Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 10
10 SlÐA' — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 21. aprÖ Í968 H um fáein orð við hinn kvenholla Clegg. Og hafið engar áhyggjur. Hann skal ekki gruna að þér hafið sagt eitt einasta orð, því lofa ég. Ég fylgdi þeim til dyra. Þegar þeir voru komnir hálfa leið nið- ur að hliði, stanzaði íyon. sagði eitthvað við Barrows og kom síðan einn til baka. Hann var með sitt blíðasta bros. — Ég vona að yður hafi ekki sárnað það sem ég sagði um kennjngar, Carstairs. Ég fullvisáaði hann um að svo væri ekki og hann hikaði, leit til Barrows, sem var í þann veg- inn að stíga upp í bílinn. — Okkar á milli sagt — ég kaeri mig auðvitað ekki um að það fari lengra eins og þér skilj- ið — en málið gegn Houston virðist vera að liðast í sundur, og ég stend eiginlega eftir jafn- nær. Og nú leita ég tjl yðar — hafið þér nokkrar sennilegar til- gátur handa mér? Ég varð svo undrandi — og upp með mér — að mér varð brðfall í bili, og Lyon bætti við næstum auðmjúkur: — Þér þekkið þetta fólk svo vel. Setjum nú svo að majórinn hafi hreinan skjpld og peninga- j þjófnaðurinn sé ekki tekinn með 1 í reikninginn. hvem álitið þér þá ! líklegastan til að hafa komið Massey fyrir kattamef? - j Án þess að hika sagði ég það >sem hafði verið ofarlega í huga mér dögum saman. Brand, full- trúi. Ég hef verið þéirrar skoð- unar síðan líkumar minnkuðu fyrir sekt majórsins. Auðnaráð hans varð alvarlegt og hann kinkaði kolli með hægð. — Gamla sagan um cherchez .lí- femnic. ha? Hm. Þetta er at- athyglisvert. Hann var mjög hugsi en svo hýmaði yfir hon- um. Já, það má íhuga þetta. Og ég held við heilsum ekki upp á Clegg eins og sakir standa. Ég þarf að tala aftur við Forbeson og það er bezt við gerum það fyrst. Mynduð þér vilja koma með okkur? Við gætum borðað hádegisverð í bænum. Ef þér hafið rétt fyrir yður um Clegg, þá er bezt þér séuð sem minnst einn héma. Ég sagðist gjarnan vilja fara með honum, og hann beið meðan ég skipti um föt. Mér er vel ljóst að sú ágizkun mín að Brand læknir hefði mest- an ávinning af dauða Masseys, gæti virzt bera keim af illgirni og afbrýðisemi. En það var ekki orsökin einvörðungu. Þetta var rökrétt hugsun. Og satt að segja var ég hreykinn af þessari á- lyktun minni. I fyrsta lagi hafði ég aðeins Hárfireiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oo Dódó Laugavegi 18 TI! hæð Clyfta) SlMT 24-6-16. PERMA Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Garðsenda 21. StMI 33-968. D Ö M U B * Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamarg"tu 10 Vonarstrætis- megin — Simi J4-6-62. Hároreiðslustola Austurhæjar Maria Guðmundsdóttjr Laugavegi 13 Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. morð Masseys í huga. I fyrstu hafði mér virzt Houston líkleg- asti sökudólgurinn og ég held það hafi verið ofureðlilegt. 1 fyrsta lagi var það eldspýtu- stokkurinn. Svo var þessi ósenni- lega saga um stefnumót, sem hann gat eða vildi ekki fá staðfest. Að vísu hafði ekki enn verið gefin fullnægjandi skýring á eldspýtustokknum — ef til vill vegna þess að Lyon virtist ekki telja fund hans skipta miklu máli — en ég var farinn að á- líta að þetta væri ekki nóg. Nú var komin skýring á næturferða- laginu og sá sem skýringuna gaf hafði ekkert að vinna en öllu að tapa með framburði sínum. Ég efaðist alls ekki um að majórinn myndi staðfesta allt sem við höfðum fengið að heyra. þegar Lypn sýndi honum fram á að ekki væri þörf á frekari leynd. Að Houston frátöldum voru þá eftir Davíð, Jennifer, Clegg, Anna ef til vill Forbeson og loks Brand. Af ýmsum ástæð- um gat ég ekki séð hvemig hægt væri að gruna þau fimm fyrst- töldu með hliðsjón af þeim upp- lýsingum sem fyrir hendi voru. Ég mun ekki fara út í þær upp- lýsingar núna, vegna þess að Ly- on var alveg á sama máli. þegar hann gekk endanlega frá mál- inu, eins og þið munið fá að sjá. Það er að segja: hann gaf sömu skýringamar í öllum tilfellun- um nema einu. En um Brand gegndi allt öðru máli. Astæðumar voru margar. Dauði Masseys yrði til þess að hann fengi Önnu og mikinn auð í þokkabót. Ég gat ekki gefið neina skýringu á þvi að hann hefði stolið peningunum úr kassanum. nema það hefði verið gert til að villa fyrir. Og tæki- færið hafði hann haft. Hann þekkti venjur Masseys. Hann þekkti einnig mínar venjur, svo að hann hefði getað gengið að þvi vísu að Massey væri einn eftir klukkan tíu. Hann hefði hæglega getað komið inn í