Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 12
Almenn reiði yfir fiskhækkuninni — rætt við reykvískar húsmæður um sumarglaðning ríkisstjórnarinnar □ Ríkisst'jórnin sendi landsmönnum sumarglaðninginn um síðustu helgi: stórfelldustu verðhækkun sem um getur á algengustu néyzluvöru almennings, fiski. Nemur hækkunin á fiskverðinu frá 37% upp í 79%. □ Fiskurinn hefur nú verið seldur á hækkaða verðinu í þrjá daga og er mikill óánægjukurr í fólki, enda fiskur sú matvara sem allir hafa getað veitt sér hingað til og margar fjölskyldur hafa á borðum fimm til sex sinnum í viku, bæði af því að fiskur er næringarrík og holl fæða og þá ekki síður vegna verðlags á kjöti og kjötvörum. □ Það er ekki lítill munur að borga í dag tólf og fimm- tíu fyrir þorskkílóið sem kostaði sjö krónur á laug- ardaginn og er það þó ódýrasta fisktegundin. Og eiga svo þar á ofan að kaupa smjörlíkið til að bræða út á fyrir kr. 35,30 í stað 24 króna áður. i Þáóðviljinn átti í gær viðtöl við nokkrar húsmæður hér í Reykjavík um nýja fiskverðið ög var það einróma álit þeirra, að nú gengi þessi verðhækkunaralda ekki leng- ur, þessi síðasta og versta hækkun væri til að kóróna Fyrri afglöp ríkisstjórnarinnar. Sextíu krónur í máltíðina Sigríður Guðlaugsd., Hraun- braut 4 Kópavogi sagði: — Mér finnst þetta ýfir- gengilegt brjálæði og svona getur ekki gengið lengur. Ég er nú með átta manns íheim- ili, sex stráka Qg okkur hjón- in og bara fiskurinn kostar orðið 55 til 60 kr, j máltíð- ina. Áður keypti ég fisk í matinn fyrir 30—35 krónur. Þegar maður notar svo smjör- líki til að steikja í er þetta bara orðið eins dýrt og kjöt- máltíð. Ég hef venjulega kjöt á sunnudögum og eitthvað kjötkyns fyrir utan það í miðri viku, en annars alltaf fisk, eitthvert fiskmeti, nú og ekki lækkar fiskfarsið líklega þegar fiskurinn sjálfur hækk- ar! Það er rétt hjá Sigríði, fisk- farsið hefur ekki lækkað, hcld- ur hækkað úr kr. 19 kílóið í kr. 26,00. Verða dönsku kök- urnar ódýrastar7 Þórdís Jónsdóttir, Austur- brún 2. elda.r mat fyrir þrennt fullorðið. — Ja, nú blöskrar manni alveg, segir hún. Það er fjandi hart þegar maður ætl- ar að kaupa það ódýrasta, að þá skuli það vera orðið svona dýrt. Ég .hef alltaf haft fisk nokkuð oft í viku og miðað við ýsuflök hef ég þurft svona meðalflak fyrir um 15 krónur, en nú má ég punga út með uppundir 25 krónur. Svo er annað hitt, að ef til er ýsa, þá fær maður hana ekki nema flakaða — auðyitað til að þeir geti lagt meira á hana. Svo er það smjörlíkið. Kom- ið upp í 35 krónur. Ætli það endi bara ekki á því, að dönsku smákökurnar frægu verði orðnar ódýrari en heimabakað fyrir rest. Ringluð á eilífum verðhækkunum Jóna Ásmundsdóttir, Hverf- isgötu 58 sagðist vera orðin alveg ringluð á þessum eilífu verðhækkunum. , — Við érum 6 í heimili og hef ég hingað til keypt nýja ýsu, þá sjaldan hún er á boðstólum, fyrir 25 krónur í hverja máltíð. En nú fer að slaga hátt upp í að það borgi sig að kaupa kjöt í matinn. — Annars var ég svohepp- in að sonur minn veiddi rauð- maga í soðið í gær, þannig að ég er ekki 'farin að . finna verulega fyrir hækkuninni enn þá, sagði Jóna að lokum. Er að hugrsa um að kaupa bát Þjóðviljinn spurði Berg- lindi Bragadóttur, Hlunna- vogi 3 um áiit hennar á hækk- un fiskverðsins, en hjá henni eru fjórir í heimili. Berglind