Þjóðviljinn - 26.04.1966, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 26.04.1966, Qupperneq 2
2 SÍÐA —. ÞJÓÐVILJINN — Þriffjudagur 26. apríl 1966 J Flugbjörgunar- sveitin fær styrk Fjársöfnun nokkurra Hafnfirðinga 4ff/r '<■ r«r MggttMt 'V"-' wmm i&' ■ 1 - V-” •* * « «(*.»»» Wáft íi* Stjórn FBS vildi biðja blaðið um að færa þakkir til þeirra sem stóðu að fjársöfnun handa FBS í Hafnarfirði og Keflavík og fer hér á eftir .bréf, sem fylgdi gjöfinni: Flugbjörgunarsveitin Reykja- vík, C/o Magnús Þórarinsson, gjaldkeri. Eins og fjölmargir aðrir Is- lendingar höfum við hjónin undanfarin ár fylgzt með því fómfúsa starfi sem Flugbjörg- unarsveitin hefur unnið með starfi sínu í sambandi við slys- farir og björgun hér á landi. Það hefur vakið athygli hve ötullega þið hafið unnið við að þjálfa meðlimina sem bezt og búa sveitina góðum tækjum, þar á meðal talstöðvum, þrátt fyrir þröngan fjárhag og annir meðlimanna. Vildum við því reyna aðlétta ykkur róðurinn með því að safna nokkurri fjárhæð sem nota mætti til tækjakaupa og leituðum því til vina og kunn- ingja með söfn-unarlista sem gaf velunnurum FJugbjörgunar- sveitarinnar tækifæri til að sýna hug sinn með smáum fjár- i framlögum sem rynnu til sveit- | arinnar. Það er mjög takmarkað hversu . tvær manneskjur geta ! afkastað í frístundum sínum, en ' þó viljum við hér með afhenda yður árangur þessarar söfnun- . ar kr. 31.200,00, sem gefin hefur verið af 184 einstaklingum og j fyrirtækjum, að mestu leyti í | Hafnarfirði og á Keflavíkur- ' flugvelli. Það er ósk gefenda að þér fyrir hönd Flugbjörgunarsveit- ; arinnar, veitið þessari upphæð viðtöku, sem vott um þakklæti og viðurkenningu á vel unnum störfum undanfarið og meðósk i um heillaríkt starf á komandi | árum. I Hafnarfirði 17. apríl 1966. VirðingaVfyllst, N.N., N.N. F.h. Flugbjörgunar- sveitarinnar, Sig. M. Þorsteinsson, form., Magnús Þórarinsson, gjaldk. Stórhættulegur húsgrunnur Hald- bezta lausnin í tvo áratugi hefur Fram- sóknarflokkurinn iðkað þá list að hafa tvær gagnstæðar skoð- anir á hverju máli. Þegar Keflavíkursamningurinn var borinn upp á Alþingi Islend- inga var þingflokknum skipt í tvo hluta og greiddi annar atkvæði með eri hinn á móti. Þetta þótti þvílíkt snjallræði að það hefur síðan verið gert að almennri reglu, ekki aðfins á Alþingi heldur og á öllum stöðum þar sem Framsóknar- flokkurinn lætur til sín taka: í bæjarstjórnum og hrepps- nófndum; í Varðbergi og Samtökum hernámsandstæð- inga; á síðum Tímans — það hefur meira að segja komið fyrir að blaðið hefur birt tvær forustugreinar sama daginn gagnstæðrar merkingar. Nú síðast hefur flokkurinn skipt sér í afstöðunni til alúmín- málsins, og þarf það raunar ekki að koma neinum á ó- vart — einn af kunnustu leið- togum flokksins, Steingrímur Hermannsson, sem sumir telja væntanlegt foi’mannsefni, hef- ur frá upphafi verið einn á- kafasti stuðningsmaður stjórn- arvaldanna. Þeir sem vilja að Fram- sóknarflokkurinn hafi einhver áhrif á þjóðmál hafa að von- um áhyggjur af þessari þróun. Ýmsir áhugasamir Framsókn- armenn eru nú til áð mynda að komast á þá skoðun að tveir borgarfulltrúar í Reykja- vík séu líklegir til þess að vega hvor annan upp með gagnstæðum skoðunum, og því sé betra að hafa einn full- trúa. Þetta