Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1966, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. apríl 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA ^ Seint mundi það hvarfla að mér að íreista þe&s að gera stutta afmæliskveðju til Snorra Hjartarsonar að einskonar rit- / dómi um ljóðabækur hans tvær, Kvæði og Á Gnitaheiði. Til þess skortir mig tíma og getu, en einnig vilja, því að ég hef • aldrei fundið köllun hjá mér til að lima sundur skáldskap, sem mér ,er verulega hugfólginn. bregða honum und- ir einhverja bókmenntalega smásjá, flokka hann og efna- greina. Auk þess fer því fjarri, að verkdagur þessa sextuga snillings sé allur og mynd hans í íslenzkri bókmenntapögu full- mótuð. Til dæmis má glöggt ráða af nokkrum kvæðum hans, sem birzt hafa í tn'marit- um að undanförnu, að hann hefur ekki numið staðar f þeim lundum, sem hann hafði áður fundið, né unað þeim streng- leik einum, sem var honum áður tamur. Þess skal ennfrem- ur getið, að ný ljóðabók ettir hann mun brátt koma fyrir al- menningssjónir, Og er það vissulega mikið fagnaðai’efni öllum þeim, sem’ unna góðum skáldskap og láta sig nokkru skifta hag og ris íslenzkra bókniennta. Svo segja fróðir menn, að í rauninni jafngildi það krafta- verki, ef skáldi tekst að yrkja kvæði, sem liklegt er til að standa óbiiknað ,um langan aldur. Ég hygg að Snorri Hjart- arson hafi ort mörg slík kvæði. Ljóðabækur hans eru ekki miklar fyrijferðar, en báðar skipa honum þó umsvifalaust í hóp þeirra skálda, sem fegurst hafa kveðið á íslenzka tungu. Það mun reynast örðugt að benda á nokkurt erindi í bók- Styrkur £# tíl heilbrigðis- mála T rúman áratug' hefur Evpópu- ráðið lagt sérstaka áherzlu á að stuðla að samvinnu um heil- brigðismál milli aðildarríkja sinna. Árangurinn hefur m. a. komið fram í því að gerðir háfa verið ýmsir samningar hér að lútandi, og í því, að á vegum ráðsins eru nú árlega veittir um 150 styrkir til náms ferða starfsfólks við heilbrigð- ismál. Fyrir skömmu var til- kynnt um styrkveitingar á þessu ári, og koma sjö styrk- ir í hlut Islendinga. Þeir eru þessir: Guðmundur S. Jónsson eðlis- fræðingur til náms í geislunar- vörnum í Noregi í þrjá ípán-, uði. t Dr. Gunnlaugur Snædal læknir til náms í kvensjúk- dómafræðum í Bretlandi í tvo mánuði. Kristín Jónsdóttir læknir til náms í lyflæknisfræði í Bret- landi í tvo mánuði. Ólafur Jónsson læknir til náms í meltingar- og vaneldis- sjúkdómum f Bretlandi í einn máhbð Ole Bieltvedt skólayfirtann- læknir tib að kynna sér eftirlit með tannskemmdum í Noregi í tvo rnánuði. Tryggvi Þorsteinsson læknir til nám í slysahjálp í Bretlandi í fjóra mánuði. Þórunn Pálsdóttir hjúkrunar- kona til framhaldsnáms f hjúkrun geðveikra í Noregi i sex mánuði. Þ. V. VEL KVEÐIÐ Sextugur é morgun um þessum, sem ekki beri vitni sjaldgæfri fágun og þekkingu, hámenningu skáldsins, smekk- vísi þess og vægðarlausum list- rænum aga. Út af fyrir sig er það til að mynda afrek, hversu farsællega Snorra Hjartarsyni tekst að samhæfa fslenzkri Ijóðhefð ýrpsa þá lærdóma, sem hann hefur dregið af er- lendum meisturum. ekki sízt engilsaxneskum nútímaskáld- um. Margslungnir fbrmtöfrar hans eru þeim mun aðdáunar- verðari sem hann þjappar ein- att saman meira efni f kvæð- um sínum en títt er um sum hin listfengustu skáld. Þessir töfrar eru ekkert yfirborðsglit, heldur sprottnir af djúpri, upp- runalegri skynjun, tengdir reynslu skáldsins órofa bönd- um og þá ekki síður náttúru landsins, sögu og draumum þjóðarinnar í misjöfnum veðr- um: Hér vefur móðurfaðmi hlíðin há og hhíir frjómild lífsins smæstu þjóð og allt í kring cr auðnin köld og grá, ískölcl og járngrá, slungin fölri glóð. Mín blómahlíð, mitt land, mín litla bjóð! Ef lfkja mætti kvæðum skálda við tóna hljóðfæris, þá mundi ég nefna knéfiðlu í sömu andrá og mörg beztu ljóð Snorra Hjartarsonar. Glati