sagðist hafa ákveð- ið að hætta að borða fisk, þegar hún frétti um verð- hækkunjna, það borgar sig frekar að kaupa V2 kg af kjötfarsi á 25 kr., en ýsufiök á 28 kr. kg. Einnig blöskraði henni nýja verðið á smjör- líkinu. — Það endar með því að ég kaupi bát og fer að stunda rauðmagaveiðar ef svonaheld- ur áfram, varð Berglindi að orði. Ellefu munnar við matborðið Jóhanna Ásgeirsdóttir að Kársnesbraut 28 Kópavogi 4 hvorkí meira né minna en 9 börn og þarf því að kaupa í matinn fyrir 11 manns. — Þetta er alveg ofboðslegt, segir Jóhanna. Ég keypti þorskflök fyrir rúmar sextíu krónur í matinn í dag og maður getur þá ímyndað sér hvað þarf að borga fyrir ýsu- flökin. Fískurinn var það al- versta sem þeir gátu hækkað, því hann notar maður á hyerjum degi. Ég segi fyrir mig, að ég kaupi fisk svo til daglega nema á sunnudögum og hef hingað til komizt af með 30—35 krónur fyrir þorsk-' flökin en rúmar 40 krónur fyr- ir ýsuflökin. Maður neyðist vist til að kaupa þetta fram að næstu kosningum, en þá þarf líka að sýna þeim svart á hvítu hvað húsmæðrum finnst um þessar sífellu verðhækkanir, segir Jóhanna að endingu. Maður veit hverja á ekki að kjósa Ása Björnsdóttir, Hjallavegi 5 hefur fjóra fullorðna í heim- ili og segist hafa þurft að kaupa ýsuflakið á 18 — 20 krónur í máltíðina. Nú kostar þetta um 30 krónur. —r Mér finnst þetta alveg hróplegt hjá ríkisstjórninni, segir Ása. Allar fisktegund- irnar hafa hækkað, meira að segja saltfiskurinn er kominn upp í 36 krónur kílóið. Þetta er svei mér ekkert smáræði og svo hækkaði smjörlíkið líka, svo ég velti þvl nú fyrir mér, hvort það borgi sig yfirlejtt að baka lengur. Ja, það er ábyggilegt að maður veit hverja maður á ekki að kjósa í borgarstjórn- arkosningunum í vor! Hrísgrjón eins og Indverjar Margrét Blöndal, Heiðar- gerði 86 hefur sex manna heimili, og segir: — Þetta er alveg hræðilegt, fiskurinn kostar orðið fyrir okkur yfir 40 krónur, það fer að borga sig að kaupa held- ur kjöt — ef það hækkar þá ekki líka á næstunni! Annars er held ég bezt að hætta alveg að. borða kjöt og f fisk og halla sér bara að hrís- grjónum eins og Indverjar. Þau fara að verða það ódýr- asta, sem hægt er að fá í mat- inn. I I I ! I Brýn fsörf er á fiskverndarráðstöf- unurn fyrir utan 12 mílna mörkin Sverrir endurkjör- inn formaður SFR ■ Aðalfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana var hald- inn sl. þriðjudagskvöld og fór kjör stjómar og fulltrúa á þing BSRB fram á fundinum, en auk þess voru greidd atkvœði utan kjörstaðar. Voru atkvæðin talin í gær. Sverrir Júlíusson Raforkumálaskrifstofunni var endur- k'jörinn formaður félagsins með 269 atkvæðum en Guðjón B. Baldvinsson fékk 158 atkvæði. Auk Sverris voru eftirtaldir menn kjörnir í stjórn félagsins: Páll Bergþórsson Veðurstofúnni með 258 atkvæðum. Sigurður Ó. Helgason Tollstjóraskrifstofunni með 254 atkvæðum, Helgi Ei- ríksson Skipaútgerðinni með 250 atkvæðum, Einar Ólafsson ÁT- VR með 248 atkvæðum, Gunn- ar Bjarnason Þjóðleikhúsinu með 246 atkvæðum og Hermann Jónsson Verðlagsskrifstofunni með 242 atkvæðum. Aðrir fram- bjóðendur til stjórnarkjörs fengu ! 156-180 atkvæði. Framboðslisti Al- þýðubandalagsins á Reyðarfirði Llsti Alþýðubandalagsins á Reyðarfirði hefur verið lagður fram og er þanníg skipaður: 1. Ásgeir Metúsalemsson sjó- maður. 