er mjög skiljanleg afstaða, en þó er þessi lausn engan veginn einhlít. Nýlega iðkuðu fulltrúar Framsóknar- flokksins í utanríkismála- nefnd Alþingis til dæmis þá list að sitja hjá við afgreiðslu máls í nefndinni en fylgja stjómarflokkunum þegar mál- ið kom tilkasta þingsins sjálfs. ’ Eins gæti einn borgarfulltrúi leikið sér að því að skipta í sífellu um skoðanir milli funda. Haldbezta lausnin er sú að eiga engan fulltrúa; þeir Framsóknarmenn hljóta að vera sælastir sem lifa í von- inni, án þess að þurfa að leggja drauma sína undir harðan dóm veruleikans. Mann- dýrkun Sú var tíð að það þótti ljóður á ráði stjórnarvalda austantjalds hversu mjög þau voru gefin fyrir manndýrkun. En þegar sá háttur er aflagð- ur í Austurvegi bregður svo undarlega við að hann er haf- inn til nýrrar virðingar á Vest- urlöndum. í kosningum víða um lönd er leiðtogadýrkun orðin ein helzta baráttuaðferð- in; í Bandaríkjunum er allt látið snúast um Johnson; í seinustu þingkosningum í Bret- landi snerist allt um Wil- son; og í borgarstjórnarkosn- ingunum hér ætlar Sjálfstæð- isflokkurinn að láta allt snú- ast um Geir. Nú er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem boð- ar til funda heldur „Geir Hall- grímsson borgarstjóri“ og i auglýsingu Morgunblaðsins um fundina var myndin af Geir jafnvel enn flatarmálsfrekari í samanburði við minni postul- ana en fom bílæti af Stalín í samjöfnuði við aðra dauð- lega menn. Og á fundum þessum talar auðvitað leiðtog- inn einn; aðrir verða að láta sér nægja að vera ávarps- flytjendur, fyrirspyrjendur, fundarstjórar og fundarritar- ar, svo að hin gullvæga speki fari ekki forgörðum. Megum við ekki væntaþess að senn fari að rísa mynda- styttur af „Geir Haligrímssyni borgarstjóra" í yfimáttúr- legri líkamsstærð á sjö hæð- um Reykjavíkur? — Austri. f heilt ár hefur húsgrunnur við Vorsabæ 8—10 í Árbæj- arhverfj valdið mæðrum í ná- grenninu áhyggjum. Þarna er djúp tjörn, sem krakkarn- ir sækja mikið í og var lítiH strákur dreginn upp úr henni nýl^ga, holdvotur upp að hálsi. Barnmargar fjölskyldur eru í húsunum í kring; sex barna fjölskylda býr t d j húsinu á móti. Hefur sá háttur verið hafður á að Mnda öll yngstu börnin, en þau sem leika lausum hala vilja eðlilega Ieíka sér í tjörninni og búa gjaman til fleka úr timbrinu sem þarna er á víð og dreif. Forsetaráð Sambands evr- ópskra r%thöfunda, COMES, kom saman til fundar í París 16. marz, undir forsæti Gui- seppe Ungaretti, til að fjalla um þau vandamál, sem hafa risið af máli Sovétrithöfund- anna Sinjavskí og Daníels. Meirihluti forsetaráðsins lítur svo á, og lýsir yfir þeirri skoð- un sinni að forsendurnar fyrir dóminum yfir þessum tveim rithöfundum brjóti í bága við þann anda sem frá upphafi hafi mótað starf og athafnir COMES og harmar ennfremur að forsvarsmenn Sovétdeildar COMES skuli ekki hafa gert þær ráðstafanir sem hægt var, né haft samráð við COMES, svo sem var skylda þeirra. Engu að síður treystir Forsetaráðið enn á vinsamleg samskipti og samvinnu við rithöfunda í hin- um ýmsu löndum sem eru í sambandinu og telur að óhjá- Húsmóðir ein. sem býr við Vorsabæ sagði Þjóðviljanum að margoft hefði verið kvart- að yfir þessu ástandi til iög- reglunnar, en tveir lögreglu- þjónar ættu húsgrunninn og þýddi ekkert