húsið og farig jnn um gluggann eftir ag Anna skildj við hann. Þá hefðj að vísu verið orðið framorðið og trúlega hefði Massey verið kominn í rúmið. Umsögn Brands sem læknis um það, að morðið hefði ekki getað verið framið annars staðar en í stólnum, var ef til vill ekki mik- ils virði. Ef til vill hefði leik- maður ekki getað gert það, en væri það miklum erfiðleikum bundið fyrir lækni? Nei, ég endurtek þáð, þetta var ekki eintóm illgirni, þótt ég verði að játa að ég hafði enga ástæðu til að elska manninn. Mér þótti þetta líkleg kenning, byggð á skynsamlegum rökum, og ég var feginn því að fá tækifæri til að gefa Lyon þessa vísbend- ingu. Það kæmi síðar í ljós hvern- ig hann notfærði sér hana. Ég hefði heldur viljað að Barrows vissi um þetta líka, en eflaust myndi Lyon segja honum það og eigna sér heiðurinn. Það skipti ekki miklu máli. Hann varð auðvitað fyrst og fremst að hugsa um starf sitt. Allt þetta flaug gegnum huga mér meðan ég skipti um föt í flýti, og ég velti líka fyrir mér hvaða hlutverkí Forbeson hafð! að gegna á ný. Þegar ég kom f bílinn til þeirra minntust þeir ekkert á það, svo að ég leiddi talið að málinu með því að segja Lyon að Forþeson hefði komið að 'finna Önnu í gær. Hann vjrt- ist ekki hafa sérstakan áhuga á því og fór að tala um eitthvað annað. Eiginlega var erfitt að fá hann til að tala um morðmálið. Þótt ég spyrði einhvers, svaraði hann út í hött, svo að ég ífafst upp. Mér fannst hann satt að segja vera jafn nær, eis og hann hafði sjálfur komizt að orði. Við komum að skrifstofu For- besons lokaðri, en á dyrunum var miði, sem á var letrað „Kem aftur kl. 1,30“. Sennilega hafði hann farið heim til hádegisverð- ar .— hann átti heimá við hinn endann á aðalgötunni. — Ég hefði ekkert á móti því að fá mér nokkra bjóra fyrst. Ég þorna alveg upp í þessum hita. Við fengum okkur að drekka og fórum síðan inn að þorða. Eins og í hitt skiptið voru sam- ræðumar notalegar og óformleg- ar, en Lyon •virtist viðutan. Mér datt í hug, að hann hefði ef til vill meiri áhyggjur en hannhirti um að viðurkenna. Við sáum skrifstofu Forbesons út um gluggann á veitingasaln- um, og við fórum þangað yfirum strax og hann birtist. Hann heilsaði okkur hressilega, en honum tókst þó ekki að dylja taugaóstyrk sinn. Þótt brosið væri breitt, var honum sýnilega órótt. — Gleður mig að sjá ykkur aftur, herrar mínir. Gleður mig. Fáið ykkur sæti. Hann þurrkaði af sér brosið og hélt áfram: — Þetta voru svei mér ljótap fréttir af honum Houston gamla. Alveg furðulegar, Að hugsa sér að sá gamli skuli vera flæktur í svona lagað. Uss, uss, uss. — Ég er hræddur um að blöð- in hafi látið gamminn geisa og gert frásögnina villandi. Það ÚTBOÐ Síldarverksmiðjur ríkisins leita tilboða í mjölhús byggingu og undirstöðubyggingu síldargeymis, ■ á Seyðisfirði. Útboðsgagna má vitja á Verkfræðiskrifstofu Sig- urðar Thoroddsen, Miklubraut 34, Reykjavík gegn kr. 1.000,00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 2. maí 1966 kl. 16.30 hjá Síldar- yerksmiðju ríkisins, Suðurlandsbraut 6, Reykja- vík. Síldarverksmiðjur ríkisins. Blaðadreif ing Blaðburðarfólk óskast strax til að bera blaðið til kaupenda við Laufásveg — Hverfisgötu — Hringbraut - og Hlíðarvegshverfi í Kópavogi. ÞJÓÐVILJINN sími 17500. þóröur 4734 __Eddy hefur byssuna tilbúna. Hann veit nákvæmlega á betur!“ — Ibn Sakkras skelfur af hræðsiu. — Getum .... get- hvað hann á að miða .......... Benzíntankurinn er viðkvæmasti um við stokkið? Flugmaðurinn hristir höfuðið. — Við erum punktur flugvéiarinnar. — Bang! Þegar má eygja svarta reyk- alltof iágt .... Rett yíir vatninu ............ Falihlífarnar myndu rönd. „Gott, félagi“ kallar Þórður, „þú hefðir ekki getað hitt ekki opnast .... Við verðum að reyna að lenda á sjónum............ Danskir sjóHBajakkar Leðurjakkar — buxur og peysur Góðar, ódýrar vörur. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)\ LEÐURJAKKAR á stúlkur og drengi. — Loðfóðraðir rú- skinnsjakkar — Ódýrar lopapeysur. Leðurverkstæðið Bröttugötu 3 A. —• Sími 24678. Skrifstofumaður óskasí í bókhalds- og launadeild. SKIPAUIGCRB RIKISINS VORUTRYGGINGAR HEIMIR TRYGGlR VÖRUR UM ALLAN HEIM TRYGGINGAFÉLAGIÐ heimir^ LINPARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • StMI 22122 — 21260 ROOUGLER kallar hann. Flestar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðaflokkar MARS TRADING CO. H.F. KLAPPARSTIGÍ20 SIMI 17373 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.