2. Helgi Seljan skólastjóri. 3. Ástríður Beek húsfreyja. 4. Hreinn Pétursson stýrimaður 5. Árnar Andrésson verka- maður. 6. Björn Jónsson verzlunar- maður. 7. Marteinn Elíasson iðnaðar- maður, 8. Sverrir Benediktsson verka- maður. 9. Pétur Jónasson vélgæzlu- maður. 10. Þórey Bjömsdóttir húsfreyja 11. Óskar Ágústsson trésmiður. 12. Þórir Gíslason verkamaður. 13. Jón Kr. Guðjónsson bóndi. 14. Jóhann Bjömsson bóndi. Sverrir Júlíusson í varastjórn voru kjörin: Ei- ríkur Pálsson Skattstofu Reykja- neskjördæmis með 267 atkvæð- um, Hulda Einarsdóttir þvotta- húsi Landspítalans með 255 at- kvæðum og Þorvaldur Steina- son Kópavogshæli með 240 at- krvæðum. Aðrir frambjóðendur hlutu 167 atkvæði. Þá voru kjörnir 19 fulltrúar á þing BSRB og fengu þeir sem kjörnir voru 283-246 atkvæði. Aðrir frambjóðendur fengu frá 154 til 183 atkvæði. Fundurinn samþykkti ýmsar ályktanir, m.a. var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur SFR 1966 skorar á fulltrúa BSRB að beita sér m. a. fyrir eftirfarandi við endur- skoðun á lögum um samnings- rétt opinberra starfsmanna,' sem nú stendur yfir: Framhald á 3. síðu. Listi Alþýðubanda- lagsins Sauðárkréki í umræðum á fundi samein- aðs þings í gær ræddi Lúðvík Jósepsson það sem eitt stærsta mál íslendinga nú að undirbúa og gera ráðstafanir til þess að settar yrðu reglur um fiskveið- ar á vissum svæðum utan 12 mílna markanna við ísland, og nefndi til Norðausturland, nokkra staði á Norðurlandi og Vestfirði. Bretar veiða mikið magn á þessum svæðum og fiskifræð- ingar hafa nýverið birt skýrsl- ur sem sýna að þrír af hverj- um fjórum þorskum sem Bretar veiða á þessum slóðum er smá- Eitt málanna á fundi samein- aðs þings í gær var þingsálykt- unartillaga frá Alþýðuflokks- þingmönnum um að láta athuga hvort rétt þætti að lækka kosn- ingaaldur í 18 ár. Framsögumaður allsherjar- nefndar, Sigurður Ingimundar- son, skýrði frá að samkomulag hefði orðið í nefndinni um að leggja til að tillagan yrði sam- þykkt nokkuð breytt, þannig að ekki væri miðað einvörðungu við þennan aldur. Hefðu öll æskulýðssambönd stjórnmála- flokkanna mælt með lækkun kosningaaldursins. fiskur, undir 70 cm lengd. Af heildarveiði fslendinga sjálfra á þorski er aðcins einn af hverjum fimm smáfiskur og þætti það hvergi hættulegt hlutfall. Hins vegar getur hin gífurlega smáfiskveiði útlend- inga stefnt fiskstofninum við ís- land í hættu. Umræðurnar fóru fram um þingsályktunartillögu nokkurra Framsóknarmanna um Skipun 7 manna nefndar sem vinna ætti ásamt ríkisstjórninni að öflun viðurkenningar á rétti íslend- inga til landgrunnsins. Þeir ráðherranna sem við- Tillagan eins og nefndin legg- ur til að hún verði er þannig: „Alþingi ályktar að gerð skuli athugun á því, hvort ekki sé tímabært og æskilegt að lækka kosningaaldur, og að jafnframt verði endurskoðaðar aðrar ald- urstakmarkanir laga á réttind- um unga fólksins. Athugun þessa skal gera sjö manna nefnd, kosin af Alþingi. Nefndin kýs sé'r sjálf formann. Nefndin skal skila áliti svo snemma, að unnt verði aðleggja niðurstöður hennar fyrir reglu- legt Alþingi 1966.