar eru einir sér í minnihluta á þingi og einu líkumar til þess að vantrausts- tillagan yrði samþykkt voru þær að íhaldsmenn sem hann styðja að jafnaði myndu af hollustu við Nató skerast úr leik í þetta sinn. Eins og ráða má af úrslitum atkvæðagreiðslunnar fer því fjarri að svo hafi verið. Það er ekki aðeins að allt stjórnarliðið hafi greitt atkvæði gegn van- traustinu og þingmenn kommún- ista einnig, heldur hefur álitlegur hópur þingmanna úr vinstri- og miðflokkunum líka lýst sam- þykki sínu við stefnu de Gaulle gagnvart Nató. Framhald á 3. síðu. Listi vinstri manna / Ólafsfirði birtur í gær var lagður fram lísti vinstri manna á Ólafsfirði við bæjarstjórnarkosningarnar þar í vor og standa að honum Al- þýðubandalagsmenn os Fram- sóknarmenn eins og við siðustu kosningar. . Listinn er þannig skipaður, en bæjarfulltvúar eru aðeins 7 á Ólafsfirði: 1. Ármann Þórðarson kaupfé- lagsstjóri. 2. Bragi Halldórsson gjaldkeri. 3. Stefán Ólafsson múrara- meistari. 4. Svejnn Jóhannesson verzlun- armaður. 5. Nývarð Ólfjörð bóndi. 6. Líney Jónasdóttir húsfrú 7. Rósa Helgadóttir húsfrú. 8. Halldór Kristinsson útgerð- armaður. 9. Gunnlau-gur Magnússon trésmíðameistari. 10. Magnús Magnússon tónlistar- kennari. 11. Gunnar Eiríksson bóndi. 12. Páll Guðmundsson verka- maður. 13. Ingvj Guðmundsson verka- maður. 14. Hrafn Ragnarsson skipstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.