að minnast á málið. Væru svörin hiá lög- reglunni eitthvað á þá Ieið að yfir stæðu málaferli um hús- grunninn oK þvi ekkert hægt að aðhafast. Þegar Þjóðviljamenn heim- sóttu staðinn, á dögunum var vatnið í grunninum frosið, en nærri má geta hvort hér er ekki um manndrápstjörn að ræða. þegar þiðnar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) kvæmilegt sé, að mál Sinjavskí og Daníels verði endurskoðað sem fyrst og rithöfundarnir verði náðaðir. Loks hefur verið ákveðið að aðalritari COMES, Giancarlo Vigorelli, fari til Moskvu til að kynna sovézk- um yfirvöldum þessar ákvarð- anir forsetaráðsins og kanna hvort enn séu forsendur fyrir að halda áfram samskiptum. Tilkynningin er undirrituð af Guiseppe Ungaretti (Italíu), for- seta, J. Luis Aranguren (Spáni), Halldóri Laxness Nóbelsverð- launahöfundi (Islandi) John Lehman, (Engl.) J. P. Sartre, (Frakkl.) varafors. og Giancarlo Vigorelli (Italíu) aðalritari. Einn af varaforsetum COM- ES er Halldór Laxness, og Thor Vilhjálmsson á sæti í stjómar- nefnd COMES. (Frá lslandsdeild Sambands evrópskra rithöfunda, COMES) Dreng/uskyrtur Köflóttar flúnelsskyrtur, stærð 4—12. Verð frá kr. 59—87. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28. — Sími 34925. COMES f/ul/ur um dómunu yfír sovézku rithöfundum Kjörskrárstofn Kjörskrárstofn til sveitastjórnarkosninga 26. júní 1966 liggur frammi almenningi til- sýnis hjá odd- vita sveitarstjórnar Klöpp. Vogum, alla virka daga frá 26. þ.m. til 24. maí. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til undirrit- aðs eigi síðar en 5. júní n.k. Vogum 24. apríl 1966. Oddviti Vatnsleysustrandarhrepps. Aðstoðarmatráðskona óskast Staða aðstoðarmatráðskonu við Gæzluvistarheimilið í Gunnarsholti, Rangárvöllum, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspít- alanna, Klapparstíg 29, fyrir 6. maí n.k. Reykjavík, 23. apríl 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. Skrifstofustúlka með góða menntun og vélritunarkunnáttu verður ráðin við opinbera tæknistofnup frá 15. maí n.k. Umsóknir sendist í pósthólf 155 fyrir 5. maí n.k. merktar „S.B.“. / / Ahaldasmiður Staða áhaldasmiðs í áhaldadeild Veðurstofu fs- lands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launa- kerfi ríkisins. Allar nánari upplýsingar í áhalda- deild Veðurstofunnar, Sjómannaskólanum, Reykja- vík. — Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skulu hafa borizt Veður- stofunni fyrir 15. maí n.k. Kópavogsbúar Höfum opnað útibú að Kársnesbraut 49, (þar sem áður var Efnalaug Kópavogs). Kemisk fatahreinsun og pressun. — Önnumst einnig allskonar fataviðgerðir. Fljót og góð þjónusta. Efnalaug Austurbæjar Skipholti 1 — Kársnesbraut 49. Sími 16346. Eftirlitsmaður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða starfsmann til þess að hafa eftirlit með notk- un rotvarnarefna í verksmiðjum. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi þekkingu í efnafræði og næringar'fræði. Háskólapróf æskilegt. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Skiilagötu 4, Reykjavík, fyrir 5. mai n.k. Ennfremur óskar stofnunin eftir að ráða aðstoðar- mann við ofangreint starf. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi ríkis- ins. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.