ís- lenzk þjóð ekki sjálfri ser og dýrustu eign sinni í faðmlög- um við erlent herveldi og auðveldi, munu óbornar kvn- slóðir hlusta á þessa mildu og styrku tóna og njóta þar hvatningar, unaðar og hug- svölunar. SNORRI HJARTARSON Snorri Hjartarson: LAND ÞJOÐ OG TUNGA Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóni og stein, þú .leiddir mig í orðs þíns háu’vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og s'tormahlé og sókn og vaka: eihing hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til 1 þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld. Island, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. (Úr ljóðabókinni „Á Gnitaheiði“ 1952) Ólafur Jóh. Sigurðsson. ★ Fyrir allmörgum árum hitti ég Snorra Hjartarson fyrsta sinni. Hann var gestur skáld- bróður síns á Húsavík og þangað slgeddumst við síðla dags að sumarlagi nokkrir heiðaráparar sólbrenndir úr Hólmatungum og Vesturdal. Þeir vinirnir höfðu gert sér það til dundurs um daginn. að ' banga saman spaugilega þýð- ingu á Álfakónginum; ég man ennbá upphafið: Hver ríður í þessu Toki og fleng á rauðskjóttu, það er maður mcð (lrcng, og kvæðið ailt eftir því. Við áttum með þeim dýrlegt kvöld gamans og alvöru. og fró þeirri stundu hefur Húsavík staðið mér fyrir hugarsjónum sem eitt mesta menningarból þessa lands. Síðar höfum við Snorri marga hildi háð. Ég hef tölu- ’ vert reynt að lækna hann af þrálátum kvilla, hef meira að segja fengið að sjá þjóðskálda bióð. en batinn hefur ekki orð- ið varanlegri en svo að Snorri v-hefur . fyrir skömmu sagt lausri stöðu sinni sem yfiybókavörður sökum vanheilsu. Ég freistast til að hugga mig við að lé- legur árangur lækningatilrauna minna kunni óbeint að leiða til þess að hannifái meira tóm til Ijóðagerðar en áður, Ein- hvern veginn er því svo farið að við ætlumst til þess af okk- ar beztu skáldum að þau séu mikilvirk. Smáar bækur og strjálar er okkur ekki nóg frá hendi þeirra sem geyma lykil- inn að fjárhirzlum listarinnar. og nú þegar Snorri Hjartar- son stendur á sextugu hefur hann ekki gefið út nema tvær Ijóðabækur. Mættum við fá meira að heyra! Ég hef ekki vitjað skáldsins nú um hríð; sjúklingum batn- ar stundum þegar læknirinn hættir að skipta sér af þeim. Von mín er sú að ég hitti hann glaðan og hressan þegar nýr áratugur er genginn í garð Dg vissulega bfða hans þá ærin verkefni. Mér finnst að maður með víðfeðma menningarþekkingu og óskeik- ula smekkvísi eins og Snorri Hjartarson ætti að hafa um sig hirð ungra sfcálda, sem dag hvem settust við fætur meist- arans og næmu af honum. Veit ég vel að bækur hans eru mörgum Ijóðasmið sannur há- skóli og eiga eftir að verða það um langan aldur. en bein samskiptj við slíkan mann yrði áreiðanlega aukin hvatning og í fyllsta skilningi lifandi lær- dómur. Mætti afmælisbamið og væntanlegir hirðmenn taka þetta mál til vinsamlegrar at- hugunar. Þórarinn Guðnason. Þorgeír Sveinbjarnar- son; Vísur um draum- inn. Rvík. 1965, Menn- ingarsjóður gaf út. ‘Það eru nú liðin ellefu ár frá því Þojgeir Sveinbjamar- son gaf út fyrstu íjóðabók sína^ ,,Vísur Berg'þóru“ hét hún Undirritaður sá aldrei þá bók, en minnist þess, að hún kom á óvart mönnum, einkum þóttu formtilraunir höfundar skémmtilega nýstárlegar. Og nú lætur svo Þorgeir til sín heyra á ný og kallar bókina „Vísur um drauminn“. Þessi bók er allmikil að vöxtum eftir því sem nú ger- ast Ijóðabækur. Höfundur skiptir hennj í fjóra kafla. Tveir þeirra.eru einstök kvæði, hinir nefnast Landslag og Kjarválsstemma, sem raunar er mest um landslag Kka Þo:r- \?eir sækir mjöo- yrk'sefni sín til íslenzkrar náttúru og báðir eru þessir þættir sannkallað- ur dýrðaróður um ísland og seiðmagnaða fegurð -þess Það, sem mér finnst ein- kenna þessi kvæði öðru frem- ur, eru óvenjulega 'fáguð og vönduð vinnubrögð skáldsins. Þorgeir er að mínum