“ staddir voru, Emil utanríkisráð- herra og Bjarni forsætisráð- herra, töluðu báðir og töldu ríkisstjórnina alla af vilja gerða að vinna að þessum málum. Hins vegar kom fram í ræðum þeirra að lítið sem ekkert hef- ur verið gert í málinu á undan- förnum árum í því skyni að afla viðurkenningar á rétti íslend- inga og kynna málstað okkar í landhelgismálinu. Og ekki töldu þeir þörf að skipa nú þingnefnd í málið, heldur væri vænlegra að láta sérfræðinga taka að vinna að málinu og síðar gæti ríkisstjórnin leitað til þingflokk- anna og Alþingis. Allir sem töluðu lögðu áherzlu á að skapa þyrfti víðtæka samstöðu um að- gerðir í landhelgismálinu. Brýnasta verkefnið nú Lúðvík lagði áherzlu á, að það sem nú lægi mest á væri’ að koma á veiðireglum á þeim svæðum utan 12 mílna mark- anna sem nefnd voru, með hvaða veiðarfærum mætti veiða þar og á hvaða tíma. Nauðsyn væri að koma á skynsamlegum reglum um þessi atriði svo að útlendingar spilltu ekki fisk- stofnum íslendinga. , Minnti Lúðvík á að nú þegar hefur fengizt allvíðtæk alþjóð- leg viðurkenning á rétti strand- ríkis sem á alla afkomu sína undir fiskveiðum til að setja reglur um veiðitakmarkanir út- lendinga eða forréttindaaðstöðu fyrir innlend veiðiskip, og þá viðurkenningu yrðum við að hagnýta okkur sem bezt. Úrðu flutningsmaður og aðr- ir þeir sem töluðu ásáttir um að málið yrði rætt rækilega og athugað í utanríkismálanefnd þegar á þessu þingi, og þá m. a. tillagan um nefndarskipun og hvert verksvið nefndarinnar ætti að vera. Húsnæðismála■ stjórn kosin til 4 úra Á furidi sameinaðs þings í gær fór fram kosning fimm manna og jafnmargra varamanna íhús- næðismálastjórn, til fjögurra ára, frá 4. apríl 1966 til jafn- lengdar 1970. Þessir hlutu kosningu: Aðal- menn: Guðmundur Vigfússon, Hannes Pálsson, Óskar Hall- grímsson, Ragnar Lárusson, Þor- valdur Garðar Kristjánsson. Varamenn: Sigurður Sig- mundsson, Þráinn Valdimarsson, Sigurður Guðmundsson skrif- stofustjóri, Árni Grétar Finns- son, Gunnar Helgason. Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins á Sauðárkróki við bæjar- st.jórnarkosning:arnar þar í vor hefur verið laeður fram og er hann skipaður eftirtöldum mönnum, en bæjarfulltrúar á Sauðárkróki eru 7 að tölu: 1. Hulda Sigurbjömsdóttir gjaldkeri Verkakvennafélags- ins Öldunnar. 2. Hreinn Sigurðsson fram- kvæmdiastjóri. 3. Hólmfríður Jónasdóttir for- maður Verkakvennafélagsins Öldunnar. 4. Haukur Brynjólfsson iðn- nemi, 5. Guðmundur Jónasson vélstj. 6. Lára Angantýsdóttir húsfrú 7. Jónas Þór Pálsson málari 8. Jón Snædal Jónssón tré- smiður. / 9 Jón H Friðriksson trésmiður 10. Hjaltj Guðmundsson tré- smiður. 11. Haukur Pálsson mjólkur- fræðingur. 12 Fjóla Ágústsdóttir húsjrú. 13- Valgarð Björnsson vélavið- gerðarmaður. 14. Skafti Magnússon iðnrek- . andi. Hátíðahöldin í Kopavogi í dag Hátíðahöld sumardagsins fyrsta í Kópavogi hefjast kl. 1 e.h. með skrúðgöngu barna und- ir stjórn skáta frá Kársnesskóla og Digranesskóla og leika lúðra- sveitir fyrir göngunum. Gengið verður að Kópavogssjcóla, en þar hefst útisamkoma kl. 1.30. Óli Kr. Jónsson, kennari, setur samkomuna en Frímann Jónas- son, fyrrv/ skólastjóri, flytur ávarp. Jón Gunnlaugsson skemmtir, og lúðrasveitir leika sumarlög. Klukkan 2 hefjast drengjahlaup og víðavangshlaup UMF Breiðabliks við Kópavogs- skóla, og tvær barnaskemmtan- ir verða í Félagsheimilinu kl. 2 og kl. 3.30 e.h. Allur ágóði af merkjasölu dagsins rennur ti’ sumardvalarheimilis bárna í Kópavogi. Kosningaaidurinn iækkaður?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.