dómi orð- inn einn mestur formsnillingu-f íslenzkra ljóðskálda. Nú er þetta ekki þarin ve<j aa skilja. að Þorgeir sé bundinn þræll á einhverri forníslenzkri stefja- galeiðu; þvert á mótj leikur hann sér að íslenzku ljóðformi breytir þvi og hagræðir á ým-sa vegu. Hitt skilur svo milli feigs og ófeigs, að Þorgeir veit hvað hann er að gera og ger- ir það af óbrigðulli smekk- vísi. Það má segja sem svo, að Þorgeir leiti ekki víða fanga i Skáldskap sínum; kvæðin geta á stundum sýnzt nokkuð einhæf. Nú skal það sízt last- að, Þorgeir þekkir sjálfur bezt sín takmörk. Helzti gallinn á þessum kvæðum virðist mér sáv að höfundi hættj um of til þess að fóma rökréttri hugs- Un og máli á altari táknmynd- arinnar. Ég nefni sem dæmi kvæðjð .,Að lifa og deyja“ er svo hljóðar: ,.Að lifa / er að s<kynja 7 nýjan tíma. / Tíðin liðna / er jörðin / Að deyja / er að lifa / nýjum tíma / Tíðin framundan / er • himinninn / opinn nýrri stund“. Mér er engin launung á því, að þetta skil ég ekki, og það sem er kannski verra: Mig langar þótt skömm sé frá að segja ekkert að komast til botns í þvi. Þorgeir mættí þannig að ósekju rifja upp fyrir sér þau fomu sannindi. að þvi flóknari sem framsetn- ingin er, — þeim mun meiri K'kur eru fyrir því, að eitt- hvað sé bogið við hugsunina bak við málið. En ,þetta eru annars sm'á- vægilegar aðfinnslur þegar hafðir eru í huga yfirgnæfandi kostir þessarar bókar. Þorgeir Sveinbjamarson hefur ekki verið að flýta sér neitt en fullunnið þessa ljóðabók sina Árangurinn er verk. sem ’.jóð- unnendur mega ekki Iáta fram hjá sér fara Jón Thór Haraldsson. • • Onmir einvígiskák um HM-tignina í annarri skák einvígisins lék Spasskí svörtu og valdi afbrigði af drottningargambít, sem kallast „Kerfi Tartakow- ers-Maokogonofs-Bondarévsk- ís“. Petrosjan — Spasski Drottningargambítur 1. c4 e6. 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 4. Rf3 Rf6 5 Bg5 0—0 6. e3 h6 7. Bh4 b6 8. cxd Rxd5 9. Bxe7 Dxe7 10. Rxd5 exd 11. Hcl Be6 12. Da4 c5 13. Da3 Hc8 14. Be2 a5 15. 0—0 Ra6 16. dxc bxc 17. Rd4 Bd7 18. Bxa6 Hxa6 19. Re2 a4 20 Hfdl Dd6 21. Hd2 Be6 22. h3 Hc7 23. Rf4 c4 24. Dxd6 Hxd6 25. Re2 a3 26. bxa Bf5 27. Rc3 Hcd7 28. Hd4 Kf8 29. f3 Ke7 30 Hcdl Be6 31. Hbl ' Ha6 32. a4 Kd6 33. Kf2 Kc5 34. Hd2 Ha5 35. Ke2 Bf5 36. e4 dxe 37. fxe Hxd2+ 38. Kxd2 ' Bd7 39. Hb7 Kc6 40. Hb8 Kc5. I þessari stödu fór skákin í Mð og Petrosjan skrifaði niður 41 leik sinn Fram að fjórtánda leik gekk allt venju samkvaamt. En í stað hins venjulega 14. — Df8 lagði svartur inn á nýjar brautir með 14 — a5. Má vera að þessi leið sé virkari, en hún er tengd nýj- um veikleika á drottningar- armi. Forvitnilerg staða skapaðist eftir að hvítur lék 17 Rd4. Svo virðist sem það sé vel til fallið að svara með 17.— Rb4, en þá fær hvítur jrfir- burði með því að halda á- fram 18. Rxe6 — . fxe. 19. Da4 með hótun um 20. a3. f næsta leik skipti Petrosj- an á biskup og riddara and- stæðingsins. Er þetta fróðleg herstaða þegar mannaskipti á ,.léttum“ mönnum eru til hagsbóta fyrir hvítan. f nítjánda leik gat Spasski gert stöðuna einfaldarj og eftix það hefði hvítur átt erfiðara með að sanna stöðu- yfirburði sína: 19. — Bb5. 20. Hfel — Dxe2. 21. Hxe2 — d4, Þess vegna hefði verið rétt að athuga 19. Hfel í staðinn fyrir 19. Re2. En samt hafnaði svartur slíkri einföldun og kaus held- ur að leita sterkari gagn- leikja. Leikurinn 21 Hd2! er sýnu sterkari en hinn eðlilegj 21. Rc3 sem á eftir getur komið 21. — d4. 22. Re4 — E>g6 og það sem verra er: 23 Rxc5 — Bh3. 24. g3 — Hxc5. 25. Dxc5 — De4! og vinningur. Og ef leikið er 23. Rg3 — Be6. 24. Hxc5 — Hxc5. 25. Dxc5 — dxe — þá heíur svartur bjargað sér undan erfiðleik- unum. Petrosjan herðir á og Spasskí ákveður að gera drottningarkaup. f 25 leik fórnar svartur peði. Bersýnilega' er Spasskí Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.